Morgunblaðið - 31.08.2004, Síða 14
Reuters
Alu Alkhanov ætlar að taka hart á
herskáum aðskilnaðarsinnum.
ANDSTÆÐINGAR Alu Alkhanovs,
sem sigraði í forsetakosningum í
Tétsníu um helgina, segjast efast um
lögmæti úrslitanna en hann er sagð-
ur hafa fengið rúmlega 78% at-
kvæða. Sumir eftirlitsmenn í kosn-
ingunum hafa einnig látið í ljós
efasemdir, segja erfitt að trúa því að
kosningaþátttaka hafi verið meiri en
85%, eins og gefið hefur verið upp,
þar sem kjörstaðir hafi verið nánast
mannlausir.
Osam Baysayev, eftirlitsmaður og
fulltrúi mannréttindasamtakanna
Memorial, sagði að kosningarnar
„ætti að ógilda vegna lítillar þátt-
töku“. Skipuleggjendur segja hins
vegar að allt hafi farið vel fram og
eftirlitsmaður frá Arababandalaginu
sagði í sjónvarpsviðtali að kosning-
arnar hefðu farið vel fram og skipu-
lag verið gott.
Alkhanov er innanríkisráðherra
Tétsníu sem er eitt af lýðveldum
Rússlands. Þar hafa aðskilnaðar-
sinnar barist fyrir stofnun sjálfstæðs
ríkis á undanliðnum árum. Alkhanov
naut stuðnings stjórnvalda í Moskvu
og er almennt litið á hann sem full-
trúa Vladímírs Pútíns Rússlandsfor-
seta.
Skrifað undir dánarvottorð
Fjórir af fimm leiðtogum Tétsena
hafa verið myrtir. Sagt er að starf
forseta þar sé hið hættulegasta í
Rússlandi en herskáir aðskilnaðar-
sinnar hafa þegar sagt að Alkhanov
muni hljóta sömu örlög og forverar
hans. „Eins og síðast, munu yfirvöld
skrifa undir dánarvottorð þess sem
þau velja. Hvorki kosningar né
stefna Rússa í Tétsníu munu verða
til þess að viðunandi niðurstaða fá-
ist,“ sagði í yfirlýsingu herskárra að-
skilnaðarsinna.
Alkhanov segist hins vegar ætla
að taka hart á uppreisnarmönnum
og halda þar með stefnu forvera síns
Akhmad Kadyrov, fyrrverandi for-
seta, sem myrtur var í maí. Sagðist
hann ætla að leggja áherslu á örygg-
ismál en einnig að treysta efnahag
landsins.
Efast um lögmæti kosninganna
Grosní. AFP.
ERLENT
14 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MIRALE
Grensásvegi 8
108 Reykjavík
sími: 5171020
Opið:
mán. - föstud.11-18
laugard.11-15
Spennandi
gjafavörur og húsgögn
LEIÐSÖGUNÁM
Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá, sem vilja kynnast Íslandi í máli og mynd-
um. Námið er opið öllum þeim, sem áhuga hafa á að læra hverning standa skal að
leiðsögn erlendra og innlendra ferðamanna um Ísland.
Stuðst er við námsskrá menntamálaráðuneytisins um viðurkennt leiðsögunám.
Helstu námsgreinar:
Helstu viðkomustaðir ferðamanna í máli og myndum.
Saga landsins, jarðfræði, bókmenntir og listir, menningartengd ferðaþjónusta.
Mannleg samskipti. Skyndihjálp og skipulag.
Skipulagðar ferðir og afþreyingaferðir. Ritgerðarverkefni og margt fleira.
Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum.
Boðið er uppá dag- og kvöldnám, auk þess sem farið er í vettvangsferðir.
Umsögn:
„Síðasta haust hóf ég leiðsögunám við Ferðamálaskóla Íslands.
Námið fór fram úr mínum björtustu vonum. Ég hef ferðast mikið
um landið frá barnsaldri, en þrátt fyrir það öðlaðist ég nýja sýn á
landið í skólanum. Námið er hnitmiðað og að auki mjög
skemmtilegt, reyndar svo skemmtilegt að ég vil helst fá framhalds-
nám. Þetta nám kemur mér að miklu gagni í starfi mínu sem
kennari og vonandi sem leiðsögumaður í framtíðinni“.
FERÐAMÁLASKÓLI ÍSLANDS
Bíldshöfða 18, sími 567 1466,
Opið til kl. 22.00.
Heimasíða: www.menntun.is
Martha Jensdóttir
kennari.
TYRKNESKIR sérsveitarmenn sýndu listir sínar í höfuðborginni Ank-
ara í gær þegar þess var minnst að 82 ár voru liðin síðan Tyrkir unnu
sigur á herjum Grikkja, Frakka og Ítala. Ári síðar stofnaði Mustafa
Kemal, öðru nafni Atatürk eða Tyrkjafaðir, lýðveldi og batt enda á
margra alda valdaskeið soldánanna. Stóra veggspjaldið sýnir andlits-
drætti Atatürks.
Reuters
Atatürk hylltur
Spenna í Kabúl
Talíbanar
hóta fleiri
tilræðum
Kabúl. AP, AFP.
STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum
hvöttu í gær bandaríska borgara í
Kabúl, höfuðborg Afganistans, til að
láta lítið á sér bera vegna aukinnar
hættu á árásum hryðjuverkamanna.
Ellefu manns, þar af þrír Banda-
ríkjamenn, létu lífið í bílsprengju í
borginni á sunnudag og lýstu talíb-
anar ábyrgð á hendur sér. Nokkrum
stundum fyrr dóu níu manns, þar af
átta börn, í tilræði í suðaustanverðu
Afganistan.
Bandarískum borgurum var sagt
að reyna eftir mætti að forðast staði
sem gætu verið líkleg skotmörk tal-
íbana og liðsmenn Sameinuðu þjóð-
anna í borginni hafa fengið fyrirmæli
um að vera sem minnst á ferli á göt-
unum. Ljóst er að hryðjuverkamenn
reyna nú ákaft að trufla aðdraganda
forsetakosninganna sem eiga að fara
fram 9. október.
Bandaríkjamennirnir sem féllu
voru öryggisverðir og unnu fyrir fyr-
irtækið DynCorp sem meðal annars
hefur gætt öryggis Hamids Karzais
forseta. Múllann Hakim Latifi, sem
segist vera talsmaður talíbana,
hringdi í fréttamenn í gær og sagði
að fleiri sprengjutilræði væru fyrir-
huguð. Hann sagði að Afganar ættu
að forðast kjörstaði og staði þar sem
Bandaríkjamenn og bandamenn
þeirra í gæsluliði Atlantshafsbanda-
lagsins í landinu hefðust við.
Rúmlega tíu milljónir manna hafa
þegar látið skrá sig á kjörstöðum en
alls er talið um 25 milljónir manna
búi í Afganistan.
Mestu
votviðri í
hálfa öld
ÞETTA sumar hefur verið það
votviðrasamasta í Bretlandi í
næstum hálfa öld. Í Englandi
og Wales hefur úrkoman í júní,
júlí og ágúst verið ríflega helm-
ingi meiri en í meðalári og þarf
að fara aftur til ársins 1956 til
að finna hana meiri.
Úrkoman í fyrrnefndum
þremur var 274 mm til jafnaðar
og er þetta ár það 12. votviðra-
samasta frá því reglulegar
mælingar hófust í Bretlandi ár-
ið 1786. Bliknar það raunar í
samanburði við sumarið 1912
en þá var meðalúrkoma þessa
þrjá sumarmánuði 410 mm.
Kom þetta fram í blaðinu Gu-
ardian í gær.
Rigningarnar hafa haft veru-
leg áhrif á daglegt líf Breta.
Flóð og skriðuföll hafa valdið
tjóni, mörgum samkomu og
íþróttaviðburðum hefur verið
aflýst, t.d. Wimbledon-tennis-
keppninni. Á ökrunum liggur
kornið flatt og hráblautt og víða
svarar ekki kostnaði að reyna
að hirða það. Óttast er, að fyrir
bændur sé skaðinn jafnvel
meiri en af gin- og klaufaveik-
inni á sínum tíma.
Gyðingahatur
ekki orsök íkveikju
París. AFP.
hvað maðurinn sem handtekinn var
héti en samkvæmt heimildarmönn-
um í herbúðum hennar var leitað að
fimmtugum gyðingi, sem kom oft í
félagsmiðstöðina. Maðurinn er sagð-
ur „svo að segja heimilislaus“ og
mun eiga við geðsjúkdóma að stríða,
samkvæmt heimildum lögreglunnar.
FRANSKA lögreglan hefur hand-
tekið mann í tengslum við íkveikju á
félagsmiðstöð gyðinga í París nýver-
ið. Greint hefur verið frá því í frétt-
um að ekki sé hægt að rekja árásina
til gyðingahaturs en upphaflega var
talið að sú væri ástæðan fyrir henni.
Lögregla vildi ekki greina frá því
FRÖNSK stjórnvöld hétu
því í gær að þau myndu
ekki láta undan kröfum
mannræningja í Írak og af-
nema bann við notkun ísl-
amskra höfuðklúta í frönsk-
um ríkisskólum. Mannræn-
ingjanir hafa tvo franska
fréttamenn í haldi og er
óttast, að þeir verði líflátn-
ir, verði banninu ekki af-
létt.
„Lögunum verður beitt,“
sagði Jean-Francois Cope,
talsmaður Frakklands-
stjórnar, í sjónvarpsviðtali
og bætti við að franska
þjóðin myndi ekki fórna
gildum sínum vegna hótana mann-
ræningja.
Arababandalagið fór í gær fram
á að gíslunum yrði sleppt eins fljótt
og mögulegt væri. „Ég hvet alla til
að leysa þetta mál eins hratt og
hægt er og láta gíslana lausa eins
fljótt og auðið er,“ sagði Amr
Mussa, framkvæmdastjóri banda-
lagsins, eftir að hafa átt fund með
Michel Barnier, utanríkisráðherra
Frakklands. Barnier er í Kaíró í
Egyptalandi en þangað fór hann til
að freista þess að fá gíslana lausa.
Fréttamannanna tveggja,
Christian Chesnot og Georges
Malbrunot, hefur verið saknað síð-
an 20. ágúst. Á laugardagskvöld
barst yfirlýsing þar sem hópur,
sem kallar sig Íslamska herinn í
Írak, sagðist hafa mennina í haldi
og að frönsk stjórnvöld fengju 48
tíma til að fella slæðubannið úr
gildi. Sögðu þeir að bannið væri
árás á íslamstrú og persónufrelsi.
Fresturinn sem þeir gáfu rann út í
gærkvöldi.
Svo virðist sem mikil samstaða sé
í Frakklandi um að láta ekki undan
kröfum mannræningjanna. Jafnvel
leiðtogar franskra múslima, sem
voru andvígir höfuðklútabanninu,
hvöttu stjórnvöld til að láta ekki
undan og fordæmdu mannránið.
Slæðubann
ekki afnumið
Arababandalagið hvetur mannræn-
ingja til að sleppa frönskum gíslum
París, Kaíró. AFP.
Christian Chesnot, fréttaritari franska rík-
isútvarpsins, og Georges Malbrunot sem
hefur starfað fyrir dagblaðið Le Figaro.
Reuters
HOLLENSKIR bjórsvelgir, sem
geta ekki beðið með að kasta af sér
vatni þar til þeir komast heim, eiga
ekki von á góðu í Tilburg í Hollandi.
Eigandi veitingahúss nálægt vin-
sælum krám í bænum hefur fengið
sig fullsaddan á bjórþjórurum, sem
pissa í sundi við húsið. Hefur hann
því komið þar fyrir sturtu til að
koma þeim á óvart.
Sturtan er búin nemum og þegar
einhver nálgast hana að næturlagi
fær hann kalt steypibað.
„Það kostaði rúmar 900 evrur [um
80.000 krónur] að setja hana upp en
ef þetta verður til þess að veitinga-
húsið mitt losnar við óþefinn verður
það þess virði,“ sagði eigandinn.
Þvagsóðarnir
fá kalda sturtu
Haag. AFP.