Morgunblaðið - 31.08.2004, Side 25

Morgunblaðið - 31.08.2004, Side 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2004 25 BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞAÐ VAR kallað vorið í Prag, þegar eldhressir hugjónamenn risu upp gegn þrúgandi kerfisköllum síns tíma og boðuðu jafnrétti og framfar- ir. Nú er vorið komið til Reykjavík- ur. Loftið iðar af pilsaþyt framsókn- arkvenna, og nú eru það flauelspilsin sem sveiflast í sólskininu og andi flauelsbyltinga svífur í loftinu. Það hefur ávallt verið siður á Ís- landi, að karlana setti hljóða, þegar húsfreyjan talaði, enda eins gott. Þannig sagði frá í gömlu kennslu- bókinni minni, að vinnumaður, sem seinna minntist æsku Jóns Sigurðs- sonar, hefði betur þolað tíu skamm- aryrði frá húsbóndanum á Hrafns- eyri en eitt frá húsfreyju. Já, íslenskar konur eru ekki bara þær fallegustu í heiminum. Þess vegna spyr ég; Þegar konur eru loks að taka það sæti í samfélag- inu sem þeim ber við hlið karl- mannsins, eru þær ekki áfram kon- ur? Verður kona sem á sæti í ríkisráði allt í einu herra? Frá því Hallveig Fróðadóttir og Ingólfur Arnarson reistu sér bæ í Reykjavík til okkar daga hefur virðuleiki fylgt nafninu húsfreyja, Og þegar frumherjar í flugi á Íslandi réðu konur til starfa í farkostum sín- um, þá voru þær nefndar flug- freyjur, titill sem þær hafa borið með sóma um allan heim, Þess vegna vil ég einnig spyrja; Af hverju eiga ekki ráðfreyjur sæti í hinu ís- lenska ríkisráði? Af hverju er ekki ráðfreyja menntamála mennta- málaráðfreyja? Væri ekki réttara að tala um ríkisráðssæti en ráðherra- sæti? KRISTJÁN HALL, Langholtsvegi 160, 104 Reykjavík. Herrar og frúr, og frúherrar Frá Kristjáni Hall: Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jón Steinsson: „Það er engin tilviljun að hlutabréfamarkað- urinn í Bandaríkjunum er öfl- ugri en hlutabréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjónustumiðstöðva er bætt að- gengi í þjónustu borgaranna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meirihluti jarðarbúa, svokallaður almenn- ingur þjóðanna, unir jafnan misjafnlega þolinmóður við sitt.“ Jakob Björnsson: „Mörg rök hníga að því að raforka úr vatnsorku til álframleiðslu verði í framtíðinni fyrst og fremst unnin í tiltölulega fá- mennum, en vatnsorkuauðug- um, löndum...“ Tryggvi Felixson: „Mikil ábyrgð hvílir því á þeim sem taka ákvörðun um að spilla þessum mikilvægu verðmætum fyrir meinta hagsæld vegna frekari álbræðslu.“ Stefán Örn Stefánsson: „Ég hvet alla Seltirninga til að kynna sér ítarlega fyrirliggj- andi skipulagstillögu bæjaryf- irvalda ...“ Gunnar Finnsson: „Hins veg- ar er ljóst að núverandi kerfi hefur runnið sitt skeið og grundvallarbreytinga er þörf...“ Eyjólfur Sæmundsson og Hanna Kristín Stefánsdóttir: „Öryggismál í landbúnaði falla undir vinnuverndarlög og þar með verksvið Vinnueftirlits- ins.“ Jakob Björnsson: „Með þvílík- um vinnubrögðum er auðvitað lítil von um sættir.“ Á mbl.is Aðsendar greinar ÖFUGMÆLAVÍSUR eru þáttur í þjóðararfinum, til dæmis þessi: Séð hef ég köttinn syngja á bók, selinn spinna hör á rokk, skötuna elta skinn í brók, skúminn prjóna smábarnssokk. Enn tíðkast þessi kveðskaparteg- und, þó í breyttri mynd sé, og snúi meira að mönnum og málefnum en fyrrum. Eitt besta sýnishorn frá ný- liðinni öld gæti verið þessi vísa Jak- obs á Varmalæk í Borgarfirði: Íslendingar Davíð dá, dyggðir mannsins prísa, en þetta er eins og allir sjá öfugmælavísa. Nú styttist óðum í forsætisráð- herraskipti og því ekki óeðlilegt að öfugmælavísnasmiðir fari að huga að þeim sem við tekur. Kosti Halldórs fáa finn, fljótur í stríð að renna. „Af honum lekur ólundin eins og blek úr penna.“ Tekið skal fram að seinni partur ofangreindrar vísu er „stolinn“ eins og nú tíðkast mjög í íslenskum bók- menntaheimi. Sífelld styrjöld stjórnvalda við aldraða, sjúka og fatlaða hefur orðið kveikjan að mörgum (öfugmæla?) vísum. Undarleg er okkar stjórn, ei má leyna slíku. Snauða lætur færa fórn fyrir hina ríku. Upp á síðkastið hafa jafnréttismál verið heitasta umræðuefnið, eftir að dómsmálaráðherra þurfti að greiða fyrir stólinn sinn með afar umdeildri embættisveitingu. Skelfing á nú bágt́ann Björn, búinn marga að hvekkja. Seinheppinn í sókn og vörn, sjálfur tímaskekkja. Og í rökréttu framhaldi. Hæstiréttur hátind nær sem heimsins undrið fína ef þar Davíð inni fær með alla frændur sína. Gleðilegt sumar. INDRIÐI AÐALSTEINSSON, Skjaldfönn v/Djúp. Öfugmælavísur? Frá Indriða Aðalsteinssyni: Í FRAMHALDI af bréfstúfi, sent í bréf til Morgunblaðsins 1. júní síð- astliðinn um sjávar- og hlunn- indarétt sjávarjarða, vil ég bæta við að fyrsta verk stjórnar Samtaka eig- enda sjávarjarða var m.a. að rita Al- þingi bréf þar sem tilkynnt var um þau markmið samtakanna, að fá út- ræðisrétt virtan á ný. Þessa vil ég geta o.fl. hér á eftir, enda þótt ég sé engan veginn hlunnindaráðunautur, heldur eigandi hlunnindajarðar og því áhugasamur um slík jarðaafnot. Það er athyglisvert að landeigandi á allan rétt á öllu sem flýtur og er dautt. Rekamörk eru talin ná 300– 600 m frá landi. Netlögn nær 60 faðma (115 m) út frá stórstraums- fjöruborði og innan þeirra á landeig- andi allan rétt til allra nytja. Þetta er munurinn á netamörkum og rek- lögnum. Þetta gildir hér á landi frá því fyrir stofnun Alþingis 930 og allt fram á þennan dag. Ýmis önnur hlunnindi fylgja þessum jörðum, svo sem reki, þangvinnsla, dúntekja o.fl. En stjórnvöld virða hvorki réttindi sjávarjarða til sjávar né til landsins. Og ennþá hafa stjórnvöld ekki við- urkennt eignarrétt jarða á auðlind- inni; að fá rétt á útræðisrétt sjáv- arjarða virtan á ný og staðfestan löglega. En samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins eru eignarréttindi eign- arlands jarða til útræðis óvéfengj- anleg; slíkt er orðin hefð. En með lögum nú er stjórn fiskveiða þannig háttað að bændur fá ekki virtan rétt til veiða og annarra sjávarnytja, og er eignarrétturinn fyrtur. PÁLL G. HANNESSON, Ægisíðu 86, 107 Reykjavík. Erindi frá sjávarbónda Frá Páli G. Hannessyni: ast að heilbrigðisráðuneytinu og stefnuleysi þess hvað varðar lausn offituvandamálsins. Ekki virðast hafa verið sett nein tímasett og mælanleg markmið í þeim mála- flokki né stefna mótuð í samráði við hina ýmsu hagsmunaaðila (þar á meðal framleiðendur matvæla og drykkjarvara eða samtök þeirra). Þegar sú stefnumótun liggur fyrir er fyrst hægt að fara að ræða um einstakar leiðir og reikna út áhrif þeirra. Lýðheilsustöð er í raun að byrja á kolröngum enda í þessu máli, þ.e. hvaða áhrif fjármögnun hennar sjálfrar hefði á buddu al- mennings! Hugmyndir forstjóra Lýð- heilsustöðvar um samstarf við hagsmunaaðila eru svo sér kapítuli út af fyrir sig. Á heimsíðu stofn- unarinnar 15. júlí sl. segir forstjór- inn m.a., „Á almennum fundi hjá Manneldisfélaginu kom fram ein- dreginn vilji bæði Samtaka iðnaðar- ins og Lýðheilsustöðvar um sam- starf. Þess vegna leitar Lýðheilsustöð til framleiðenda inn- an Samtaka iðnaðarins um sam- starf við útreikninga á áhrifum for- varnargjalds á sykur á verð afurða sinna … Það sýnir vel samráðsvilja Lýðheilsustöðvar við framleið- endur. – Ja, þvílíkt samstarf, því- líkur samráðsvilji! Það er m.a. hlutverk Lýð- heilsustöðvar að vera stjórnvöldum til ráðgjafar um stefnumótun á sviði lýðheilsu. Fyrsta skrefið í þeirri ráðgjöf hvað varðar offitu- vandamálið ætti að vara að hvetja til þess að stefna sé mótuð! Tryggja þarf að lagt sé út í nauðsynlega greiningarvinna, raunhæf, tímasett, krefjandi og mælanleg markmið séu sett, stefna mótuð og aðgerðir ákveðnar í framhaldi af þeim. Æskilegt er að sú vinna fari í gang áður en Lýðheilsustöð hefur notað allar auðlindir sínar í að kanna áhrif mismunandi leiða á eigin fjár- mögnun. Höfundur er rekstrarhagfræðingur og í fræðslunefnd Samtaka auglýsenda. Bílskúrshurðir Iðnaðarhurðir Sími 594 6000 Bæjarflöt 4, 112 R.vík OPIN KERFI GROUP HF Hluthafafundur Boðað er til hluthafafundar í Opin Kerfi Group hf. í fundarsal félagsins að Höfðabakka 9, Reykjavík, þriðjudaginn 7. september 2004 klukkan 15:00. Fundarefni: 1. Tillaga um að fella niður umboð stjórnar félagsins. 2. Kosning nýrrar stjórnar. Stjórnin Árangur sem sést. Líkaminn sannar það. Nýtt. Body Performance ANTI-CELLULITE visible contouring serum Loksins er komið fram áhrifaríkt vopn í baráttunni gegn appelsínuhúðinni sem gerir svo mörgum lífið leitt. Þetta fjölvirka sermi með einstökum hitavaka og kröftugum jurtakjörnum austan úr Asíu hrekur burtu appelsínuhúðina, hreinlega bræðir hana. Það styrkir og stinnir húðina og hjálpar til að koma í veg fyrir að appelsínuáferðin birtist á ný. Prófanir hafa sýnt konur grennast um allt að 2,5 sm á 4 vikum. Í neytenda- könnunum reyndust allt að 83% kvenna verða minna varar við appelsínuhúð. Prófaðu! Líkaminn sem kemur í ljós sannfærir þig. Útsölustaðir: Debenhams snyrtivörudeild, Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Smáralind, Hagkaup Skeifunni, Hagkaup Spönginni, Hagkaup Akureyri, Lyfja Lágmúla, Lyfja Laugavegi, Lyfja Smáratorgi, Lyfja Garðatorgi, Lyfja Setbergi, Lyf og heilsa Austurstræti, Lyf og heilsa Keflavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.