Morgunblaðið - 04.09.2004, Síða 4

Morgunblaðið - 04.09.2004, Síða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Medcare Flaga hf., kt. 581090-2189, hefur gefið út skráningarlýsingu vegna skráningar í Kauphöll Íslands hf. á nýjum hlutum félagsins. Hinir nýju hlutir eru samtals að nafnverði 193.454.167 krónur og voru gefnir út vegna kaupa félagsins á SleepTech LLC. Hlutirnir eru allir greiddir og var útgáfa þeirra skráð þann 3. júní 2004 hjá Hlutafélagaskrá og þann 4. júní 2004 hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. og á Aðallista Kauphallar Íslands hf. Heildarhlutafé Medcare Flögu hf. er samtals að nafnverði 670.509.232 krónur og allt skráð á Aðallista Kauphallar Íslands hf. Umsjónaraðili skráningar í Kauphöll Íslands hf. er Fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings Búnaðarbanka hf. (KB banka), kt. 560882-0419. Skráningarlýsingu ásamt gögnum sem vitnað er í má nálgast á eftirtöldum stöðum hjá umsjónaraðila og útgefanda: SKRÁNINGARLÝSING Fyrirtækjaráðgjöf KB banka Borgartúni 19, 105 Reykjavík sími 444 6000, www.kbbanki.is Medcare Flaga hf. Síðumúla 24, 108 Reykjavík sími 510 2000, www.medcare.com LÖGREGLAN í Hafnarfirði hand- tók í gær 21 árs karlmann grunaðan um að hafa kveikt í sex bílum við Lækjargötu og Fögrukinn í Hafnar- firði í fyrrinótt. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglunnar. Við bílabrunann barst eldur í fjöl- býlishús við Lækjargötu 34 með þeim afleiðingum að rúður sprungu í gluggum á fyrstu þremur hæðum þess. Þá kviknaði í hurðum og gluggakörmum á neðstu hæð húss- ins, þar sem fyrirtæki er til húsa. Við Fögrukinn var einnig kveikt í bifreið. Brann ein bifreið þar, en tókst að stöðva útbreiðslu eldsins áð- ur en frekari skemmdir urðu. Engin slys urðu á fólki. Slökkvistarf við húsið gekk vel að sögn lögreglu, en töluverðan tíma tók að slökkva í bifreiðunum, sem kveikt hafði verið í. Ljóst þykir að tjón vegna eldsins nemur milljónum króna. Ljósmynd/Hafsteinn Ingólfsson Drjúga stund tók að slökkva eldinn í bílunum og brotnuðu rúður í húsinu við Lækjargötu í gífurlegum hita. Handtekinn fyrir íkveikju í sex bílum í Hafnarfirði „VIÐ hjónin vöknuðum um fjög- urleytið við hvelli og bresti frá gluggum hússins sem voru að springa,“ sagði Einar Sveinsson, íbúi við Lækjargötu 34. „Þegar við litum út um gluggann litum við beint inn í rauðan eldinn frá brennandi bílunum alveg upp- undir húsinu. Rétt í því kom slökkviliðið á vettvang. Þetta voru óskapleg læti, allar rúð- urnar í húsinu, tólf að tölu, eru krosssprungnar, en það bjargaði heilmiklu að það var aðeins ytra byrðið sem sprakk.“ Einar sagði stórsjá á húsinu, en fyrir utan skemmdir á rúðum væri megnið af þeirri hlið hússins sem snýr að brunastaðnum sótað upp í þak, en húsið er fjögurra hæða. Eldsúlan hefði verið mjög há og hefði það tekið slökkviliðið nokk- urn tíma að ráða niðurlögum eldsins. Ekki hefðu þó orðið skemmdir innandyra og engum orðið meint af. „Þetta hefur verið gífurlega mikill logi,“ sagði hann. „Tveir bílar eru kolbrunnir auk tveggja annarra sem eru illa farnir. Sá fimmti er skemmdur en ekki mik- ið brunninn. Þetta var með ólík- indum.“ Vöknuðu við hvelli og bresti Einar Sveinsson við stofugluggann sem brotnaði vegna hitans. Morgunblaðið/Þorkell BÆJARSTJÓRA Seltjarnarness var í gær afhentur listi með undir- skriftum 924 íbúa á Seltjarnarnesi sem mótmæla tillögum að deili- skipulagi fyrir Hrólfskálamel og Suðurströnd. Þetta er um 27,5% íbúa á kjörskrá í síðustu bæjar- stjórnarkosningum. Þór Whitehead, talsmaður áhuga- hóps um betri byggð á Seltjarnar- nesi, afhenti bæjarstjóra mótmælin í bæjarskrifstofum Seltjarnarness í gær. Þór sagði við það tilefni að þetta væri í þriðja skiptið á und- anförnum áratug sem bæjarstjórn Seltjarnarness kæmi fram með skipulagstillögur sem ekki hljóti náð íbúanna. Hann benti á að í síðustu tvö skipti hafi hávær mótmæli íbúa komið því til leiðar að fallið var frá skipulagsáformunum, og hann eigi von á því að það sama verði uppi á teningnum nú. Í samtali við Morgunblaðið eftir fundinn sagði Þór að hópurinn væri með einfaldar kröfur. Hætta eigi við fyrirhugað deiliskipulag og snúa sér þess í stað að því að gera aðalskipu- lag fyrir lengri tíma í stað þess að einblína á skammtímamarkmið. Jónmundur Guðmarsson, bæjar- stjóri Seltjarnarnesbæjar, segir að mótmæli verði efniviður fyrir frek- ari vinnslu málsins hjá skipulags- nefnd, alveg eins og aðrar athuga- semdir sem borist hafa. Hann segir að mikið hafi verið gert til að vekja athygli bæjarbúa á málinu og það endurspeglist í fjölda þeirra sem mótmæla. „En við höfum líka gert ýmislegt til að vekja athygli hinna 70 pró- sentanna sem ekki skrá sig á listann. Ég er ekki að fullyrða neitt um þeirra afstöðu, en það má segja að stór hluti bæjarbúa hafi ekki séð ástæðu til að gera athugasemdir,“ segir Jónmundur. 924 íbúar mótmæla skipulagi á Seltjarnarnesi Eiga von á að fallið verði frá skipulagsáformum Morgunblaðið/Kristinn Þór Whitehead, talsmaður áhugahóps um betri byggð á Seltjarnarnesi, af- henti Jónmundi Guðmarssyni bæjarstjóra mótmælin í gær. GRUNNSKÓLAKENNARAR af- hentu Launanefnd sveitarfélag- anna í gær formlega tilkynningu um boðun verkfalls í grunnskólun- um, sem á að koma til framvæmda 20. september n.k. Viðræður samningsaðila héldu áfram í gær hjá ríkissáttasemjara í Borgartúni. Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakenn- ara, segir að staðan í viðræðunum sé óljós, en menn leiti allra leiða til að leysa deiluna svo komast megi hjá verkfalli. „Í þessu felast engin sérstök tímamót,“ sagði Birgir Björn Sig- urjónsson, sem er í forsvari fyrir sveitarfélögin í þessum kjaravið- ræðum, þegar hann var spurður um viðbrögð við verkfallsboðun kennara. „Við höldum bara bara okkar striki og höldum áfram að vinna í samræmi við okkar vinnu- áætlun.“ Birgir Björn sagði erfitt að meta líkur á verkfalli á þessu stigi. Menn séu að reyna að leita lausna og von- andi takist það svo ekki komi til röskunar á skólastarfi. Finnbogi sagði að á fundinum í gær hefðu menn aðallega rætt um vinnutíma og kennsluskyldu, en sá hluti deilunnar hefur mikið verið ræddur á síðustu vikum. Hann sagði erfitt að meta hvort menn hefðu færst nær lausn á því máli. „Menn halda spilunum þétt að sér,“ sagði Finnbogi, en hann sagði að viðræðurnar hefðu verið gagn- legar. Hann sagðist ekki treysta sér til að meta líkur á verkfalli. Markmið kennara væri að ná samningum. Ekki verkfall í einkaskólum Boðað verkfall kennara nær til allra grunnskóla í landinu nema nokkurra einkarekinna skóla. At- kvæðagreiðsla um verkfall hefur ekki farið fram í þessum skólum ennþá. Meðal þessara skóla eru Tjarnarskóli og Landakotsskóli í Reykjavík. „Menn halda spilunum þétt að sér“ Kennarar boða verkfall 20. september Í TILLÖGU að ályktun sem lögð hefur verið fyrir Fjórðungsþing Vestfjarða er lagt til að við endur- greiðslu námslána verði tekið tillit til hlutfalls háskólamenntaðra í hverjum landsfjórðungi þannig að þar sem hlutfallið er lakast verði afslátturinn mestur. Í drögunum er lýst stuðningi við þá hugmynd sem kemur fram í byggðaáætlun frá 2002–2005 um afslátt af endurgreiðslu námslána. Tekið verði tillit til þessarar hug- myndar þegar lög um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna verða endur- skoðuð. „Afslátturinn verði miðaður við lágmark 5 ára viðveru á viðkom- andi svæði og miðist við að létta greiðslubyrðina þann tíma sem bú- ið er á svæðinu. Áhersla verði lögð á einfalt og skilvirkt kerfi. Afslátt- arstuðlar verði settir við hlutfall búsettra 1. des. 2004, en þeir síðan endurskoðaðir á þriggja ára fresti.“ Afsláttur náms- lána eftir búsetu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.