Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 25
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 25 TÍSKUVERSLUNIN ER, við hliðina á Mokka við Skólavörðu- stíg, er ein af litlum sérverslunum sem setja svip sinn á götuna. „Ég er nýkomin með vörur, jakka, bux- ur, blússur, skó og pils, frá þýska hönnuðinum Rund Holz, sem er af- ar sérstakur og margir kannast við en svo er ég með ítalskar peysur frá Luana og föt frá þýska fyr- irtækin NUU,“ segir Álaug Harð- ardóttir verslunareigandi. „Ég var nýbúin að taka fram þessar vörur fyrir menningarnóttina og hugsaði með mér að það væri brjálæði að vera með svona sérstakan fatnað. En svo birtist Laurie Andersen, kærasta Lou Reed, og keypti heil- mikið fyrir næstu tónleikaferð að því er mér var sagt. Það stappaði í mig stálinu.“ Áslaug rak heildverlsun með hársnyrtivörur í ein 16 ár en tísku- verslun var alltaf draumurinn og því sló hún til. „Það var yngri dótt- ir mín Sunneva, sem er 12 ára, sem kom með þetta nafn, ER, sem mætti útleggja sem „er á meðan er“,“ segir Áslaug. „En svo var það eldri dóttir mín Hrefna, sem hann- aði fyrir mig merki verslunar- innar.“ Vörurnar eru flestallar til í stærðum XS upp í XL og frá 1-3 eða st. 38-44 en þar sem um hann- aðan fatnað er að ræða kemur lítið af hverri flík. Morgunblaðið/Eggert Áslaug Harðardóttir verslunareigandi: Með peysu frá fyrirtækinu Luana.  TÍSKA | Laurie Andersen, kærasta Lou Reed, fataði sig upp Þýskur hönnuður við Skólavörðustíg Stuttur jakki: Frá þýska hönn- uðinum Rund Holz. Vetrarstarfið er hafið! Skautahöllin í Laugardal www.skautaholl.is debenhams S M Á R A L I N D ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 55 80 08 /2 00 4 E-kortshafar fá 2,5% endurgreiðslu af því sem keypt er í Debenhams. Skartaðu þínu fegursta P I L G R I M Nýtt og freistandi í Debenhams Skartgripir frá Pilgrim njóta fádæma vinsælda víða um heim. Þessar frábæru vörur fást nú hjá Debenhams og auka enn á ótrúlega fjölbreytt vöruúrval fyrir konur á öllum aldri. ÞEGAR sjampó eða sturtusápa er auglýst er oft dregið fram að það innihaldi ávexti eða efni úr ávöxt- um. Sjampóið á því að vera ríkt af vítamínum fyrir hárið en raunin er sú að prótein og vítamín í sjampói gera ekkert gagn fyrir hárið því það er dautt. Rótin er eini lifandi hluti hársins og fær aðeins prótein og vítamín innan frá, efni úr sjampói ná ekki til hennar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein í Dagens Nyheter. Það er einnig afar mis- jafnt hversu mikið af ávöxtum eða efnum úr ávöxtum sjampó eða sturtusápa inniheldur. Stundum er það afar lítið og oft jafnvel ekki neitt nema ávaxtailmefni. Lyfjafræðingur sem rætt er við er efins um markaðssetningu á „ávaxtasjampói“ og bendir á að í auglýsingunum sé lögð áhersla á virk efni í sjampóinu. Þess beri að geta að þau geti einnig verið of- næmisvaldandi. Ávextir í sjampói gera ekki gagn  NEYTENDUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.