Morgunblaðið - 31.08.2004, Page 36

Morgunblaðið - 31.08.2004, Page 36
MENNING 36 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ CHERIE Booth Blair, lögfræð- ingur og eiginkona Tonys Blair, opnaði á laugardag sýninguna Ferð að yfirborði jarðar í Listasafninu á Akureyri á verkum Boyle- fjölskyldunnar bresku, en hún sam- anstendur af fjórum listamönnum, Mark Boyle, Joan Hill og börnum þeirra Sebastian og Georgiu. Hún sagði það forréttindi að fá að opna sýninguna, hún væri afar ánægð með að fá til þess tækifæri og sagði: „Ferð okkar að yfirborði jarðar er hafin.“ Cherie, sem var sérstakur gestur á málþingi, Konur völd og lögin, gerði sér ferð norður til Akureyrar til að opna sýninguna. „Þetta var of gott tækifæri til að láta sér það úr greipum ganga,“ sagði hún og gat þess að hún hefði aldrei áður komið nær heimskautsbaug. Cherie lauk lofsorði á Boyle-fjölskylduna, hún væri skapandi stórfjölskylda og sendi jákvæð skilaboð út á meðal fólks um fjölskyldugildi, en þau Mark, Joan, Sebastian og Georgia vinna saman að verkum sínum sem einn maður. Kvaðst Cherie vel kunna að meta samvinnu fjölskyld- unnar, hún væri mikil fjölskyldu- manneskja sjálf. Þá gat Cherie þess í ávarpi sínu að það hefði ekki komið sér á óvart að Listasafnið á Akureyri sýndi nú verk Boyle-fjölskyldunnar, safnið hefði þegar getið sér gott orð víða um heim og margir þekktu til þess. Sebastian Boyle gat þess við opn- un sýningarinnar að fjölskyldan væri mjög ánægð með að sýna á Ak- ureyri, umgjörðin í Listasafninu væri til fyrirmyndar. Þá nefndi hann einnig þann heiður sem Cherie Blair sýndi fjölskyldunni með því að opna sýninguna sem og einnig sendiherra Breta á Íslandi, Alp Mehmet, sem einnig var viðstaddur opnunina. Dagurinn væri sérstakur í huga fjölskyldunnar en með nær- veru þeirra tveggja yrði hann enn eftirminnilegri. Sebastian sagði fjöl- skylduna hafa átt góða daga á Ak- ureyri og í framtíðinni yrði gott að hugsa til þeirra þegar á móti blési. Alp Mehmet nefndi í sínu ávarpi að hann hefði ekki vitað af sýningu Boyle-fjölskyldunnar fyrr en nú fyr- ir skömmu, en þegar upp kom að Cherie Blair yrði á landinu á sama tíma hefði Hannes Sigurðsson, for- stöðumaður safnsins, nefnt við sig hvort ekki væri hægt að tengja þessa viðburði saman. „Hannes ger- ir það sem aðrir láta sig bara dreyma um,“ sagði sendiherrann. „Hann sagði við mig; heldurðu að hún vilji ekki koma norður og opna sýninguna? Og hún var til í það,“ sagði hann. Hannes Sigurðsson, for- stöðumaður Listasafnsins, gerði gestum grein fyrir fjölskyldunni og vinnuaðferðum þeirra, verkum og fleiru og þakkaði að lokum Cherie fyrir að leggja lykkju á leið sína til að opna sýninguna. Cherie Booth Blair opnar sýningu á verkum Boyle-fjöl- skyldunnar í Listasafninu á Akureyri Of gott tækifæri til að láta það sér úr greipum ganga Morgunblaðið/Kristján Mark Boyle sýnir þeim Cherie Blair og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra verk fjölskyldunnar í Listasafninu á Akureyri. Við hlið þeirra standa kona hans, Joan Hill, og dóttir þeirra, Georgia. TILLAGA Arkþings ehf. og Arki- tema í Danmörku hlaut önnur verðlaun í samkeppni um hönnun menningarhúss á Akureyri, en til- kynnt var um úrslit á samkomu á Hólum, húsi Menntaskólans á Ak- ureyri, á Akureyrarvöku á laug- ardag. Engin fyrstu verðlaun voru veitt, því veiting slíkra verð- launa fælu að sögn Guðmundar Árnasonar, formanns dómnefnd- ar, jafnframt í sér skuldbindingu til framkvæmdar á grundvelli við- komandi tillögu. Því ákvað dóm- nefnd að þremur frambærileg- ustu tillögunum yrði raðað í verðlaunasæti, annað sæti og tvær tillögur lentu í þriðja sæti. Dómnefnd ákvað ennfremur að beina þeim tilmælum til bygging- arnefndar menningarhúss að ganga til samninga við höfunda tillögu í öðru sæti með það í huga að framkvæmd hennar yrði innan kostnaðaráætlunar. Málið á sér nokkra forsögu því í byrjun árs 1999 tilkynnti rík- isstjórn um stofnstyrki til bygg- ingar menningarhúsa á lands- byggðinni, en það var svo fyrir nokkrum misserum að tilkynnt var um framlag til verkefnisins, einn milljarð króna, sem kom í hlut Akureyrar og Vest- mannaeyja. Hvað menningarhús á Akureyri varðar er gert ráð fyrir að kostnaður verði 1,2 millj- arðar og að ríkið greiði 60% kostnaðar á móti 40% framlagi Akureyrarbæjar. Samningar þar um voru undirritaðaðir síðastliðið vor. Alls bárust 33 tillögur að hönn- un hússins bæði frá Íslandi og einnig erlendis frá. Tillögurnar eru nú til sýnis að Hólum og stendur hún yfir til 6. september næstkomandi. „Heildaráhrif byggingarinnar eru kröftug og ekki fer á milli mála að hún yrði athyglisvert kennileiti í bæjarmyndinni,“ segir í umsögn dómnefndar um tillög- una sem bar sigur úr býtum. Til- lagan gerir ráð fyrir hringlaga hús og til hliðar við það, aust- anmegin, er gert ráð fyrir tónlist- arskóla. Þær tillögur sem fengu þriðju verðlaun eru frá HAUSS- Archi- tektur+Graphik í Þýskalandi og Andersen og Sigurðson Arkitekt- um. Þá var ákveðið að kaupa þrjár tillögur að auki, frá Studio Granda, G&J Architekten og AVH ehf. arkitektúr. Fjórar til- lögur fengu einnig viðurkenningu dómnefndar sem sérstaklega at- hyglisverðar, en þær voru frá Henning Larsens Tegnestue A/S, AR Arkitektum, Cubo Arkitekter og loks tillaga frá arkitektunum Arno Lederer, Jórunni Ragn- arsdóttur og Marc Oei. „Það er mikilvægt þegar tekn- ar eru ákvarðanir um byggingu húsa að vel takist til, sérstaklega um hönnun þeirra,“ sagði Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sem við- stödd var athöfnina. Hún sagði Íslendinga hafa átt því láni að fagna að eiga góða arkitekta og margar góðar byggingar sem menn væru stoltir af. Hún sagði að væntanlegt menningarhús yrði mikil lyftistöng fyrir menningarlíf á Akureyri, Norðurlandi sem og landinu öllu. Kristján Þór Júl- íusson bæjarstjóri sagði að nú yrði gengið til verka, húsið reist, það væri vilji bæjarstjórnar og bæjarbúa. Samkeppni um hönnun Menningarhúss á Akureyri Tillaga Arkþings og Arkitema valin Morgunblaðið/Kristján Sigurður Hallgrímsson sýnir Kristjáni Þór Júlíussyni bæjarstjóra, Þor- gerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra og Tómasi Inga Olrich, fyrrverandi menntamálaráðherra, verðlaunatillöguna. „G l im rand i ! F rábæ r uppse tn ing , óg leyman lega r senur og tón l is t i n e r f rábæ r . . .að e i l í fu . “ -S tefán H i lma rsson söngva r i - ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA Lau . 04.09 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Sun . 05.09 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Lau . 11 .09 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Sun . 12 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI F im . 16 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI Lau . 18 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI Endurnýjun áskriftarkorta er hafin RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Fi 2/9 kl 20, - UPPSELT, Fö 3/9 kl 20 - UPPSELT, Lau 4/9 kl 20, Su 5/9 kl 20 Takmarkaður sýningafjöldi PARIS AT NIGHT e. Jacques Prévert í samstarfi við Á SENUNNI Fi 9/9 kl 20, Fö 10/9 kl 20, Lau 11/9 kl 20 Su 12/9 kl 20 Örfáar sýningar Stóra svið Nýja svið og Litla svið LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 5/9 kl 14, Su 12/9 kl 14, Su 19/9 kl 14 Su 26/9 kl 14 CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse Grímuverðlaunin: Vinsælasta sýning ársins! Lau 18/9 kl 20, Lau 25/9 kl 20, Lau 2/10 kl 20, Lau 9/10 kl 20 "ÁN TITILS" e. Ástrósu Gunnarsdóttur MANWOMAN e. Ólöfu Ingólfsdóttur & Ismo-Pekka Heikenheimo Fö 3/9 kl 20 LÍT ÉG ÚT FYRIR AÐ VERA PALLÍETTUDULA e. Sveinbjörgu Þórhallsdóttur og Margréti Söru Guðjónsdóttur SO e. Cameron Corbett GRÆNA VERKIÐ e. Jóhann Björgvinsson Lau 4/9 kl 16 Su 5/9 kl 20 THINGS THAT HAPPEN AT HOME e. Birgit Egerbladh Gestadanssýning frá Teater Pero, Svíþjóð Lau 4/9 kl 20 NÚTÍMADANSHÁTÍÐ 3/9 - 11/9 "ÁN TITILS" e. Ástrósu Gunnarsdóttur MYNDBAND e. Helenu Jónsdóttur THE CONCEPT OF BEAUTY e. Nadiu Banine WHERE DO WE GO FROM THIS e. Peter Anderson Su 5/9 kl 16 MYNDBAND e. Helenu Jónsdóttur THE CONCEPT OF BEAUTY e. Nadiu Banine WHERE DO WE GO FROM THIS e. Peter Anderson Fi 9/9 kl 20 MANWOMAN e. Ólöfu Ingólfsdóttur & Ismo-Pekka Heikenheimo Fö 10/9 kl 20 Lau 11/9 kl 20 Opnunartími miðasölu: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00-18:00 Mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00 Laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími BRIM - e. Jón Atla Jónasson gestasýning Lau 11/9 kl. 18 Lau 11/9 kl. 21 SVIK e. Harold Pinter frumsýning 1/10 kl. 20 2. sýning 3/10 kl. 20 HÁRIÐ - sýnt í Íþróttahöllinni gestasýning fös 24/9 kl. 20 - sala hafin! LEIKLISTARNÁMSKEIÐ skráning stendur yfir Áskriftarkort! 4 sýningar á aðeins 6.500 kr. MIÐASALAN er opin á fame.is, á þjónustuborði Smáralindar og í síma 528 8008 JÓNSI SVEPPI Fös. 3. sept. kl. 19.30 Lau. 4. sept. kl. 18.00 Sun. 5. sept. kl. 19.30 SÍÐUSTU SÝNINGAR: Hefðbundin starfsemi Vetrargarðs Smáralindar fer nú brátt að hefjast og því kveður SUMARSMELLURINN FAME í September. Síðustu sýningar á söngleikinn “sem hefur skemmt þúsundum Íslendinga konunglega í allt sumar” Eru eftirfarandi: Fim. 9. sept. kl. 19.30 Fös. 10. sept. kl. 19:30 Sun. 12. sept. kl. 19.30

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.