Morgunblaðið - 31.08.2004, Page 17
MINNSTAÐUR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2004 17
SAGA Akureyrar, VI bindi, eftir
Jón Hjaltason sagnfræðing kom út á
afmælisdegi Akureyrar, 29. ágúst,
en tækifærið var gripið á laugardag
þegar efnt var til samkomu á Hól-
um, húsi Menntaskólans á Akureyri,
þar sem tilkynnt var um úrslit í
samkeppni um hönnun menningar-
húss og fyrstu eintök bókarinnar af-
hent Þorgerði Katrínu Gunnarsdótt-
ur menntamálaráðherra og
Kristjáni Þór Júlíussyni bæjar-
stjóra.
Bernharð Haraldsson, formaður
ritnefndar, gerði grein fyrir ritun
sögunnar en samið var við Jón
Hjaltason árið 1987 og kom fyrsta
bindið úr árið 1990. Sú bók ber tit-
ilinn Í landi Eyrarlands og Nausta
og fjallar um tímabilið 890 til 1862.
Annað bindið, Kaupstaðurinn við
Pollinn kom úr 1994 en þar er gerð
grein fyrir tímabilinu 1863 til 1905.
Þriðja bindið, Fæðing nútíma-
mannsins, sem fjallar um tímabilið
1906 til 1918 kom út árið 2000 og nú
er fjórða bindið, Vályndir tímar,
komið út en í því er fjallað um árin
milli stríða, 1919 til 1940.
„Þetta er einkennileg stund,“
sagði Jón við útkomu bókarinnar.
„Ég er hvorki mjög glaður né sorg-
mæddur, miklu heldur viðkvæmur.“
Kvaðst hann taka þá gagnrýni sem
þegar hefði komið fram á bókina al-
varlega, þ.e. hann væri gagnrýndur
fyrir að vera reikull í rásinni og eins
hefði verið haft á orði að bókin væri
vond í rúmi. Sú gagnrýni hefði kom-
ið frá eiginkonunni og hann af
fremsta megni reynt að bæta henni
það upp með öðrum hætti.
Menntamálaráðherra sagði bæk-
urnar um Sögu Akureyrar miklar og
merkilegar, þær væru mikilvægar
Akureyringum, „en líka okkur hin-
um sem viljum varðveita menningu
okkar,“ sagði Þorgerður Katrín.
Jón tileinkar bókina Gísla Jóns-
syni menntaskólakennara, en hann
lést 26. nóvember árið 2001. „Fram
á síðasta dag var hann stoð mín og
stytta við ritun Sögu Akureyrar, las
yfir fyrir mig, gaf góð ráð um efn-
istök og málfar og vann allar nafna-
og myndaskrár sem fylgt hafa Sögu
Akureyrar. Ómetanlegast fyrir mig
var þó að geta ávallt leitað til hans
eftir þeim andlega stuðningi sem rit-
höfundum er svo nauðsynlegur.“
Saga Akureyrar, VI bindi, er komin út
Morgunblaðið/Kristján
Jón Hjaltason, höfundur Sögu Akureyrar, t.v., og Bernharð Haraldsson, formaður ritnefndar, t.h., afhentu þeim
Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra og Kristjáni Þór Júlíussyni bæjarstjóra eintök af bókinni.
Fjallað um árin milli stríða
INGÓLFUR Árnason,
fyrrverandi rafveitu-
stjóri á Akureyri, er
látinn, áttræður að
aldri. Ingólfur fæddist
á Akureyri 5. ágúst
1924. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Seli 26. ágúst síðast-
liðinn.
Ingólfur var sonur
hjónanna Jónínu
Gunnhildar Friðfinns-
dóttur húsmóður, f. 8.
september 1885, d.
1969 og Árna Stefáns-
sonar smiðs, f. 8. júní
1874, d. 1946. Þau eignuðust 14
börn og komust 12 þeirra á legg.
Ingólfur lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1945
og hóf nám í skipaverkfræði í Sví-
þjóð en sneri heim þegar faðir
hans lést. Hann stundaði síðar
nám í rafmagnstæknifræði við
Oslos tekniske skole og útskrif-
aðist þaðan árið 1952. Ingólfur var
kennari í Stykkishólmi 1948 til
1949, en starfaði alla tíð eftir það
hjá Rafmagnsveitum ríkisins að
námsárunum undanskildum. Hann
varð rafveitustjóri á Norðurlandi
eystra með aðsetur á Akureyri og
gegndi því starfi til
áramóta 1993–’94 er
hann lét af störfum
fyrir aldurs sakir.
Ingólfur stundaði
einnig kennslu við
Iðnskólann á Akur-
eyri. Hann var bæj-
arfulltrúi á Akureyri
og sat í bæjarstjórn í
tvo áratugi, frá 1962
til 1982, en hann var
lengi virkur á vinstri
væng stjórnmálanna.
Þá átti hann sæti í
ýmsum nefndum á
vegum bæjarins. Ing-
ólfur átti mikinn þátt í stofnun
Hitaveitu Akureyrar og var for-
maður hitaveitunefndar og fyrsti
formaður stjórnar hennar. Hann
sat í stjórn Laxárvirkjunar 1973–
’83 og í stjórn veitustofnana Ak-
ureyrar 1986–’90. Einnig átti hann
sæti í stjórn Slippstöðvarinnar og
Sparisjóðs Akureyrar. Ingólfur lék
knattspyrnu á yngri árum og var
dyggur stuðningsmaður Íþrótta-
félagsins Þórs.
Eftirlifandi eiginkona hans er
Anna Ingibjörg Hallgrímsdóttir,
kennari frá Grafargili í Önundar-
firði. Þau eignuðust 5 börn.
Andlát
INGÓLFUR
ÁRNASON
ÍSFISKTOGARINN Björgúlfur
EA kom með frystitogarann Björg-
vin EA í togi til Akureyrar á
sunnudag en bilun varð í aðalvél
Björgvins á miðunum fyrir austan
land. Togararnir eru í eigu Sam-
herja og að sögn Kristjáns Vil-
helmssonar útgerðarstjóra gekk
ferðin til Akureyrar vel en hún tók
einn og hálfan sólarhring í góðu
veðri. Í gærmorgun hófst löndun úr
Björgvini á Akureyri en skipið var
með um 150 tonn af frosnum afurð-
um. Þá landaði Björgúlfur 50–60
tonnum af þorski á Dalvík í gær.
Ekki lá ljóst fyrir í gær hversu
lengi Björgvin verður frá veiðum
vegna bilunarinnar.
Björgvin EA dreginn
að landi með bilaða vél
AKUREYRI
FJÖLMENNI tók þátt í viðamikilli
dagskrá, Akureyrarvöku, nú um
helgina en hún er haldin í
tengslum við afmæli Akureyr-
arbæjar, 29. ágúst. Það var svo
sannarlega líf og fjör í Kaup-
vangsstræti, Listagilinu svonefnda,
en þar fengu listamenn af yngri
kynslóðinni að spreyta sig hjá
Listasmiðju Öllu. Að sjálfsögðu
mátti sjá fínustu takta hjá þessum
ungu listamönnum. Eins var gest-
um og gangandi í tilefni dagsins
leyft að mála krítarmyndi í Gilinu
og þar mátti sjá listaverk af ýmsu
tagi. Fjöldi myndlistarsýninga var
opnaður, tónlist leikin jafnt úti
sem inni og langt fram á kvöld og
þá fengu menn færi á að kynnast
skúmaskotum Samkomuhússins og
taka þátt í fjölbreyttri dagskrá á
vegum Minjasafnsins svo eitthvað
sé nefnt.
Fjölmenni á
Akureyrarvöku
Morgunblaðið/Kristján
Morgunblaðið/Kristján
Ungir og upprennandi listamenn negla saman listaverk í Listagilinu.