Morgunblaðið - 31.08.2004, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 31.08.2004, Qupperneq 19
Vinkonurnar: Guðný Erla og Stef- anía eins og þær eiga að sér að vera. Aftur er lagt af stað í leiðangur undir yfir- skriftinni „Svona vil ég sjá þig“ en fyrir skömmu voru það tveir herra- menn sem riðu á vað- ið. Anna Pála Sverrisdóttir fylgd- ist með vinkon- unum Stefaníu og Guðnýju Erlu gera róttækar breytingar hvor á annarri. Það sést að Stef-anía Ragn-arsdóttir ogGuðný Erla Guðnadóttir eru góðar vinkonur. Þær eru samt alls ekki eitt af þessum vinkonu- eða vinapörum sem hafa tilhneigingu til að klæða sig nákvæmlega eins. Þær eru eiginlega mjög ólík- ar hvað persónulegan stíl snert- ir. Helst datt mér í hug „Stormur og lognið í auga hans“ eftir að hafa eytt tíma með stelpunum. Þær eru nú að hefja skólaárið, Guðný Erla í Menntaskólanum við Sund og Stef- anía í Borgarholtsskóla en unnu saman í sumar. Það var lítið mál fyrir þær að hitta mig í Kringlunni eftir vinnu og leyfa ljósmynd- aranum að festa á filmu hvernig þær breyttu hvor annarri sam- kvæmt forskriftinni „Svona vil ég sjá þig!“ Úr einfaldleika í eitthvað allt annað Það er talsvert um að vera þegar klæða skal Stefaníu upp á nýtt. Undir vaskri stjórn Guðnýjar Erlu geysumst við á hraðspólunarhraða milli búða og mátunarklefa en Guðný veltir ýmsum hlutum fyrir sér og vill alls ekki láta duga að vera bara nokkurn veginn ánægð. Áfram skal haldið þar til rétta útlitið er fundið. Á endanum finnur hún flest það sem til þarf í Spútnik. Í Spútnik kennir ýmissa grasa en það sem helst einkennir verslunina er m.a. mikil litadýrð og mismun- andi samsetningar. Stefaníu líður hins vegar venjulega best í mjög einföldum og þægilegum fötum og er bara ánægð með sinn stíl eins og hann er: Engar flækjur. Guðný Erla vill meina að hún sé „bara eitthvað klikkuð; svartar buxur og svartur bolur uppáhaldsfötin!“ Þeg- ar Stefanía er komin í hvítan leð- urjakka, skærgrænan íþróttahlýra- bol og skræpótt, mynstrað pils, er Guðný enn ekki ánægð: „Þú bara gerir allt venjulegt!“ En það kemur að því að Stefanía lítur síður en svo út fyrir að vera það sem flestir myndu kalla venju- legt. Á myndinni klæðist hún tveimur pilsum; svörtu blúndupilsi undir og rauðu pilsi úr siffoni yfir. Hún er í tvenns konar blúndu- hlýrabolum, svörtum og hvítum og með hálsfesti í stíl. Hvítur leð- urjakki er góðfúslega fenginn að láni í versluninni Retro. Rauður hálsklútur og svart sólder eru með- al stóru smáatriðanna sem Guðný Erla veltir mikið fyrir sér, auk belt- anna þriggja sem eitt er af Guðnýju sjálfri. Mál fólksins í kring er að þetta klæði Stefaníu vel. Sjálf bros- ir hún bara út í annað að látunum. Hún er aldrei fín! Guðný Erla er augljóslega ein af- þeim sem nenna að spá í smáat- riðin; hún ber mismunandi belti og keðjur um mittið og hálsinn og rað- ar saman nokkrum flíkum. Þrátt fyrir það segist Stefanía ætla að gera hana fína „... Af því hún er aldrei fín!“ og ákveður að klæða Guðnýju í kjól. Svo Guðný Erla er dregin nauðug viljug inn í verslun Karen Millen í Kringlunni þar sem ekki þarf að leita lengi til að finna nokkra fallega kjóla. Stefnan er tekin á mátunarklefana með eina þrjá kjóla í farteskinu og sam- kvæmt ákvörðun Stefaníu byrjar Guðný á að sýna sig í einum þeirra. Og að hætti Stefaníu verður þetta einföld aðgerð; það þarf ekki að leita lengra. Kjóllinn sem verður fyrir valinu til að gera Guðnýju Erlu loksins „fína“ er lónblár kínakjóll með „trópísku“ blómamynstri. Frískleg- ur en um leið glæsilegur sum- arkjóll. Gæti sómt sér vel í hvaða veislu eða hanastélsboði sem væri (þótt mögulega séu einhver ár í að Guðný fari að stunda slíka við- burði). Sérlega hressilegt er að fylgjast með þegar Guðný Erla tek- ur af sér derhúfuna og taglið og klæðir sig í kjólinn. Á tímabili telur hún sig alls ekki hæfa í myndatöku þar sem hún sé svo „heit og rauð!“ eftir hamaganginn og hlaupin milli verslana. En eftir eitt vatnsglas tekur hún sig orðið vel út og tökur geta hafist. Hvenær ætli hún fari næst í kjól?  TÍSKA|Guðný Erla Guðnadóttir og Stefanía Ragnarsdóttir Guðný Erla: Glæsileg í kjól sem nýt- ur sín vel einn og sér. Stefanía flækti ekki málin við valið. Morgunblaðið/Árni Torfason Stefanía: Tekur sig vel út eftir aðgerðir storm- sveipsins Guðnýjar Erlu. Svona vil ég sjá þig DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2004 19 MIRALE Grensásvegi 8 sími: 517 1020 Opið: mán.- föstud.11-18 laugard. 11-15 Í tilefni af því að MIRALE hefur tekið við Cassina umboðinu á Íslandi veitum við 15% afslátt af öllum sérpöntuðum húsgögnum til 31. ágúst. 580 80 80 Vilt þú auglýsa! Þetta svæði er laust núna hringdu í síma midlun@midlun.is Vilt þú komast frá amstri hversdagsleikans? Sumarbústaðir með heitum potti, aðeins klukkustundarakstur frá Reykjavík. Stærra hús sem hentar fyrir hópa og starfsmannafélög. Stórbrotið umhverfi, hestaleiga á Löngufjöru s. 435 6628, 863 6628 Ferðaþjónusta Snorrastaða s. 435 5627, 899 6627 Við höfum svarið. Stutt í berjamó.Reykjavík v/ Ægisgarð • S. 555 3565 • www.elding.is Hvalaskoðun Þrjár ferðir daglega – fróðleg skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Ferðir alla þriðjudaga kl. 18:00 og laugardaga kl. 13:30. Einnig sérferðir fyrir hópa, tímar eftir samkomulagi. Sjóstangaveiði á sjó Ævintýri FERÐALÖG

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.