Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 22
Reykjanesbær | Menningardagskrá Ljós- anætur hefur aldrei verið umfangsmeiri eða fjölbreyttari en í ár. Menningarfulltrúi bæj- arins segir að um fimmtíu hljómsveitir komi fram og þrjátíu uppákomur séu tengdar mynd- list þá fjóra daga sem hátíðin stendur yfir. Í gær var opnuð sýning á verkum Ásu Ólafs- dóttur myndlistarmanns í Listasafni Reykja- nesbæjar. Þegar Valgerður telur sýningarnar vill hún frekar tala um uppákomur tengdar myndlist en myndlistarsýningar. Veigamesti myndlist- aratburðinn er að hennar mati opnun á sýn- ingu á verkum Ástu Ólafsdóttur í Duushúsum. Valgerður segir að Ása sé búin að sýna víða um heim en sé nú í fyrsta skipti að sýna í Keflavík, sínum gamla heimabæ. Mikill fengur sé að því. Skref á listabrautinni „Mig hefur lengi langað til að sýna hér heima en það vantaði alltaf aðstöðuna,“ segir Ása Ólafsdóttir. Er þetta fyrsta sýning hennar í Keflavík þar sem hún fæddist og ólst upp. Þetta breyttist með Listasafninu sem hún seg- ir að sé mikill sómi af. Ása segir að sýningin sé skref á listabrautinni sem hún hefði ekki viljað missa af að taka. Ása sýnir myndir frá árunum 1991 til 2004 og þar gefst gestum tækifæri til að fylgjast með þróun hennar í vefnaði, málun, útsaumi, klippiverkum og þrívíðum verkum. Valgerður nefnir að tveir áhugaverðir hópar ungra myndlistarmanna haldi sýningar og ung listakona á tímamótum sé með gjörning. Þá sé fjöldi heimamanna með myndlistarsýningar um allan bæ enda sé mikil gróska í myndlist- arstarfi í Reykjanesbæ. Um fimmtíu hljómsveitir koma fram á Ljósanótt. Valgerður nefnir sérstaklega að á morgun, sunnudag, verði tónleikar í Listasafn- inu þar sem frumflutt verði verk fjögurra kefl- vískra tónsmiða. Öll verkin hafi verið samin sérstaklega fyrir Ljósanótt. Auk þessa fá ýms- ar aðrar listgreinar að njóta sín. Sem dæmi má nefna að Sumarleikhúsið er með fólk á ferð um bæinn til að skemmta fólki alla helgina. 50 hljómsveitir og 30 myndlistarsýningar Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Opnun: Ása Ólafsdóttir myndlistarmaður, til hægri, ásamt Soffíu Þorkelsdóttur, móður sinni, og Valgerði Guðmundsdóttur menningarfulltrúa við opnun sýningarinnar í Duushúsum. Ása sýnir í fyrsta skipti á heimaslóðum MINNSTAÐUR 22 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI SUÐURNES FRAMKVÆMDUM við end- urgerð Hafnargötu í Keflavík er lokið. Gatan er aðalversl- unargatan í Reykjanesbæ. Fulltrúar Reykjanesbæjar og verktakanna klipptu á borða við Vatnsnestorg í fyrradag af því tilefni. Á torgið verður settur mikill gosbrunnur í vor. Vorið 2003 samdi Reykjanes- bær við sex verktakafyrirtæki á svæðinu um að taka Hafnargöt- una í gegn en það hafði lengi staðið til. Tóku verktakarnir framkvæmdina að sér undir forystu Nesprýði hf. og fjár- mögnuðu hana, því þótt verkið sé unnið á sautján mánuðum er það greitt á lengri tíma. Hefur gatan verið endurnýjuð í áföng- um og nú hefur efsti hluti hennar og sá síðasti verið tek- inn í notkun. Allan tímann var við það miðað að fram- kvæmdum lyki fyrir Ljósanótt 2004. Einhver frágangsvinna er þó eftir. Gosbrunnur á Vatnsnestorg Hafnargata er um 1150 metr- ar á milli Duustorgs og Vatnsnestorgs og kostaði um 380 milljónir að endurnýja hana. Viðar Már Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulags- sviðs Reykjanesbæjar, er ánæður með hvern- ig til hefur tekist. „Gatan er orðin eins og við sáum hana fyrir okkur í upphafi. Og hún er að virka,“ segir hann. Á götunni er nú 30 kílómetra hámarkshraði og lítil hringtorg hafa verið sett í stað umferðarljósa. Þá hefur þungaumferð verið bönnuð og flutningabílum vísað á Ægisgötu sem er meðfram sjónum. „Þarna er nú hæg en vel fljótandi umferð, eins og til er ætlast,“ segir Viðar Már og er einnig ánægður með hvernig til hefur tekist með útlit götunnar. Á Vatnsnestorgi sem er við Flughótel verður settur upp mikill gosbrunnur á kom- andi vori. Viðar Már segir gert ráð fyrir að fimm til sjö fjögurra metra vatnsstrókar verði í gosbrunninum og hann verði lýstur upp. Vonast hann til að brunnurinn verði bæjarprýði. Reykjanesbær er farinn að huga að fram- haldinu. Viðar Már segir að áfram verði unn- ið að lagfæringum á hliðargötum Hafnargöt- unnar til að þess að svæðið fái heildstætt yfirbragð í anda Hafnargötunnar. Þá verði unnið að áframhaldi Hafnargötunnar upp eft- ir Njarðarbraut og inn á Fitjar, eftir Lífæð bæjarins sem svo hefur verið kölluð. Byrjað er á gróðursetningu trjáa meðfram götunni og áfram verður unnið að því svo og við hellulagnir og fleira til þess að gera aðkom- una að bænum skemmtilegri. Endurgerð Hafnargata tekin formlega í notkun Ljósmynd/Dagný Gísladóttir Verkfæri: Björk Guðjónsdóttir notaði verklegar klippur þegar hún klippti á Hafnargötuborðann en Árni Ingi Stef- ánsson frá Íslenskum aðalverktökum notaði lítil sauma- skæri. Viðar Már Aðalsteinsson fylgdist hugsi með. Þungaumferð er bönnuð KIRKJA var grafin upp í forn- leifauppgreftri við verslunarstaðinn Gása nú í sumar, sem og einnig garð- urinn umhverfis hana. Lítið var vitað um kirkjuna á Gásum úr rituðum heimildum annað en að nefnt er í annálabroti frá Skálholti að hún hafi brotnað í óveðri árið 1359. Upp- greftri að Gásum lýkur nú í vikunni, en þetta er fjórða sumarið sem unnið er að fornleifauppgreftri á svæðinu. Sædís Gunnarsdóttir fornleifa- fræðingur hjá Fornleifastofnun Ís- lands sagði þegar afrakstur vinnu sumarins var kynntur að stærð kirkjunnar hafi komið mönnum á óvart, en um væri að ræða næst stærstu kirkju sem grafin hefði verið upp á Íslandi. Hún er alls 16x5 metr- ar að stærð og einnig hefur nú komið í ljós að kirkjuturninn hefur verið mjög hár, allt að 7–8 metrar. Þá benda niðurstöður til að kirkjan hafi verið byggð eftir 1300, sennilega á blómaskeiði kaupstaðarins og þykir líklegt að hún hafi aðeins staðið í nokkra áratugi. Lítið eða ekkert hef- ur fundist þar af gröfum. Uppgröftur að Gásum stóð yfir í 10 vikur í sumar og auk þess sem kirkjan var grafin upp var einnig haldið áfram rannsóknum á sama svæði og grafið var upp í fyrrasum- ar. Svipaðar minjar komu í ljós í sumar og hin fyrri ár, m.a. margar gerðir leirkera, s.s. steinleir frá Þýskalandi og rauðleir með grænum glerungi, líklega frá austurhluta Yorkshire á Englandi. Einnig hafa fundist vel varðveittar klæða- og leð- urleifar, þar af að minnsta kosti þrennir skór. Brot hafa fundist af bökunarhellum, brýni, mikið af kop- ar-, brons- og járnhlutum, nöglum og gjalli. Loks má nefna lóð eða inn- sigli úr kopar. Kaupstaðurinn var byggður upp á þyrpingu samtengdra búða, sem voru niðurgrafnar en torfveggir byggðir inn í þeim til að stúka þær af. Gólfin voru þunn og á þeim flest- um eldstæði, sem notuð hafa verið í lengri eða skemmri tíma. Í tveimur búðanna fundust leifar af setum úr torfi, sem voru bekkir meðfram veggjum. Búðirnar notaðar aftur og aftur Í öllum búðunum eru ummerki um að þær hafi verið notaðar aftur og aftur, væntanlega í skamman tíma að sumarlagi og þá sumar eftir sum- ar. Þá kom í ljós að búðirnar sem grafnar voru upp í sumar hafa verið notaðar til íbúðar, geymslu og sem iðnaðar- og verslunarrými. Einnig komu í ljós holur í þremur búðum, þær dýpstu um einn metri. Líklegast er talið að þær hafi verið notaðar til að geyma varning. Samhliða uppgreftrinum hafa staðið yfir sérfræðirannsóknir á gripum og efnum sem fundist hafa á Gásum. Þeirra umfangsmestar eru rannsóknir á brennisteini og mögu- legri hreinsun hans á Gásum. Benda fyrstu niðurstöður til að brenni- steinn hafi verið hreinsaður á staðn- um, líklega innlendur brennisteinn ætlaður til útflutnings. Brenni- steinninn frá Gásum var borinn sam- an við leifar sem fundust í skipsflaki í Eystrasalti og benda niðurstöður til að um samskonar brennistein sé að ræða. Þær niðurstöður gefa góða vísbendingu um stöðu Gása í við- skiptaneti Evrópu á miðöldum. Fornleifarannsóknir á Gásum hóf- ust árið 2001 og er gert ráð fyrir að þeim ljúki sumarið 2006. Ætlunin er að grafa upp innan við þriðjung að- alrústasvæðisins, um 2.500 fm. Ann- að verður geymt ósnert fyrir kom- andi kynslóðir, en stefnt er að því að skilja eftir vel varðveittar mann- virkjaleifar frá mismunandi tímum til varðveislu og sýningar. Fornleifauppgreftri sumarsins er að ljúka á Gásum Óvenju stór kirkja grafin upp Innlendir og erlendir fornleifafræðingar og nemar hafa unnið verkið. Morgunblaðið/Kristján KVENFÉLAG Svalbarðsstrandar gaf Valsárskóla píanó nú fyrir skömmu eða þegar skólinn var settur. „Það vantaði píanó í skólann,“ sagði Guðrún Fjóla Helgadóttir formaður kvenfélagsins, en tæplega 30 konur eru í félaginu. „Það átti sér stað mikil endurnýjun í félaginu á síðastliðnu ári,“ sagði Guðrún Fjóla og að starfið væri nokkuð öflugt. Hún sagði að nú væri búið að byggja við Valsárskóla, „og þar er nú ágæt aðstaða til tónlistarkennslu, en vantaði hljóðfæri.“ Kvenfélagskonur lögðu niður sjóð sem stofnaður var í eina tíð til minn- ingar um Helgu Níelsdóttur frá Tungu og fengu þannig bróðurpart þess fjár sem þurfti til kaupanna, en einnig var bætt við úr öðrum sjóðum kvenfélagsins og þá söfnuðu tónlist- arnemar í skólanum líka peningum til kaupanna. Helga Kvam píanókennari í Valsárskóla valdi hljóðfærið. „Það á eftir að koma sér vel, enginn efi á því,“ sagði Guðrún Fjóla. Hún sagði að nú opnaðist möguleiki á að halda tónleika og söngskemmtanir í skól- anum og efla þannig og auka sam- kvæmislífið í sveitarfélaginu. Gáfu skólanum píanó Góð ávöxtun | Samkvæmt milli- uppgjöri Lífeyrissjóðs Norðurlands fyrir tímabilið 1. janúar – 30. júní 2004 var nafnávöxtun á árs- grundvelli 24,7% og raunávöxtun 18,7%. Þessa góðu afkomu má fyrst og fremst rekja til mikilla fjárfest- ingartekna á tímabilinu, segir í fréttatilkynningu en þær námu 3.864,3 milljónum króna en voru 936 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Skilyrði á fjármálamörkuðum hafa verið mjög hagstæð og ávöxtun ver- ið góð á innlendum hluta- og skulda- bréfum. Hrein eign til greiðslu líf- eyris í lok tímabilsins nam 36.547,1 milljónum króna og hafði hækkað um 4.135,8 milljónir króna frá árs- byrjun.    STÓR áfangi varð í fjarskiptamálum við Eyjafjörð í vikunni þegar settir voru upp tveir nýir endurvarpar. Annar endurvarpinn er á nafnlaus- um tindi nyrst á Svínárhnjúk sem er við austanverðan Eyjafjörð. Sá end- urvarpi nýtist vel á Látraströnd og Fjörðum, auk þess á Ólafsfirði, Dal- vík, Svarfaðardal og Skíðadal og fleiri stöðum. Er hann á rás 46. Hinn endurvarpinn fór á Ólafs- fjarðarfjall og þjónar Ólafsfirði, Lágheiði, Fljótum, Héðinsfirði og jafnvel Siglufirði. Sá er á rás 4. Fjölfarin svæði Þessi svæði eru mjög fjölfarin bæði sumar og vetur, en fjarskipti hafa verið slæm. Félagar úr Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri, sáu um að setja endurvarpann á Svín- árhnjúk, og félagar úr Björgunar- sveitinni Tindum á Ólafsfirði sáu um Ólafsfjarðarfjall. Sveitirnar hafa verið kallaðar út til leitar á þessu svæði nokkrum sinnum. Mikil vinna hefur verið lögð í að finna bestu staðsetningarnar fyrir endurvarp- ana, gengið á marga tinda og gerðar tilraunir. Það er von björgunar- sveita á svæðinu að nú verði fjar- skipti betri. Morgunblaðið/Helgi Jónsson Nýir end- urvarpar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.