Morgunblaðið - 31.08.2004, Qupperneq 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2004 9
Matseðill
www.graennkostur.is
Þri. 31/8: Dal m. litlum karrýsamósum
m. fersku salati, hrísgrjónum
og meðlæti.
Mið. 1/9: Pönnukökukaka m. bökuðum
kartöflum, fersku salati,
hrísgrjónum og meðlæti.
Fim. 2/9: Hummus og steikt grænmeti
m. fersku salati, hrísgrjónum
og meðlæti.
Fös. 3/9: Kartöfluboltar í góðum
félagsskap m. fersku salati,
hrísgrjónum og meðlæti.
Helgin 4.-5/9: Spínatlasagna m. fersku
salati, hrísgrjónum og
meðlæti.
Mikið
úrval
af fallegum
haustblómum
Silkitré og silkiblóm
Laugavegi 63
(Vitastígsmegin)
sími 551 2040 Laugavegi 53, s. 552 1555.
TÍSKUVAL
Þýskar svartar dragtir
jakkar, buxur, stutt og síð pils
Opnum kl. 10 á morgnana
Laugavegi 4, sími 551 4473
• www.lifstykkjabudin.is
Póstsendum
Hágæða
undirföt
Svörtu buxurnar frá PAS komnar
Stærðir 36-56
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
s. 557 1730 s. 554 7030
Opið mán.—fös. frá kl. 10—18
lau. kl. 10—15
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Hettuúlpur - Vattúlpur
- Ullarkápur
G
L
Æ
S
I
L
E
G
U
R
H
A
U
S
T
F
A
T
N
A
Ð
U
R
Stórsekkir
Helstu gerðir á lager.
Útvegum allar stærðir og gerðir.
Tæknileg ráðgjöf.
HELLAS ehf.
Skútuvogur 10F, Reykjavík,
símar 568 8988, 892 1570,
fax 568 8986.
e-mail hellas@simnet.is
HELLAS
Laugavegi 63, sími 551 4422
Dönsku
stuttkápurnar komnar
Með og án hettu
Vind og vatnsvarðar
FRÉTTIR bárust af því í gær að
Haffjarðará væri komin yfir þúsund
laxa og er þar með á líku róli og í
fyrra, en þá veiddust 1.007 laxar, en
veiði er um það bil að ljúka í ánni.
Þetta er frábær útkoma í ánni, því
mestan hluta sumars var hún afar
vatnslítil og skilyrði til veiða því erf-
ið.
Misskipt sem fyrr
Annars er laxveiðinni misskipt
eins og fram hefur komið, Vestur-
landið víða tregt, t.d. hefur togast af-
ar hægt upp úr Laxá í Leirársveit og
Laxá í Dölum, en þar vantar tilfinn-
anlega vatn og góð rigningargusa
væri vel þegin. Báðar eru langt frá
því sem þær skiluðu í fyrra, sú fyrri
með vel á sjöttta hundrað og sú síð-
arnefnda rétt rúmlega 600 laxa, en
þær gáfu 1.133 (Leir.) og 1.394 (Döl-
um) í fyrra.
Héðan og þaðan
Eftir að hafa runnið dögum saman
óseld, fékk Hólsá gesti á laugardag-
inn og veiddust þá fimm laxar og 40
birtingar.
Nokkrir laxar hafa veiðst í Geir-
landsá að undanförnu, eitt holl var
með þrjá og setti í fleiri. Sjóbirtingur
hefur aðeins sést, en hans tími er nú
að renna upp.
Laxá í Nesjum er komin með um
100 laxa sem er allgott, því nánast
ekkert veiddist þar í júlí vegna
þurrkanna.
Fnjóská er komin með um 400
laxa og þar gengur vel. Nokkrir fé-
lagar úr stjórn SVFR nýttu þar
lausa daga fyrir skemmstu til að
veiða lax í klak í samvinnu við for-
kólfa Flúða á Akureyri. Ellefu veidd-
ust og sagði Bjarni Ómar formaður
SVFR að áin væri „æðisleg flugu-
veiðiá“ og „full af laxi“. Í Fnjóská er
nú í gangi langtíma ræktunarátak
þar sem miðað er að því að ná ánni úr
100–200 löxum á sumri upp í 400–500
laxa. Rannsóknir á búsvæðum og
auknar seiðasleppingar virðast hafa
skilað árangri í sumar.
Þá hefur gengið þokkalega í Þist-
ilfjarðaránum á köflum og menn
mest að draga þar væna smálaxa, en
þó stóra í bland. Holl sem var nýver-
ið í Hafralónsá fékk t.d. 7 laxa og 12
sjóbleikjur. Voru laxarnir allt að 16
punda, en menn sáu talsvert af laxi
víða í hyljum árinnar.
Sænskur veiðimaður þreytir lax í Þrælnum í Hafralónsá.
Haffjarðará í fjóra stafi
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
LANDEIGANDI við Garðskaga-
fjöru hringdi í lögregluna í Keflavík
um hádegisbil á sunnudag og óskaði
eftir því að lögregla stöðvaði menn
sem þar voru við krabbatínslu.
Þegar lögreglumenn komu á
staðinn voru þar fjórir menn að tína
krabbadýr í plastfötur. Hafði tínsl-
an gengið allvel því þeir höfðu fyllt
tvær fötur. Lögreglumenn vísuðu
mönnunum af landareigninni, settu
krabbadýrin í sjóinn og gáfu þeim
líf, eins og segir í dagbók lögreglu.
Lögregla
gefur
kröbbum líf
Moggabúðin
Reiknivél, aðeins 950 kr.
HESTUR sló mann í andlitið
skammt frá Iðu í Biskupstungum á
sunnudag, að því er fram kemur í
dagbók lögreglunnar á Selfossi.
Maðurinn var fluttur á slysadeildi
Landspítalans í Fossvogi en meiðsl
hans voru þó ekki talin alvarleg.
Síðar um daginn féll kona af
hestbaki í Villingaholtshreppi. Hún
kvartaði undan eymslum í baki og
til öryggis var hún einnig flutt á
slysadeildina í Fossvogi til skoð-
unar.
Tveir hesta-
menn
á slysadeild
♦♦♦
ATVINNA
mbl.is