Morgunblaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.08.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁFORM eru uppi um að endurheimta svonefnda Brimnesskóga í Skagafirði, sem sagt er frá í Land- námabók Ara fróða, en landið er skógvana í dag. Að sögn Steins Kárasonar, framkvæmdastjóra samstarfshóps um endurheimt skóganna, er stefnt að því að planta í að minnsta kosti 100 hektara lands á næstu tíu árum, samtals um 350.000 plöntum og verða fyrstu plönturnar, á áttunda þús- und birkiplöntur og á sjötta hundrað gulvíðilöntur, gróðursettar á föstudag af nemendum grunnskóla í Skagafirði. Að sögn Steins er markmiðið að þar rísi mynd- arskógur á nokkrum áratugum sem renni stoðum undir vistvæna- og menningartengda ferðaþjón- ustu og vistvæna skógrækt. Verkefnið þykir ekki síst merkilegt fyrir þær sakir að ætlunin er að endurheimta skógana með upprunalegu birki, reyni og gulvíði sem nú vex í Hrolleifsdal og Austurdal í Skagafirði og hefur ágræðslu- og kynbótabirki m.a. verið komið fyrir í Gróðrarstöðinni í Mörk í Fossvogsdal auk gul- víðis. Land Brimnesskóga í Skagafirði er í eigu þriggja aðila, þ.á m. sveitarfélagsins Skaga- fjarðar, en sjálfseignarstofnunin Kolkuós hefur af- notarétt að hluta landsins. Í stjórn Kolkuóss eru auk annarra Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, sem átti hugmyndina að því að börn úr Skagafirði yrðu fengin til að gróðursetja fyrstu plönturnar. Mun Yrkjusjóður að hluta leggja til fé til plöntukaupa í ár og fjölmörg fyrirtæki hafa sýnt áhuga á að liðsinna verkefninu. Steinn segir þó ljóst að áætlanir hans um end- urheimt skóganna séu djarfar og framtíð verkefn- isins velti á viðtökunum og hvernig gangi að afla fjármagns. Morgunblaðið/Þorkell Vigdís Finnbogadóttir, Steinn Kárason garðyrkjumeistari og Guðmundur Vernharðsson, eigandi gróðrastöðvarinnar Markar, skoða birkiplöntur úr Skagafirði sem verða frægjafar fyrir þúsundir birkiplantna sem planta á í Brimnesskógum á komandi árum. Brimnesskógar vaktir til lífsins ÓBYGGÐANEFND hefur veitt fjármálaráðherra lengri frest til að lýsa kröfum íslenska ríkisins um þjóðlendur á Norðausturlandi. Átti fresturinn að renna út 1. ágúst sl. en hefur nú verið framlengdur til 15. október næstkomandi. Ástæða frestunar er einkum sú að væntanlegur er dómur í Hæsta- rétti um þjóðlendur í uppsveitum Árnessýslu, þ.e. fyrsta svæðinu sem óbyggðanefnd úrskurðaði um á sínum tíma. Ríkið sætti sig ekki við þann úrskurð og höfðaði einka- mál á hendur nokkrum landeig- endum. Var úrskurðurinn staðfest- ur að langmestu leyti í Héraðsdómi Suðurlands í nóvem- ber 2003 og áfrýjaði ríkið þeim dómi til Hæstaréttar. Málflutningur fer fram í næstu viku, þegar Hæstiréttur tekur til starfa að loknu réttarhléi. Á vef óbyggðanefndar er vitnað í bréf lögmanns ríkisins þegar óskað var eftir lengri fresti vegna Norðaust- urlands. Segir lögmaðurinn að í vænt- anlegum dómi Hæstaréttar verði skorið úr um lögfræðileg álitaefni sem geti reynt á við kröfugerð á Norðausturlandi. Óbyggðanefnd framlengir frest vegna Norðausturlands tækjum niður í sjóinn sem tengist síðan duflinu sem er ofan á íshell- unni og rekur með henni suður á bóginn. Oft fara svona dufl ein- hverjar krúsídúllur, en þetta dufl fer beina leið. Þetta ferðalag er óvenju hratt.“ JÓN Ólafsson haffræðingur á Haf- rannsóknastofnun gekk fram á dufl í fjörunni í göngu- ferð um land Fells í Sléttuhlíð á dögunum. Reyndist duflið vera japanskt rannsókn- ardufl sem ætlað er að rannsaka hafstrauma og rek íshellu Norður- íshafsins. „Ég var að skoða þetta svæði þar sem langafi minn Sveinn Árnason í Felli reri áð- ur fyrr þegar við rák- umst á þetta dufl í Gjávík í landi Fells,“ segir Jón, sem gerði jap- önsku rannsóknarstofnuninni JAMSTEC undir eins viðvart um fund duflsins. „Þeir brugðust snöggt við og ætla að senda hingað vísindamann til að sækja duflið.“ Vísindamaðurinn, dr. Takashi Kikuchi, kemur hingað til lands á næstu dögum og mun Jón fylgja honum norður í Gjávík. „Eggert bóndi á Felli ætlar að hjálpa okkur að koma duflinu áleiðis á veginn þar sem það fer á flutningabíl til Reykjavíkur, en frá Reykjavík fer það til Alaska,“ segir Jón. „Þetta er nokkuð þungt, eitt- hvað yfir 200 kíló hugsa ég. Það er mikið fyrirtæki að fara með þetta í flugvél á heimskautaísinn. Þeir bora gat og leggja tvö hundruð metra kapal með mæli-                        !  "        !  "# $  " %"  "#&" '(&)*  )  & " %" "# $  %  #+ $'%!   * )+!       "   # ",$  Fundu japanskt dufl í gönguferð í Sléttuhlíð Jón Ólafsson SJÖ sóttu um embætti hæstarétt- ardómara en umsóknarfrestur rann út sl. föstudag, 27. ágúst. Umsækjendurnir voru: Allan Vagn Magnússon héraðs- dómari, Eggert Óskarsson héraðsdómari, Eiríkur Tómasson prófessor, Hjördís Hákonardóttir dómstjóri, Jón Steinar Gunnlaugsson pró- fessor og hæstaréttarlögmaður, Leó E. Löve hæstaréttarlögmað- ur og Stefán Már Stefánsson pró- fessor. Samkvæmt lögum um dómstóla skal dómsmálaráðherra, áður en hann skipar hæstaréttardómara, leita umsagnar dómsins um hæfi og hæfni umsækjenda til að gegna starfinu. Sjö sóttu um embætti hæsta- réttardómara STJÖRNU-ODDI og Hafrann- sóknastofnun eru meðal níu fyr- irtækja, stofnana og einstaklinga sem tilnefnd eru til annarrar um- ferðar til náttúru- og umhverf- isverðlauna Norðurlandaráðs í ár en ákvörðun um hver hlýtur verð- launin verður tekin á fundi í Reykja- vík 17. september næstkomandi. Verðlaunin nema um fjórum milljónum króna og sker þrettán manna dómnefnd úr um hver fær styrkinn. Í dómnefndinni sitja tveir fulltrú- ar frá Norðurlöndunum fimm en sjálfstjórnarsvæðin Færeyjar, Grænland og Álandseyjar eiga sinn fulltrúann hvert. Stjörnu-Oddi ehf. sérhæfir sig í gerð rafeindamælitækja til fiski- og hafrannsókna. Fyrirtækið var stofnað árið 1985 og þróaði m.a. raf- eindamerkið Data Storage Tag í samvinnu við Hafrannsóknastofnun en merkinu er komið fyrir í fiskum og veitir það upplýsingar um far, dreifingu og hegðun fisksins. Stjörnu-Oddi og Hafrannsókna- stofnun tilnefnd OPINBER heimsókn Halldórs Blön- dals, forseta Alþingis, til Svíþjóðar og Álandseyja hófst í gær en heim- sóknin er í boði forseta sænska þingsins, Björns von Sydow. Fund- ur þingforsetanna verður í Sigtuna en Halldór mun einnig heimsækja háskólann í Uppsölum og ræða við ýmsa forsvarsmenn skólans. Frá Svíþjóð heldur Halldór til Mariehamn á Álandseyjum til fund- ar við forseta þings Álandseyja og mun Halldór auk þess eiga fundi með fulltrúum þingflokka og hitta formann Álandseyjadeildar Norð- urlandaráðs, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Alþingi. Forseti Alþingis heimsækir Svíþjóð og Álandseyjar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.