Morgunblaðið - 04.09.2004, Side 26
DAGLEGT LÍF
26 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hún var bara tuttugu ogeins þegar hún kom ífyrsta sinn til Íslandsárið 1955. Þá var hún
ung og kærulaus eins og hún orðar
það sjálf. Hún vann í eitt ár í
Reykjavík og tók ástfóstri við
landið og vini sína hér í norðri. Og
alltaf var hún á leiðinni aftur í
heimsókn en kom ekki fyrr en
núna, hálfri öld síðar.
„Þetta kom til af því að ég
kynntist íslenskum strák sem var
með mér í menntaskóla á Bret-
landi og hann var með ótrúlega fal-
legar myndir í fórum sínum frá Ís-
landi og sagði okkur frá landinu.
Ég gat ekki annað en heillast af
þessu landi þarna langt í norðri
þar sem loftið var hreint og vet-
urinn kaldur. Mig dauðlangaði að
fara þangað og greip því gæsina
þegar ég sá litla auglýsingu í blaði
þar sem auglýst var eftir stúlkum
til að skrifa ensk verslunarbréf í
heildsölufyrirtæki í Reykjavík.
Faðir minn var afskaplega strang-
ur og ég er eiginlega enn undrandi
á því að hann skyldi leyfa mér að
fara. Hann sagði mér að engin
dagsbirta væri á Íslandi yfir vet-
urinn, en ég sagði að mér væri al-
veg sama. Ég var ævintýragjörn
og vildi fara. Móðir mín kvaddi
mig með tárin í augunum því hún
hélt að á Íslandi væri allt svo
frumstætt að ég myndi tæpast lifa
þetta af.“
Þetta er bara
jarðskjálfti
Faðir Margaretar fylgdi henni
til Íslands til að fullvissa sig um að
allt væri eins og það ætti að vera.
„Og hann þurfti ekki að hafa nein-
ar áhyggjur af mér því ég fékk
inni hjá yndislegu fólki á Kvisthag-
anum vestur í bæ, leikkonunni Sig-
ríði Hagalín og Ólafi þáverandi
manni hennar. Þau voru ein-
staklega góð við mig og mér er svo
minnisstætt hversu blíðlega hún
Sigga vakti mig alltaf á morgnana.
Hún strauk mér um vangann og
talaði til mín í lágum hljóðum. Hún
var svo vitur hún Sigga.“
Margaret vann í Hafnarstrætinu
hjá heildsölu Ólafs Gíslasonar og
líkaði vel. „Einu sinni þegar ég var
að vélrita í vinnunni þá kom smá-
vægilegur jarðskjálfti og mér varð
nokkuð um, en Íslendingarnir létu
eins og ekkert væri og sögðu að
þetta væri „bara jarðskjálfti“.
Í frítíma sínum hitti hún gjarnan
nokkrar breskar og skoskar vin-
konur sínar sem komu í sömu er-
indum og hún til Íslands. „Við
skemmtum okkur konunglega í
Reykjavík og eyddum ekki tíma
okkar í að ferðast um landið, við
höfðum svo mikið að gera í sam-
kvæmislífinu. Hugur okkar var að
mestu bundinn við föt, stráka og
varaliti.“
En hún var duglegri í þetta sinn
og fór að skoða Gullfoss, Geysi og
Þingvöll eins og sönnum ferða-
manni sæmir og
snæddi humar á
veitingahúsinu Við
fjöruborðið á
Stokkseyri.
Í þau fimmtíu ár
sem liðin eru síðan
Margaret vann á
Íslandi, segist hún
hafa haldið miklu
vinfengi við ís-
lensku fjölskylduna
sem hún dvaldi hjá
og þau komu
nokkrum sinnum í
heimsókn til henn-
ar á Englandi. „Ég
er afskaplega stolt
af Íslandi og hef
staðið með Íslend-
ingum í einu og öllu
frá því að ég sneri
aftur heim árið
1956. Ég hef haldið
með Íslendingun
bæði í fisk-
veiðideilum og fót-
bolta og mun gera
það áfram.“
Margaret segist
ekki hafa verið
dugleg við að læra
íslenskuna. „Ég
nennti held ég bara
ekki að leggja það á
mig og Sigga talaði
svo góða ensku við mig. En ég vildi
óska að ég hefði notað tækifærið á
meðan ég var hér, til að læra
tungumálið. En einn góðan veð-
urdag ætla ég að læra íslensku,
kannski þegar ég verð svo gömul
að ég hætti að komast ferða
minna.“
Kumpánlegur
Clinton í Reykjavík
Margaret segir dálítið sérstakt
að koma aftur til Íslands eftir öll
þessi ár. „Reykjavík hefur stækk-
að svo ótrúlega mikið. Húsin og
trén eru orðin svo mörg. Þegar ég
bjó hér þá gekk ég meira og minna
um opin svæði til og frá vinnu
minni vestan úr bæ. En mér finnst
borgin engu að síður falleg þó að
hún hafi þanist svona út.“
Þegar Margaret var á göngu
sinni um Reykjavík með Ted
manni sínum í Íslandsheimsókn-
inni, þá vildi svo til að Clinton
fyrrum forseti Bandaríkjanna var
einmitt á sama tíma að ganga um
stræti borgarinnar. „Við Ted sát-
um utan við veitingastað og vorum
að borða og Ted mætti augum
Clintons fyrir tilviljun þegar hann
gekk framhjá og hann var svo al-
mennilegur að heilsa, rétt eins og
þeir væri gamlir vinir. Clinton var
einstaklega alþýðlegur og þetta
var óvænt ánægja en svolítið fynd-
ið því Ted hefur aldrei verið hrif-
inn af Ameríkönum.“
Margaret hefur búið mestan
part ævi sinnar á Bretlandi en hún
fór ævinlega heim til Skotlands í
fríum sínum og hélt góðu sam-
bandi við föðurlandið. Fyrir þrem-
ur árum flutti hún á skosku eyjuna
Isle of Arran og þar unir hún hag
sínum vel.
Föt, strákar og varalitir
Hin skoska Margaret Godfrey kom í nýju lopa-
peysunni sinni til fundar við Kristínu Heiðu Krist-
insdóttur og rifjaði upp árið góða sem hún átti á Ís-
landi fyrir hálfri öld.
Morgunblaðið/Þorkell
Hjónin: Margaret í lopapeysunni góðu og Ted, eiginmaður hennar. Reykjavík að baki.
khk@mbl.is
Margaret: Skömmu eftir að hún kom heim til Bret-
lands eftir Íslandsdvölina. Kjólinn saumaði Kristín,
móðir Sigríðar Hagalín.
HEIMSÓKN
HEFNDIN er í raun og veru
sæt, að mati svissneska vísinda-
mannsins Dominique de
Quervain. Heilastöðin sem
stjórnar ánægju er greinilega
örvuð þegar maður hefnir sín á
erkióvini. Á vefnum forskn-
ing.no er greint frá niður-
stöðum rannsóknar Quervain
og félaga sem birtar eru í tíma-
ritinu Science.
Rannsóknin fólst í að nokkrir
karlar voru látnir spila pen-
ingaspil og höfðu möguleika á
að refsa þeim meðspilurum sem
settu eiginhagsmuni framar en
hagsmuni liðsins. Meirihlutinn
nýtti sér þennan möguleika,
þrátt fyrir að það kostaði þá
sjálfa peninga. Hefnd-
arþorstinn var sterkari en
löngunin í peninga, að mati vís-
indamannanna.
Quervain segir að niðurstöð-
urnar styrki tilgátuna um að
fólk fái ánægju út úr því að
refsa fólki sem brýtur gegn
gildandi viðmiðum. Vís-
indamennirnir vita ekki um
muninn á hefndarþorsta hjá
kynjunum eða hjá fólki úr mis-
munandi stéttum.
RANNSÓKN
Hefndin er sæt
Smáralind • sími 553 6622 • www.hjortur.is
Blómavasar • Karöflur • GjafirGóð gisting í Kaupmannahöfn
Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr.
fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu.
Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V.
Sími +45 33 79 67 20.
www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com
MIRALE
Grensásvegi 8
108 Reykjavík
sími: 517 1020
Opið:
mán. - föstud. 11-18
laugard. 11-15
15% afsláttur
af öllum sérpöntuðum
húsgögnum frá Cassina.
Síðasti dagur í dag.