Morgunblaðið - 31.08.2004, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2004 23
G
eorge W. Bush Banda-
ríkjaforseti viðurkenndi
í gær, að hann teldi ekki
að sigur gæti unnist í
stríðinu gegn hryðju-
verkamönnum í heiminum, en sagði
jafnframt, að stríðið myndi fæla menn
frá því að beita hryðjuverkum sem
bardagatæki.
Þetta kom fram í viðtali sem sent
var út í morgunþætti NBC-sjón-
varpsstöðvarinnar, þar sem rætt var
um hvaða markmið hann hefði sett
sér fyrir komandi kjörtímabil. Bush
hefur sagt að hann búist við að
hryðjuverkastríðið verði langvinnt,
og var spurður hvort hann teldi að
sigur gæti hafst í því.
„Ég held að við getum ekki sigrað í
því,“ svaraði Bush. „En ég held að
hægt sé að skapa þannig aðstæður að
þeir sem nota hryðjuverk sem bar-
áttutæki njóti minni vinsælda sums-
staðar í heiminum.“
Landsfundur Repúblíkanaflokks-
ins hófst í New York í gær, og Bush
var í kosningaferðalagi á repúblík-
anaslóðum í New Hampshire, þar
sem aldrei er á vísan að róa, en mik-
ilvægt er að hafa sigur.
Þetta var áttunda ferð
Bush til New Hampshire
á forsetatíð sinni.
Fyrir fjórum árum
sigraði Bush þar með
7.211 atkvæða mun, eða
tæplega einu prósenti. Af
skráðum kjósendum í
New Hampshire eru fleiri
repúblíkanar en demókratar, en
þriðjungur skráðra kjósenda er
óflokksbundinn.
Jennifer Donahue, ráðgjafi hjá
New Hampshire-stjórnmálaráðgjafa-
miðstöðinni við Saint Anselm-há-
skóla, kvaðst telja að Bush stæði bet-
ur en John Kerry vegna þess að
efnahagur New Hampshire væri að
vænkast og margir sem nýlega hefðu
flust þangað kæmu frá Massachus-
etts, heimaríki Kerrys. Skoðanakann-
anir sýna að þeir Bush og Kerry njóta
álíka mikilla vinsælda, þótt Bush hafi
haft örlítið betur í nýlegri könnun
ABC-sjónvarpsstöðvarinnar þegar
einungis var gefinn kostur á að velja á
milli þeirra tveggja.
Miðjusvipurinn
Fréttaskýrandi breska blaðsins
The Guardian segir í gær, að lands-
fundur Repúblíkanaflokksins verði
æfing í pólitískum sveigjanleika.
Flokkurinn muni „setja upp miðju-
svipinn“ á landsfundinum, en um leið
verði þar samþykkt stefnuskrá sem í
rauninni sé lengra til hægri en stefna
ríkisstjórnar Bush.
Fyrir fjórum árum hafi flokknum
tekist þetta í Fíladelfíu, þar sem Bush
var kynntur sem „brjóstgóður íhalds-
maður“ og fulltrúar minnihlutahópa
voru fjölmennir á landsfundinum. En
það verður öllu erfiðara núna að halda
því fram að Repúblíkanaflokkurinn sé
á miðjunni, segir fréttaskýrandi
Guardian.
Þótt hvergi verði gefið eftir á lands-
fundinum hafa ráðgjafar Bush eigin-
lega bannað öllum harðlínumönnum
að láta mikið á sér bera. Í staðinn
verður helstu stjörnunum á hófsam-
ari væng flokksins teflt fram, mönn-
um sem margir hverjir eru ósammála
Bush í ýmsum efnum.
Þeirra á meðal eru Arnold
Schwarzenegger, ríkisstjóri í Kali-
forníu, Rudolph Giuliani, fyrrverandi
borgarstjóri í New York, og öldunga-
deildarþingmaðurinn John McCain,
sem er þekktur fyrir að fara oft sínar
eigin leiðir. McCain bauð sig fram
gegn Bush í forkosning-
unum 2000 og getur
tryggt flokknum at-
kvæði margra óháðra
kjósenda.
Annað kvöld flytur
Zell Miller, íhaldssamur
demókrati, aðalræðu
fundarins, en á fimmtu-
dag flytur Bush ræðu
þar sem hann mun formlega taka við
útnefningu sem forsetaframbjóðandi.
Talið er að í ræðu sinni muni Bush
leggja mikið upp úr viðbrögðum sín-
um við hryðjuverkunum 11. septem-
ber 2001, sem fylktu kjósendum að
baki honum, en einnig er þess vænst
að forsetinn tali um áform sín næstu
fjögur árin, nái hann endurkjöri.
Dick Cheney varaforseti kom til
New York í gær og hrósaði hann
Bush, sagði forsetann „halda ró sinni
er í harðbakkann slær“, eiga auðvelt
með að axla ábyrgð og vera staðráð-
inn í að gera hvað sem þyrfti til að
vernda bandarísku þjóðina.
Michael Bloomberg, borgarstjóri í
New York, sem núna er repúblíkani
en var áður demókrati, tók á móti
landsfundarfulltrúum í gær. Dennis
Hastert, forseti fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings, ávarpaði fulltrúana
einnig. Hann líkti Bush við tvo fyrr-
verandi forseta frá Illinois, þá Abrah-
am Lincoln og Ronald Reagan og
sagði, að Kerry væri ekki hæfur til að
gegna forsetaembættinu.
Helsta þrætueplið
Það sem hvað líklegast er til að
draga fram deilur innan Repúblík-
anaflokksins er afstaðan til hjóna-
banda samkynhneigðra, sem fyrst
varð að pólitísku þrætuepli í fyrra.
Meira að segja virðist helst sem fram-
bjóðendurnir sjálfir, Bush og Cheney,
séu ekki á eitt sáttir í þessu efni. Bush
hefur lýst sig fylgjandi því að gerð
verði stjórnarskrárbreyting sem
banni hjónabönd samkynhneigðra, en
Cheney er andvígur slíku banni.
Cheney á dóttur sem er samkyn-
hneigð.
„Ég er að reyna að finna aðferð til
að kjósa Cheney en ekki Bush,“ sagði
Mark Walter, samkynhneigður
stuðningsmaður Repúblíkanaflokks-
ins, sem var hneykslaður á stuðningi
Bush við stjórnarskrárbreytingu er
leggi bann við hjónabandi samkyn-
hneigðra. Öldungadeild Bandaríkja-
þings felldi breytingartillöguna í síð-
asta mánuði.
„Ég held að trúaðir hægrimenn
hafi náð tangarhaldi á forsetanum, og
þar með minnkar rýmið fyrir sam-
kynhneigða í flokknum,“ sagði Walt-
er, sem er 55 ára dýralæknir frá
Pennsylvaníu.
Bjálkahúsrepúblíkanarnir, sem eru
samtök samkynhneigðra repúblíkana,
hafa hótað að hætta stuðningi við Bush
á þeim forsendum að hann hafi brugð-
ist málstað þeirra. Ýmsir eru reyndar
á því að samkynhneigðir repúblíkanar
geti ekki verið mjög margir, því flokk-
urinn leggur ríka áherslu á gildi hinnar
hefðbundnu fjölskyldu. En samtökin
segja að félagsmenn séu um tíu þús-
und, og þau studdu Bush í síðustu
kosningum. Forráðamenn samtak-
anna sögðu á sunnudag að félagsmenn
væru allir sem einn stórhneykslaðir á
afstöðu Bush til hjónabanda samkyn-
hneigðra.
Jeff Bissiri, landsfundarfulltrúi frá
Kaliforníu, sagðist ekki hafa í hyggju
að segja sig úr Repúblíkanaflokknum,
„en ég á bágt með að skilja hægriarm-
inn í flokknum, sem vill ekki að stjórn-
völd hafi neitt um það að segja hvers
konar byssu maður á, en vill setja
reglur um kynhneigð“.
Fréttaskýrendur segja að kosning-
arnar 2. nóvember nk. muni snúast
meira um erlend málefni en forseta-
kosningar í Bandaríkjunum hafa gert
í marga áratugi. Þó sé vart við því að
búast að landsfundurinn varpi ljósi á
mál sem önnur lönd telja mikilvæg.
Hryðjuverkastarfsemi og átökin í
Írak eru einn helsti ásteytingar-
steinninn, en lítið hefur farið fyrir
öðrum erlendum málefnum, svo sem
meintri kjarnavopnaeign Norður-
Kóreu, umhverfismálum og fríversl-
unarsáttmálum við Suður-Ameríku.
Stundum hefur verið minnst á Ísrael,
en Bush og Kerry eru ekki að ráði
ósammála í því efni.
AP
Þrír landsfundarfulltrúar frá Texas, þeir Josh Flynn, David Barton og Butch Daus, ræða saman í Madison Square
Gardens í gær, þegar landsfundurinn var settur.
Æfing í pólitísk-
um sveigjanleika
Landsþing Repúblíkanaflokksins í Banda-
ríkjunum hófst í gær, og þótt áhersla verði
lögð á að sýna samhentan flokk og sam-
henta frambjóðendur krauma deilur undir
niðri og jafnvel forsetaefnið og varafor-
setaefnið eru ekki á eitt sátt.
’Ég er aðreyna að finna
aðferð til að
kjósa Cheney
en ekki Bush.‘
Fyrsta hópinn mætti á íslensku nefna nautna-
seggi (easy-living, pleasure seeking). Sam-
kvæmt rannsókninni eru tólf af 28 þátttak-
endum í þessum hópi. Það sem helst einkennir
skuldasamsetningu hópsins eru kreditkorta-
skuldir og yfirdráttur. Einstaklingar innan
hópsins verja því fé sem þeir komast yfir í eig-
in neyslu, t.d. til fatakaupa, kaupa á raftækj-
um og í ýmsa skemmtun. Anna-Riitta segir
neyslu þessa hóps vera kæruleysislega.
Annar hópur er í niðurstöðum rannsókn-
arinnar kenndur við áhættufjárfestingu (risk-
investing). Í þann hóp flokkast átta af þeim
sem rannsakendur ræddu við. Einstaklingar
innan hans taka bankalán, víxla og yfirdrætti.
Peningunum verja þeir ekki til einkaneyslu
heldur miklu frekar í fjárfestingar, í von um
framtíðargróða. Þessi hópur hefur ágæta
stjórn á afborgunum þrátt fyrir að skulda
mikið. Þriðja hópinn mætti nefna villuráfandi
(rambling). Skuldahali þeirra átta einstak-
linga sem í hann falla er samsettur af ógreidd-
um reikningum, skuldum vegna símasölu og
pöntunarlista og vangoldnum greiðslum
vegna húsnæðis. Ólíkt öðrum hópnum, sem
sagður er hafa skýr markmið með skuldsetn-
ingunni, virðast þeir sem sagðir eru villuráf-
andi í fjármálum misreikna sig hvað eftir ann-
að. Þá er fyrirkomulag afborgana í ólestri hjá
þriðja hópnum.
Fræðsla einungis hjá lánveitanda
Svör þátttakenda við þeim spurningum sem
lagðar voru fyrir segir Anna-Riitta benda til
þess að ungt fólk á Norðurlöndum fái ekki
næga fræðslu um fjármál. „Niðurstöður okkar
sýna glöggt að þetta unga fólk átti í erfiðleik-
um með að skilja hvað í því fólst að gera lána-
samning.“ Hún segir greinilegt að í flestum
tilvikum hafi þátttakendur þurft að reiða sig
algerlega á upplýsingar og fræðslu frá þeim
sem veitti þeim lánin, en ekki átt kost á henni
annars staðar. Þátttakendum hafi í fæstum til-
vikum verið kunnugt um hvar þeir gætu feng-
ið fræðslu um fjármál.
Hún segir svör þátttakenda hafa verið á þá
leið að þeir kenndu sjálfum sér um hvernig
komið væri fyrir þeim. „En þeim fannst líka að
aðrir aðilar, einkum lánveitendur, ættu hlut að
máli. Skuldir þeirra voru ekki öðrum að kenna
jafnvel þótt auðvelt hefði verið að stofna til
þeirra,“ sagði Anna-Riitta í erindi sínu í gær.
Þátttakendur sagði hún flesta hafa nefnt aug-
lýsingar og markaðssetningu í fjölmiðlum sem
fjármálakosti sem höfðuðu til þeirra.
Niðurstöður rannsóknarinnar telur Anna-
Riitta benda til þess að neytenda- og fjármála-
fræðslu þurfi að koma betur inn í mennta-
kerfið. Þá sé nauðsynlegt að umræða fari fram
um það í samfélaginu hvað sé hæfileg skuld-
setning og hvernig ungt fólk geti hegðað sér af
ábyrgð á frjálsum fjármálamarkaði.
orðurlönd-
r skuldum
Morgunblaðið/Ásdís
gs fólks á Norðurlöndum, þ.á m.
num og skorts á fjármálafræðslu.
gmenni sýnir að efla þarf fjármálafræðslu
eyrun@mbl.is
fur verið frá árinu 2001. Vefsvæði
ðgjafar er www.totalradgjof.is.
Lítið mál að fá neyslulán
n var búinn að koma sér upp skulda-
p á eina milljón króna sem aðallega
yslulán eins og bílalán, tölvu-
n og yfirdráttarheimild,“ segir móð-
a pilts sem Morgunblaðið ræddi við.
gir skuldirnar hafa hlaðist upp hjá
nnar frá því hann keypti sinn fyrsta
n ára og mánaðarlegar afborganir
mnar upp í 70-80 þúsund krónur.
egir son sinn ekki hafa notað kred-
n það hafi verið lítið mál fyrir hann
yslulán í bankanum sínum. Hann
gið bílalán gegn veði í bílunum og
upalán, til viðbótar við yfirdrátt-
ld. Þá hafi hann getað keypt ýmsa
uti í bílana á raðgreiðslum. Öll þessi
án hafi komið honum í koll og afborg-
verið meiri en hann réð við, ekki síst
ldirnar lagst þungt á hann andlega.
ð leysa málin greip ég til minna
kk hagstætt lán í mínum banka upp á
ljón og við borguðum upp alla súp-
nú þarf hann aðeins að borga rúmar
úsund krónur á mánuði,“ segir móð-
m kveðst vona að sonurinn, sem nú er
a sér fyrir útborgun í íbúð, hafi lært
ri reynslu. Hún telur varhugavert að
k geti stofnað til slíkra skulda áður
kemur undir sig fótunum í lífinu,
fi það oft hvorki þroska né getu til
st á við afborganirnar.
á sálina
r þyrftu
Lands-
áist. Að
r bank-
nn ann-
nningu í
ntaskól-
er með
n, feng-
kinn fær
jónustu
dir eru
utaskól-
ning við
m þó er
n fjölda
kipti við
r upp á
ss sem
skólann
ð kynna
nning til
V fær að
vera með í skólanum í upphafi árs.
Hafliði Kristjánsson fram-
kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs
KB banka segir bankann vera með
samning við eitt nemendafélag í
framhaldsskóla, Skólafélag Mennta-
skólans í Reykjavík. Hann segir
stærstan hluta samningsins snúast
um styrki bankans til nemenda-
félagsins, t.d. í formi auglýsinga í
skólablöðum. „Árangurstengdar
greiðslur eru minnihluti af þessum
samningi. Samningurinn er þannig
að það er greidd ákveðin upphæð til
nemendafélagsins ef ákveðinn fjöldi
af nemendum er í viðskiptum.“
Markmið KB banka að fá helm-
ing nemenda MR í viðskipti
Hafliði segir að um óverulegar
fjárhæðir sé að ræða en vill ekki gefa
upp hversu mikið nemendafélagið
fær greitt fyrir það ef þessi ákveðni
fjöldi nemenda fer í viðskipti hjá KB
banka. „Félagið fær greidda
ákveðna fasta upphæð ef helmingur
nemenda skólans verða virkir við-
skiptavinir KB banka. Ef minna en
helmingur nemenda verða virkir
viðskiptavinir þá er greidd föst
krónutala fyrir hvern nýjan við-
skiptavin.“
Hafliði segir að þótt samningur-
inn segi til um að bankinn fái aðstoð
frá félaginu við það t.d. að hengja
upp veggspjöld þá séu það einungis
starfsmenn KB banka sem selji af-
urðir bankans. „Enginn í nemenda-
félaginu selur afurðir bankans.
Þarna er ekki verið að greiða félag-
inu fyrir sölu heldur er þetta árang-
urstengd þóknun fyrir aðstöðu til
kynninga í skólanum.“
Björn M. Sigurjónsson, sölustjóri
einstaklingsviðskipta á útibúasviði
Íslandsbanka, segir bankann reyna
að halda kynningar í sem flestum
framhaldsskólum. Slíkar kynningar
hafi verið við lýði í mörg ár og gefist
vel. „Við erum ekki með neina fasta
samninga við nemendafélög en
kaupum auglýsingar í skólablöð og á
auglýsingaspjöld eftir því sem
ástæða er til,“ segir Björn.
semji við banka
rkja sitt nemendafélag
til ákveðins banka