Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 18
ERLENT 18 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ R epúblikarnar eru von- góðir um að barátta George W. Bush Bandaríkjaforseta fyrir endurkjöri hafi hlotið byr í seglin á flokksþingi þeirra sem lauk í New York á fimmtudagskvöld. Fréttaskýrendur telja að þeim hafi tekist betur upp heldur en demókröt- um, sem héldu sitt flokksþing í Bost- on fyrir mánuði, en nýrra skoð- anakannana á fylgi forsetafram- bjóðendanna tveggja er þó beðið með nokkurri eftirvæntingu. Öruggt er aftur á móti talið að repúblikanar muni vísa til nýrra atvinnutalna, sem birtar voru í gær, sem vísbendingu um að efnahagsstjórn Bandaríkjanna sé í réttum höndum en tölurnar gefa til kynna að 144 þúsund ný störf hafi skapast í landinu í ágústmánuði. Bush hét því í ræðu sinni í Madison Square Garden á fimmtudag að sigur myndi vinnast í stríðinu gegn hryðju- verkum. „Ég trúi því að helsta og mesta skylda forseta Bandaríkjanna sé sú að tryggja öryggi bandarísks al- mennings. Ef Bandaríkin sýna af sér hik eða veikleika á næsta áratug þá mun veraldarinnar bíða mikill harm- leikur. Þetta mun ekki gerast á minni vakt,“ sagði Bush. „Við höldum áfram að sækja – með árásum á hryðjuverkamenn erlendis – svo að við ekki þurfum að mæta þeim hér heima,“ sagði Bush enn- fremur. „Og við munum hafa sigur.“ Bush eyddi nokkrum tíma í að verja ákvörðun sína um að ráðast inn í Írak. Hann sagði árásirnar á Banda- ríkin 11. september 2001 hafa orðið til þess að Bandaríkjamenn þurftu að breyta um hugarfar hvað varðaði þjóðaröryggi. Sagði hann að Saddam Hussein Íraksforseti hefði fengið tækifæri til að afstýra árás, það hefði hann ekki gert. „Á ég að gleyma þeim lærdómi sem draga má af 11. sept- ember og treysta orðum brjálæðings, eða á ég að grípa til aðgerða í því skyni að verja land okkar? Þegar ég stend andspænis slíku vali þá mun ég alltaf velja að verja Bandaríkin.“ Bush kvaðst trúa því að Bandarík- in hefðu þá köllun að berjast fyrir frelsi í heiminum á nýrri öld. Það hefðu þau gert í Þýskalandi, Japan, Níkaragúa, Mið-Evrópu og í Eystra- saltsríkjunum á síðustu öld, milljónir íbúa Mið-Austurlanda biðu þess að hljóta frelsi einnig. „Ég trúi öllu þessu vegna þess að frelsi er ekki gjöf Bandaríkjanna til annarra þjóða, heldur gjöf Guðs almáttugs til hvers einasta karls og hverrar einustu konu í þessum heimi.“ Mótmælendur í salnum trufluðu ræðu Bush Bush ræddi ekki aðeins um utan- ríkis- og öryggismál. Skólamál voru honum ofarlega í huga, umbætur á skattakerfinu og nauðsyn þess að gera fólki kleift að eignast þak yfir höfuðið. Hvarf Bush í reynd aftur til áherslna sinna fyrir fjórum árum en þá var „brjóstgóð íhaldssemi“ yf- irskrift kosningabaráttu hans. Forsetinn gerði ennfremur tilraun til að minna bandarískan almenning á að hann væri þrátt fyrir allt vingjarn- legur náungi, maður sem helgaði sig fjölskyldu sinni. Þá gerði hann á óvenjulega persónulegan hátt grín að kúrekalegu göngulagi sínu og til- hneigingu sinni til að mismæla sig. Tvívegis tókst andstæðingum for- setans að trufla einbeitingu hans en tveimur konum, sem andsnúnar eru stefnu Bush, hafði á ótrúlegan hátt tekist að komast inn í sal Madison Square Garden þrátt fyrir gífurlega öryggisgæslu. Veifuðu þær spjöldum þar sem innrásin í Írak var átalin. Þær voru hins vegar undireins púað- ar niður af viðstöddum þingfulltrúum og dregnar burt af öryggisvörðum. Forsetinn var langt frá því eins harðorður í garð Johns Kerry og þeir Dick Cheney varaforseti og Zell Mill- er, öldungadeildarþingmaður frá Georgíu, voru á miðvikudag en sagði Kerry hafa lagt til 2 milljarða dollara útgjaldaaukningu ríkisins „og það er mikið, meira að segja fyrir öld- ungadeildarþingmann frá Massa- chusetts“. Og Bush bætti síðan við. „Til að borga fyrir þessi útgjöld vill hann hækka skatta – og þess háttar loforð heldur stjórnmálamaður venjulega.“ Fréttaskýrendur telja að Bush hafi tekist vel upp í ræðu sinni á fimmtu- dag, andi ræðunnar hafi verið réttur og forsetinn hafi flutt hana vel. Nokkrir bentu þó á að hann hefði ekkert talað um það hvernig hann ætlaði að fjármagna þau verkefni á innanlandsvettvangi sem hann ræddi um. Ekkert hefði heldur verið minnst á gífurlegan fjárlagahalla og þá stað- reynd, að engin gereyðingarvopn hafa fundist í Írak. Þá var heldur ekk- ert minnst á óvin Bandaríkjanna númer eitt, Osama bin Laden. En skýringin á því virðist ljós: bin Laden gengur ennþá laus, þrátt fyrir að tvö stríð hafi nú verið háð í nafni barátt- unnar gegn hryðjuverkum. Demókratinn John Kerry svarar fyrir sig Bush batt með ræðu sinni á fimmtudagskvöld endahnútinn á flokksþing repúblikana. Fyrir utan Madison Square Garden mættu for- setanum við brottförina þúsundir mótmælenda en Bush hélt þegar frá New York og í kosningaferðalag um Bandaríkin. Baráttan vegna forsetakosning- anna fer núna af stað fyrir alvöru og raunar beið keppinautur Bush, John Kerry, ekki boðanna heldur hélt hann kosningafund rétt fyrir miðnætti í Ohio, aðeins örfáum mínútum eftir að Bush lauk máli sínu. Kerry svaraði þar árásum þeim sem hann varð fyrir á miðvikudag en víst þykir að Kerry reyni hér eftir að verða harðari í horn að taka en fram að þessu – ljóst þykir að árásir á hann undanfarna daga og vikur hafa skaðað framboð hans nokkuð. „Þið sáuð þá reiði og þá afbökun á staðreyndum sem einkenndi þing repúblikana,“ sagði Kerry. „Und- anfarna viku hafa þeir ráðist gegn ættjarðarást minni og jafnvel hæfni minni til að þjóna sem æðsti yfirmað- ur heraflans. Ég ætla ekki að hlusta á menn sem neituðu að þjóna í Banda- ríkjaher þegar þeir gátu það eða blekktu þjóðina í Íraksmálunum gera lítið úr þeim ásetningi mínum að verja þetta land fyrir árásum,“ sagði Kerry og vísaði þar annars vegar til Bush sjálfs og hins vegar til Cheneys varaforseta. Hét sigri í stríðinu gegn hryðjuverkum Flokksþingi repúblikana lauk í New York á fimmtudagskvöld en þá samþykkti George W. Bush Bandaríkjaforseti að taka við út- nefningu flokks síns sem frambjóðandi í forsetakosningunum í nóvember. Davíð Logi Sigurðsson hlýddi á ávarp forsetans í Madison Square Garden en þar var stríðið gegn hryðjuverkum efst á dagskrá. Reuters George W. Bush forseti og eiginkona hans, Laura Bush, veifa til mannfjöldans við lok flokksþings repúblikana. ’Ef Bandaríkin sýna afsér hik eða veikleika á næsta áratug þá mun veraldarinnar bíða mikill harmleikur. Þetta mun ekki gerast á minni vakt.‘ david@mbl.is Fasteignasalan Hóll er með til sölu einkar gott 188 fm endaraðhús með bílskúr í Fossvoginum. Gott viðhald er á húsinu og garðurinn glæsilegur. Útsýni frá suðursvölunum er feikna gott og svalirnar stór- ar og hentugar til útiveru. Húsið var innréttað á sínum tíma með miklum glæsibrag og litlu til sparað, gæði látin ráða ferðinni. Má segja að húsið hafi góða sál. Sölumaður er Lárus Ómarsson, s. 824 3934 Giljaland 24 Opið hús kl. 14.00-16.00 Sími 595 9000 „VILTU gjöra svo vel að fylgja okk- ur,“ heyrði ég rödd segja fyrir aftan mig. „Við viljum aðeins fá að tala við þig.“ Bush hafði nýlokið ræðu sinni, búið var að sleppa blöðrunum laus- um og niðri á sviði var forset- inn og fylgdarlið hans að heilsa þingfulltrúum. Ég hafði ætlað að taka myndir en var nú dreginn burt af þremur öryggisvörðum. Viðmót þeirra var í fyrstu líkt og ég hefði brotið af mér. Og ég vissi upp á mig sökina. Ég verð nefnilega að gangast við því að sú hugsun hafði flökrað að mér að maður ætti nú að standa upp og mótmæla þeirri þjóðrembu sem fram kom í ávörpum svo margra ræðumanna á flokksþinginu. En ég vissi þó að þeir voru ekki að fara að handtaka mig fyrir hugrenn- ingar mínar. Svo langt erum við ekki ennþá leidd. Þeir fylgdu mér fram á gang á meðan stemmningin náði hámarki inni í sal. Vildu spyrja mig um mann sem setið hafði við hliðina á mér á meðan Bush flutti ræðu sína. Í fyrstu var mikill asi á þeim og mér stóð hreint ekki á sama. „Hvaða maður var þetta sem sat við hliðina á þér?“ spurðu þeir, „Hvernig teng- ist þið?“ „Hvað ertu að gera hérna?“ „Hvernig fékkstu aðgang að þinginu?“ Hér ber að nefna að tvisvar í ræðu Bush hafði það gerst að andstæð- ingur forsetans birtist skyndilega niðri á gólfi og veifaði spjaldi gegn honum. Maðurinn við hliðina á mér fékk símtal skömmu síðar sem gaf mér tilefni til að halda að hugs- anlega hefði hann þekkt aðra kon- una, sem mótmælti. Og ég dreg þá ályktun, úr því að hann þótti grun- samlegur, að þetta hafi verið rétt. Einn öryggisvarðanna fullyrti að hann hefði séð mig heilsa manninum með virktum þegar hann settist, að við hefðum greinilega þekkst. Því neitaði ég um leið og ég gerði grein fyrir því hver ég væri. Ég væri sann- arlega ekki með neinum í húsinu, raunar væri ég sannfærður um að ég væri eini íslenski blaðamaðurinn í húsinu, ef ekki eini Íslendingurinn yfirhöfuð. Ég sagði þó eins og var, að ég hefði rætt við manninn. Stuttu eftir símtalið „grunsamlega“ hafði hann spurt mig hvort ég vissi hversu lengi Bush myndi tala. Þegar hér var komið sögu hafði leyniþjónustan verið kölluð til, mennirnir sem sjá um öryggi Bandaríkjaforseta. Leyniþjón- ustumennirnir tveir voru mun ábúð- armeiri en öryggisverðirnir, einkum sá háttsettari af þeim, Brian. Brian fór afsíðis með einum varðanna og fékk að heyra sögu mína. Ég heyrði hvað þeim fór á milli en var annars í gæslu leyniþjónustumanns nr. 2, Griffs. Hversu saklaus sem ég þó var átti ég ekki að fá að hlaupast á brott. Þeir könnuðu vegabréf mitt í bak og fyrir og hringt var eftir upplýs- ingum um það hvort hér væri á ferð- inni vafasamur einstaklingur. „Fer nafnið mitt nú á skrá ein- hvers staðar þannig að ég lendi í vandræðum næst þegar ég kem til Bandaríkjanna?“ spurði ég Griff. „Nei, nei. En við verðum að kanna hvort nafn þitt sé nú þegar á ein- hverjum lista,“ svaraði hann. „Þú veist hvernig þetta er, við verðum að athuga ökumanninn ef hann hef- ur verið að keyra of hratt,“ bætti hann við. „En ég var ekkert að keyra of hratt [þ.e. gera neitt af mér],“ sagði ég þá og var býsna ánægður með tilsvarið. Um fjörutíu mínútum eftir að þetta ævintýri hófst höfðu þeir greinilega komist að þeirri nið- urstöðu að hér væri ekki á ferðinni stórglæpamaður. Vildu þó fá að fylgja mér út, alla leið til dyra. Þar kvöddu þeir mig og voru hinir vin- gjarnlegustu. Tortryggnir öryggisverðir Davíð Logi Sigurðsson ÓTTAST er að allt að 30 þúsund ómetanlegar bækur hafi orðið eldi að bráð eða skemmst mikið, þegar kviknaði í Anna-Amalia-bókasafn- inu í Weimar í austanverðu Þýska- landi í gær, þar sem margar bæk- ur sem teljast til þjóðargersema eru geymdar. Naumlega tókst að bjarga um 50.000 bókum úr brennandi safn- inu, þar á meðal eintaki af biblíu Marteins Lúters frá 1534. Starfs- menn safnsins, slökkviliðsmenn og borgarar mynduðu keðju og hand- lönguðu þannig bækurnar út úr húsinu. Margar af bókunum eru samt nokkuð skemmdar af reyk og vatni. „Hluti af menningararfi mann- kynsins hefur glatast að eilífu,“ sagði Christine Weiss, menningar- málaráðherra Þýskalands, í gær. Anna-Amalia-bókasafnið var stofnað 1691 og er kennt við Önnu Amalíu, greifynju af Weimar og er til húsa í 17. aldar húsi, að nokkru í rókókóstíl. Þar eru alls um millj- ón bækur en einnig fjöldi gamalla handrita og landakorta, mikið af bókunum er varðveitt í öðrum húsum í Weimar. Eldurinn kom upp í risi hússins á fimmtudag og logaði í um tvær klukkustundir áður en slökkviliðs- mönnum tókst að slökkva hann. Ekki er vitað hvað olli eldsvoð- anum en giskað á bilun í raf- leiðslum. Fornar bækur brunnu í Weimar Weimar. AP, AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.