Morgunblaðið - 31.08.2004, Side 12

Morgunblaðið - 31.08.2004, Side 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ N O N N I O G M A N N I Y D D A / S IA .I S / N M 1 3 2 2 1 – kraftur til flín!www.kbbanki.is | 444 7000. ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI ● HLUTFALL vanskila í heild af út- lánum hefur lækkað úr 3,1% í árs- lok 2003 í 2,2% í lok 2. ársfjórð- ungs 2004 eða um 0,9% stig, að því er fram kemur í frétt frá Fjár- málaeftirlitinu, FME. Hefur van- skilahlutfallið ekki verið lægra síðan í árslok 2000. Vanskil námu 25,6 milljörðum króna í lok 2. árs- fjórðung samanborið við 29,5 millj- arða í árslok 2003 og hafa þannig lækkað um 13% á hálfu ári. „At- huga ber að á undanförnum miss- erum hafa útlán aukist verulega umfram aukningu vanskila sem skýrir að hluta til lækkandi van- skilahlutfall en útlánaaukningin kann að koma fram í auknum van- skilum síðar,“ segir Fjármálaeft- irlitið. Þá segir í fréttinni að vanskila- hlutfall fyrirtækja lækkaði um 0,8% og vanskilahlutfall einstaklinga um 0,9%. Hlutfall vanskila minnkar ● ÍSLANDSBANKI lækkar verðtryggða vexti helstu inn- og útlánaforma um 0,5 prósentustig frá og með 1. sept- ember nk. Til að undirstrika mikilvægi langtímasparnaðar þá lækka vextir á sparnaðarformunum Lífeyrissparn- aður og Framtíðarreikningur minna eða um 0,25 prósentustig, segir í frétt bankans. „Ákvörðun um vaxta- lækkun er tekin í ljósi þess að verð- tryggðir vextir á markaði hafa farið ört lækkandi undanfarna mánuði og frek- ari lækkunar er að vænta. Er það mat Íslandsbanka að vaxtaþróunin gefi til- efni til vaxtalækkunar um 0,5 til 1 pró- sentustig og mun Íslandsbanki því fylgjast náið með vaxtaþróun í fram- haldinu með frekari lækkun í huga.“ ÍSB lækkar verð- tryggða vexti VIÐ SÖLU á Landssímanum verður leitað að kjölfestufjárfesti, og er ekk- ert því til fyrirstöðu að sá fjárfestir komi erlendis frá, að sögn Hjálmars Árnasonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins. Í samtali við Morgunblaðið sagði Hjálmar enga bakþanka til staðar í Framsóknar- flokknum varðandi söluna, þótt ann- að hafi verið gefið í skyn, og að hann byggist við því að salan myndi ganga betur en árið 2001. „Nú hefur liðið nokkur tími frá því að Internetbólan svokallaða sprakk og markaðir búnir að jafna sig á því. Fjárfestar eru farnir að leita að nýj- um tækifærum og sýnist mér fjar- skiptalandið Ísland koma vel til greina í því sambandi,“ segir Hjálm- ar. Hjálmar segir ekkert því til fyrir- stöðu að fundinn yrði erlendur kjöl- festufjárfestir í Símanum. „Fjar- skiptamarkaðurinn er í eðli sínu alþjóðlegur og við erum nú þegar í samkeppni við erlenda aðila, og næg- ir þar að nefna samkeppnisaðilann Og Vodafone, þar sem erlendir að- ilar eru inni.“ Hvað varðar tímasetningu á söl- unni segir Hjálmar hina pólitísku ákvörðun hafa verið tekna og að mál- ið sé í höndum söluaðila, sem í þessu tilviki sé einkavæðingarnefnd. Rétt að leita tilboða Stefán Jón Friðriksson, ritari einkavæðingarnefndar, segir nefnd- ina eiga eftir að ákveða hvenær farið verði í útboð á ráðgjöf fyrir söluna, en hann vænti þess að sú ákvörðun verði tekin á næstunni. „Hvað varðar hugsanlegt kaupverð á fyrirtækinu hefur nefndin ekki fengið formlega niðurstöðu um hvert verðmæti Sím- ans sé. ParX hefur hins vegar verið að vinna að slíkri verðgreiningu fyrir okkur, en þeirri vinnu er ekki lokið.“ Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Lands- bankans, segir að því fyrr sem farið verði af stað með sölu Símans, því betra, að því gefnu að menn fari ekki svo geyst að eitthvað fari úrskeiðis. „Markmið með sölu þurfa að liggja skýr fyrir og þá eiga umsjónaraðilar að geta unnið verk sitt fljótt og vel,“ segir Edda Rós. „Í tilfelli Landssím- ans á að vera hægt að fara í söluferli með tiltölulega skömmum fyrirvara, þegar ákvörðun um sölu hefur á ann- að borð verið tekin.“ Edda Rós segir að líklega sé eðli- legasta aðferðin til að finna rétt sölu- verð að fara í einhvers konar tilboðs- ferli, í stað þess að bjóða fyrirtækið til sölu á föstu verði. „Munurinn á verðmati greiningaraðila og hugsan- legra kaupenda liggur í að greining- araðilar gera ráð fyrir óbreyttu rekstrarformi, meðan hugsanlegir kaupendur hafa í huga hvað þeir geta gert við fyrirtækið að loknum kaupum. Þess vegna verður verð- matið ekki endilega alltaf það sama, og því ekki óeðlilegt að leita tilboða í fyrirtækið.“ Atli B. Guðmundsson, hjá Grein- ingu Íslandsbanka, segir að þegar leitast sé við að finna svar við því hvaða verð fengist fyrir Símann í dag megi horfa til tilboðsverðsins í út- boðinu 2001. „Þá átti að selja Símann á rétt rúma 40 milljarða, en það tókst ekki. Fyrirtækið hefur eitthvað stækkað síðan þá og rekstrargrunn- ur þess styrkst, auk þess sem að- stæður á markaði eru allt aðrar. Því er óhætt að gera ráð fyrir að yrði Síminn boðinn til sölu á sama verði og síðast myndu finnast kaupendur, sem ekki fundust þá.“ Ef gera má ráð fyrir að kaupverð Landssímans sé ekki lægra en 40 milljarðar króna er ljóst að ekki eru margir aðilar á íslenska markaðnum sem hafa burði til að fara í slíka fjár- festingu. Viðmælendur Morgun- blaðsins nefndu þó sem dæmi um að- ila sem sýnt gætu áhuga, Burðarás og Straum Fjárfestingarbanka, auk lífeyrissjóða. Meiri óvissa ríkir hins vegar um áhuga erlendra aðila á Símanum. Ár- ið 2001 var áhugi erlendra símfyr- irtækja ekki nægur til að samningar tækjust, en þá voru aðstæður aðrar en í dag. Þá voru mörg erlend sím- fyrirtæki að jafna sig á afar kostn- aðarsömum fjárfestingum í dreifi- kerfum fyrir þriðju kynslóð farsíma, og öðrum fyrirtækjum. Þá voru áhrif Netbólunnar enn sterk. Hugsanlegt er því að til séu erlendir aðilar sem gætu hugsað sér að fjárfesta í ís- lensku símfyrirtæki. Yrði vel tekið á markaði Til greina kæmi að fenginn yrði erlendur kjölfestufjárfestir í Símanum Morgunblaðið/Kristinn Markaðurinn tilbúinn? Brynjólfur Bjarnason stýrir nú Símanum, sem hefur stækkað og styrkst síðan 2001. Fréttaskýring Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is ÍSLANDSBANKI, Landsbankinn og SPRON greiða ekki þóknun fyrir nýja viðskiptavini sem koma í við- skipti við þessar innlánsstofnanir. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að KB banki borgar ýmsum fyrir að út- vega bankanum nýja viðskiptavini, samkvæmt sérstökum fjarsölusamn- ingi um fjármálaþjónustu. 15.000 krónur eru til að mynda greiddar fasteignasölum sem útvega bankan- um nýja viðskiptavini. Jón Þórisson, aðstoðarforstjóri Ís- landsbanka, segir að bankinn greiði utanaðkomandi ekki fyrir að útvega nýja viðskiptavini. Bankinn telji þetta vera grundvallaratriði. „Enda hlýtur að vera hægt að efast um ráð- gjöf þeirra sem eiga að teljast óvil- hallir, ef þeir fá greitt sérstaklega fyrir niðurstöðu ráðgjafarinnar,“ segir Jón. Landsbankinn greiðir ekki þókn- un til fasteignasala fyrir nýja við- skiptavini, að sögn Ingólfs Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra einstaklings- og markaðssviðs bank- ans. Hann segir að Landsbankinn hafi ávallt haft það að leiðarljósi að viðskiptavinirnir geti treyst því að fá faglega og góða ráðgjöf hjá starfs- fólki bankans. „Við leggjum mikið upp úr því trúnaðartrausti sem myndast á milli viðskiptavinarins og þjónustufulltrúans þannig að hann veiti alltaf faglega ráðgjöf og bendi viðskiptavininum á þá möguleika sem koma honum best, hvort sem þeir eru hjá okkur eða annars stað- ar,“ segir Ingólfur. Guðmundur Hauksson, spari- sjóðsstjóri SPRON, segir að sjóður- inn hafi ekki greitt fyrir að fá við- skiptavini í viðskipti. „Ég hef ekki trú á því að þetta sé vænleg leið. Fólk skiptir ógjarnan um banka eða sparisjóð en í þessum efnum er það þjónustustigið sem skiptir mestu máli,“ segir hann. Ekki bannað að gera öðrum greiða Friðrik S. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri viðskiptabankasviðs KB banka, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að bankinn hefði fyrir nokkru kynnt fasteignasölum að borguð sé ákveðin upphæð fyrir hvern nýjan viðskiptavin. Bankinn teldi þetta ekki orka tvímælis. Menn væru að inna ákveðna vinnu af hendi og sanngjarnt væri að greiða fyrir það. Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, segir að engar vinnureglur séu til hjá félaginu, sem banni fasteignasölum að þiggja þóknun fyrir að útvega bönkum eða sparisjóðum nýja viðskiptavini. „Það hafa verið í gangi greiðslur frá sum- um lánveitendum fyrir útvegun á nýjum lántakendum. Mitt fyrirtæki hefur ekki tekið þátt í því, en ég sé ekki að nokkuð banni fasteignasölum að gera öðrum greiða, hvort sem það er að útvega nýja viðskiptavini eða annað,“ segir Björn Þorri. KB banki einn um greiðslurnar Engar vinnureglur hjá Félagi fasteignasala sem banna þeim að þiggja þóknun fyrir að útvega innlánsstofnunum nýja viðskiptavini ● ÚRVALSVÍSITALA aðallista Kaup- hallar Íslands lækkaði í gær um 1,36% og var 3.382,67 stig við lok- un markaðarins. Mest lækkuðu bréf Burðaráss hf., eða um 3,7%, og var lokaverð bréfanna 13 krónur á hvern hlut. Þá lækkaði gengi Marels um 2,7% og gengi Opinna kerfa um 2%. Helstu bandarísku vísitölur lækk- uðu einnig í gær. Markaðir lækkuðu                                               !"# $%&' (#)% $%&' (&%*%+ ,+%-" .%-/ "% $% 01 2  ( 2  3 2  %1 !% 1. . -,%'" ' %- 45%, "%&4&% ,+%-" .2/ 6&%      -1 -,+%-" .-71.8 4%*&% 1&.1*% 94'*, 91&"2%,:*&% (; *%2/ 9%*-%<""/ =:%5- %*2% % 12&% ).& 3>-"? ,:*&% @5%, 0 >1%# 1  1+"&%-71. &*&%1 ?'1 )1&4*")* 5%*-%<"5/  . %<.. .4*")* A 1&")* =%4/ %448?2%.      ! &"&%2 1 <,-,%* 3 >4 01  ?-?% A+"%<.. .-71 >*" #*/#%* BC DBC EC C 8  C C CD EC 8 EC D CE DCD FCD BBC 8 C FCD CB DCG 8 D CH BCF ECD 8 BCG CGB CD 8 8 8 8 HC G 8 8 8 8 8 8 DC (%<" . -%+ -<%% #*/#%* C C 8 C 8 C 8 8 CD 8 C 8 CD 8C 8 8 C 8 C 8 C 8 C 8 C 8 8 8 8 8 8 8 8 8 CG 8 8 8 C E 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 C I C J I CH J I 8ECB J I 8C J 8 I 8DC J I 8DC J I 8CF J I 8DCB J 8 I 8C J I 8DC J I 8 CF J I 8 CG J I 8 CG J 8 8 8 8 8 8 8 8 I 8C J 8 8 I 8 CG J 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 8 I 8CD J 91%#*'" .  12* > 1 &' 1 H/B E /FF  G/ FG /FE 8 GF/ D /B E  /FD DH/D 8 EG/BBG /DH D/HG /HE EB/B 8 D DGB /B /DD 8 G E/H BF 8 E/HD /FGF D 8 8 8 8 EFH/E D 8 8 8 8 8 8 B GCF DGCH EC C GCE  C C C EC GC EC F D C DCD FC BBC DCE C FCD 8 DCG 8 D CH BCB ECE DCB BC C H 8 C CE GC 8 FCG ECE EC C CG BCB CF DC BC DBC ECD C GC  C G C CE C GC EC D CE DC FCD BFC DCG C FC CF DCF DCF DCE BCF ECF DCH BCG CBD CD CH GCH GC 8 8 ECB EC BC CB 8 CF C A*'" > L;/ %/ 9/ M "5&.& %1" ,)1 #*'" DF DG DF H 8 D D B 8 E B   E 8    G 8  D D 8 E D E 8 8 8 8 G 8 8 8 8 8 8 

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.