Morgunblaðið - 04.09.2004, Síða 21
MINNSTAÐUR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 21
Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin
á ótrúlegu tilboði til Costa del Sol
þann 29. september. Tryggðu þér
ferð á vinsælasta staðinn í sólinni og
njóttu dvalarinnar í einu besta
loftslagi í heimi á hreint ótrúlegum
kjörum. Þú getur valið um 2 frábæra
valkosti, okkar vinsælustu íbúðir,
Timor Sol, eða gott 3ja stjörnu hótel
með hálfu fæði allan tímann.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Verð kr. 69.990
M.v. 2 í herbergi með hálfu fæði, 3 vikur með
sköttum.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Costa del Sol
3 vikur með hálfu fæði
frá kr. 69.990
29. sept. - 3 vikur
Las Palomas ***
Fallegt hótel í hjarta Torremolinos, rétt fyrir
ofan ströndina, með góðri þjónustu, garði,
sundlaug, veitingastöðum og örstutt að ganga í
allar áttir. Frábær kostur á hreint ótrúlegu
verði. Hálft fæði innifalið allan tímann.
Verð kr. 65.990
M.v. 2 í stúdíó, 3 vikur með sköttum.
Timor Sol
Vinsælustu íbúðir Heimsferða á Costa del Sol
með frábærri aðstöðu. Mikil þjónusta er í
hótelinu, veitingastaðir, skemmtun,
heilsudagskrá, verslanir og móttaka.
BÆJARLIND 14 -16 | 201 Kópavogi | Sími 564 4400 | Fax 564 4435 | tekk@tekk.is | www.tekk.is
OPI‹ LAUGARDAGA 10 -18 OG SUNNUDAGA 13 -18
F
A
B
R
IK
A
N
65% AFSLÁTTUR
BOR‹STOFUBOR‹ OG 6 BASTSTÓLAR
Á‹UR 139.000 KR.
48.650 KR.
50% AFSLÁTTUR
NIMFA BASTHÆGINDASTÓLL
Á‹UR 39.000 KR.
VER‹ NÚ 19.500 KR.
ÚTSÖLULOK
Reykjavík | Þorlákur Björnsson,
formaður leikskólaráðs Reykjavík-
urborgar, segist mundi vilja sjá
minni mun á leikskólagjöldum eftir
því hvort foreldrar eru í sambúð eða
einstæðir, og segir hann starfshóp
vinna að því að skoða gjaldskrármál
borgarinnar í heild sinni.
„Ég held ég myndi vilja sjá ein-
hverja leiðréttingu á þessu, en ég á
dálítið erfitt með að sjá nákvæm-
lega hvað hún verði mikil, mér sýn-
ist að við [hjá Reykjavíkurborg], í
samanburði við önnur sveitarfélög,
megum aðeins taka til í okkar
ranni,“ segir Þorlákur.
Þorlákur segist þó ekki líta svo á
að foreldrar sem eru giftir eða í
sambúð séu að niðurgreiða leik-
skólana fyrir þá sem eru einstæðir,
eins og samtökin Börnin okkar
telja.
„Það er alveg sama hvernig hlut-
unum er snúið, það eru alltaf þeir
sem eiga meira undir sér sem
greiða fyrir þá sem eiga minna und-
ir sér. En svo geta menn alltaf rætt
um hvar þau mörk eiga að vera, og
um það á að vera stanslaus umræða.
Það sem stjórnarmenn í Börnunum
okkar eru að segja er að þetta bil sé
óeðlilega mikið,“ segir Þorlákur.
Gjaldskrármál borgarinnar
endurskoðuð
Þær athugasemdir eru eðlilegar,
að mati Þorláks, og bendir hann á
að starfshópur Reykjavíkurborgar,
undir formennsku Bjarkar Vil-
helmsdóttur, sé nú að fara yfir
gjaldskrármál hjá Borginni í heild
sinni, þar á meðal gjaldskrár leik-
skólanna. Sú vinna hófst í lok sum-
ars, og gert er ráð fyrir því að hóp-
urinn skili af sér í haust.
Stefna Reykjavíkurborgar er að
greiða tvo þriðju hluta kostnaðar
við leikskólana, en að foreldrar
greiði að meðaltali þriðjung. Þorlák-
ur segir að reynslan sé þó sú að
meðaltalið sem foreldrar greiði sé
rúm 30%. Foreldrar sem eru giftir
eða í sambúð greiða 35% en ein-
stæðir foreldrar greiða 28%.
Formaður leikskólaráðs Reykjavíkur
Vill minni mun á
leikskólagjöldum
Reykjavík | Verðlagning á bens-
ínstöðvum ræðst af stórum hluta af
staðsetningu þeirra segir Sveinn
Aðalsteinsson varafulltrúi F-listans
í skipulags- og byggingarnefnd
Reykjavíkurborgar. Hann segir
stefnu borgaryfirvalda, að fjölga
bensínstöðvum til að auka sam-
keppni, hafa mistekist. Samkeppni
olíufélaganna snúist aðallega um
staðsetningu stöðva, því góð stað-
setning tryggi jafna umferð við-
skiptavina óháð verðlagi.
Á fundi skipulagsnefndar nýverið
lét Sveinn bóka eftirfarandi:
„Fulltrúi F-listans í skipulags- og
byggingarnefnd átelur skipulags-
lausa fjölgun bensínstöðva í Reykja-
vík, sem þó hefur ekki skilað þeim
árangri til neytenda að lækka bens-
ínverð í borginni til samræmis við
nágrannasveitarfélögin.“
Sveinn nefnir bensínstöðvar Ork-
unnar beggja vegna Miklubrautar
sem dæmi um verðlagningu eftir
staðsetningu stöðva. Þegar hann at-
hugaði verð á 95 oktana bensíni fyr-
ir fund skipulagsnefndar kostaði
lítrinn kr. 107,30 á þessum stöðvum.
Hins vegar kosti lítrinn 99,80 krón-
ur á Skemmuveginum vegna ná-
lægðar og samkeppni við Atlants-
olíu.
Það sama gildi þegar skoðað sé
verð á bensínstöðvum við Ártúns-
holt og Gullinbrú, sem búi við góða
staðsetningu. Bensínlítrinn á þeim
stöðvum sé dýrari en hjá sama olíu-
félagi í Mjódd þar sem samkeppnin
virðist meiri.
Sveinn líkir þessu við baráttu um
besta hilluplássið í verslun og fáist
það sé hægt að hækka verðið á vör-
unni. Almenningur verði að vera
meðvitaður um þetta og fjölmiðlar
verði að upplýsa fólk reglulega.
„Þetta kom fólki mjög á óvart á
fundinum og það hafði ekki gert sér
grein fyrir þessu,“ sagði Sveinn eft-
ir fundinn í skipulags- og bygginga-
nefnd. „Það er verið að fjölga stöðv-
um í Reykjavík með það að
markmiði að reyna að lækka verðið,
en verðið er mun hærra í Reykjavík
en nágrannasveitarfélögunum.“
Segir staðsetningu ráða
miklu um bensínverð
Morgunblaðið/Þorkell
Fjölgun bensínstöðva hefur ekki
leitt til lækkunar á bensíni.
Hlemmur | Sjálfsbjörg mótmælir
því harðlega að aðgengi hreyfihaml-
aðra og annarra fatlaðra að Trygg-
ingarstofnun ríkisins (TR) sé ýtt til
hliðar við gerð nýs deiliskipulags
fyrir Hlemmtorg.
Á fyrirhuguðu skipulagi torgsins
er gert ráð fyrir því að stæði ætluð
fötluðum, sem nú eru fyrir framan
þjónustumiðstöð TR við Laugaveg,
114 verði færð og verði fyrir fram-
an Laugaveg 116.
Í athugasemd Sjálfsbjargar við
deiliskipulagið kemur fram að með
þessu sé verið að mismuna aðgengi
einstaklinga að opinberri þjónustu
á grundvelli fötlunar, og við slíkt
sætti Sjálfsbjörg sig ekki. Er því
farið fram á að haft verði samráð
við bæði TR og Sjálfsbjörg til að
aðgengi fatlaðra að húsnæði TR
verði tryggt, og bætt frá því sem
nú er.
Mótmæla skipulagi
við Hlemm
Morgunblaðið/Árni Torfason
Vogahverfi | Húsasmiðjan-Blómaval hefur óskað eftir
því við skipulags- og bygginganefnd Reykjavíkurborgar
að reisa verslun fyrir starfsemi Blómavals á lóðinni
Skútuvogi 14, þ.e. við hliðina á Húsasmiðjunni, og er nú
beðið umsagnar hafnarstjórnar um málið.
Að sögn Árna Haukssonar, forstjóra Húsasmiðjunn-
ar, er stefnan sú að flytja starfsemi Blómavals úr Sig-
túni í Skútuvoginn. „Við þurfum einfaldlega meira at-
hafnasvæði og meira pláss og ætlum okkur að opna nýja
og glæsilega verslun Blómavals á nýjum stað við hlið
Húsasmiðjunnar í Skútuvogi,“ segir Árni.
„Það er mikill gangur í Blómavali og við teljum styrk í
því að vera með starfsemi Blómavals við hlið Húsa-
smiðjunnar.“
Spurður um hvenær af flutningi geti orðið segir Árni
að menn bíði rólegir eftir umsögn hafnarstjórnar, þar
sem lóðin sé á hafnarsvæði, og síðan eftir svari frá borg-
inni. Þegar það liggi fyrir fari menn að huga að næstu
skrefum. „En við stefnum að því að opna þarna stóra og
glæsilega Blómavalsverslun á næsta ári,“ segir Árni.
Vilja flytja í Skútuvoginn
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ