Morgunblaðið - 31.08.2004, Síða 32

Morgunblaðið - 31.08.2004, Síða 32
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes ER ÉG AÐ FARA Í TAUGARNAR Á ÞÉR? ER ÞAÐ? ... HA?... ER ÞAÐ? ... VEGNA ÞESS AÐ ÉG ER FARINN AÐ FARA Í TAUGARNAR Á SJÁLFUM MÉR EF ÉG VÆRI HRIFIN AF EINHVERJUM SEM ER EKKI HRIFINN AF MÉR, FINNST ÞÉR AÐ ÉG ÆTTI AÐ HÆTTA AÐ REYNA AÐ LÁTA HONUM LÍKA VIÐ MIG? AUÐVITAÐ! ÞÚ VEIST SVONA MIKIÐ! ÉG SKIL EKKI AF HVERJU ÞÚ ÞARFT AÐ FARA ÚR FÖTUNUM TIL ÞESS AÐ VERA Í BÍLALEIK. SKRÍTIÐ KOMDU BARA MEÐ ÞAU Svínið mitt JÚ HÚ! ÉG SEGI SATT! HANN KANN AÐ TELJA! © DARGAUD SJÁIÐ ÞIÐ! RÚNAR HVAÐ ER 2X2 JÆJA!! ÉG SÉ BARA AÐ HANN RÝTIR EINS OG ÖLL SVÍN ... NEI, NEI HANN KANN VÍST AÐ TELJA! HANN KANN VÍST AÐ TELJA! AF HVERJU FENGUM VIÐ OKKUR EKKI GULLFISK EINS OG ALLIR VILTU LÁTA HANN ÞEGJA!!! RUNAR HVAÐ ERU 500X1000? ÉG GET EKKI STOPPAÐ HANN. HANN HÆTTIR EKKI FYRR EN HANN ER BÚINN AÐ TELJA Dagbók Í dag er þriðjudagur 31. ágúst, 244. dagur ársins 2004 Víkverji er einnþeirra þúsunda landsmanna sem feng- ið hafa áhuga á því að stunda skotveiðar í ís- lenskri náttúru. Þetta er skemmtilegt áhugamál og mjög gefandi, jafnframt krefjandi og líkamlega erfitt stundum og oft hefur það gerst að af- raksturinn er lítill. Það gerir ekkert til og staðfestir máltækið að veiðin er oft sýnd en ekki gefin. Þá sjaldan það hef- ur gerst að veiðin hefur orðið góð þá hefur Víkverji stundum hugsað að nú væri komið nóg, ekki þyrfti að veiða meira, því enginn situr svelt- andi heima og ekki byggir Víkverji afkomu sína á skotveiðum. Þetta er eins og áður sagði eingöngu áhuga- mál. Gæsaveiðitíminn hófst hinn 20. ágúst og frá og með 1. september má veiða aðrar þær fuglategundir sem ekki eru friðaðar allt árið um kring. Stofnar þeirra fuglategunda sem veitt er úr hérlendis eru mjög mis- stórir og þola misjafnlega aukið veiðiálag. Sérstaklega hefur heiða- gæsastofninn stækkað og ætti að beina veiðum meira að honum á meðan grá- gæsastofninn stendur höllum fæti og fugla- fræðingar hafa einnig mælst til þess að veiði- menn hlífi blesgæsinni sem er umferðarfugl hérlendis og stofninn lítill. Aðaláhugamál Víkverja varðandi skotveiðar er að komið verði traustum bönd- um á það magn sem veitt er úr fuglastofn- unum. Allar veiðar í okkar nútímasam- félagi, hvort sem eru stangveiði eða skotveiði, skyldi flokka sem sportveiðar og af því leið- ir að engum á að líðast að reyna að hafa af því tekjur að skjóta fugla. Ís- land er eitt örfárra landa þar sem enn hefur ekki verið settur kvóti á fuglaveiðimenn, alls staðar annars staðar eru skotveiðar stundaðar undir eftirliti og þótt landinn meti frelsið umfram flest annað þá er sjálfsagt að setja reglur um þetta. Eins og Skotvís hefur margsinnis bent á þá er það mikill minnihluti veiðimanna sem veiðir mesta magn- ið og er hér með skorað á þá að stilla magninu í hóf og hafa í huga að eng- inn sveltur þótt minna sé veitt. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is          Sumartónleikar | Á síðustu tónleikum sumarsins í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, kl. 20.30, leikur Gruppo Atlantico; Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleik- ari, Robert La Rue sellóleikari, Adrienne Kim píanóleikari ásamt Signýju Sæmundsdóttur sópran. Þau flytja Píanótríó í G-dúr eftir Joseph Haydn, Pí- anótríó nr. 1 op. 8 í H-dúr eftir Johannes Brahms, Impressions for Cello eftir Inessa Zaretsky og Vocalise eftir Hjálmar Helga Ragnarsson. Morgunblaðið/Árni Torfason Tríó eftir Haydn og Brahms MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í söl- urnar fyrir vini sína. (Jh. 15, 13.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.