Morgunblaðið - 31.08.2004, Síða 40
LESENDUR Morgunblaðsins hafa máski
rekið augun í auglýsingu á síðum blaðsins
undanfarna daga þar sem lýst er eftir hug-
mynd að handriti fyrir víkingamynd og er
verðlaunum heitið fyrir bestu hugmynd-
irnar.
Maðurinn á bakvið þetta framtak heitir
Leif Bristow og er kanadískur kvikmynda-
leikstjóri og framleiðandi. Leif er stoltur af
íslenskum uppruna sínum, faðir hans var ís-
lenskur en ólst upp í Gimli í Manitoba.
Langafi Leif hét Jóhannes Magnússon og
fluttist hann frá Fellaströnd í Dalasýslu
1874 til Kanada.
Leif segist mikill aðdáandi Íslend-
ingasagnanna og er svo heillaður af þjóð-
veldisöld okkar Íslendinga að hann ætlar að
gera um hana kvikmynd.
Leif er nú staddur hér á landi í fyrsta sinn
vegna tilefni handritasamkeppninnar og seg-
ist vongóður um að Íslendingar búi yfir góð-
um efniviði í framúrskarandi sögur.
„Mér er alveg sama hvort viðkomandi er
18 ára nemi eða verðlaunaður handritshöf-
undur, það breytir engu fyrir mig ef sagan
er góð,“ segir Leif.
„Vitur maður sagði mér eitt sinn að allir
hefðu allavega eina sögu að segja. Hver veit
nema þetta gæti verið saga einhvers.“
Leif útilokar ekki að fleiri en eitt handrit
verði notuð til úrvinnslu. Hann segir jafn-
framt að handritshöfundar fái jafnvel tæki-
færi til að starfa nánar að þróun handritsins
fram að gerð myndarinnar.
„Ég vil fá sögur sem gerast á tímum vík-
inganna en ég vil alls ekki fá endursagnir úr
Íslendingasögunum. Þær get ég lesið sjálf-
ur. Ég vil að fólk skrifi sögu byggða á sögu
landsins með alþjóðlegan markað í huga,“
segir Leif. Að mati Leif hefur ekki verið
gerð almennileg víkingamynd síðan kvik-
myndin The Vikings var gerð árið 1958, með
þeim Tony Curtis og Kirk Douglas í aðal-
hlutverkum. Honum finnst kominn tími til
að gera víkingunum góð skil.
„Þegar ég fór að lesa Íslendingasögurnar
rann upp fyrir mér hversu auðugur efnivið-
ur þetta er og hversu glæsilegar sögur er
hægt að búa til uppúr efni þessa tíma,“ segir
Leif.
Hann segir að þó hann vilji ekki gera
heimildarmynd um víkingana sé honum mik-
ið í mun að hafa allar sögulegar staðreyndir
á hreinu. Honum er jafnframt mikið í mun
að sýna víkingana í sínu rétta ljósi.
„Fólk hefur svo miklar ranghugmyndir
um víkingana,“ segir Leif. „Það er þessi
staðlaða ímynd af vel hífuðum víkingi með
sítt ljóst hár sveiflandi exi og með hjálm
með hornum á hausnum. Þessir hjálmar
voru ekki einu sinni til.“
Leif segir það mikilvægt að fólk geri sér
grein fyrir mikilvægi íslenskrar sögu, og þá
sérstaklega stofnun Alþingis.
„Stofnun Alþingis hér á landi er ekki
kennd í neinum sögubókum og fæstir vita
hversu merkilegur þessi atburður var,“ seg-
ir Leif og segist vona að fyrirhuguð mynd
hans eigi eftir að vekja áhuga hjá fólki á
norrænni sögu.
Tolkien undir áhrifum íslenskra sagna
„Þið sjáið hversu mikla athygli Hringa-
dróttinssaga hefur dregið að Nýja-Sjálandi
eingöngu vegna þess að hún var tekin upp
þar. Hugsaðu þér ef það yrði gerð stórmynd
um íslenska sögu sem tekin væri að hluta til
eða að öllu leyti hér á landi.“
Fyrirtæki Leif í Toronto sérhæfir sig í
kvikmyndum fyrir alla fjölskylduna og telur
hann líklegt að víkingamyndin verði með
svipuðu sniði.
„Þó að blóðugar deilur hafi að sjálfsögðu
verið hluti af víkingatímanum finnst mér
ekki mikilvægt að sýna þá með svo mikilli
nákvæmni. Heldur vil ég gera mynd sem öll
fjölskyldan getur horft á saman,“ segir Leif
en hann er einn eiganda fyrirtækisins
Knightscove sem sérhæfir sig í sögulegum
fjölskyldukvikmyndum
„Ævintýramyndir eru mjög vinsælar
þessa dagana, sjáðu bara Hringadrótt-
inssögu og Sjóræningja Karíbahafsins. Ég
er sannfærður um að fólk hefði gaman af að
sjá svipaða mynd um ævintýri víkinganna,“
segir Leif.
„Ég tala nú ekki um fyrst ævintýri Tolk-
iens eru skrifuð undir svo miklum áhrifum
frá íslenskum sögum. Tolkien var með ís-
lenska barnfóstru sem sagði honum íslensk-
ar sagnir þegar hann var að alast upp. Hann
sagði alla tíð að hinn íslenski sagnabrunnur
hefði verið honum innblástur í öllum skrifum
sínum og það er sjálfsagt að við teygum sjálf
af þeim brunni.“
Kvikmyndir | Leif Bristow ætlar að gera kvikmynd um íslenska víkinga
Lýsir eftir handriti
Morgunblaðið/Árni Torfason
Leif Bristow er sannfærður um að Íslend-
ingar lumi á góðri víkingasögu.
birta@mbl.is
TENGLAR
.................................................................
www.knightscove.com
Skilafrestur handrita er til 30. september
nk. Fyrstu verðlaun eru 1.000 bandaríkja-
dalir. Einnig verða veitt önnur verðlaun,
500 dalir, og þriðju verðlaun, 250 dalir.
Handrit sendist til: 1971 Queen Street East,
Toronto, Canada M4L 1H9 eða með tölvu-
pósti á netfangið info@knightscove.com.
Sögurnar mega ekki vera styttri en 1.000
orð og ekki lengri en 8.000 orð.’Mér er alveg sama hvortviðkomandi er 18 ára
nemi eða verðlaunaður
handritshöfundur, það
breytir engu fyrir mig ef
sagan er góð.‘
40 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hin þokkafulla Keira Knightley,sem undanfarið hefur verið
rísandi stjarna í kvikmyndaheim-
inum, hefur hafnað tækifæri til að
vera næsta Bondstúlka, þar sem
henni finnst að hún myndi ekki líta
nógu vel út í bikiníi.
Hin nítján ára gamla Lundúna-
stúlka hefur komið fram á Evu-
klæðunum í fjölda hlutverka, en er
smeyk um að hún geti ekki keppt
við barmmeiri Bondstúlkur eins og
Ursulu And-
ers og Halle
Berry. Það
var sjálfur
Bondleik-
arinn Pierce
Brosnan sem
mælti með
Keiru í hlut-
verkið, en
hún sagði í
viðtali við
tímaritið
Empire að
hún teldi sig
ekki hafa „kostina“ til að vera
Bond stúlka. „Ég er ómöguleg í
bikiníum. Þær þurfa alltaf að vera í
bikiníi, þessar bondstelpur, er það
ekki?“
Síðast sást til Keiru allfáklæddr-
ar í myndinni um Artúr konung.
Fólk folk@mbl.is
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 5.50, 8, og 10.20.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8.
Þeir hefðu átt að láta hann í friði.
Sló
rækilega
í gegn
í USA
Jason Bourne er kominn aftur og leitar
hefnda í frábærum hasartrylli.
Meiri hraði, meiri spenna og ofsafengin
átakaatriði.
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP
KL. 3.50, 5.40, 8 OG 10.20.
Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára.
S.K., Skonrokk
G.E.
Ísland í bítið/Stöð 2
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 5.40.
„Skemmtilegasta og
besta mynd sem ég
hef séð lengi!“
Ó.H.T. Rás 2
HL MBL
S.K., Skonrokk
SÝNIÐ ALDREI SLÆMA
LITINNÞVÍ ÞAÐ VEKUR
ATHYGLI ÞEIRRA.
Sló rækilega í gegn í USA
Jason Bourne er kominn aftur og leitar hefnda
í frábærum hasartrylli.
Meiri hraði, meiri spenna og ofsafengin átakaatriði.
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9.
S.V. Mbl.
S.V. Mbl.