Morgunblaðið - 04.09.2004, Qupperneq 44
44 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÞEGAR Keflvíkingar efna til „Ljósanætur“, uppljóma Bergið,
varpa birtu á fortíð og flóðlýsa samtíð er við hæfi að minnast
liðinna daga og hyggja að fræðslumálum í fámennu samfélagi á
löngu liðinni tíð. Mér rennur blóðið til skyldunnar. Faðir minn,
Pétur Guðmundsson, var kennari á Suðurnesjum. Ráðinn af
séra Oddi Gíslasyni, frægum klerki í Grindavík, forgöngumanni
slysavarna, þeim er vann sér til frægðar að ræna brúði sinni.
Jens prófastur Pálsson, Útskálaprestur, stóð einnig að þeirri
ráðningu. Að liðnu einu ári í Grindavík, þar sem Pétur hlaut
einróma lof foreldra og stjórnvalda fyrir kennslu, sóttust Kefl-
víkingar eftir starfskröftum Péturs og var hann ráðinn kennari
í Keflavík haustið 1890 og kenndi þar allt til ársins 1893.
Í skólaskýrslu, sem Pétur ritar og varðveitt er á Þjóð-
skjalasafni, kemur fram að skólinn er settur 6. dag október-
mánaðar 1890 í Góðtemplarahúsinu, en þar hafði skólanefndin
tekið eitt herbergi á leigu til barnakennslu.
Gott þykir mér að sjá hvað faðir minn segir um framburð. „Í
þessum tímum voru þau (börnin) látin stafa öll erfið orð utanað
og ríkt gengið eftir að láta þau bera skýrt fram.“
Skólinn var settur af sóknarprestinum séra Jens Pálssyni.
Séra Jens var þjóðkunnur fyrir afskipti sín af landsmálum.
Hann var eindreginn bindindismaður, skáldmæltur. Sálmur
hans: „Signuð skín réttlætissólin á Ísraelsfjöllum“ er birtur í
sálmabókinni. Í skólaskýrslunni er sagt að börn þau, sem
mættu þennan dag „voru 14 að tölu, hálfum mánuði síðar bætt-
ist eitt við og loks 2. janúar tvö, voru því börn þau er skólann
sóttu alls 17. Börn þessi voru á aldrinum frá 8–14 ára; öll fyrir
innan fermingu.“ Sökum takmarka, sem sett eru um lengd frá-
sagnar verður nú vikið að lokum skýrslunnar. Aðalpróf var
haldið í skólanum 6. og 7. apríl. Prófdómendur voru þeir séra
Jens Pálsson á Útskálum, héraðslæknir Þórður J. Thoroddsen
og Ögmundur kennari Sigurðsson til skiptis.
Þórður J. Thoroddsen, héraðslæknir, var faðir Emils Thor-
oddsens píanóleikara, Péturs læknis og fleiri systkina. Móðir
þeirra, Anna, var dóttir Péturs Guðjohnsens kennara, org-
anista og alþingismanns. Pétur Thoroddsen var nemandi í
yngri deild skólans.
Í minningarriti góðtemplara lýkur faðir minn lofsorði á Þórð
lækni og þakkar honum fyrir að hafa „neytt sig“ til þess að
ganga í stúku í Keflavík. Það var „Vonin“.
Tengdamóðir mín Anna Þorgrímsdóttir kenndi um skeið í
barnaskólanum. Einnig var hún símastúlka hjá Landsímanum
þar. Kona mín Birna var um hríð símastúlka hjá Sverri Júl-
íussyni. Hann var símstöðvarstjóri. Öndvegismaður, ljúfmenni,
sem vildi allra vanda leysa. Birna vitnaði oft í ummæli Sverris
er hann viðhafði á æskuárum, en þá var þröngt í búi á heimili
hans. „Sá saddi veit ekki hvað hinn svangi líður.“ Það rættist úr
hjá Sverri. Hann varð síðar þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
En orð hans eru enn í fullu gildi.
Margt kemur í hugann þegar Keflavík er á dagskrá: Þar voru
löngum háðar harðvítugar deilur. Kveðlingar og kvæðabálkar
birtust í blöðum. Frægt var kvæðið: „Það er komin kvörtun frá
Keflavíkurhreppi/ að þeir skuli ekki fá allir vist á Kleppi.“
En Keflavík var einnig höfn sem hafði beint samband við suð-
ræn lönd. Birna kona mín var alin upp hjá afa sínum, Þorgrími
lækni. Hún minntist þess oft þegar ítalskir og grískir sjómenn
komu að heilsa upp á gamla héraðslækninn. Þorgrímur læknir
talaði latínu við Ítalina en grísku við Grikkina. Þau tungumál
hafði hann lært í Latínuskólanum. Nanna litla Stefánsdóttir
Björnssonar, sparisjóðsstjóra, kom hlaupandi og sagði þegar
hún sá grísku sjómennina: „Það eru komnir Grikkjur í túnið.“
Vinnuhjúin í Læknishúsinu gátu sér orð. Sigga, Sigríður
Magnúsdóttir, var af ætt Hjörleifs sterka. Hún svipti upp hurð-
inni, útidyrum Góðtemplarahússins, í brunanum mikla. Dyrnar
opnuðust, það þótti þrekvirki og varð mörgum til bjargar.
Þegar Verkalýðsfélag Keflavíkur vígði samkomustað sinn
Félagshús var mér boðið, ungum manni, að vera við vígsluna.
Forstjóri þess var Torfi. Ég fór í bifreið ásamt Ásgeiri Ásgeirs-
syni síðar forseta og Jóni Axel, bróður mínum, en hann var þá
framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Ég var beðinn að
flytja ræðu á samkomunni, sem kveðju frá ungum jafn-
aðarmönnum. Samkoman lifir í minningunni. Það voru dugn-
aðarmenn sem að þessu stóðu.
Heill Keflvíkingum á Ljósanótt!
PÉTUR Thoroddsen fæddist 8.
ágúst 1884 í Þórukoti í Ytri-
Njarðvík, dáinn 4. mars 1957 í
Reykjavík. Foreldar hans voru
Þórður J. Thoroddsen, héraðs-
læknir og alþingismaður og Anna
L. Thoroddsen. Pétur var nemandi
í 2. deild barnaskólans. Á vorprófi
árið 1892 hlaut hann þessar ein-
kunnir: Biblíusögur 5, reikningur 5
1/3, lestur 5, réttritun 6, skrift 4
1/3. Aðaleinkunn: 5,20.
Pétur lauk læknaprófi árið 1911.
Hann var lengst héraðslæknir í
Norðfjarðarhéraði, rúman ald-
arfjórðung. Í Keflavík starfaði
hann sem læknir um skeið. Pétur
kvænist Valdimarsdóttur Davíðssonar, verslunarstjóra á
Vopnafirði.
KATRÍN Petersen var 6. í röðinni á
vorprófi 1891. Katrín var fædd 24.
október 1877 í Keflavík. Foreldrar
hennar voru Pétur Jakob Jóhanns-
son Petersen og Katrín Ill-
ugadóttir Petersen. Katrín var átt-
unda barn foreldra sinna. Hún var
systir Júlíusar Petersens, sem var
faðir Jakobínu Mathiesens í Hafn-
arfirði. Katrín giftist Guðmundi
Ólafssyni, netagerðarmanni. Egill,
sonur Katrínar og Guðmundar,
fórst með togaranum Sviða úr
Hafnarfirði 1941. Meðal afkom-
enda Katrínar er Eygló Bald-
ursdóttir, lyfjafræðingur. Katrín
fylgdi fast á eftir Sigríði Guðna-
dóttur í aðaleinkunn, hlaut 4,92.
SÓLON Einarsson var fæddur 11.
júní 1879 í Bursthúsum í Miðnes-
hreppi. Foreldrar hans voru Einar
koparsmiður og Þórunn Jóns-
dóttir. Sólon var kvæntur Petrún-
ellu Magnúsdóttur frá Hópskoti í
Grindavík. Sólon fórst með kútt-
ernum Geir 24. febrúar 1914. Hann
var stýrimaður. Sólon var nemandi
föður síns í Keflavík. Meðal afkom-
enda Sólons má nefna nafna hans,
Sólon Sigurðsson, bankastjóra KB
banka í Reykjavík. Sólon Ein-
arsson tók miklum framförum í
námi sínu í Keflavík. Honum tókst
að bæta einkunnir sínar í námi sínu
og hækka sig í einkunnum svo sjá
má að hann hefir stundað námið af kappi. Dóttir Sólons Ein-
arssonar var Júlíana Sigríður, eiginkona Theodórs Mathies-
sens læknis í Hafnarfirði.
GUÐJÓN Eyjólfsson var fæddur
22. september 1879 í Keflavík. For-
eldrar hans voru Eyjólfur Eyjólfs-
son Ólafsson og Ólöf Þórarins-
dóttir, bæði ættuð undan
Eyjafjöllum. Guðjón tók vorpróf
1891 og 1892. Kver, biblíusögur og
reikningur voru sterkustu fög
Guðjóns. Í öllum þeim greinum
fékk hann 5 og 5 1/3. Önnur fög
voru honum ekki jafn hugstæð.
Guðjón ber með sér létta lund og
góðvild. Þannig kemur hann þeim
fyrir sjónir er horfa á mynd hans í
Keflavíkurbók Mörtu Valgerðar og
Jóns Tómassonar. Kona Guðjóns
var Svanlaug Árnadóttir frá
Hrútatungu. Þau eignuðust fimm börn. Fjöldi mannvænlegra
afkomenda rekur ættir sínar til Guðjóns eyjólfssonar og Svan-
laugar konu hans. Meðal þeirra má nefna Ottó Guðjónsson,
læknir í Ameríku. Ekki má gleyma fjölda nafnkunnra Kefla-
víkinga, hörkuduglegum iðnaðarmönnum, framkvæmdastjór-
um og athafnamönnum.
GRÓA Bjarnadóttir var dóttir
Bjarna Bjarnasonar Borgfjörð.
Bjarni var virkur félagi í „Von-
inni“, góðtemplarastúku í Kefla-
vík. Hann var skósmiður. Hann
fór til Noregs árið 1897, síðar til
Ameríku. Skipið sem hann fór
með fórst árið 1898 á leið til Am-
eríku. Bjarni á fjölmarga afkom-
endur. Meðal þeirra Stefán Jök-
ulsson, kennara og
hljómlistarmann og útvarps-
mann. Gróa Bjarnadóttir var í
þriðja sæti nemenda á fyrr-
greindu prófi 1891. Kunnátta í
kveri og réttritun dró hana nið-
ur fyrir tvo pilta, Dagbjart og
Gísla Jóhannsson. Hún fékk 5,17 í aðaleinkunn. Gróa var
seinni kona Þorvarðs prentara Þorvarðssonar. Hún var
móðir Ólafs Kalstað Þorvarðssonar kaupmanns og for-
stjóra Sundhallar Reykjavíkur. nafnið Kalstað vísar til
Kalsstaða á Hvalfjarðarströnd. Gróa var stjúpmóðir Sig-
ríðar konu Einars Olgeirssonar. Nellý, systir mín, var í
vist hjá Þorvarði prentara og Gróu á heimili þeirra í
Reykjavík. Það var á dögum „hvíta stríðsins“ þegar Nath-
an Friedman, rússneskur drengur, var tekinn naðugur á
heimili Ólafs Friðrikssonar, ritstjóra Alþýðublaðsins. Við
matborðið hjá Þorvarði og Gróu urðu harðar deilur um
málið. Þorvarður og Nellý stóðu með Ólafi og drengnum
en Gróa og Kjartan stjúpsonur hennar með lögreglu og
hvítliðum. Gunnar útvarpsvirkjameistari var annar sonur
Gróu og Þorvarps. Árni Skúli Gunnarsson, læknir, er son-
ur Gróu og Þorvarps prentar. Nellý, systur minni, féll vel
í vist hjá þeim hjónum. Gróa var skartgefin kona og fríð
eins og sjá má.
DAGBJARTUR Einarsson, útvegs-
bóndi að Velli, síðar í Ásgarði í
Grindavík, f. 18. október 1876 í
Garðhúsum í Grindavík, d. 14. jan-
úar 1944. Dagbjartur var bráð-
skarpur námsmaður. Hann var
jafnvígur á allar námsgreinar sem
kenndar voru. Dóttir Dagbjarts var
Vilborg, eiginkona Peter Wige-
lund, skipasmiðs. Dætur þeirra,
Erla og Svala, báðar vel kunnar,
eiginkonur Kristjás hljómlist-
armanns og Steinþórs Steingríms-
sonar, píanóleikara. Pétur Krist-
jánsson, söngvari, er langafabarn
Dagbjarts. Til hans streyma óskir
og vonir þessa daga. Dagbjartur,
útvarpsmaður í Grindavík, var 7 ára þegar afi hans og nafni
féll frá. „Aldrei hefir annar eins söknuður búið í brjósti drengs
á þessum aldri og þegar ég missti afa minn,“ sagði Dagbjartur
er hann léði mér myndina til birtingar. Einkunnir Dagbjarts
við vorpróf 6.og 7. apríl 1891: Kver 5 2/3, biblíusögur 5, reikn-
ingur 5 2/3, lestur 5 2/3, réttritun 5 2/3, skrift 5. Dagbjartur
og Pétur kennari voru þremeningar. Eiginkona Dagbjarts var
Valgerður Guðmundsdóttir í Grindavík. Þau eignuðust 8 börn.
Þau voru: Vilborg Júlía Kristín, Guðrún, Margrét, Jóhanna,
Einar Jónsson, Guðmundur, Eiríka Ketilríður Katla, Valbjört,
Bryndís. Dagbjartur eignaðist dóttur með Sigríði Magn-
úsdóttur árið 1906. Hún hét Hrefna.
GUÐMUNDUR Helgi Þorvarðarson
var sonur Þorvarðar beykis Þor-
steinssonar og konu hans Ragn-
hildar Guðmundsdóttur. Guð-
mundur fæddist í Þorvarðarhúsi í
Keflavík 12. apríl 1879. Hann varð
verslunarmaður í Keflavík en síðar
kaupmaður í Reykjavík. Kona hans
var Nikólína Nikulásdóttir. Þor-
varður Helgason, mennta-
skólakennari, rithöfundur og leik-
ari er dóttursonur Guðmundar
Þorvarðarsonar. Guðmundur Þor-
varðarson var afbragðsnáms-
maður. Kverið dró hann niður í
einkunn. Þegar það er frátalið
hefði hann verið í hópi hinna
hæstu. Hann var 5. í röðinni, 4,92. Ári síðar við vorpróf 1892
hefir Guðmundur Þorvarðarson tekið sjálfan sig taki og bætt
einkunn sína. Þá fær hann 5,05 og er 3. í röðinni.
ERLENDSÍNA María Jónsdóttir var
fædd 7. nóvember 1880 í Keflavík.
Hún var dóttir Jóns Eiríkssonar og
Valdísar Erlendsdóttur. Maður Er-
lendsínu var Guðlaugur Guðnason
frá Berustöðum í Holtahreppi.
Sonur þeirra Erlendsínu og Guð-
leifs var Ragnar Guðleifsson, fyrsti
bæjarstjóri Keflavíkur. Erlendsína
tók próf vorið 1891 og árið 1892.
Hún fluttist úr 10. sæti í 8. sæti og
hækkaði úr 4,58 í 4,81. Erlendsína
lést 17. október 1960, tæplega átt-
ræð. Allir Keflvíkingar þekktu Er-
lendsínu og þá feðga Guðleif og
Ragnar að góðu einu. Ragnar varð
kennari um árabil og forystumað-
ur verkalýðssamtaka.
SIGRÍÐURGuðnadóttir var í 5. sæti
á vorprófi árið 1891. Ári síðar,
1892, er hún efst, þáf ær hún 5,29.
Hún var fædd í Langagerði,
Hvolshr., Ragnárvallasýslu, 5. mars
1881. Maður hennar var Helgi Jens-
son frá Stóra-Knarrarnesi á Vatns-
leysuströnd. Sigríður var síðar meir
oftast kennd við Skólann. Hún og
eiginmaður hennar, Helgi Jensson,
sjómaður, bjuggu í Skólanum með
fjölda barna sinna. Helgi var val-
inkunnur sjómaður og fræg skytta
að sögn. Ég minnist þess að kona
mín, Birna, sem alin var upp í
Læknishúsinu, sem síðar var nefnt
Kirkjulundur, sagði margar
skemmtilegar sögur af sonum Sigríðar og helga. Þær eru ófáar
sögurnar sem Birna mín sagði mér um ævintýri þeirra Adda og
Kobba í Skólanum. Allt lifnar það við og stígur fram á svið sög-
unnar þegar flett er sögu og skýrslum barnaskólans. Í sögu
Keflavíkur er eytt allmörgum blaðsíðum til þess að tíunda fjár-
hagsvandræði fólksins sem bjó í skólanum og rakið í smáat-
riðum. Annað efni hefði átt að sitja þar í fyrirrúmi. Meðal
margra áhugaverðra frásagna Birnu konu minnar eru gam-
ansamar frásagnir hennar af bræðrunum í „Skólanum“, Adda
og Kobba. Sögurnar eru á geisladiski og segulbandsspólum.
Hjónin, Sigríður og Helgi, sómdu sér vel á velli. Bjuggust þau
vel, snyrtileg og prúð og glöð í fasi og framkomu.
INGIBJÖRG Magnúsdóttir var 11. í
röðinni á vorprófi 1891. Hún fékk
4,54 í aðaleinkunn. Ingibjörg var
fluglæs og stóð sig vel í reikningi.
Ingibjörg var dóttir Magnúsar
Engilbertssonar og Önnu Þor-
bjargar Gísladóttur. Bróðir hennar
var Engilbert Magnússon, fæddur í
Gerðahreppi, síðar skipstjóri í
Reykjavík. Þau systkinin, Ingi-
björg og Engilbert, eignuðust
hvorugt afkomendur. Ingibjörg
Magnúsdóttir var bráðmyndarleg
eins og myndin ber með sér.
Þá voru 17 nemendur í skólanum
Höfundur er þulur.
Eftir Pétur Pétursson