Morgunblaðið - 31.08.2004, Page 8
FRÉTTIR
8 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Ég skil ekki hvað þessar framsóknarkerlingar sjá við þig. Kannt ekki einu sinni línudans.
Húsafriðunarnefndhefur ekki lokiðumfjöllun um
hvernig best verður staðið
að varðveislu friðaðra inn-
réttinga í Eimskipafélags-
húsinu, en fyrirhugað er
að hefja rekstur hótels í
húsinu á næsta ári undir
nafninu Hótel 1919. Tvær
leiðir eru einkum taldar
koma til greina, annars
vegar að varðveita innrétt-
ingarnar áfram í húsinu og
hins vegar að taka þær
niður og setja þær upp á
öðrum stað.
Eimskipafélagshúsið
þykir merkilegt í bygging-
arsögu landsins. Það var
byggt skömmu eftir að Eimskipa-
félagið hóf starfsemi og ber metn-
að og stórhug stofnendanna
glöggt merki. Afgreiðslusalurinn
var þiljaður að innan með eikar-
þiljum og í húsinu var lyfta. Í bók-
inni Kvosin, byggingarsaga mið-
bæjar Reykjavíkur, segir að hvort
tveggja hafi verið nýmæli í ís-
lenskum húsum á þeim tíma.
Húsafriðunarnefnd hefur frið-
lýst viðarinnréttingarnar á efstu
hæð hússins í svokölluðum Kaup-
þingssal, en þær skar út Stefán
Eiríksson myndskeri. Ennfremur
hefur nefndin friðlýst ytra útlit
hússins.
Tvær leiðir til skoðunar
Magnús Skúlason, formaður
Húsafriðunarnefndar, segir að
ákvörðun um hvernig farið verður
með friðlýstar innréttingar húss-
ins hafi ekki verið tekin. Nefndin
bíði eftir formlegri tillögu eigenda
hússins. „Við erum að skoða ann-
ars vegar tillögu Eimskipafélags-
ins og nýrra eigenda um hvort
gerlegt er að taka þessar innrétt-
ingar niður og setja þær í annars
konar sal sem líkist þessum sal.
Hins vegar er sá möguleiki að
skilja innréttingarnar eftir og
klæða þær af og geyma þær í hús-
inu til seinni tíma.“
Magnús sagði að Húsafriðunar-
nefnd hefði útilokað hvorugan
kostinn. „Húsafriðunarnefnd á
eftir að funda um málið þegar fyrir
liggja hugmyndir um hvernig er
hægt að standa að málum. Það
liggur ekki endanlega fyrir á þess-
ari stundu.“
Magnús sagði að Húsafriðunar-
nefnd væri búin að fylgjast vel
með málinu og ræða ítarlega við
eigendur hússins um hugsanlega
lausn á því.
Neikvæðar minningar
tengdar merkinu
Upphaflega hugmynd nýrra
eigenda hússins var að láta inn-
réttingarnar njóta sín, en skipta
salnum upp í herbergi. Þórsham-
arsmerkið, sem um áratugi var
einkennismerki Eimskip, er áber-
andi hluti tréskurðarins í innrétt-
ingunum. Þetta veldur eigendum
hússins nokkrum áhyggjum en
þeir óttast að gestir hótelsins eigi
erfitt með að greina á milli þess og
hakakross þýska nasistaflokksins.
„Það hefur komið fram að það
er fjöldi erlendra ferðamanna sem
kunna ekkert að greina á milli
hakakrossins og Þórshamars. Það
fylgja því neikvæðar minningar
fyrir marga sem ella myndu kjósa
að gista þarna,“ sagði Andri Már
Ingólfsson, forstjóri Heimsferða,
sem keypti húsið af Eimskip og
ætar að breyta því í hótel.
Þórshamarsmerkið er áberandi
utan á húsinu og er fyrirhugað að
mála yfir það svo að það verði ekki
eins áberandi og það er í dag.
Andri Már sagðist ekki hafa trú
á öðru en að Húsafriðunarnefnd
og eigendur hússins ættu eftir að
finna góða lausn á því hvernig best
væri að varðveita innréttingarnar.
Andri sagði að upphaflega hefði
Húsafriðunarnefnd verið búin að
samþykkja að innréttingarnar
yrðu varðveittar í húsinu. Það
væri alls ekki útilokað að það yrði
niðurstaðan í málinu. „Síðar meir
kom fram ný hugmynd frá okkur.
Eimskipafélagið var tilbúið að
kosta það að taka þessar innrétt-
ingar niður og setja þær upp í öðru
húsnæði þar sem þær fengju að
njóta sín. Þegar sá möguleiki kom
upp þótti okkur það mjög fýsilegt
því varðveislugildi innréttinganna
væri betur komið með þeim hætti
heldur en að verða hluti af hóteli.“
Teikningar af hóteli í húsinu
gera ráð fyrir að Kaupþingssaln-
um verði skipt upp í herbergi. Það
er mikið af öðrum sölum í húsinu
og sagði Andri Már að það væri lít-
il þörf fyrir hann óbreyttan í hót-
elinu.
Andri Már sagði að allt ytra úti-
lit hússins og skreytingar innan-
dyra yrðu látnar halda sér.
Andri Már sagði að stefnt væri
að því að hefja framkvæmdir í
september. „Það er mikill akkur
fyrir miðbæ Reykjavíkur að hafa
hótel á þessum stað í rekstri næsta
sumar.“
Magnús Sædal, bygginga-
fulltrúi í Reykjavík, sagði að ekki
væri búið að gefa út leyfi til fram-
kvæmdanna. Ástæðan væri ekki
síst sú að Húsafriðunarnefnd, sem
hefði tekið ákvörðun um friðun
innréttinganna, hefði ekki tekið
ákvörðun um hvernig ætti að
tryggja varðveislu þeirra. Magnús
útilokaði ekki að eigendum húss-
ins yrði heimilað að hefja fram-
kvæmdir við einhverja verkþætti
á næstunni.
Fréttaskýring | Breytingar á húsi
Eimskipafélags Íslands
Merkið veldur
heilabrotum
Þórshamarsmerkið er nokkuð áberandi
í friðlýstum innréttingum hússins
Eimskipafélagshúsið við Pósthússtræti 2.
Bæjarstjórnarfundir haldn-
ir í Kaupþingssalnum
Eimskipafélagshúsið var reist
árið 1919, en arkitekt hússins er
Guðjón Samúelsson, húsameist-
ari ríkisins. Í rishæðinni er svo-
kallaður Kaupþingssalur sem
Verslunarráð Íslands rak. Í hon-
um voru m.a. haldnir bæjar-
stjórnarfundir á árunum 1932–
1958. Í salnum eru viðarinnrétt-
ingar sem eru skornar af Stefáni
Eiríkssyni myndskera. Stefán var
kallaður hinn oddhagi og rak um
tíma myndlistarskóla í borginni.
egol@mbl.is
ÞÓRARINN Guðlaugsson mat-
reiðslumeistari ætlar á föstudags-
kvöld að efna loforð sem hann gaf
sjálfum sér á ögurstundu og efna til
veislu til styrktar Íþróttasambandi
fatlaðra.
Þórarinn hefur barist við Park-
inson-sjúkdóminn
undanfarin ár, og
fór í aðgerð í Sví-
þjóð síðasta haust.
„Ég hét því að ef
ég læknaðist að ég
myndi láta gott af
mér leiða. Að-
gerðin gekk vel,
áður var ég hætt-
ur að geta gengið
og var í hjólastól.
Það er því aðgerðinni að þakka að
ég get staðið í lappirnar í dag.“
Þórarinn efnir loforð sitt um að
láta gott af sér leiða með því að
standa að svokölluðu sælkerakvöldi
í Broadway nk. föstudagskvöld, 3.
september. Þar verður boðið upp á
mat og dagskrá fyrir gesti og jafn-
framt aflað fjár til stuðnings starf-
semi Íþróttasambands fatlaðra.
Landslið Íslands í matreiðslu mun
taka völdin í eldhúsinu, en Þórarinn
er einmitt matreiðslumeistari sjálf-
ur og fyrrum landsliðseinvaldur,
segir hann kíminn. Hann segist þó
ætla að láta eldhúsið vera þetta
kvöldið og leyfa núverandi lands-
liðsmönnum að spreyta sig á að elda
ofan í gestina.
Auk þess að bjóða upp á mat og
drykk troða upp skemmtikraftar
eins og Jón Ólafsson, Steinn Ár-
mann Magnússon og Stefán Karl
Stefánsson. Að dagskrá lokinni
verður dansleikur með hljómsveit-
inni Karma fram eftir kvöldi. Miða-
pantanir á sælkerakvöldið eru í
Broadway, nánari upplýsingar má
finna á www.isisport.is/if/.
Þórarinn segist ekki ætla að láta
við þetta sitja, heldur ætlar hann
áfram að leggja sín lóð á vogarskál-
arnar hjá samtökum Parkinson-
sjúklinga og öðrum slíkum.
Morgunblaðið/Jim Smart
Landsliðið í matreiðslu ásamt íslensku keppendunum á Ólympíuleikum
fatlaðra. F.v. Einar Geirsson, Bjarni G. Kristinsson, Sigurður Gíslason,
Kristín Rós Hákonardóttir, Sigurður Helgason, Kristinn Guðmundsson, Jó-
hann R. Kristjánsson, Hafliði Ragnarsson, Eggert Jónsson, Jón Oddur
Halldórsson, Alfreð Alfreðsson og Ásgeir Sandholt.
Efnir loforð með sælkerakvöldi
Þórarinn
Guðlaugsson