Morgunblaðið - 04.09.2004, Síða 34

Morgunblaðið - 04.09.2004, Síða 34
KIRKJUSTARF 34 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Vetrarstarf Laugarneskirkju NÚ TAKA öll hjól að snúast í Laug- arneskirkju. Allt barnastarfið er komið á skrið, 12 spora starfið Vin- ir í bata verður kynnt á mánudags- kvöldið 6.9. kl. 20:00 og er fólk ein- dregið hvatt til að mæta og kynna sér það merka starf. Fræðslukvöldin hefjast þriðju- dagskvöldið 7. 9. kl. 19:45, þar sem Bjarni Karlsson sóknarprestur fjallar um kristinn lífsstíl. Gengið er inn um dyr á austurgafli kirkj- unnar. Í framhaldi, kl. 20:30 sömu kvöld, er lofgjörðarstundin „Þriðjudagur með Þorvaldi“, fyr- irbænir og kaffispjall í safn- aðarheimili. Mömmumorgnar eru alla mið- vikudaga kl. 10:00 og gönguhóp- urinn Sólarmegin leggur upp frá kirkjudyrum þá sömu morgna kl. 10:30 og er nýtt fólk hvatt til þátt- töku í þeim frábæra félagsskap. Kyrrðarstundir eru svo öll fimmtu- dagshádegi og gott borðsamfélag að þeim loknum í safnaðarheim- ilinu. Nú er fólk sem óðast að skrá sig í skemmtiferð eldri borgara til Vest- mannaeyja, skráning og upplýs- ingar þar að lútandi eru á skrif- stofu í síma 588 9422. Kvenfélagið heldur sinn fyrsta fund mánudaginn 4. október og fermingarstarfið hefst sunnudag- inn 19. 9. við messu kl. 11:00, og verður það, ásamt öðru unglinga- starfi auglýst með bréfum til allra unglinga í sókninni. Sóknarprestur. KK og Ellen í Léttmessu í Árbæjarkirkju Í FYRSTU Léttmessu vetrarins sunnudagskvöldið 5. september kl. 20:00 er það gítarsnillingurinn með mjúku röddina Kristján Krist- jánsson (KK), sem leiðir sönginn ásamt systur sinni Ellen. Flutt verða lög eftir KK er hafa trúar- lega skírskotun í bland við gamla íslenska sálma. Sr.Þór Hauksson þjónar fyrir alt- ari og flytur hugvekju. Eftir messu verður boðið uppá kaffi og skemmtilegt samfélag í safn- aðarheimilinu. Allir hjartanlega velkomnir. Árbæjarkirkja. Barnastarf að hefjast í Hafnarfjarðarkirkju SUNNUDAGINN 5.september hefst barnastarf á ný í Hafnarfjarð- arkirkju eftir sumarfrí. Starfið fer fram eins og áður bæði í safn- aðarheimilinu og Hvaleyrarskóla. Einu sinni í mánuði verður síðan haldin fjölskylduguðsþjónusta þar sem báðir sunnudagaskólarnir sameinast. Við upphaf starfsins að þessu sini fá börnin afhentar bæði safnmöpur og annað sem heyrir til. Leiðtogar eru þeir sömu og síðasta vetur. Báðir sunnudagaskólarnir byrja kl.11. Gæludýramessa í Borgarholtsskóla SUNNUDAGINN 5. september nk. kl. 11:00 hefst sunnudagaskólinn að loknu sumarleyfi í Borgarholts- skóla. Messa dagsins verður fyrir alla fjölskylduna. Krakkakór Graf- arvogskirkju undir stjórn Oddnýjar J. Þorsteinsdóttur mun syngja. Sunnudagaskólaleiðtogar verða kynntir. Undirleikari er Guðlaugur Viktorsson. Gæludýrabúðin Dýraland mun verða með ýmis gæludýr til sýnis. Kókómjólkurkötturinn Klói kemur í heimsókn og færandi hendi. Sr. Bjarni Þór Bjarnason mun þjóna við athöfnina. Stórtónleikar í Langholtskirkju Í TILEFNI þess að hinn hláturríki hreingerningarmaður Guðfreður Hjörvar lætur af störfum hjá Lang- holtskirkju vegna aldurs, hefur hann kallað fjölmarga af bestu söngvurum og kórum þjóðarinnar til liðs við sig til að halda tónleika í Langholtskirkju sunnudagskvöldið 5. september kl. 20. Listamennirnir gefa vinnu sína og aðgangseyrir, kr. 1.500, rennur til Langholts- kirkju. Kvöldmessa í Dómkirkjunni SUNNUDAGINN 5. september kl. 20 verða aftur teknar upp mán- aðarlegar kvöldmessur í Dómkirkj- unni. Þessar stundir einkennast af fegurð og kyrrátri gleði. Söng ann- ast sönghópur úr Dómkórnum við undirleik Martein H Friðrikssonar. Bergþór Pálsson syngur einsöng og prestarnir sr. Jakob Ágúst Hjálm- arsson og sr. Hjálmar Jónsson þjóna. Þema messunnar þessu sinni er fegurð sumars og þakklæti fyrir gjafir þess. Komið og njótið helgi og friðar. Kirkjustarf aldraðra í Reykjavíkur- prófastsdæmum KIRKJUSTARF aldraðra er nú að hefjast á ný eftir sumarfrí og af því tilefni verður samkirkjuleg guðs- þjónusta í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu Hátúni 2 n.k. miðvikudag 8. september kl. 14:00 Stjórnandi er Vörður L.Traustason, Björn Bjarnason dóms- og kirkju- málaráðherra predikar, Lög- reglukórinn syngur og leiðir al- mennan söng undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar. Organisti er Óskar Einarsson. Á eftir verða kaffiveitingar í neðri sal kirkjunnar. Þessi guðsþjónusta er samstarfs- verkefni Ellimálaráðs Reykjavík- urprófastsdæma, Fíladelfíu, Óháða safnaðarins og Fríkirkjunnar í Reykjavík og henni er útvarpað á Lindinni fm 102,9. Allir eru vel- komnir og eru eldri borgarar sér- staklega hvattir til að taka þátt í guðsþjónustunni sem markar upp- haf vetrarstarfsins. Lindasókn í Kópavogi – Fjölskyldumessa VETRARSTARFIÐ í Lindasókn í Kópavogi hefst með fjölskyldu- messu næstkomandi sunnudag 5. september kl. 11 í Lindaskóla. Sunnudagaskólaefni vetrarins verður kynnt, Gulla gæs kemur í heimsókn, fjörugur söngur og fræðsla. Hannes Baldursson org- anisti sér um undirleik og sr. Guð- mundur Karl Brynjarsson þjónar. Boðið verður upp á kaffi, safa og kexmeti eftir messuna. Íbúar í Vatnsenda- og Salahverfi athugi að langferðabíll merktur hóp- ferðabílar Ingi keyrir Vatnsend- ann, niður salina og stansar við all- ar biðstöðvar á leiðinni. Bíllinn verður við fyrstu biðstöð á Vatns- enda kl. 10.45. Litli kórinn í Neskirkju LITLI kórinn – kór eldri borgara í Neskirkju er að hefja vetrarstarfið. Æfingar verða sem fyrr á þriðju- dögum kl. 16.30 í nýja safn- aðarheimilinu og verður fyrsta æf- ing 7. september. Allir sem hafa gaman af söng og að vera í góðum félagsskap eru velkomnir. Stjórn- andi er Inga J. Backman en Reynir Jónasson spilar með kórnum. Nán- ari upplýsingar eru í síma 552 2032. Klassísk messa og gregorssöngur ÁHUGAHÓPUR um klassíska messu og iðkun gregorssöngs mun ní í vetur eins og s.l. vetur standa fyrir messum með gregorslagi 1. sunnudag í hverjum mánuði í Frið- rikskapellu í Reykjavík. Hópurinn kallar til helgiþjónustu ýmsa presta. Næstkomandi sunnudag þann 5. september kl. 20.00 verður fyrsta messa vetrarins í Friðrikskapellu. Prestur verður séra Kristján Valur Ingólfsson og sungin verður XI. messa, Orbis factor. Æfing fyrir messuna verður laugardaginn 4. september kl. 12.00. Allir eru hjart- anlega velkomnir. Klassísk messa og greg- orssöngur er dýrmætur arfur kirkj- unnar og kjarnmikið andlegt fóður. Barna- og unglinga- kór Fríkirkjunnar í Hafnarfirði STARF barna- og unglingakórs er nú að hefjast á ný í Fríkirkjunni í Hafnarfirði eftir nokkura ára hlé og hefur Erna Kristín Blöndal söngkona verið ráðinn nýr kór- stjóri. Æfingar kórsins verða síð- degis á miðvikudögum í safn- aðarheimili Fríkirkjunnar við Linnetsstíg og verður endanlegur æfingatími ákveðinn í samráði við þátttakendur og foreldra. Kórinn er opinn öllum börnum og ungling- um og verður skipt í hópa eftir aldri. Formleg skráning í kórinn fer fram í Fríkirkjunni í dag, laug- ardaginn, 4. september, kl.11 og eru foreldrar beðnir að mæta með börnum sínum til að kynna sér starf kórsins. Vetrarstarfið hafið í Grafarvogssókn SUNNUDAGINN 5. september kl. 11:00 er fermingarbörnum úr Foldaskóla Hamraskóla og Húsa- skóla og foreldrum þeirra boðið sérstaklega til guðsþjónustu í Graf- arvogskirkju. Dregið verður um væntanlega fermingardaga. Að lokinni guðsþjónustu verður fundur þar sem verður meðal ann- ars rætt um fermingarfræðsluna, ferminguna sjálfa og því sem henni tengist. Vetrarstarfið í Grafarvogssókn Barnaguðsþjónusta kl. 11:00 á neðri hæð kirkjunnar Barnaguðsþjónusta kl. 11:00 í Borgarholtsskóla Sunnudaginn 19. september kl. 11:00 er fermingarbörnum úr Borgaskóla Engjaskóla Korpuskóla Rimaskóla og Víkurskóla og for- eldrum þeirra boðið sérstaklega til guðsþjónustu í Grafarvogskirkju. Hægt er að sjá hefðbundna dag- skrá safnaðarstarfsins í vetur á: www.grafarvogskirkja.is Englaguðsþjónusta – hátíð í Hjallakirkju UPPHAF vetrarstarfsins í Hjalla- kirkju hefst með því að við höldum hátíð í kirkjunni þann 5. september kl. 11. Þá verður kirkjan sett í há- tíðarbúning, skreytt í öllum regn- bogans litum þar sem þemað „Sam- an í trú og gleði!“ verður mótandi. Allir krakkar eru hvattir til að mæta með engil með sér að heiman því við ætlum okkur að fylla kirkj- una af englum! Þetta er sannkölluð fjöl- skyldustund fyrir fólk á öllum aldri, þó efni hennar miðist að mestu leyti við yngri kynslóðina. Brúður barnastarfsins láta sjá sig og Tóta trúður kemur í heimsókn. Tónlistin verður lífleg og fjörug - alveg í takt við annað sem fram fer. Næsta sunnudag á eftir, 12. september, hefst svo formlega sunnudaga- skólastarfið með barnaguðsþjón- ustu kl. 13. Við hvetjum alla til að koma í kirkjuna á þessum hátíð- isdegi og taka fyrstu skrefin með okkur inn í komandi vetur. Fella- og Hólakirkja FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTA kl 11:00. Sunnudagaskólastarfið hefst í dag. Umsjón hefur nýráðinn barna- og æskulýðsfulltrúi kirkjunnar, sr. Helga Helena Sturlaugsdóttir. Efla Sif og Ásdís verða líka með henni við sunnudagaskólastarfið í vetur. Prestur verður sr. Guðmundur Karl Ágústsson, organisti Peter Maté. Öll börn eru velkomin og skemmtilegast er ef foreldrar og aðrir aðstandendur koma með og eiga góðar stundir í kirkjunni. Ver- ið öll velkomin. Skráning í stúlkna- kór og kórskóla verða á eftir guðs- þjónustu, umsjón Þórdís. Kaffi og djús á eftir guðsþjónust- unni. Hversdagsmessa í Grensáskirkju HVERSDAGSMESSUR verða í Grensáskirkju á fimmtudögum kl. 19:00. Lögð er áhersla á notalega stund í húsi Drottins að loknum vinnudegi með einföldu formi, lof- gjörð, bæn, samskotum og alt- arisgöngu. Tónlistarstjórn er í höndum Þorvalds Halldórssonar. Hér er um að ræða nýbreytni í starfi Grensáskirkju. Hugmyndin með hversdagsmessunni er að geta átt góða og uppbyggilega stund í húsi Drottins að loknum venjuleg- um starfsdegi og flétta þannig iðk- un trúarinnar saman við hvers- dagslífið enda á kristin trú okkar ekki að vera spariflík heldur rauð- ur þráður tilverunnar alla daga. Fyrir messu er boðið upp á léttan málsverð á vægu verði frá kl. 18:15 í safnaðarheimili kirkjunnar. Messunni lýkur laust fyrir kl. 20 og hentar tíminn því einkar vel þeim sem kjósa að nýta kvöldið með öðrum hætti. Syngjandi sveifla í Bústaðakirkju HIÐ syngjandi hressa barna- og unglingakórastarf Bústaðakirkju er að hefjast. Í Bústaðakirkju eru starfandi 5 barna- og unglingakórar. Þar geta börn og unglingar á aldrinum 5-16 ára fundið eitthvað við sitt hæfi. Í Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.