Morgunblaðið - 04.09.2004, Qupperneq 24
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Umferðin: Lítil börn geta ekki metið hætturnar í umhverfi sínu og það fer
því eftir þroska hvers barns hvenær það er tilbúið að ganga sjálft í skólann.
ÞESSA dagana eru mörg lítil börn
að stíga sín fyrstu skref í skólastarf-
inu og jafnframt í umferðinni á leið-
inni skólann sinn. Bent hefur verið á
mikilvægi þess að börn á Íslandi
hreyfi sig almennt meira og liður þar
í er að þau gangi til og frá skóla. Að
auki hefur margoft verið bent á
hættuna sem stafar af þeirri miklu
umferð sem foreldrar, sem eru að
aka börnum sínum, orsaka við
skólana. Hlutverk foreldra í að skapa
börnum sínum heilbrigt og öruggt
umhverfi á leið til og frá skóla er því
mjög mikið og mikilvægt. Foreldrar
þurfa að vega og meta aðstæður
hverju sinni og þar skiptir aldur
barnsins mjög miklu máli sem og
þær umferðargötur sem liggja að
skólanum. Yngstu skólanemarnir
geta að sjálfsögðu ekki farið einir í
skólann, sérstaklega ekki fyrst í
stað, og þurfi þeir að fara langa leið
og yfir umferðarþungar götur þá
þarf alltaf að fylgja þeim í skólann.
Þeir sem aftur á móti eiga stutta leið
fyrir höndum og þurfa ekki að fara
yfir hættulegar götur ættu að geta
gengið sjálfir þegar foreldrar eru
búnir að kenna þeim að fara örugga
gönguleið. Alltaf þarf þó að hafa í
huga að lítil börn geta ekki metið
hætturnar í umhverfi sínu og það fer
því eftir þroska hvers og eins barns
hvenær það er tilbúið að ganga sjálft
í skólann. Síðast en ekki síst er svo
bent á mikilvægi þess að börnin séu
með endurskinsmerki á útifatnaði
sínum.
Þeir sem aftur á móti telja nauð-
synlegt að aka barni sínu í skólann
verða að vera meðvitaðir um þá
hættu sem þeir skapa öðrum börn-
um með því að auka á umferð við
skólann með akstri sínum. Rauði
þráðurinn þar hlýtur að vera að aka
ekki hratt og að sýna sérstaka varúð.
Svo þarf m.a. að vera vel á verði fyrir
börnum sem allt í einu skjótast yfir
götu – jafnvel beint fyrir framan bíl-
inn, að stöðva bílinn, á meðan
barninu er hleypt út, þar sem ekki
stafar hætta af honum fyrir önnur
börn eða umferð. Talsvert hefur á
þetta skort og agaleysi og tillitsleysi
ökumanna við skóla er stundum
ótrúlegt. En með góðum vilja er allt
hægt að bæta og nokkrir skólar eru
til fyrirmyndar hvað varðar aðstöðu
til að stöðva ökutæki við skólann.
Fram eftir hausti og svo aftur þeg-
ar vorar kjósa margir stálpaðir nem-
endur að koma á hjóli í skólann og
þar gildir það sama og um þá gang-
andi: það þarf í upphafi að hjálpa
þeim að finna öruggustu leiðina í
skólann, að allur búnaður hjólsins sé
samkvæmt reglum og virki, sjá til
þess að nemendurnir kunni umferð-
arreglurnar og virði þær – og síðast
en ekki síst þá verða allir hjólreiða-
menn að vera með hjálm.
Að lokum er bent á margs konar
fræðsluefni um börn og slysavarnir á
heimasíðunni: www.lydheilsustod.is
HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Lýðheilsustöð
Munið að fylgja litlu
börnunum í skólann
Herdís Storgaard,
verkefnisstjóri Árvekni,
Lýðheilsustöð
DAGLEGT LÍF
24 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ferðina. „Aftur á móti var ég með
lærling, Guðrúnu Ansnes, með
mér í framleiðslu skálanna í vor.
Núna er ég því með aðstoðarkonu
í skálagerðinni.“
En hvað þola svona skálar?
„Þú setur náttúrulega ekki
hreðkuskálarnar undir krana.
Best er að halda þeim hreinum
með rökum klút,“ segir Valdís og
tekur fram að á sama hátt og gott
sé að bera feiti á skó sé gott að
fer ég í matvöruverslanir til að
kaupa hreðkurnar. Eftir að hafa
flutt hráefnið hingað heim sýð ég
grænmetið í nokkrum mismun-
andi litum, forma skálarnar og
svo þarf náttúrulega að koma
þeim saman. Heildarferlið við
gerð nokkurra skála með þessum
hætti tekur um þrjá daga,“ segir
hún og svarar því til að hún viti
ekki til að aðrir íslenskir mynd-
listarmenn hafi tileinkað sér að-
„ÉG ER afskaplega ánægð með að
Clinton skyldi velja hreðkuskál-
arnar mínar. Pappírinn hefur
aldrei náð sama sessi og postulín
og þvíumlíkt þrátt fyrir að geta
verið hágæðaefni,“ segir Valdís
Harrysdóttir, myndlistarkona og
meðeigandi í Kirsuberjatrénu við
Vesturgötu 4. Athygli vakti þegar
Bill Clinton, fyrrverandi forseti
Bandaríkjanna, festi kaup á fimm
svokölluðum hreðkuskálum eftir
Valdísi í heimsókn sinni í versl-
unina í liðinni viku.
Valdís útskrifaðist úr Mynd-
lista- og handíðaskóla Íslands árið
1994. „Ég kynntist aðferðinni við
að búa til pappír úr gulrótum á
pappírsnámskeiði hjá dönsku
myndlistarkonunni Anne Vilsbøl í
myndlistarskólanum árið 1992.
Eftir námskeiðið hélt ég áfram að
þróa aðferðina og prófa mig
áfram með ýmsar tegundir af
trefjaríku grænmeti,“ segir Val-
dís og tekur fram að núorðið noti
hún mest hreðkur. „Þess vegna
kalla ég skálarnar venjulega
hreðkuskálar.“
Þriggja daga ferli
Valdís er spurð að því hvort
flókið ferli sé að baki framleiðsl-
unni. „Já og nei,“ segir Valdís.
„Ég þarf auðvitað fyrst að kaupa
heilmikið af grænmeti. Yfirleitt
bera matarolíu á skálarnar til að
auka endingu þeirra. „Varasamt
er að setja hrásalat eða annað
fljótandi fæði í skálarnar. Hins
vegar hentar mjög vel að geyma í
þeim ávexti, hnetur, kex og því-
umlíkt.“
Á leið á bandarískan markað
„Já, hann fékk upplýsingar um
það,“ svarar Valdís því hvort hún
haldi að Clinton hafi vitað hvers
konar skálar hann var að kaupa.
„Honum hefur litist svona vel á
aðferðina og skálarnar. Vænt-
anlega er hann jafnmikill fag-
urkeri og hann er gáfumaður. Ég
veit að hann keypti fimm skálar í
gulum, bleikum og rauðum tón-
um. Einn af lífvörðum hans keypti
því til viðbótar eina stóra skál. Ég
veit ekki hvort Clinton hefur ætl-
að að eiga skálarnar sjálfur eða
gefa einhverjum. Hann staldraði
ekki lengi við í búðinni áður en
hann hvarf á braut með skál-
arnar.“
Valdís er spurð hvort hún telji
koma til greina að markaðssetja
skálarnar í Bandaríkjunum í kjöl-
far viðskiptanna við Clinton. „Satt
að segja var ég farin að huga að
markaðssetningu á skálunum í
Bandaríkjunum áður en Clinton
festi kaup á sínum skálum. En
auðvitað er ekki verra að vita að
Bandaríkjamaður eins og Clinton
hefur smekk fyrir skálunum.
Verst að ná ekki mynd af honum
með þær,“ segir Valdís í léttum
tón og fram kemur að jafnan sé
ágætt úrval af skálunum í Kirsu-
berinu. Hreðkuskálar svipaðar
þeim sem Clinton festi kaup á eru
í meðalstærð og kosta hver um
sig á bilinu 3.500 til 4.500 kr. í
Kirsuberinu.
Clinton féll fyrir hreðkuskálum
HÖNNUN
Morgunblaðið/Þorkell
Valdís: Prófar sig áfram með ýmsar
tegundir af trefjaríku grænmeti.
ago@mbl.is
Ferlið: Valdís kaupir litskrúðugt grænmeti, sýður það, formar svo skálar
og setur saman.
GÓÐ heilsa er hverjum manni dýrmæt og
margt er hægt að gera til að halda henni
allt sitt líf. Við þurfum m.a. að huga að lífs-
venjum okkar, s.s. mataræði, hreyfingu,
streitu, reykingum og áfengisneyslu, sem og
að forðast það í umhverfinu sem ógnað get-
ur heilsunni. Flestir vita hvað þarf að gera
til að halda góðri heilsu en nauðsynlegt er
að áreiðanlegar upplýsingar um heilsu-
tengd efni séu aðgengilegar. Landlækn-
isembættið og Lýðheilsustöð hafa því tekið
höndum saman um að vera til skiptis með
vikulegan pistil á síðum Morgunblaðsins um
málefni tengd heilsunni undir yfirskriftinni
„Hollráð um heilsuna“. Þessir fræðslupistl-
ar eru rökrétt framhald þess samstarfs sem
Landlæknisembættið og Morgunblaðið hafa
haft með sér síðastliðin fjögur ár.
Báðar þessar stofnanir starfa með það að
markmiði að efla og viðhalda heilsu lands-
manna, hvor á sinn hátt. Starfsmenn stofn-
ananna munu sjá um pistlana en einnig
kalla til sérfræðinga eftir þörfum. Lesendur
geta þannig treyst því að það sem þar er
sagt byggist á nýjustu og áreiðanlegustu
þekkingu sem völ er á hverju sinni. Jafn-
framt verður lögð áhersla á að gefa les-
endum góð og hagnýt ráð. Pistlarnir verða
einnig birtir á vefsetrum stofnananna.
HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Landlæknisembættið og Lýðheilsustöð
Vikulegir pistlar um heilsu
TENGLAR
...........................................................
www.landlaeknir.is
www.lydheilsustod.is
Anna Elísabet Ólafsdóttir og
Sigurður Guðmundsson
Dalvegi 4 • Sími 564 5700 • badstofan.isá öllum vörum!