Morgunblaðið - 04.09.2004, Page 40
MINNINGAR
40 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Arnheiður Guð-finnsdóttir fædd-
ist á Patreksfirði 31.
janúar 1931. Hún lést
á gjörgæsludeild
Landspítala Fossvogi
23. ágúst síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru hjónin Guð-
finnur Einarsson, f. á
Lambleiksstöðum á
Mýrum A-Skafta-
fellssýslu 29.8. 1883,
d. 30.7. 1949, og
Markúsína Áslaug
Markúsdóttir, f. á
Króki á Rauðasandi
20.10. 1905, d. 4.12. 1987. Systkini
Arnheiðar eru Bára, f. 15.9. 1927,
d. 28.10. 1940, og Páll, f. 16.12.
1928, kona hans var Nanna Sörla-
dóttir, f. 10.5. 1931, d. 15.9. 1998,
þau eiga þrettán börn. Arnheiður
átti tvö hálfsystkini samfeðra, Pál
og Hólmfríði, sem bæði fluttust
ung út til Kanada með móður
sinni og létust bæði þar.
Arnheiður giftist 17.7. 1958
Bergsveini Guðmundssyni, f. 8.6.
1936, þau skildu.
Hinn 11.2. 1972 gift-
ist Arnheiður Jóni
Pedersen, f. 18.10.
1935. Hann er sonur
hjónanna Herberts
Petersen sem er lát-
inn og Mattheu
Kristínar Petersen,
f. 23.5. 1904, og lifir
hún tengdadóttur
sína.
Arnheiður lauk
ljósmæðranámi frá
Ljósmæðraskóla Ís-
lands 1952. Hún
vann við Sjúkrahús
Patreksfjarðar til 1954 er hún fer
til Reykjavíkur og vinnur á Land-
spítala og Landakoti en lengst af
sínum starfsferli vann Arnheiður
á mæðradeild Heilsuverndar-
stöðvar Reykjavíkur þar til hún
hætti störfum sökum aldurs.
Fljótlega eftir það fluttu þau hjón-
in til Patreksfjarðar.
Útför Arnheiðar fer fram frá
Patreksfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Elsku frænka, þá er kallið komið,
að mér finnst alltof fljótt, þú sem
varst svo ánægð að vera komin aft-
ur heim í fjörðinn þinn fallega. Eins
og þú sagðir þá gastu setið við eld-
húsgluggann og horft út fjörðinn og
rifjað upp bernskuárin þín hér. Þú
og Nonni voruð dugleg að fara út í
náttúruna í bíltúr í berjamó eða
veiða í Sauðlauksdal, stundum var
pabbi með í för, hann var svo
ánægður að þú og Nonni væruð
flutt hingað, hann beið með kaffi og
meðlæti á hverjum degi eftir ykkur
að koma í heimsókn og vil ég þakka
þér fyrir það hvað þú varst góð og
hugulsöm við hann. Ég veit að
Nonni heldur áfram að koma í
heimsókn en nú mun vanta hana
Heiðu þeirra og þín verður sárt
saknað. Ég var fyrsta barnið sem
þú tókst á móti eftir að þú útskrif-
aðist sem ljósmóðir, þú hélst mér
undir skírn og réðir nafni mínu
ásamt því að bjarga lífi mínu.
Mamma var heppin að eiga svona
góða mágkonu. Ég man þegar ég
var yngri, þá fékk ég að gista hjá
þér í Reykjavík og þú kynntir mig
alltaf sem litla ljósubarnið þitt. Við
systkinin vorum alltaf svo stolt af
þér og þegar að við systurnar fór-
um að eiga börn var oft hringt eða
farið til Heiðu frænku til þess að fá
upplýsingar og láta hana skoða sig
og átt þú nú þegar nöfn eins og t.d.
Páll Heiðar, Arnar og Arnheiður og
veit ég að þér fannst vænt um það,
því miður eignaðist þú aldrei þín
eigin börn en þú áttir alltaf mikið í
okkur öllum, þú varst alveg sér-
staklega barngóð kona. Það var
okkur öllum mikið áfall þegar að þú
veiktist svo skyndilega, ég veit að
amma, afi, Bára og mamma taka vel
á móti þér og vísa þér veginn í nýj-
um heimkynnum. Við komum til
með að aðstoða Nonna eins og þú
baðst okkur um því hann kemur til
með að sakna þín sárt.
Um leið og ég votta Nonna sam-
úð mína vil ég þakka honum hvað
hann reyndist Heiðu frænku ynd-
islegur og góður í gegnum árin,
einnig vil ég votta pabba samúð
mína sem og Möttu, Páli og Mörtu.
Hvíl í friði, elsku frænka.
Bára.
Elskuleg og kær svilkona mín
Heiða er látin, eftir stutta en erfiða
sjúkralegu á gjörgæslu Landspítala
– háskólasjúkrahúss, Fossvogi í
Reykjavík. Hennar létta og innilega
hláturs er sárt saknað. Heiða var í
eðli sínu glaðsinna og það sem snart
hennar hláturtaugar fékk tárin til
að streyma – ómögulegt var annað
en að hrífast með. Létt lund fleytir
fólki yfir margt. Hún kunni ógrynni
af skondnum og skemmtilegum
máltækjum, Heiða gat þessvegna
alltaf haft síðasta orðið, þar sem
hún gat sett punkt á eftir efninu
með hnyttnu orðafari eða máltæki.
– Hafsjór var hún, þegar röðin kom
að léttum og hnitmiðuðum, en einn-
ig spökum og alvarlegum fer-
skeyttlum sem gátu átt við hvaða
tækifæri sem var. Þessi léttu tilsvör
hennar gátu oft lyft þungum og
óþarfa þrasgjörnum samræðum
upp á efra og eðlilegra svið. Já létt-
leikinn er vörn gegn ýmsu og mik-
ilvægt að viðhalda honum. Líf
Heiðu var ekki alltaf dans á rósum
frekar en okkar allra mannanna
barna. Þá er gott að grípa til hlát-
ursins og hamingjuspiks bernsku-
áranna. Heiða og Jón mágur minn
voru tiltölulega nýflutt til fæðingar-
og bernskubæjar Heiðu – Patreks-
fjarðar. Þar áttu þau hlýlegt og fal-
legt einbýlishús, á fallegum stað í
bænum, með útsýni yfir „fjörðinn
minn“, eins og Heiða orðaði það. Já,
Heiða var komin heim þar sem hver
þúfa og steinn vöktu upp ljúfar
æskuminningar frá tímum foreldra
og vina. Patreksfjarðarbær var
bærinn hennar Heiðu, þar sem
flestir ættingjar hennar, bróðir,
bræðrabörn og bróðurbarnabörn,
makar og fjölskyldur búa. Jón og
Heiða áttu ekki börn, en mikið var
af börnum í kringum þau. Sonum
okkar tveimur, Herbert og Hálf-
dani, voru þau Nonni og Heiða afar
góð og auðvelt var um samgang þar
sem vegalengd milli heimilanna var
ekki ýkja löng – allir á Stór-
Reykjavíkursvæðinu. Margar helg-
ar voru þeir fóstraðir eða fengnir að
láni og var þá gjarnan farið í úti-
legur og veiðiferðir. Jón kom þeim
upp á bragðið með stöngina á með-
an Heiða sat og prjónaði á þá peys-
ur. Það voru forréttindi að eiga
Nonna og Heiðu.
Eitt sinn stóðu synirnir vatns-
greiddir og í sjálfvöldum spariföt-
um á tröppunum og biðu eftir því að
þeir yrðu sóttir í helgarheimsókn af
þessu frændfólki sínu, þegar ungur
vinur og leikfélagi hleypur til þeirra
– snarhemlar og spyr, þegar hann
sér bræðurna svona uppáklædda og
fína „Hvert eruð þið að fara?“ –
Stolt svar – „Til Nonna hlanda og
töntu Heiju – Átt þú SVOLEIÐ-
IS?“ Já, það voru nefnilega forrétt-
indi að eiga SVOLEIÐIS.
Þetta eru góðar og gefandi minn-
ingar að ylja sér við. Fyrir allt
þetta og margt fleira vil ég að leið-
arlokum þakka minni kæru svil-
konu og sendi eiginmanni hennar
og mági mínum Jóni innilegar sam-
úðarkveðjur, sem og öllum öðrum
ættingjum og vinum. Hvíl í friði
elsku Heiða.
Marta María.
„Ég er ýmist betri eða verri, eftir
því hvernig mér líður.“ Þetta voru
með síðustu orðunum, sem ég
heyrði frá minni ágætu, fyrrum
barnapíu og síðan vini, Heiðu, er ég
átti símtal við hana í júlí síðast-
liðnum. En þá var ég að boða komu
mína til Patró áður en haustaði.
En margt fer öðruvísi en ætlað
er. Á þeim tíma, sem við höfðum
ætlað að njóta samveru á heimili
hennar á Patró, fæðingarstað okkar
beggja, barðist Heiða fyrir lífi sínu
á sjúkrahúsi í Reykjavík. Illskeytt
sýking hafði heltekið hana og ekki
varð við neitt ráðið.
Í þessu ívitnaða samtali sagði
hún einnig: „Við höfum það voða-
lega gott í aumingjaskapnum,“ og
átti þá við að heilsan hjá þeim hjón-
um væri kannski ekki alltaf eins og
bezt yrði á kosið og sagðist ekki
hafa verið nógu hress í sumar.
En báðar þessar tilvitnuðu setn-
ingar lýsa ákveðnum atriðum í
lyndiseinkunn hennar.
Þrátt fyrir mikla bjartsýni og já-
kvæðni stóð hún alltaf með báða
fætur á jörðinni. Hún var oft „þægi-
lega“ kaldhæðin í tali og hafði til að
bera þann góða eiginleika að vera
hreinskiptin. Og margar vísurnar
kunni hún, sem smellpössuðu oft
við umræðuefnið hverju sinni.
Harmar maður nú, að hafa ekki lát-
ið verða af ætlan sinni að skrá þær.
Það er hverjum manni mikil gæfa
að finna væntumþykju, skilyrðis-
lausa væntumþykju, ekki aðeins frá
foreldrum sínum og nánasta skyld-
fólki, heldur einnig frá óskyldu
fólki, sem maður kynnist á lífsleið-
inni. En þess urðum við, Gunnar
bróðir minn og ég, aðnjótandi frá
Heiðu hendi. Hún passaði okkur,
lítil börn á Patreksfirði, á fimmta
áratugnum og við áttum alltaf ein-
hvern heiðurssess í hjarta hennar
alla tíð síðan. Þótt hún hefði öðrum
hnöppum að hneppa en að passa lít-
il börn, þegar yngri systkini okkar
voru komin í heiminn, hafði hún
engu minni áhuga á velferð þeirra
en okkar eldri systkinanna. Og allt-
af talaði hún af mikilli virðingu um
foreldra okkar, Jóhönnu Ólafsdótt-
ur og Kristján Halldórsson, sem
látin eru fyrir mörgum árum.
Þegar Heiða var komin til
Reykjavíkur til náms í ljósmóður-
fræðunum, vorum við flutt þangað
og kom hún þá stundum að heim-
sækja okkur, en við bjuggum ekki
langt frá heimavist þeirra náms-
meyjanna í Ljósmæðraskólanum,
sem þá var staðsettur við hlið Fæð-
ingardeildarinnar.
Og mikið naut maður þess að fá
að fara með henni í „spossitúra“,
því þá gaukaði hún að manni ein-
hverju smá nammi og þótti manni
einna mest varið í tyggjóið í þá
daga. Aldrei man ég eftir henni þá
öðruvísi en glaðri og kátri, syngj-
andi eða raulandi nýjustu slagara
þess tíma og alltaf tengi ég „Litlu
fluguna“ hans Fúsa við hana. Sá
texti festist í minninu við að hlusta
á Heiðu.
Hún giftist frænda okkar, Berg-
sveini Guðmundssyni, og tengdist
þá enn meira fjölskyldunni og þrátt
fyrir að þeim auðnaðist ekki að
ganga æviveginn saman, breytti
það engu um samskipti hennar við
fjölskyldu okkar.
Seinni maður hennar er Jón Ped-
ersen, mikill sómamaður, sem borið
hefur hana á höndum sér, eftir að
heilsu hennar fór að hraka hin síð-
ari ár.
Þótt það hafi atvikast svo, að hún
tæki ekki á móti neinu af mínum
börnum, þá varð ég samt aðnjót-
andi hennar líknandi handa. Þegar
erfiðleikar urðu við brjóstagjöf eftir
fæðingu eldri dóttur minnar, kallaði
móðir mín á Heiðu til hjálpar og
kynntist ég þá hversu mjúkhent
hún var og nærfærin í þessum hluta
starfa ljósmæðra.
Vegna búsetu minnar úti á landi í
meira en tvo áratugi var minna um
samskipti en ella hefði orðið. En
eftir flutning suður, urðu þau meiri
og ánægjulegri sem aldrei fyrr. Aft-
ur varð síðan vík á milli vina, þegar
þau hjónin tóku ákvörðun um að
flytja úr Kópavoginum og til Patró.
– En í samtölum okkar kom fram
hversu vel hún naut þess að vera
komin aftur heim.
Vart hefur nokkur manneskja,
mér óskyld, gefið mér betri verald-
lega gjöf, gjöf þar sem væntum-
þykja og góður hugur stóð að baki.
Þau hjónin gerðu sér sérstaka ferð
til Neskaupstaðar fyrir nokkrum
árum, til að færa mér hlut, – ferm-
ingargjöfina, sem foreldrar mínir
gáfu Heiðu á sínum tíma. Og hún
færði mér hana með þeim orðum,
að nú gæti farið að síga á seinni
hluta ævi sinnar og hún vildi að
þetta kæmist í réttar hendur áður
en hún kveddi.
Það má segja að maður hafi alltaf
verið þiggjandi í samskiptunum við
hana Heiðu mína. Þökkum við
systkinin og okkar fjölskyldur fyrir
alla hennar velvild og vináttu og
vottum Jóni og öðru skyldfólki okk-
ar dýpstu samúð.
Megi hún hvíla í friði.
Guðríður, Gunnar, Hanna
Karen og Ólafur Barði.
Heiða frænka var glaðlynd, opin
og tilfinningarík manneskja. Þegar
við hugsum til hennar dettur okkur
fyrst í hug brosið hennar bjarta, hlý
orð og þétt faðmlag. Heiða var þeim
dýrmæta eiginleika gædd að sjá
alltaf björtu og broslegu hliðarnar á
lífinu. Henni fylgdi því viss léttleiki
sem smitaði út frá sér til allra sem
umgengust hana. Heiða frænka var
glæsileg og vel menntuð kona.
Henni varð ekki barna auðið en
bróðurbörnin nutu gæsku hennar
og væntumþykju sem væru þau
hennar eigin og seinna börnin okk-
ar líka.Heiða fylgdi Jóni sínum eftir
í veiðiferðum og það var líf þeirra
og yndi að ferðast um á húsbílnum.
Meðan Jón veiddi sat Heiða í bíln-
um og las eða tíndi ber.
Æskuslóðirnar voru Heiðu alltaf
hugleiknar.
Enginn slítur þau bönd,
sem hann er bundinn heimahögum
sínum. Móðir þín
fylgir þér á götu, er þú leggur af stað
út í heiminn,
en þorpið fer með þér alla leið.
Svo kvað skáldið og Patreksfirð-
ingurinn Jón úr Vör. Langþráður
draumur hennar rættist þegar þau
hjónin fluttust vestur á Patreks-
fjörð. Þó að Heiða hafi aðeins feng-
ið að njóta þess í tæp þrjú ár að
dvelja í faðmi fjarðarins kæra og í
nálægð við fjölskylduna sína fyrir
vestan, þá er víst að þau ár voru
henni með þeim dýrmætustu í líf-
inu. Það er til marks um ást og
tryggð Jóns að hann gerði henni
kleift að láta drauminn rætast og
fylgdi henni vestur eins og hún
fylgdi honum í veiðiferðirnar. Á
Patró höfðu þau alltaf nóg fyrir
stafni. Það var bróður hennar ekki
síst mikils virði að fá þau í nágrenn-
ið og njóta félagsskapar þeirra.
Ófáar ferðir fóru þau þrjú saman
inn á Barðaströnd og komu við í
Selinu til að hella uppá könnuna og
borða nestið sem Heiða passaði
alltaf upp á að hafa meðferðis.Við
geymum allar dýrmætu minning-
arnar um Heiðu frænku með okkur
og erum þakklát og rík í hjartanu
fyrir að hafa átt hana að.
Kæri Jón, við vottum þér okkar
innilegustu samúð og þökkum þér
fyrir elsku þína og umhyggju við
Heiðu frænku á umliðnum áratug-
um.
Blessuð sé minning Heiðu okkar.
Einar og Harpa.
Elsku Heiða frænka.
Þau sitja alltaf í minningunni
orðin sem þú sagðir við mig fyrir
næstum 14 árum þegar ég var
nýbúin að eiga hana Kristínu mína:
„Það er ekki sjálfgefið að eignast
barn og hvað þá heilbrigt barn.“
Mér verður oft hugsað til þessa því
þarna talaði kona sem vissi hvað
hún var að segja. Það var alltaf svo
gaman að hitta þig og Jón eða
heyra í þér í síma. Við gátum hlegið
og hlegið, þú að spyrja hvort ég
hefði heyrt þennan brandarann eða
hinn.
Elsku Jón, ég veit að minning
Heiðu verður okkur systkinunum
öllum sem ljós í minningunni. Þín
frænka
Nanna.
Jæja, elsku Heiða mín, ekki datt
mér í hug að ég þyrfti að fara að
skrifa minningargrein um þig svona
snemma en það koma nú nokkrar
skemmtilegar minningar upp í huga
minn. Eins og að þú varst vön að
kalla mig Sigríði stórráðu. Manstu
þegar við fórum í bæjarferðina, ég,
þú, Arnar minn og Hjördís Ósk
frænka okkar. Við fórum í Quelle að
skoða föt, þú sagðir að Nonni þinn
væri svo duglegur að kaupa á þig
þar, svo fórum við á McDonalds og
fengum okkur í svanginn og töluð-
um mikið og hlógum og ég veit að
Arnar og Hjördís skömmuðust sín
mikið fyrir okkur. Svo enduðum við
bubbulínurnar á því að taka rúnt
niður Laugaveginn og fá okkur
stóran og mikinn ís. Fyrir rúmum
13 árum ætlaði ég að gleðja þig og
yngja þig upp. Ég var komin einar
19 vikur á leið og þurfti þess vegna
að koma til Reykjavíkur í sónar. Ég
færði þér fréttirnar vegna þess að
ég var alveg viss um að þetta væri
nú stelpa og átti hún að fá nafnið
þitt. Þar sem þú varst ljósmóðir
vildir þú endilega koma með mér í
sónar. Það var gaman að fylgjast
með þér þegar ljósmóðirin var að
útskýra allt þetta á sjónvarpsskján-
um fyrir þér, vegna þess að þú
hafðir bara unnið með gömlu góðu
hlustunarpípunum, ekki komið ná-
lægt sónartæki. Allt í einu sagðir
þú: Ekki er þetta litla hvíta þarna á
stelpum? Ó, nei var þetta þá ekki
strákur, þannig að við urðum að
stytta nafnið þitt og gefa honum
nafnið Arnar.
Seinna fékkstu litla, já, pínulitla
nöfnu sem þér þótti mikið vænt um.
Ekki get ég sleppt því að láta þess
getið hvað þér þótti gaman að
bröndurum, að ég tali nú ekki um ef
þér þótti þeir vera obbulítið … þú
veist. Ég veit að þú skrifaðir mikið
af þeim niður í bók og oft hefur nú
verið hlegið á Heilsuverndarstöð-
inni þar sem þú vannst eiginlega
allt þitt líf.
Jæja, elsku Heiða mín, ég og
strákarnir mínir þökkum þér fyrir
allt og megi guð vera með þér.
Þín frænka
Sigríður stórráða.
ARNHEIÐUR
GUÐFINNSDÓTTIR
Elsku Heiða tanta, þú
varst alltaf svo góð og
skemmtileg. Nú ertu komin
til Guðs.
Lára Kristín og
Andrea Rut.
HINSTA KVEÐJA
Eiginmaður minn, faðir okkar, bróðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
GUNNAR G. SCHRAM
prófessor,
Frostaskjóli 5,
sem lést sunnudaginn 29. ágúst, verður jarð-
sunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðju-
daginn 7. september kl. 13.30.
Elísa St. Jónsdóttir,
Valgerður Gunnarsdóttir, Bjarni Daníelsson,
Jón Gunnar Schram, Laufey Böðvarsdóttir,
Kári Guðmundur Schram, Íris Huld Einarsdóttir,
Þóra Björk Schram, Gunnar Rafn Birgisson,
Kristján Schram, Elizabeth J. Nunberg,
Margrét G. Schram, Helgi Hallgrímsson,
barnabörn og barnabarnabörn.