Morgunblaðið - 04.09.2004, Side 11

Morgunblaðið - 04.09.2004, Side 11
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 11 HKópavogssundið eina almenningssundið á Íslandi, fer fram í 11. sinn í Sundlaug Kópavogs sunnudaginn 5. september n.k. og stendur yfir frá kl. 8—19. Þátttakendur velja sér vegalengd sjál r og geta synt 500, 1000 eða 1500m og hlotið brons, silfur eða gullverðlaun fyrir. Jafnframt er boðið upp á vegalengdir, sem jafna má við hálfmaraþon og maraþonhlaup. Þátttakendur geta nú spreytt sig á þekktum sjósundleiðum. Viðeyjarsundi 3,9 km og Drangeyjarsundi 6,8 km. Sérstakir verðlaunapeningar eru veittir fyrir þessar vegalengdir. Skráning fer fram á keppnisdegi í Sundlaug Kópavogs. Þátttökugjöld eru kr. 400 fyrir börn (fædd 1988 og síðar), kr. 600 fyrir ellilífeyrisþega (67 ár og eldri) og kr. 800 fyrir fullorðna. Innifalið í gjaldinu er aðgangur að sundlauginni. Kópavogssundið Sund er holl hreyfing Sundlaug Kópavogs „góð laug á besta stað“ Sunddeild BreiðabliksKópavogsbær HÁLF öld er í dag liðin frá því að síðasti hnúfubakurinn var veiddur hér við land. Það var síðdegis laugardaginn fjórða september 1954 að Ingólfur Þórðarson á Hval 2 sá tvo hnúfubaka og náði öðrum þeirra. Hann var í landi í hvalstöðinni í Hvalfirði með hann morguninn eftir, þar sem flens- ararnir Magnús, Stefán og Jón Ármann tóku við hvalnum og skáru hann. Hnúfubakur var sjaldséður hvalur á þessum árum, líklega vegna ofveiði, en hann er mjög hægur hvalur og liggur lengi í yfirborðinu. Fyrir vikið er auðvelt að ná honum. Hvalur hf. veiddi aðeins sex hnúfubaka alls öll þau ár sem fyrirtækið stundaði hvalveiðar og um haustið 1954 var hnúfubakurinn friðaður. Sama ár- ið veiddust fimm steypireyðar. Nú er öldin önnur, því hnúfu- bakurinn hefur nýtt sér friðunina mjög vel og er talið að um átta til tíu þúsund dýr séu við landið og fjölgunin sé allt að 15% á ári. Hnúfubakurinn hefur á síðustu árum valdið miklum óskunda við loðnuveiðar. Ljósmynd/Jón Ármann Hvalur Vilmundur Jónsson stendur við bægsli hnúfubaksins. Hálf öld frá því hnúfu- bakur veidd- ist síðast Ljósmynd/Jón Ármann Flensarar Magnús og Stefán búa sig undir að skera hvalinn. ÞORSKURINN er genginn í Smug- una í Barentshafi á ný. Um tuttugu togarar hafa verið að veiðum þar að undanförnu og fór aflinn mest í 35 tonn í hali, en dregið hefur undan síðustu daga og eru skipin að fá frek- ar lítið nú. Norska blaðið Fiskeribladet greindi frá þessu á vefsíðu sinni í gær, en togararnir sem þarna eru að veiðum eru 16 frá Rússlandi og þrír skráðir í Afríku, Togo, Sao Tome og Principe, en Norðmenn gera því skóna að þeir séu undir hentifána og gerðir út af Portúgölum. Norska strandgæzlan gerir ráð fyrir því að afli Rússa verði dreginn frá leyfilegum veiðiheimildum þeirra í Barentshafinu, en hinir togararnir eru gamlir og úr sér gengnir og voru einnig við veiðar í Smugunni í fyrra. Þeir salta og ef til vill frysta aflann um borð. Norðmenn óttast ekki að fjöldi skipa setji kúrsinn upp í Smug- una vegna þessara frétta. Til þess sé veiðin allt of óstöðug og alls ekki á vísan að róa. Verði veiðin hins vegar betri og jafnari þegar kemur fram á haustið, gera þeir ráð fyrir að skip- unum kunni að fjölga eitthvað. Mikið veitt í Smugunni Íslendingar veiddu mikið af þorski í Smugunni um miðjan tíunda ára- tuginn, tugi þúsunda tonna, þegar mest var, í óþökk Norðmanna og Rússa. Samkomulag náðist í deilunni 1999 og var þá samið um að Íslend- ingar fengju veiðiheimildir í Bar- entshafi, ákveðið hlutfall heildar- kvóta, sem félli niður ef veiðin færi niður fyrir 350.000 tonn. Fyrsta árið var kvóti Íslendinga 8.900 tonn en er nú 6.200, 3.818 innan norsku lögsög- unnar og 2.386 innan þeirrar rúss- nesku. Að auki hafa Íslendingar heimildir til að kaupa kvóta af Rúss- um til viðbótar. Norðmenn fá svo bolfiskveiðiheimildir við Ísland á móti, þó ekki í þorski. Samningurinn var til fjögurra ára í senn með upp- sagnarákvæði, sem ekki hefur verið nýtt. Síðast var samningurinn fram- lengdur árið 2002. Þar sem þessi samningur er í gildi, sækja íslenzku skipin kvóta sinn í lögsögu Norð- manna og Rússa en ekki í Smuguna. Þorskurinn gengur í Smuguna á ný FRÉTTIR SIGRÍÐUR Margrét Guðmunds- dóttir, fréttamaður á Ríkissjónvarp- inu, hlaut á þriðjudag verðlaun úr Móðurmálssjóði og afhenti Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra Sigríði verðlaunin í Þjóðmenningarhúsinu. Verðlaunafjárhæðin nemur 150.000 krónum og skal nota féð til utanferðar samkvæmt sjóðsreglum, þótt það sé ekki skylda. Í umsögn dómnefndar segir að Sigríður flytji vandaðar fréttir og vel samdar. Hún hefur verið sjónvarps- fréttamaður á RÚV frá árinu 2000. Móðurmálssjóður er minning- arsjóður Björns Jónssonar og var hann stofnaður árið 1943. Sjóðurinn verðlaunar blaða- og fréttamenn fyrir góðan stíl og vandað íslenskt mál. Sigríður Margrét er fjórtándi verðlaunahafi sjóðsins frá upphafi en ekki er veitt reglulega úr sjóðn- um, enda „ekki mjög gildur“ að sögn Njarðar P. Njarðvík, formanns sjóðsstjórnar. Síðast var veitt úr Móðurmálssjóði árið 2000 og fékk þá Gísli Sigurðsson, umsjónarmaður Lesbókar Morgunblaðsins, verð- launin en Karl Ísfeld hlaut þau fyrst- ur árið 1946. Sigríður Guðmundsdóttir hlýtur verðlaun úr Móðurmálssjóði Morgunblaðið/Árni Torfason Sigríður Guðmundsdóttir ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra og Nirði P. Njarðvík, formanni sjóðsstjórnar. Þykir flytja vandaðar fréttir og vel samdar „MITT hlutverk með að heimsækja ýmis mis- munandi lönd er [...] að staðfesta skuldbinding- ar okkar og forráða- manna ríkjanna. Það er mjög mikilvægt fyrir yf- irmenn í samtökunum okkar að gera þetta reglulega,“ segir Bandaríkjamaðurinn Clement F. Kusiak, al- þjóðaforseti Lions- hreyfingarinnar, varð- andi öll þau lönd sem að forsetar Lionshreyfing- arinnar heimsækja ár- lega, en forsetar Lions eru kosnir til eins árs í senn. Kusiak heimsótti í ferð sinni m.a. Bessastaði þar sem hann hitti Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, auk þess sem hann heimsótti Barna- spítala Hringsins, Nesjavelli, Þing- velli, Reykjalund og Hlein og Med- care Flögu. Kusiak kynnti sér starfsemi Lionssamtakanna hér- lendis og þeim málum sem samtökin hafa verið að styrkja og vinna að. Auk þess kynnti hann sér aðeins land og þjóð, t.d. kynnti hann sér orkumál en hann heimsótti Nesja- vallavirkjun og ferðaðist innanbæjar í vetnisknúnum strætisvagni. Bragi Árnason prófessor flutti fyrirlestur um vetnisrannsóknir og fram- kvæmdir þeim tengdar sem Kusiak hlýddi á. Starfar í 190 löndum Kusiak segir Íslandsheimsóknina þá fyrstu hjá sér og aðspurður segist hann vera ánægður með stefnu og framþróun Lionshreyfingarinnar á Íslandi eftir að hafa rætt við um- dæmisstjóra og hitt meðlimi Lions- samtakanna hérlendis. Hann segist hins vegar vilja sjá fleiri konur í hreyfingunni. „Ég myndi gjarnan vilja sjá fleiri konur bætast í hreyfinguna á Íslandi. Mér skilst að 10% af heildarfjölgun meðlima hérlendis á þessu ári hafi verið konur,“ segir Kusiak. Hann segir hreyf- inguna hafa sett sér það markmið á al- þjóðamælikvarða að bæta við 16.000 konum í hópinn á síðasta ári. Það hafi ekki einungis tekist heldur fór fjöld- inn vel yfir þá tölu. Nú er yfir 61.000 konur í samtökunum og er það mjög spennandi að hlutur þeirra skuli vera að aukast að sögn Kusiak. Lionshreyfingin teygir anga sína víða um heim og starfar í 190 þjóð- löndum og er stærsta þjónustuhreyf- ing heims. Eins og segir á heimasíðu Lionshreyfingarinnar á Íslandi (www.lions.is) eru samtökin óháð stjórnmálaflokkum eða trúfélögum, „en inna af hendi ýmiss konar þjón- ustu á sviði líknar- og mannúðar- mála. Þeir [Lionsklúbbarnir] eru skipaðir athafnasömu og félagssinn- uðu fólki.“ Meðal verkefna og mark- miða hreyfingarinnar er að virkja og efla anda skilnings meðal þjóða heims, og að efla meginreglur heil- brigðs stjórnarfars og borgarlegra dyggða. Spurður um hvernig hann líti á framtíð samtakanna segist hann telja hana vera bjarta, „Það er ekki vegna mín sjálfs sem forseta heldur vegna allra meðlimanna sem tilheyra hreyfingunni. Þeir eru hreyfiaflið sem gerir hreyfinguna að því sem hún er í dag, og eiga mikinn þátt í þeirri velgengni sem hreyfingin hef- ur átt að fagna í gegnum tíðina,“ seg- ir Kusiak. Alþjóðaforseti Lions á Íslandi Vill sjá fleiri kon- ur í hreyfingunni Clement F. Kusiak

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.