Morgunblaðið - 31.08.2004, Síða 29

Morgunblaðið - 31.08.2004, Síða 29
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2004 29 munum sjást að nýju í ljósinu í austri. Þín Halla. Ég vil með þessum orðum kveðja þig, elsku Ingólfur afi minn. Ég trúi því varla að þú sért farinn svo snöggt. Þú sem varst svo hress í afmælinu hjá Höllu Líf í júní, en þessi illvígi sjúkdómur sigraði og þú ert búin að fá hvíldina. Þetta var ekki langur tími sem þú þurftir að kvelj- ast. Við Hjalli komum til þín kvöldið áður en þú kvaddir þennan heim og héldum í höndina á þér, og þó að þú hafir verið sofandi vissirðu af okkur, því trúum við. Þú varst mikill aðdándi KR og Man. United. Ef svo fór að þín lið unnu í fótboltanum á móti liðunum hans Hjalla hringdir þú alltaf fimm mínútum eftir leik, bara til þess að atast í Hjalla og hafði hann gaman af því. Og ekki má gleyma þegar við vorum stödd á Lynghaganum og þú spurðir mig hvort þú værir búin að sýna mér á bak við hurð í gamla her- berginu hans Guðna. Þú leiddir mig þangað inn og þar hékk plakat með goðinu sjálfu, David Beckham. Svona húmor bjó í þér alla tíð og við hugsum til þessara minninga og kveðjum þig með miklum söknuði, elsku Ingólfur afi. Fræ í frosti sefur, fönnin ei grandar því. Drottins vald á vori vekur það upp á ný. Elska hans gefur öllu líf og skjól. Guðs míns kærleiks kraftur, kom þú og ver mín sól. (Sigurbjörn Einarsson.) Við biðjum góðan guð að styrkja og vernda Unni ömmu og alla fjöl- skylduna og vini í þessari miklu sorg. Þín Kristrún og fjölskylda. Látinn er góður vinur minn og mágur sem ég kynntist fyrir 40 árum þegar hann giftist Unni systur minni. Það er undarlegt að hugsa til þess að ekki er lengur von á að hitta Ingólf, ætíð kátan með bros á vör. Lífsgleði hans bætti hvern þann sem fór á hans fund, það fékk ég að reyna. Ingólfs verður nú sárt saknað á Aflagrandanum en þar eins og ann- ars staðar var hann hvers manns hugljúfi. Á Aflagranda spilaði hann brids og málaði margar fallegar myndir. Hann lauk m.a. við skemmtilega mynd af Samvinnu- skólanum við Sölvhólsgötu sem bekkjarsystkini hans úr þeim skóla gáfu skólanum sínum á 60 ára út- skriftarafmæli nú í vor. Ég minnist margra skemmtilegra stunda af heimili Unnar og Ingólfs, nú síðast þegar Ingólfur varð 80 ára, þann 16. apríl í vor. Þau buðu til veislu, öll fjölskyldan saman komin og Ingólfur naut hverrar stundar. Það var á sólbjörtum haustmorgni 22. ágúst að mágur minn kvaddi þessa jarðvist. Innilegar samúðar- kveðjur sendi ég sonum Ingólfs og fjölskyldum þeirra. Unnur mín, Guð gefi þér styrk og blessi minningu Ingólfs. Ebba. Ingólfur Viktorsson er látinn eftir stutta en erfiða sjúkrahúslegu. Hann var farsæll forystumaður í röðum hjartasjúklinga. Hann var fyrsti formaður samtakanna og var í forystusveitinni í tæpa tvo áratugi. Ingólfur var afar laginn við að fá fólk til samstarfs. Ávallt glaður í bragði og stutt í brosið. Þegar Ing- ólfs er minnst þá streyma fram atvik þar sem kímnisögur voru sagðar af næmri tilfinningu. Glaðværð og hlát- ur voru ráðandi í samskiptunum þó svo að alvara starfsins væri alltaf efst í huga manna. Hann hafði slíka nærveru að fólki leið vel í návist hans. Ingólfur var glæsimenni, röskur í allri framgöngu og snyrtilegur svo eftir var tekið. Hann fylgdist með íþróttum af mikl- um áhuga, sérstaklega ef KR var að leika. Hann fylgdist einnig vel með þjóðmálaumræðunni og sagðist vera framsóknarmaður, við teljum að svo hafi verið í orðsins fyllstu merkingu. Ingólfur var formaður Landssam- taka hjartasjúklinga, LHS, fyrstu 6 árin og eftir það gerðist hann starfs- maður samtakanna. Hann hætti að vinna hjá samtökunum í árslok 1999 og tók þá upp liti og pensla og hóf að mála ljómandi fallegar myndir og það af slíkri alúð og áhuga að til fyr- irmyndar var. Ingólfur færði sam- tökunum mynd sem hann málaði sjálfur að gjöf í tilefni 20 ára afmælis samtakanna á síðasta ári sem ber nafnið „Ferjukofi Jóns Ósmans“. Myndin prýðir nú skrifstofu samtak- anna. Á yngri árum vann Ingólfur sem loftskeytamaður og var í siglingum um árabil. Landssamtök hjartasjúklinga þakka Ingólfi allt hans starf í þágu hjartasjúklinga og við sendum eft- irlifandi eiginkonu hans, Unni Feng- er, sem staðið hefur dyggilega við bakið á manni sínum í gegnum árin, innilegustu samúðarkveðjur svo og börnum og öðrum ættingjum einnig. Far þú í friði, kæri félagi. Fyrir hönd Landssamtaka hjarta- sjúklinga, LHS. Vilhjálmur B. Vilhjálmsson, formaður, Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri. Vinur minn og sessunautur úr lýð- veldisárgangi Samvinnuskólans, sem útskrifaðist vorið 1944, Ingólfur Viktorsson, hefur horfið frá okkur á fund forfeðra sinna í eilífðinni. Hann andaðist á heimili sínu 23. ágúst sl. Samkvæmt líkindareikningi mannfjöldaskýrslna erum við skóla- félagarnir, sem enn lifum, komin töluvert yfir lífslíkaaldur okkar, enda flest um og yfir áttrætt. Það er því að líkum, að hópurinn sé að minnka. Samt er það svo, að sökn- uðurinn og sorgin, sem fylgja andláti vinar og lífsförunautar, koma alltaf á óvart. Í hversdagsleika lífsins hrind- ir maður ósjálfrátt frá sér að reikna með því óumflýjanlega um lífslokin og stendur óviðbúinn, þegar það ger- ist. Indriði G. Þorsteinsson sagði af sínu skáldlega innsæi og örlagatrú: „Leiðir liggja til allra átta, enginn ræður för.“ Fyrri setningin á örugg- lega við um okkur lýðveldisárgang Samvinnuskólans, sem skunduðum rösklega út í lýðveldisvorið 1944 yf- irfull af áhuga, vongleði og atorku, klyfjuð björtum vonum hugsjóna- ríkrar og reglusamrar æsku, sem vissi að tækifæri hennar voru í fram- tíðinni. Og þannig fór, að við dreifð- umst í allar áttir í þjóðfélaginu og gegndum hinum margvíslegustu störfum og stöðum. Í önnum dags og ævistarfa hvers okkar í sinni áttinni varð samgangur okkar takmarkaðri, en tengslin rofnuðu aldrei. Þótt um- gengnin og endurfundir yrðu tak- markaðri, og þá einna helst á út- skriftarafmælisárum, fölnaði ekki hlýjan og vináttan, sem til varð á skólárunum. Við áttum öll ánægjulega endur- fundi á Bifröst 1. maí sl. í tilefni af 60 ára útskriftarafmæli okkar. Af því tilefni höfðum við beðið Ingólf að mála mynd af Samvinnuskólanum við Sölvhólsgötu í Reykjavík, eins og hann var þegar við þrömmuðum þar um stofur, stiga og ganga, til þess að gefa skólanum. Ingólfur tók verkefn- ið að sér, enda hafði hann eftir að hann komst á eftirlaun lagt stund á málaralist undir leiðsögn frábærs kennara, og náð mjög góðum ár- angri. Málverkið afhentum við Ing- ólfur skólastjórninni á Bifröst við há- tíðlega athöfn 1. maí sl., og mun það prýða veggi skólans framvegis. Fyrir hönd okkar, sem eftir lifum af lýðveldisárganginum, færi ég eft- irlifandi eiginkonu Ingólfs, Unni Fenger, börnum hans og öðrum ætt- ingjum innilegustu samúðarkveðjur og bið Guð að veita þeim styrk í sorg- um þeirra og söknuði. Hannes Jónsson. Hann var einn þeirra frumkvöðla, sem ólu með sér hugmyndina að stofnun samtaka hjartasjúklinga og sem farið höfðu í aðgerð á Englandi fyrir rúmum tuttugu árum. Og þegar enginn vildi verða formaður, þá lét þessi óreyndi fyrrverandi sjómaður tilleiðast að taka þetta að sér í hinum nýju 300 manna samtökum, sem skírðu sig í upphafi Landssamtök hjartasjúklinga. Sem formaður samtakanna í sjö ár og síðan starfsmaður tókst honum að laða til samstarfs samhentan hóp og skapa ein fjölmennustu og öflugustu sjúklingasamtök landsins. Við sem áttum þess kost að kynnast og vinna með Ingólfi dáðumst að dugnaði hans og ósérhlífni við öll verkefni, bæði stór og smá,og þar naut hann ómældrar aðstoðar Unnar konu sinnar. Það var ekki aðeins með stækkun samtakanna sem Ingólfi auðnaðist að sjá árangur erfiðis síns, heldur hefur það sannast að undanförnu, að hjartasjúkdómar eru á undanhaldi bæði vegna forvarnarstarfs og bættrar aðstöðu og tækjakosts, sem að verulegu leyti má þakka sjúk- lingasamtökunum. Að leiðarlokum hlýtur því hugsjónamaðurinn þakk- læti fyrir gott og göfugt ævistarf. Haraldur Steinþórsson. Þegar ylur og sólarljómi hásum- arsins umlykur okkur er sú vitneskja fjarlægust okkur að við eigum öll eft- ir að fara um hinn dimma dal. Dauð- inn er alltaf samur við sig. Hvernig sem á stendur liggur hann í launsátri og sýnir enga miskunn þegar hann kallar. Og nú var það skólabróðir okkar og félagi góður, Ingólfur Vikt- orsson, sem kallaður var burtu. Á hinu merka ári í Íslandssögunni 1944 útskrifuðust frá Samvinnuskól- anum 33 nemendur. Skólinn var þá undir stjórn Jónasar frá Hriflu í gamla Sambandshúsinu við Sölv- hólsgötu. Einn af þessum nemend- um var Ingólfur Viktorsson frá Flat- ey á Breiðafirði. Allar götur síðan hefur þessi hóp- ur varðveitt hin góðu kynni með því að hittast og gleðjast, lengi vel á fimm ára fresti og nú síðustu árin á hverju ári. Veit ég ekki um neinn ár- gang frá þessum skóla sem haldið hefur slíku sambandi og vináttu í svo langan tíma og fram á elliár. Allir þessir nemendur eru fæddir rétt fyr- ir og eftir 1920, svo þeir sem enn eru á lífi eru allir um og yfir áttrætt. Á vordögum þessa árs átti þessi hópur 60 ára útskriftarafmæli. Við- eigandi þótti vegna þeirra tímamóta að við létum eitthvað frá okkur heyra, mættum við skólaslit og færð- um skólanum einhverja gjöf, enda þótt skólinn sé nú ekki sá sem hann var þegar við sátum hann. Eftir nokkrar hugrenningar í hópnum um það hver gjöfin ætti að vera og hvað kæmi sér vel fyrir skólann þótti helst við hæfi að hún yrði eitthvað sem prýddi veggi hans. Málverk skyldi það vera og hófust nú aftur vanga- veltur því að úr miklu er að velja. Upp kom sú hugmynd að láta mála mynd af gamla skólahúsinu við Sölv- hólsgötu, þar sem frækorninu var sáð og það óx upp í að verða við- skiptaháskóli. Hugmyndin féll í góð- an jarðveg og nú var næsta skref að finna listamanninn. Í þeirri leit upp- lýstist að hann var að finna í okkar eigin hópi. Ingólfur Viktorsson hafði fengist nokkuð við myndlist undan- farið og notið þar tilsagnar hjá góð- um listamanni. Hann lét þó lítið yfir sér í þeim efnum og taldi sig naum- ast hæfan til að leysa þetta verkefni af hendi svo vel færi. Er ekki að orð- lengja það að Ingólfur tók verkið að sér, leysti það með mikilli prýði og krafðist ekki launa. Myndin var af- hent við skólaslit að Bifröst og prýðir þar veggi skólans. Því minnist ég hér á þessa mynd að við þennan atburð áttum við síðustu samverustundirn- ar með okkar ágæta skólabróður Ingólfi. Við erum stolt af verkinu hans, myndinni af húsinu sem geym- ir minningarnar um okkar góðu kynni. En Ingólfur skilur ekki bara þessa einu mynd eftir þegar hann hverfur sjónum okkar. Myndin af honum sjálfum lifir í vitund okkar og verður ekki afmáð, þótt hún sé ekki gerð með pensli og litum. Ingólfur var hávaxinn maður og fríður sýnum svo eftir var tekið. Hann var þeirrar gerðar að væri hann í sjónmáli dróst maður að honum, maður vissi alltaf á hverju var von, hlýju viðmóti og hlýju handtaki og oft var grunnt á gamanmálum. Hann vann störf sín af kostgæfni og axlaði sinn hlut full- komlega og með því ávann hann sér traust og vináttu fjölmargra sam- ferðamanna. Við skólasystkinin kveðjum þenn- an ágæta vin okkar og félaga og þökkum fyrir samverustundirnar sem allar voru skemmtilegar. Eftirlifandi eiginkonu og fjöl- skyldu sendum við innilegar samúð- arkveðjur. Ástvaldur Magnússon. áhyggjur, Dísa mín, ég næ mér“, sagðirðu þá. Og ég hugsa um það núna að þessi tæpu tvö ár síðan þá, eru efalaust bestu ár lífs míns, árin sem ég og við öll fengum að hafa þig hér hjá okkur. En nú tekur við sár söknuður, söknur eftir góðum pabba sem ávallt hugsaði um hag barnanna sinna og sýndi þeim mikla umhyggju og elsku. Enda ávarpaðirðu mig yf- irleitt aldrei öðruvísi en: „Dísa mín“. En ég get að minnsta kosti yljað mér við minninguna um þig, pabbi minn, og þær eru ófáar minningarnar sem nú koma upp í hugann. Ég man er við sungum saman lagið um Fríðu litlu lipurtá, það var í sérstöku uppá- haldi hjá okkur. Ég man líka allt hrossastússið, bæði þá og nú, enda varstu mikill hestakarl og ekkert var þér kærara en hrossin. Ég man málningarlyktina, tóbakskeiminn og stundum örlitla vínandalykt hinum megin við þilið. Ég man alla Ólsen Ólsenana, ég man sönginn, oft á tíð- um hélstu heilu tónleikana heima. Ég man dansinn þinn sem var æri sérstakur á stundum og ég man er við dönsuðum saman í Þjóðleikhús- kjallaranum hér ekki alls fyrir löngu. Ég get líka þakkað þér svo margt, til að mynda listaáhugann sem ég tel mig hafa erft frá þér og ef ég hef eitthvað verið að stússast í leiklist hafðir þú alltaf manna mestan áhuga á að fá að fylgjast með því. Nú get- urðu fylgst með öllu sem ég og við öll tökum okkur fyrir hendur. Og þú getur flakkað um öll heimsins lönd, eitthvað sem þú hafðir unun af. Núna binda þig enginn landamörk. En eftir sitjum við hin í söknuði, en getum yljað okkur við allar góðu minningarnar. Elsku pabbi minn, ég á eftir að sakna þín mikið. Við sjáumst þó síð- ar verði. Megir þú hvíla í friði. Þess biður þín dóttir, Þórdís. Þegar litið er til fjölskyldustærðar og annarra aðstæðna á æskuheimili Sigurgeirs er ljóst að til þess að sjá sér farborða á fullorðinsárum hlaut leið hans að liggja að heiman. Hann var vissulega heppinn að þetta bar upp á þeim tíma þegar „blessað stríðið“ hafði gert okkur ríka. Þann- ig stóð enn á þegar hann settist í Iðnskólann í Reykjavík haustið 1946. Þaðan lauk hann sveinsprófi í húsa- málun 1952. Síðan stundaði hann þessa iðn sína til starfsloka 1993. Auk iðnnámsins sótti hann tíma í Handíða- og myndlistarskólanum 1952–55 og nýtti sér það nám við list- málun í tómstundum. Sem áður segir kvæntist Sigur- geir 1958 og valdi systur mína sér að lífsförunaut. Þau eignuðust sitt eigið húsnæði og áttu heimili lengst af í Kópavogi. Frávik frá því voru árin 1966–1970 er þau stunduðu búskap í Efra-Nesi í Borgarfirði. Sem borinn og barnfæddur Skagfirðigur var nærtækt að hann hafði áhuga á hest- um. Þá hygg ég að hann hafi átt lengst af þeim tíma að hann bjó í þéttbýli. Annað sem vitnaði um skagfirskt uppeldi var áhugi hans á söng. Á námsárunum í Iðnskóla var hann í kór skólans og sígild sönglist eins og óperur var honum alla tíð hugstæð. Aðstæður til að sinna hesta- mennskunni breyttust mjög til batn- aðar þegar móðurbróðir okkar Jó- hönnu andaðist í hárri elli 1989. Af nákomnum ættingjum fannst honum þau hjónin best fallin til þess að sinna um eignarjörð hans, Litla- bakka í Miðfirði. Þau brugðust heldur ekki vonum hans í því efni, fluttu hross sín þang- að, höfðu fyrstu árin dálítinn sauð- fjárbúskap og og endurbættu í stórum stíl íbúðarhús, byggt á þriðja áratug síðustu aldar. Þar hafa þau síðustu ár dvalið löngum stundum og þar varð Sigurgeir bráðkvaddur að morgni 18. þessa mánaðar. Ekki þurfti að koma svo mjög á óvart að andlát hans bæri brátt að, fyrir tæpum tveimur árum varð hann fyrir mjög hættulegu hjarta- áfalli og var í nokkurn tíma vart hug- að líf. Sigurgeir var ekki maður þeirrar gerðar sem lætur mikið fyrir sér fara í samfélaginu. Hann lét ekki að sér kveða í félgsmálum og atvinna hans gaf ekki tilefni til stórtíðinda. Engu að síður finnst okkur sem nærri honum stóðu opið skarð og ófyllt, horfinn enn einn fulltrúi þeirra tíma sem færðu okkur Íslend- inga úr torfbæjum til tæknialdar. Guðmundur Gunnarsson. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd- ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar og mágs, AÐALBJARNAR HÓLM GUNNARSSONAR, Njálsgötu 3, Reykjavík. Þórhildur Hólm Gunnarsdóttir, Skjöldur Þorgrímsson, Garðar Hólm Gunnarsson, Kristín Þórarinsdóttir, Viktoría Hólm Gunnarsdóttir, Jóhann Páll Símonarson, Þorkell Hólm Gunnarsson, Guðlaug Hjaltadóttir, Margrét Hólm Gunnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.