Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ heldur geta boðið upp á fjölbreytta, gagnvirka afþreyingarmöguleika. Síminn er fyrirtæki sem vill veita viðskiptavinum sínum fjölbreytta þjónustu í framtíðinni, svo sem í formi samskipta, tölvuleikja og sjón- varpsdreifingar,“ segir í tilkynningu Símans. Enski boltinn í læsta dagskrá Gunnar Jóhann Birgisson lögmað- ur, sem er í forsvari fyrir Fjörni, sagði í samtali við Morgunblaðið að með samningnum vildu eigendur Fjörnis styrkja stöðu sína á sjón- varpsmarkaðnum. „Við höfum verið með félagið Íslenzkt sjónvarp, sem við fáum nú tækifæri til að efla. Fé- lagið er efnisveita, sem einbeitir sér að því að kaupa og selja efni fyrir sjónvarp. Það á í dag réttinn á enska boltanum og mun sennilega fljótlega eignast annað mjög gott efni, sem við erum ánægðir með. Hugmyndin að þessu félagi er sú að það selji þeim fyrirtækjum, sem það er í sam- vinnu við, efni. Við hugsum sérstak- lega til þess að félagið muni selja þeim rásum, sem verða á hinu nýja stafræna dreifikerfi Símans, efni, þannig að þær geti staðið sig í sam- keppni á fjölmiðlamarkaði og boðið upp á frambærilegt efni, sem hefur svo væntanlega þær afleiðingar fyrir Símann að fólk hefur áhuga á að verzla við fyrirtækið og kaupa af- ruglara hjá því,“ segir Gunnar Jó- hann. Hann segir að ein forsenda samn- ingsins sé sú að með honum fái Ís- lenzkt sjónvarp aðgang að mynd- lykla- og áskriftarkerfi Símans, sem hefur verið notað til að selja efni um breiðbandið. „Okkar áætlanir hafa alltaf gengið út á að setja enska bolt- ann í læsta dagskrá ásamt öðru efni. Við ætluðum að bjóða þjóðinni upp á enska boltann í opinni dagskrá fyrsta árið og á þeim tíma ætluðum við að undirbúa okkur fyrir að geta tekizt á við það verkefni að vera með útsendingar í læstri dagskrá og góða afruglara sem væru sambærilegir við það bezta, sem væri til í heim- inum. Við höfðum ekki fjármagn til þessa sjálfir en þá opnuðust þessi tækifæri í kringum þær hugmyndir, sem Síminn er með um stafrænar út- sendingar um fjarskiptakerfið.“ Gunnar Jóhann segir það sann- færingu sína að samkomulagið muni efla Skjá einn í framtíðinni. Stærstu hluthafar í Íslenzka sjón- varpsfélaginu verða, að kaupsamn- ingi gerðum, Síminn og e.t.v. fleiri fjárfestar, sem munu eiga rúmlega 26% í gegnum Fjörni, Fjölmiðla- félagið hf., sem er í eigu ýmissa fjár- festa og á um 12% í félaginu, Bratta- brú ehf., undir forystu Margeirs Péturssonar, sem á tæplega fjórð- ungshlut, og Heildun ehf., sem er í eigu Jóns og Sigurðar Gísla Pálma- sona, en Jón er einnig hluthafi í Bröttubrú. Norðurljós taka samningnum illa Í fréttatilkynningu Símans, sem send var út í gær, segir að Síminn hafi á undanförnum mánuðum verið í viðræðum við allar þrjár sjónvarps- stöðvarnar um þátttöku í þróun á stafrænu kerfi fyrir sjónvarp. „Í við- ræðunum fólst að Síminn sæi um dreifingu á efninu. Íslenska útvarps- félagið, sem á og rekur Stöð 2, sleit samningaviðræðum við Símann í júní síðastliðnum og hefur ákveðið að byggja upp eigið dreifikerfi fyrir stafrænar sjónvarpsútsendingar í lofti,“ segir í tilkynningunni. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins sleit Stöð 2 viðræðunum í júní sl. á þeim forsendum að hinir samningsaðilarnir, þ.e. Síminn, Skjár einn og RÚV, höfðu þá kært ákvörðun Póst- og fjarskiptastofn- unar að úthluta rásum á hinu svo- kallaða MMDS-tíðnisviði fyrir staf- rænar sjónvarpssendingar til Íslenzka útvarpsfélagsins, sem rek- ur Stöð 2, Sýn og fleiri stöðvar. Heimildir Morgunblaðsins herma jafnframt að þegar fréttist af sam- komulagi Símans og Fjörnis í gær hafi forsvarsmenn Norðurljósa, móðurfélags ÍÚ, tekið það afar óstinnt upp og m.a. leitað til Björg- ólfs Guðmundssonar, formanns bankaráðs Landsbankans, um að hann beiti sér fyrir því að kaupsamn- ingur gangi ekki eftir, en bankinn er helzti lánardrottinn Íslenzka sjón- varpsfélagsins. Björgólfur vildi ekki tjá sig um málið í gær, að sögn tals- manns hans. SÍMINN og eignarhaldsfélagið Fjörnir gerðu í fyrrakvöld sam- komulag um kaup Símans á félaginu, sem á annars vegar félagið Íslenzkt sjónvarp, sem á útsendingarréttinn á ensku knattspyrnunni hér á landi, og hins vegar 26,2% hlut í Íslenzka sjónvarpsfélaginu, sem rekur sjón- varpsstöðina Skjá einn. Samkomu- lagið var gert með ýmsum fyrirvör- um, m.a. um áreiðanleikakönnun. Aðstandendur samkomulagsins sjá sér gagnkvæman hag í því. Sím- inn fær efni til að selja um stafrænt dreifikerfi sitt, en Skjár einn vænt- anlega aðgang að stafrænu mynd- lyklakerfi Símans, sem gerir kleift að koma á fót áskriftarsjónvarpi. Fleiri fjárfestar geta bætzt við Í fréttatilkynningu, sem Síminn sendi frá sér í gær, segir að félagið hafi tekið þátt í fyrirtæki, svokall- aðri efnisveitu, sem hafi áhugavert sjónvarpsefni fram að færa, og dreifa efni þess á fjarskiptaneti sínu á stafrænu formi. Í þeim tilgangi taki Síminn þátt í kaupum á félagi, sem eigi 100% í enska boltanum og um fjórðungshlut í Íslenzka sjón- varpsfélaginu. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er Síminn samkvæmt samn- ingnum kaupandi að öllu hlutafé í Fjörni, en til greina kemur að fleiri fjárfestar taki þátt í kaupunum. Ekki fékkst staðfest um hvaða félög væri þar að ræða, en líkur voru leiddar að því að Vátryggingafélag Íslands og Tryggingamiðstöðin yrðu þar á meðal. Dreifikerfi Símans nær til 92% þjóðarinnar Í tilkynningu Símans kemur fram að kaupin á efnisveitunni séu í sam- ræmi við stefnu fyrirtækisins, sem hafi frá því í nóvemver 2002 sent út stafrænt efni um Breiðband Símans og þannig orðið fyrstur til að hefja stafrænar útsendingar á Íslandi. Um þessar mundir undirbúi Síminn til- raun með dreifingu á stafrænu sjón- varpi um koparkerfið, þ.e. hið hefð- bundna heimilissímakerfi, með DSL-tækni. „Tilraunin hefst í sept- ember en sú aðferð þýðir í raun miklu meiri útbreiðslu á stafrænu sjónvarpi en verið hefur á Íslandi,“ segir í tilkynningu Símans. „ADSL- kerfið nær til 92% þjóðarinnar eða til yfir 90 þúsund heimila á meðan nú- verandi sjónvarpsþjónusta Símans, Breiðbandið, nær til 35.000 heimila. Þeir sem tengjast munu stafrænu sjónvarpi yfir ADSL ættu kost á út- sendingum á þeim 40 stöðvum sem eru aðgengilegar á Breiðbandinu. Einnig eru í gangi viðræður um dreifingu efnis frá fleiri sjónvarps- stöðvum auk þess sem þróa á ýmsa gagnvirka efnisþjónustu.“ Í tilkynningu Símans segir að með því að fara í sjónvarp yfir ADSL auki félagið nýtinguna á fjarskipta- kerfum sínum. „Örar breytingar í tækni hafa leitt til þess að símafyr- irtæki í heiminum veita ekki ein- göngu hefðbundna símaþjónustu Síminn fær sjón- varpsefni, Skjár einn myndlykla Morgunblaðið/Árni Torfason Gunnar Jóhann Birgisson hjá Fjörni segir að alltaf hafi verið áætlað að setja enska boltann í læsta dagskrá ásamt öðru efni. Á myndinni er Snorri Már Skúlason, verkefnisstjóri enska boltans á Skjá einum. SIGURÐUR G. Guðjónsson, út- varpsstjóri Íslenska útvarpsfélags- ins, segist fagna samkeppni á markaðnum en kveðst jafnframt undrandi á að ríkisfyrirtæki sé að fjárfesta í einkareknum sjónvarps- stöðvum. „Landssíminn hlýtur þá að þakka forset- anum fyrir að hafa stoppað fjöl- miðlalögin. Þetta þýðir væntanlega að það verða eng- in slík lög sett, sem er líklega stærsti plúsinn við þetta,“ segir Sigurður. Hann segir að þessi þróun sé mjög merkileg upplifun fyrir Ís- lenska útvarpsfélagið sem bauð í enska boltann á móti Skjá einum sl. vetur. „Þá vissum við ekki að við værum að bjóða í kapp við eiganda Landsbankans, Björgólf Guð- mundsson sem átti Íslenskt sjón- varp, sem átti réttinn á enska bolt- anum,“ segir Sigurður. Sigurður segir að það sé gott að vita loks við hverja er verið að keppa. „Við höfum ekki vitað frá árinu 1999 hverjir áttu Skjá einn, sem var reyndar upphaflega fjár- magnaður með fé frá Landssíman- um. Það er gott að Landssíminn ætlar nú loks að gangast við króg- anum.“ Sigurður segir að það sé athygl- isvert að nú skuli verða þrjú rík- issjónvörp á Íslandi, og á hann þar við RÚV, Breiðvarp Símans og Skjá einn. Varðandi það sem Síminn segir í tilkynningu sinni um viðræður við íslensku sjónvarpsstöðvarnar um dreifingu efnis um breiðbandið, segir Sigurður að Íslenska útvarps- félagið geti ekki verið í viðskiptum við félag sem það sé einnig í sam- keppni við um dreifingu á efni. „Ef Landssíminn hefði hætt sínum breiðvarpsrekstri hefðum við ugg- laust haldið áfram að eiga viðræður um dreifingu á breiðbandinu. Þeir voru ekki til í að hætta þeim rekstri.“ Hann býst við að málið muni koma til kasta Samkeppnisstofn- unar. „Maður reiknar með að sam- keppnisyfirvöld taki nú á málinu og skipti Símanum upp þannig að sjón- varpsrekstur hans standi einn og sér. Samkeppnisyfirvöld úr- skurðuðu um það 1998 að okkar kröfu að Síminn ætti að skilja breið- bandsrekstur frá öðrum rekstri. Ég krafðist þess síðan árið 2002 að yf- irvöld framfylgdu þessum úrskurði því mér fannst óeðlilegt hve mikið væri hægt að fjárfesta í sjónvarps- rekstri á vegum Landssímans með hliðsjón af því hvað hann hafði litl- ar tekjur af sjónvarpsrekstri. Það mál hefur beðið hjá Samkeppn- isstofnun síðan 2002, og afgreiðslan frestast stöðugt. Ég held að sam- keppnisyfirvöld hljóti að dusta ryk- ið af málinu og skoða nú hvort Landssíminn geti yfir höfuð komið inn í þennan rekstur og orðið þetta stór aðili á fjölmiðlamarkaðnum.“ „Þýðir væntanlega að fjöl- miðlalög verða ekki sett“ Sigurður G. Guðjónsson ÁRNI Magnússon félagsmálaráð- herra sagði á Fjórðungsþingi Vest- firðinga í gær að við upptöku 90% lána hjá Íbúðalánasjóði væri gert ráð fyrir að sveitarfélögin hættu fjármögnun viðbótarlána. Hann sagði einnig að Íbúðalánasjóður myndi áfram gegna mikilvægu hlut- verki þrátt fyrir innkomu bankanna á húsnæðislánamarkað, en það gæti verið að markaðshlutdeild hans kynni að minnka eitthvað. Um þriðjungur allra lána Íbúða- lánasjóðs í dag er 90%. Þessi lán hafa verið veitt með hærri vöxtum en önnur lán eða 5,3% vöxtum. Sveitarfélögin hafa komið að þess- um lánveitingum með þeim hætti að þau skuldbinda sig til að leggja fjár- muni í áhættusjóð sem stendur straum af töpuðum útlánum. „Eftir er að útfæra nákvæmlega breytinguna í 90% lán en stefnt er að því að sveitarfélögin hætti þátt- töku í fjármögnun viðbótarlána. Það er þó ekki þar með sagt að sveit- arfélögin eigi að hætta allri fjár- mögnun húsnæðiskerfisins en eftir er að taka upp viðræður við þau um hlutverk sveitarfélaga á sviði hús- næðismála á komandi árum,“ sagði Árni. Árni sagði að flestir fögnuðu því að bankarnir væru núna farnir að bjóða sambærileg vaxtakjör og Íbúðalánasjóður en um leið væri spurt hvers vegna bankarnir hefðu ekki verið löngu búnir að þessu. Hann sagðist sjálfur telja að breytt fjármögnun húsnæðislána Íbúða- lánasjóðs með tilheyrandi vaxta- lækkun ylli þar mestu. „Þessi þróun mun vitaskuld hafa einhver áhrif á Íbúðalánasjóð en ég tel ljóst að sjóðurinn muni áfram hafa mikilvægu hlutverki að gegna þótt markaðshlutdeild hans kunni að minnka eitthvað. Bankarnir treysta sér til dæmis ekki til þess að bjóða sama lánshlutfall á lands- byggðinni og í Reykjavík, sem vita- skuld þýðir að Íbúðalánasjóður mun áfram hafa mikla þýðingu fyrir efl- ingu byggðar á landsbyggðinni. Á sama hátt mun sjóðurinn áfram hafa það hlutverk að hjálpa hinum tekju- og efnaminni íbúum þessa lands að koma sér þaki yfir höfuðið og loks mun sjóðurinn áfram veita lán til byggingar leiguíbúða. Það er því síður en svo komið að því að leggja sjóðinn niður eða einkavæða hann og miklu frekar má segja að tíðindi síðustu daga undirstriki það sem ég hef alltaf sagt, að bankarnir muni aldrei geta tekið að sér það hlutverk að tryggja öllum lands- mönnum ódýrt fjármagn til íbúða- kaupa, óháð fjárhag og búsetu.“ Félagsmálaráðherra segir að Íbúðalánasjóður muni áfram gegna mikilvægu hlutverki Sveitarfélögin munu hætta fjármögnun viðbótarlána Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Félagsmálaráðherra lagði áherslu á það í ræðu á Fjórðungsþingi Vest- fjarða að Íbúðalánasjóður myndi áfram gegna mikilvægu hlutverki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.