Morgunblaðið - 31.08.2004, Síða 18

Morgunblaðið - 31.08.2004, Síða 18
MINNSTAÐUR 18 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ LANDIÐ Garðabær | Vel var fagnað þegar Ásdís Halla Bragadóttir, bæj- arstjóri Garðabæjar, af- henti íþróttafélaginu Stjörnunni ný knatt- spyrnumannvirki á íþróttasvæðinu við Ás- garð á dögunum, en þar er um að ræða fjóra nýja gervigrasvelli. Á svæðinu eru þannig tveir sparkvellir, æf- ingavöllur og fyrsti keppnisvöllur landsins sem lagður er með gervigrasi. Þá er einn venjulegur grasvöllur á svæðinu auk nýrrar stúku og vallarhúss. Það voru yngri flokk- ar Stjörnunnar í knatt- spyrnu sem tóku fyrstu skrefin á nýja keppnis- vellinum þegar þeir gengu í skrúð- göngu inn völlinn, en síðan afhenti Ásdís Halla Stjörnunni mannvirkin formlega til rekstrar. Að vígslu svæðisins lokinni fór fram leikur Stjörnunnar og KR í Landsbanka- deild kvenna. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, segir aðstöðuna í Garða- bænum mjög glæsilega og bæjar- félaginu til mikils sóma. „Þetta segir manni það að knattspyrna í Garðabæ hefur háleit markmið og að stefnt sé að því að hafa lið í Landsbankadeild karla innan tíð- ar,“ segir Eggert. „Við hjá KSÍ leyfðum að þetta yrði keppnisvöllur með gervigrasi. Miðað við aðstæð- ur á Íslandi er þetta ekki spurning, sérstaklega þar sem það gefur tækifæri til að spila allan ársins hring. Það er mjög líklegt að þetta verði framtíðin á Íslandi, að það verði þessi þriðja kynslóð af gervi- grasi á knattspyrnuvöllum hérlend- is. Það er mikill munur á því gervi- grasi sem er nú í notkun og því sem kom á Laugardalsvöllinn fyrir rúmum tveimur áratugum.“ Eggert segir að nú sé verið að reyna gervigrasvelli víða um Evr- ópu og sé UEFA að taka saman niðurstöður úr rannsóknum sem voru gerðar í sambandi við notkun á gervigrasi í ýmsum deildum í Evrópu. „Það er mjög mikill þrýst- ingur á það, meðal annars frá öllum Norðurlöndunum, að það verði tek- in ákvörðun um það í nóvember að leyfa þriðju kynslóð gervigrass í Evrópukeppnum. Fyrir nokkrum árum voru margir íhaldssamir íþróttamenn og þjálfarar sem hefðu ekki getað hugsað sér að sá dagur rynni upp að það yrði keppt í Evrópukeppnum á gervigrasi, en nú hefur þeim mörgum snúist hug- ur þegar þeir sjá hvaða framförum þetta gervigras hefur tekið og hvað það er orðið líkt alvöru grasi.“ Fyrsti íslenski keppnisvöllurinn með gervigrasi tekinn í notkun Verður vonandi gjaldgengur í Evrópukeppni Nokkur mannfjöldi var saman kominn á nýja knattspyrnuvellinum til að fagna afhendingu hans, en völlurinn mun án efa stuðla að miklum fram- förum í íþróttastarfi og þá sérstaklega fótboltastarfi í Garðabæ. Knattspyrnukempur framtíðar hjá Stjörnunni gengu fylktu liði við upphaf athafnarinnar. Hafnarfjörður | Sláturfélag Suður- lands (SS) mun taka að sér rekstur skólamötuneyta í fjórum grunn- skólum í Hafnarfirði, en samningur þess efnis var undirritaður á föstu- dag. Skólarnir sem SS mun fæða eru Öldutúnsskóli, Víðistaðaskóli, Hval- eyrarskóli og Setbergsskóli, en mötu- neyti skólanna voru boðin út fyrr í ár. Tvö mötuneytanna hafa nú þegar hafið starfsemi, en hin tvö fara af stað á næstu vikum. Þetta er í fyrsta skipti sem SS tek- ur að sér rekstur skólamötuneyta, en skólamáltíðirnar verða byggðar á grunni 1944 réttanna, sem hafa verið í stöðugri þróun hjá fyrirtækinu und- anfarin ár. Maturinn sem borinn verður á borð í mötuneytum skólanna verður unninn á Hvolsvelli, en síðan fluttur í skólana þar sem hann er full- eldaður. Maturinn kemur í skólana í plastbökkum sem urðaðir eru eftir notkun. Að sögn Gylfa Þórs Harð- arsonar, verkefnisstjóra hjá SS, gerir ný tækni, svonefnd „cook and chill“, fyrirtækinu kleift að vinna matvælin á þennan hátt. „Þessi nýja aðferð býður upp á það að elda og snögg- kæla matinn svo að öll næringarefni, bragð, litur og áferð haldi sér,“ segir Gylfi, sem leggur áherslu á að fersk- leiki matarins sé í fyrirrúmi. Stefnt er á að hafa fisk einu sinni til tvisvar í viku í skólamötuneyt- unum. Öll meðhöndlun á fiski er mun vandasamari og segir Gylfi að þá sé mikilvægt að hann sé eldaður sam- dægurs. „Á morgun er til dæmis lax sem kemur ferskur úr fiskbúðinni. Hann er síðan fulleldaður í skólunum eins og allt annað,“ segir Gylfi. „Það er algjört grundvallaratriði að hafa fisk a.m.k. einu sinni í viku. Við reyn- um að fylgja Lýðheilsustöð í þessu og þeir segja að lágmarkið sé einu sinni í viku.“ Gylfi segir gríðarlega áherlsu lagða á að matseðlar standist ráð- leggingar Lýðheilsustöðvar og sér- stakur næringarfræðingur hafi verið ráðinn til að tryggja fjölbreytni og næringargildi matarins. SS tekur að sér skólamötuneyti Fljótsdalshérað | Héraðsskógar standa nú frammi fyrir kostnaðarsamri fyrstu grisjun á skógum sínum. Þá huga skógarbændur að lausnum á því hvernig skapa megi verðmæti úr grisjunarvið. Hann hefur fram að þessu einkum verið notaður í girðingarstaura, kurl og eldivið- arkubba, sem gefur ekki mikið af sér í fjár- munum. Guðmundur Ólafsson er framkvæmdastjóri Héraðsskóga og Austurlandsskóga. Hann segir menn þar á bæ standa frammi fyrir mjög um- fangsmikilli grisjun á komandi árum, svokall- aðri fyrstu grisjun eftir 20 til 30 ár frá plöntun, þar sem framtíðarþörf getur orðið yfir 200 ha á ári. „Verkefnið er gríðarlega umfangsmikið og kostnaðarsamt og við erum nú í stífri áætl- anagerð um hvernig best sé að þessu staðið og leitum nýrra leiða til að nýta grisjunarviðinn,“ segir Guðmundur. Byltingarkenndar húseiningar Hann telur margar góðar hugmyndir um nýt- ingu grisjunarviðar uppi í Bandaríkjunum og Kanada og sýnir blaðamanni m.a. frumgerð af húseiningum sem byggja má úr vönduð heilvið- arhús. „Þetta gæti hreinlega orðið byltingarkennd framleiðsla og er eingöngu gerð úr smávið eða grisjunarvið. Þvermál viðarins þarf ekki að vera nema á milli 7 og 24 cm og mögulegt er að nýta allt niður í 120 cm búta. Einingar eru allar sag- aðar í gegnum kjarna, sem gerir viðinn alger- lega vatnsheldan og vinding við þornun rígfestir þær saman. Í Kanada er verið að koma á fót verksmiðju sem hefur starfsemi í febrúar n.k. Þar á að framleiða þessar húseiningar og við fylgjumst grannt með þeirri þróun. Hugsanlega mætti framleiða eitthvað af einingunum hér úr grisj- unarviði og flytja út.“ „Annað spennandi sem hefur vakið mikla at- hygli er sambland af viði og plasti,“ heldur Guð- mundur áfram. „Þetta er í raun og veru svipað MDF og fíberplastframleiðslu, þar sem notað er bindiefni og viðarfíber og pressað saman í plöt- ur. Það sem er nýtt í þessu núna er að nota grisjunarviðinn og hakka hann í duft, svipað og fiskimjölshakk. Síðan er blandað við hann end- urunnu plasti, annað hvort plastflöskum undan gosi eða baggaplasti, sem er afar áhugavert fyr- ir okkur hér. Efnið er pressað beint í nytjahluti, til dæmis eldhúshurð, borð eða skraut. Í einni pressun er nánast gengið frá fullunninni vöru, sem hægt er að vinna með eins og hvern annan við, nema að þetta efni er mun rotnunarþolnara. Við gerðum dálitla könnun á því hvort hægt væri að vinna t.d. gólflista úr þessu efni hér og svo virðist vera. Í það eina verkefni gætum við nýtt stóran hluta af okkar grisjunarvið á arð- bæran hátt.“ Héraðsskógar létu framleiða þrjú eintök af svokölluðu Skógarkubbi, sem er feiknavinsælt gamalt útispil, sem spilað hefur verið meðal ríkra og fátækra í Evrópu og á Norðurlöndum um aldir og heldur nú innreið sína á breska og bandaríska markaði. Guðmundur segir þarna vera tækifæri fyrir skógarbændur að nýta grisjunarviðinn, því allir hlutar spilsins geti unnist úr honum, þó eftir sé að leysa einstaka framkvæmdahluta svo fram- leiðslan verði hagkvæm. Þetta sé eins og með skákina, enginn eigi einkarétt á hugmyndinni og allir geti þróað sínar útgáfur. Guðmundur nefnir að auki tvær snjallar hug- myndir frá Bandaríkjunum um nýtingu grisj- unarviðar, vinnslu duftkerja úr smáviði og eld- kubba úr smáviðarkurli og soya. „Við ætlum nú ekki að fara að framleiða neitt af þessu hjá Hér- aðsskógum, en viljum endilega að skóg- arbændur nýti þann grisjunarvið sem fellur til í eitthvað arðbært. Stjórn Héraðsskóga hefur lagt mikla áherslu á að raunhæfra lausna sé leit- að í þessum efnum og varpað út til bændanna, ef þeir kynnu að vilja nýta sér slíkar hugmyndir.“ Eins metra ársvöxtur í lerkinu Vöxtur hefur að sögn Guðmundar verið mjög góður í sumar. „Við erum að sjá ársvöxt í lerki núna allt að 1 metra. Þetta er eitthvað sem menn sjá ekki á hverju ári og er alveg frábært.“ Samningsbundið svæði Héraðsskóga eru um 12.000 ha og gert ráð fyrir að fari í 15.000 skv. lögum þar um og er landsvæðið miðað við lág- lendi. Búið er að planta í u.þ.b. 6.000 ha. Verk- efnið er orðið 14 ára gamalt og stendur alls í 40 ár, en þá á allri plöntun að vera lokið. Eftir það tekur við nýting og viðhald. 124 bændur taka þátt í verkefninu og veltir Héraðsskógaverk- efnið um 100 milljónum árlega. Ekki eru Héraðsskógar eina skógrækt- arverkefnið á Austurlandi, því Austurlands- skógar voru stofnaðir fyrir þremur árum og spanna frá Austur-Skaftafellssýslu og norður fyrir Bakkafjörð. Það verkefni er enn að slíta barnsskónum og miðað við að það verði komið á fullan skrið eftir 4 ár. „Við getum náð árangri með grisjunarviðinn ef við erum skapandi í hugsun“ segir Guðmundur og bætir því við að tímabært sé að Héraðsskógar komi einhverju frá sér svo fólk sjái að vit sé í verkefninu. „Menn spyrja sig hvað skógrækt gefi af sér í framtíð- inni. Einn möguleiki, sem er ekki fjarstæðu- kenndur þó enginn viti hver muni koma til með að hafa tekjurnar af því, eru viðskipti með los- unarheimildir. Vísir að slíkum markaði með kol- efniskvóta er þegar fyrir hendi innan ESB, þar sem búið er að setja ákveðna fjárupphæð á hvert tonn í bindigetu skóga. Það þýðir að bara sú skógrækt sem hér er getur verið 150 til 200 milljóna króna virði á ári.“ Bindigeta skóga á Héraði gæti verið 200 milljóna króna virði árlega Byltingarkenndar hugmyndir um skógnytjar Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Brynhildarlundur grisjaður: Helgi H. Bragason skógarbóndi tók í leiðinni nokkra stórviði sem nýttust í borð og bekki og Dagur Kristmundsson skipuleggur flutning trjánna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.