Morgunblaðið - 04.09.2004, Síða 38
MINNINGAR
38 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Sighvatur Fann-dal Torfason
fæddist í Hvítadal í
Saurbæ í Dalasýslu
25. október 1936.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun
Skagafjarðar á Sauð-
árkróki 25. ágúst síð-
astliðinn. Foreldrar
Sighvats voru Sig-
urður Torfi Sigurðs-
son frá Bæ á Fells-
strönd og Guðrún
Valfríður Sigurðar-
dóttir frá Stóra-
Fjarðarhorni í
Strandasýslu, og var hann yngst-
ur sjö barna þeirra. Systkinin eru
1) Sigvaldi, f. 1922, d. 1998, 2) Sig-
urkarl, f. 1924, d. 1997, 3) Sigur-
jón, f. 1926, d. 2000, 4) Guðbjörg,
f. 1929, 5) Sigurrós, f. 1929, d.
2003 og 6) Svavar, f. 1933 Eftirlif-
andi eiginkona Sighvats er Sigur-
laug Pálsdóttir frá Laufskálum í
Hjaltadal, f. 10. júní 1934, foreldr-
ar hennar voru Páll Jónsson og
Guðrún Gunnlaugsdóttir. Börn
Sighvats og Sigurlaugar eru: 1)
Guðrún, f. 1960, eiginmaður Ás-
grímur Sigurbjörnsson, f. 1956,
sonur þeirra Gunnar, f. 2000. 2)
Páll, f. 1965, eigin-
kona Margrét Grét-
arsdóttir, f. 1965,
synir þeirra Grétar
Ingi, f. 1994 og Sig-
hvatur Rúnar, f.
1996. 3) Gunnlaugur,
f. 1967, unnusta Elín
Gróa Karlsdóttir, f.
1968, fv.eiginkona
Sigríður Einarsdótt-
ir, f. 1969, dætur
þeirra Særós, f.
1994, Auður, f. 1996
og Júlía, f. 1998.
Sonur Elínar er
Valdimar Örn Bald-
ursson, f. 1994.
Sighvatur ólst upp í Hvítadal og
lauk búfræðinámi frá Bændaskól-
anum á Hvanneyri árið 1958,
hann bjó í Hvítadal og á Neðri
Brekku í Saurbæ til ársins 1966 er
hann flyst til Sauðárkróks og
ræðst sem kennari við Barnaskól-
ann þar, og kenndi hann við
Grunnskólann á Sauðárkróki til
ársins 2003. Auk þess vann hann
allmörg sumur hjá Vegagerð rík-
isins.
Útför Sighvats fer fram frá
Sauðárkrókskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Aldrei gat ég ímyndað mér að það
yrði svona erfit að skrifa þessi fáu
orð á þessari kveðjustund, það er svo
margt sem flýgur gegnum huga minn
á þessari stundu og sem ég vil þakka
fyrir. Ég kynntist Sighvati fyrst þeg-
ar við Gurra fórum að vera saman, en
ekki almennilega fyrr en ég fékk að
fara með, þegar Gurra fylgdi honum
til London, þegar hann fór í aðgerð
þar, eftir það og síðar þegar við flutt-
um á Krókinn, áttu leiðir okkar eftir
að liggja oft saman og margar
ánægjulegar samverustundir áttum
við, hvort sem það var í umræðum
um landsins gagn og nauðsynjar eða
sveitarstjórnarmál, eða þegar verið
var að gera eitthvað og þú komst til
aðstoða eða fylgjast með hvernig
gengi. Þau verða ekki eins kvöldin
hér eftir, engan veit ég sem hefur
hugsað eins til fjölskyldu sinnar og
þú gerðir, það voru fá kvöld sem þú
fórst ekki gangandi hring til þess að
líta til barnabarna þinna og maður
fann þá umhyggju sem þú barst fyrir
fjölskyldu þinni.
Eftir að Gunnar fæddist voru það
fáir laugardags- og sunnudags-
morgnar sem við komum ekki í heim-
sókn og alltaf varst þú tilbúinn að
gera allt sem Gunnar bað þig um.
Ég veit að við Gunnar eigum eftir
að minnast þeirra stunda sem við átt-
um með þér, og síðast nú í sumar eft-
ir að þú varst orðinn veikur komst þú
við hjá okkur í heimferðum þínum á
daginn, af sjúkrahúsinu til þess að
fylgjast með hvernig framkvæmdum
í garðinum og húsbyggingu Gunnars
miðaði. Ég veit að nú eftir að veikind-
unum er lokið líður þér vel og ert
örugglega farinn að yrkja jörðina á
öðrum stað, því að sveitin átti svo
stóran hlut í þér, það sást svo vel þeg-
ar þú varst að tala um æskuslóðir
þínar og held ég að þú hefðir helst
viljað vera bóndi allt þitt líf.
Með söknuði kveð ég nú tengda-
föður minn og bið guð að blessa hann,
ég vil þakka þær stundir sem við átt-
um saman.
Ásgrímur Sigurbjörnsson.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast tengdaföður míns Sighvatar
Torfasonar sem lést á Heilbrigðis-
stofnunni á Sauðárkróki 25. ágúst.
Ég átti því láni að fagna að koma
inn í fjölskyldu Sighvatar fyrir um
tólf árum er við Palli fórum að vera
saman. Betri tengdaföður hefði ég
ekki getað fengið. Hann var traustur
og yfirvegaður maður og hafði skoð-
anir á öllum hlutum og ætíð nægan
tíma til að ræða um hlutina. Marga
umræðuna tókum við um sveitastörf-
in og lífið í sveitinni, því þar skildum
við hvort annað mjög vel. Sighvatur
hafði gaman af því að fara í sveitina
sína fyrir vestan og þar fylgdist hann
vel með og átti margar góðar stundir.
Þegar ég lít til baka koma margar
góðar minningar upp í huganum, t.d.
hvað hann var alltaf áhugasamur um
allt sem við vorum að framkvæma
hvort sem það var verið að byggja
húsið, smíða sólpallinn eða þá við vor-
um að vinna í garðinum. Þá var gott
að leita hjálpar hjá honum og fá góð
ráð eins og honum einum var lagið að
veita.
Sighvatur var einstakur barnavin-
ur enda búinn að kenna við Barna-
skólann á Sauðárkróki frá 1966 fram
til 2003. Hann fylgdist vel með Grét-
ari Inga og Sighvati Rúnari og á
hverjum degi kom hann við hjá okkur
til að vita hvernig gengi og athuga
hvort ekki væri allt í lagi. Það er sárt
til þess að hugsa að loksins þegar
hann var hættur að vinna skuli hann
vera hrifinn á brott frá okkur. Veik-
indi Sighvatar eru búin að vera mikil
og erfið í sumar en aldrei heyrði mað-
ur hann kvarta og þótt við vissum að
hverju stefndi þá einhvern veginn er
enginn tilbúinn til að kveðja.
Kæri Sighvatur ég þakka þér allar
okkar samverustundir og allt það
sem þú varst mér og minni fjöl-
skyldu, og afastrákarnir þínir munu
gæta þess að hugsa vel um ömmu
Dúu.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Þín tengdadóttir
Margrét.
Í dag kveðjum við hann Sighvat,
afabróður okkar sem ávallt var okkur
svo góður. Þegar við hugsum til hans,
skjóta upp kollinum margar ljúfar
minningar . Það var okkur ætíð jafn-
mikil ánægja að hitta Sighvat hjá
ömmu og afa á Árbrautinni, þar sem
hann var alltaf léttur í lund og jafn-
áhugasamur um hvað við höfðum fyr-
ir stafni.
Við minnumst Sighvats frænda
með mikilli hlýju og þakklætis fyrir
allan þann kærleik sem hann ávallt
sýndi okkur frænkum. Aðstandend-
um öllum sendum við innilegar sam-
úðarkveðjur.
Nú er hafinn annar óður.
Angar lífsins Berurjóður.
Innra hjá mér æskugróður.
Óði mínum létt um spor.
Ég þakka af hjarta, guð minn góður,
gjafir þínar, sól og vor.
(Stefán frá Hvítadal.)
Blessuð sé minning hans.
Elísabet, Halldóra og Fjóla.
Margar góðar og hlýjar minningar
koma upp í huga okkar þegar við
minnumst Sighvats föðurbróður okk-
ar. Hann var yngsti bróðir föður okk-
ar og þrátt fyrir talsverðan aldurs-
mun voru þeir bræður mjög
samrýndir. Hann flutti norður á
Sauðárkrók með fjölskyldu sína og
varð þá samgangur meiri. Gestrisni
var þar í fyrirrúmi.
Á sumrin var Sighvatur daglegur
gestur á heimili okkar, en þá starfaði
hann hjá Vegagerðinni. Þá var oft
setið og spjallað langt fram á kvöld.
Hann var hafsjór af fróðleik sem
hann miðlaði til okkar.
Sighvatur var skáldmæltur og á
tyllidögum var hann aufúsugestur
hjá okkur og oftar en ekki laumaði
hann að okkur vísu eða kvæði í tilefni
dagsins. Skáldskapur hans er okkur
afar kær, dýrmætur fjársjóður sem
við munum geyma vel.
Sighvatur var ættrækinn og heim-
sótti oft bernskustöðvar sínar og allt-
af smá stopp á Árbrautinni til að
segja okkur fréttir úr Dölunum. For-
eldrar okkar dáðu hann mjög fyrir
alla hans hlýju og umhyggju. Hann
var einstaklega góður við okkur syst-
urnar. Hlýr og trygglyndur. Börnum
okkar fylgdist hann vel með og þótti
þeim mikið til afabróður síns koma.
Við munum sakna hans sárt. Elsku
Dúfa, Guðrún, Palli, Gulli og fjöl-
skyldur, guð gefi ykkur styrk í sorg
ykkar. Minningin um góðan mann lif-
ir.
Að lokum gerum við hans eigin orð
að okkar.
Þó að englar veginn vísi
vakti leiðir jörðu frá.
Biðjum við að ljós þér lýsi
ljúfum brautum himins á.
Ingibjörg, Guðrún,
Torfhildur, Sjöfn og Svala.
Ég átti því láni að fagna að kynn-
ast Sighvati Torfasyni þá fjóra vetur
er ég var við nám við Fjölbrautaskóla
Norðurlands vestra á Sauðárkróki.
Þá bjó ég hjá föðurbróður mínum,
Ásgrími Sigurbjörnssyni og eigin-
konu hans Guðrúnu Sighvatsdóttur.
Oftar en ekki þá heimsótti Sighvatur
dóttur sína og tengdason eftir kvöld-
mat og fékk sér kaffisopa og ræddi
málefni líðandi stundar. Stjórnmálin
voru oftar en ekki krufin til mergjar,
jafnt landsmál sem sveitarstjórnar-
mál.
Ég naut þeirra forréttinda, sextán
ára unglingurinn og framundir tví-
tugsaldur, að fá að taka þátt í þeim
umræðum sem þarna áttu sér stað.
Eftir á að hyggja, þá höfðu þessar
umræður mikil áhrif á mig og mínar
lífsskoðanir og fyrir það vil ég þakka.
Ekki minnist ég þess að ég hafi verið
svo pólitískur er ég flutti til Ása og
Gurru, en ég var ekki búinn að dvelja
lengi í þessu umhverfi að ég gerðist
framsóknarmaður.
Sighvatur fylgdi Framsóknar-
flokknum alla tíð að málum og starf-
aði mikið innan hans. Hann var fram-
sóknarmaður í besta skilningi þess
hugtaks. Hann var félagshyggju- og
samvinnumaður og hafði ætíð ríkar
skoðanir á störfum og stefnu Fram-
sóknarflokksins. Hann var talsmaður
hinna dreifðu byggða og mikill
áhugamaður um vöxt og framgang
sinnar heimabyggðar. Umfram allt
þá var Sighvatur framsóknarmaður
sem stóð vaktina og barðist fyrir
flokkinn sinn þegar á hólminn var
komið.
Sighvatur var einn af máttarstólp-
um Framsóknarfélags Skagafjarðar.
Brennandi áhugi hans á stjórnmálum
var smitandi og fylgdu börn og
tengdabörn honum í miklu flokks-
starfi sem sýndi sig kannski best í að-
draganda kosninga, þar sem Sighvat-
ur og hans fólk stóð ætíð vaktina,
Framsóknarflokknum til mikillar
gæfu.
Heimsóknirnar í Hólatúnið til Ása
og Gurru verða ekki eins og áður. Þó
er ljóst að á því heimili verður áfram
rætt um málefni líðandi stundar, en
ekki mun Sighvatur taka þátt í þeim
umræðum meir.
Sighvatur sinnti fjölskyldunni
sinni vel hin síðari ár og það var
aðdáunarvert að sjá hve barnabörnin
hændust að afa sínum sem sýndi
þeim mikla þolinmæði og væntum-
þykju. Oft er sagt um börnin að þau
hænist að þeim sem hreinasta hjart-
að hefur.
Missir fjölskyldunnar er mikill. Ég
vil á þessari stundu flytja Dúu og
fjölskyldunni allri mínar dýpstu sam-
úðarkveðjur. Ég þakka Sighvati fyrir
liðnar samverustundir, stundir sem
munu seint mér úr minningu renna.
Guð blessi minningu Sighvats
Torfasonar.
Birkir J. Jónsson.
Kveðja frá Árskóla
Í dag kveðjum við Sighvat kennara
og samstarfsmann til fjölda ára.
Hann hóf kennslu við grunnskólann á
Sauðárkróki árið 1966 en lét nýlega
af störfum vegna aldurs. Sá sem
kennir á stað eins og Sauðárkróki í
tæp 40 ár hefur áhrif á mannlífið.
Áhrif Sighvatar voru hlýja og virðing
og eru þeir margir fyrrum nemendur
hans sem minnast hans þannig.
Framkoma hans og yfirbragð var
þannig að nemendur báru virðingu
fyrir honum. Hjá honum fundu þeir
föðurlega umhyggju.
Kennarastarfið hefur breyst mikið
frá því Sighvatur byrjaði að kenna og
byggist í dag á miklu meira samstarfi
bæði við aðra kennara og allt sam-
félagið. Þetta var Sighvati auðveld-
ara vegna þess hversu félagslyndur
hann var og tilbúinn að takast á við
breyttar aðstæður. En bak við
hressilega framkomu Sighvatar
leyndist listræn, næm og viðkvæm
sál. Allir þessir eiginleikar gerðu Sig-
hvat að farsælum kennara. Á kenn-
arastofunni var ætíð líflegt í kringum
Sighvat. Hann hafði afar ákveðnar
skoðanir á mörgum málum og lá ekk-
ert á þeim. Sköpuðust ætíð skemmti-
legar umræður í kjölfarið. Það er
kunnara en frá þurfi að segja að
kvenfólki hefur fjölgað mikið í kenn-
arastéttinni á undanförnum áratug-
um. Þannig var það einnig á kenn-
arastofunni á Króknum og var
Sighvati mjög umhugað um að setja
„konurnar sínar“ úr jafnvægi með
hvössum fullyrðingum um stöðu
kvenna. Oftar en ekki tókst honum
að láta þær hækka róminn og þá var
honum skemmt. Undantekningalítið
hlógu allir dátt á eftir. Það kom fyrir
að Sighvatur sat þögull á kennara-
stofunni með blað fyrir framan sig og
tilbúinn að brjóta upp á það til þess
að aðrir sæju ekki hvað hann var að
skrifa. Þá var Sighvatur að yrkja. Því
miður var hann tregur til að láta aðra
njóta, en það sem hann lét frá sér bar
þess merki að þar færi mikill hagyrð-
ingur.
Fyrir hönd starfsmanna og nem-
enda í Árskóla þakka ég Sighvati
samfylgdina og samstarfið. Fjöl-
skyldu hans færi ég innilegar sam-
úðarkveðjur.
Óskar G. Björnsson,
skólastjóri.
Kveðja frá Framsóknarfélagi
Skagafjarðar
Sighvatur Torfason var um árabil
einn af forystumönnum Framsókn-
arflokksins í Skagafirði. Hann var
m.a. formaður Framsóknarfélags
Sauðárkróks, fulltrúi í miðstjórn og
bæjarfulltrúi á Sauðárkróki.
Sighvatur var mikill ágætismaður
sem hafði ákveðnar skoðanir á mönn-
um og málefnum, maður sem var
mikill húmoristi en jafnframt maður
sem við sem yngri erum gátum leitað
ráða hjá af fullri alvöru og hrein-
skilni.
Að leiðarlokum vil ég þakka Sig-
hvati fyrir hans óeigingjarna og far-
sæla starf fyrir okkur framsóknar-
menn í Skagafirði. Ég vil jafnframt
senda samúðarkveðjur til eftirlifandi
eiginkonu hans, Sigurlaugar Páls-
dóttur, barna, tengdabarna og
barnabarna.
Sigurður Árnason.
Í dag er jarðsunginn frá Sauðár-
krókskirkju, Sighvatur Torfason,
fyrrverandi kennari á Sauðárkróki,
góður og einlægur vinur minn og fjöl-
skyldu minnar.
Þegar ég sest niður til að setja á
blað nokkur kveðju- og þakkarorð
koma í hug minn ljóðlínur úr ljóði
frænda hans Stefáns frá Hvítadal,
þar sem segir:
Það kveða við klukkur í fjarska,
það kalla mig dulin völd.
Nú heyri ég hljómana blíða
ég hringist til guðs í kvöld.
Það fór fyrir Sighvati, sem fleirum,
að þurfa að takast á við illvígan og
erfiðan sjúkdóm. Baráttan var erfið
en hann stóð, eins og ætíð, á meðan
stætt var. Eftir standa góðar minn-
ingar um mætan mann.
Þegar mér bárust fregnir af and-
láti vinar míns sat ég klökkur um
stund, leit yfir farinn veg, en leiðir
okkar Sighvatar hafa legið saman frá
árinu 1966, er hann flutti með fjöl-
skyldu sína til Sauðárkróks og við
urðum nágrannar í Suðurgötunni í
mörg góð ár.
Ævistarf Sighvatar var kennsla.
Hann var einstaklega góður kennari,
börnin voru hans og hann þeirra.
Margt barnið, unglingurinn og for-
eldrið eiga Sighvati mikið að þakka,
ekki bara sem fræðara heldur einnig
sem vinar og málsvara.
Hann var góður fjölskyldumaður
og naut þess mjög að ganga með
barnabörnunum, sýna þeim um-
hverfið og fræða.
Sighvatur var sannur samvinnu-
maður og mikill félagsmálamaður.
Hann sat í stjórn Framsóknarfélags
Skagafjarðar og var formaður þess
um skeið. Hann sat einnig í bæjar-
stjórn Sauðárkróks og skilaði þar
sem annars staðar góðu verki. Öll
stjórn var örugg í hans höndum.
Minningin geymir margar góðar
og glaðar stundir sem við áttum sam-
an.
Sighvatur var tilfinningamaður,
vel lesinn, ljóðelskur og átti mjög létt
með að yrkja. Ég trúi því að hann
hefði fremur orðið skáld en hagyrð-
ingur ef hann hefði lagt skáldskapinn
fyrir sig. Hann flíkaði ekki þessum
hæfileikum sínum, en vafalaust leyn-
ast í fórum hans margar perlur.
Með söknuði þakka ég fyrir sam-
fylgd, vináttu og holl ráð og bið eilíf-
an Guð að vernda og styrkja fjöl-
skylduna og ástvini alla.
Ég kveð Sighvat vin minn með orð-
um frænda hans frá Hvítadal
Nú get ég lofað lífið,
þótt lokist ævisund.
Ég hef litið ljómann
og lifað glaða stund.
Stefán Guðmundsson.
Við kveðjum í dag kæran félaga.
Við fráfall Sighvatar Fanndal
sækja margar hlýjar minningar að
okkur, sem áttum með honum gef-
andi samstarf og gleðistundir í dags-
ins önn, árum, jafnvel áratugum sam-
an, í Barnaskólahúsinu við
Freyjugötuna. Sighvatur var traust-
ur félagi, ábyrgur og farsæll í starfi
og vel liðinn, bæði af nemendum og
samstarfsfólki. Hann var dulur um
eigin hagi og flíkaði lítt tilfinningum
sínum en okkur var þó öllum ljóst að
undir hrjúfu karlmennskuyfirborði
bjó listræn, hlý og viðkvæm sál.
Næmt brageyra hans og hárfínn
húmor náðu að fanga ýmis skemmti-
leg tilefni og atvik og fella í stuðla og
höfuðstafi á eftirminnilegan hátt.
Hann fór þó dult með kveðskap sinn,
kvað hann ómerkilegan og ekki til að
hafa yfir nema einu sinni. Margir
leituðu til hans eftir ljóði við hátíðleg
tilefni. Hann varð jafnan vel við slík-
um beiðnum. Ljóðin hans hafa því
víða verið flutt á mannamótum og
yljað eins og að var stefnt. Er full
ástæða til að safna saman og halda til
haga því efni, sem eftir hann liggur í
bundnu máli. Það yrði góður fengur
fyrir þá sem unna blæbrigðum máls-
ins í vel kveðinni vísu og fallegu ljóði.
Hann hvatti mjög til vísnagerðar
og var oft hlegið að misvel heppn-
uðum tilraunum okkar hinna, sem
auðvitað komust aldrei í hálfkvisti við
hans kveðskap.
Hann hafði fastmótaðar skoðanir
og lá ekki á þeim, ef svo bar undir.
SIGHVATUR FANN-
DAL TORFASON