Morgunblaðið - 04.09.2004, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 47
að þessi þróun er að nokkru leyti
slakri markaðssetningu að kenna,
en því til sönnunar þarf ekki annað
en að bera saman umfjöllun fjöl-
miðla um skák annars vegar og
brids hinsvegar um áratugaskeið.
Við ætlum í vetur að reyna að
blása til sóknar og efla tengsl B.R.
við fjölmiðla með því að tryggja
skilvirka umfjöllun um starfsemi
okkar í fjölmiðlum og á netinu. Fé-
lagir eru hvattir til þess að senda
inn áhugaverð spil eða forvitnileg-
ar fréttir sem reynt verður að
koma á framfæri í fjölmiðlum og/
eða á heimasíðu B.R. , en Ísak Örn
Sigurðsson mun halda utan um
þennan þátt. Hægt er að koma efni
á framfæri við einstaka stjórnar-
meðlimi eða í tölvupósti til stjorn-
@bridgefelag.is.
Við munum í þetta sinn ekki
póstsenda bréf og fréttir, heldur
koma öllu efni á framfæri í tölvu-
pósti. Reynt verður að hafa upp á
þeim sem ekki geta tekið við tölvu-
pósti og senda þeim efni upp á
gamla mátann. Það er því mik-
ilvægt að félagar láti okkur vita
um virk póstföng.
Keppnisgjald verður áfram það
sama og undanfarin ár, þ.e. kr.
700, en félagsgjald verður kr. 2000.
Þeir sem greitt hafa félagsgjaldið
fyrir áramót öðlast rétt til að taka
þátt í léttri verðlaunakeppni end-
urgjaldslaust. Reyndar stóð til að
gera þetta á síðustu vertíð en það
fórst fyrir, og hörmum við það –
gerum bara betur í þetta sinn.
Vart hefur orðið við að allnokkr-
ir bridsarar búa við svo krappan
kost að þeir ráða ekki við að greiða
fullt keppnisgjald. Það er auðvitað
sárt til þess að vita að sú sé raun-
in, og vill stjórn B.R. reyna að
koma til móts við þennan hóp með
því að bjóða upp á helmingsgjald
fyrir þá sem til greina koma. Þetta
gildir um alla námsmenn og aðra
þá sem sannanlega eiga lítið til
skiptanna. Þeim sem telja sig til
þessa hóps er boðið að snúa sér til
formanns sem tryggir afsláttinn
þegar við á. Jafnframt þessu munu
þeir félagsmenn sem teljast til lög-
giltra eldri borgara (þ.e. 67 ára og
eldri) greiða helmingsgjald.
Óreyndum spilurum verður nú
gefinn kostur á að velja sér „bak-
hjarl“ úr röðum stórmeistara B.R.,
þ.e. spilara sem leita má til með
spurningar eða vandamál, svo sem
viðeigandi atferli við spilaborðið,
kerfisfræði o.s.frv. Þeir sem áhuga
hafa á geta snúið sér til stjórnar
félagsins eða sent tölvupóst til
stjorn@bridgefelag.is.
Að lokinni vetrarvertíðinni verð-
ur krýndur „bronsstigameistari“
B.R. með viðeigandi verðlaunum.
Haustdagskrá
Bridsfélags Reykjavíkur
Spilamennska BR byrjar þriðju-
daginn 14. september. Haustdag-
skráin er með nokkuð hefðbundnu
sniði. Bryddað verður upp á nýju
spilaformi, stuttri Swiss-sveita-
keppni með stuttum leikjum. Spil-
að er í húsnæði BSÍ, Síðumúla 37.
Spilamennska byrjar kl. 19.30 á
þriðjudögum. Á föstudagskvöldum
er sem fyrr spilaður eins kvölds
Bridshátíð, sumarbrids
Helgina 11.-12. sept. næstkom-
andi ætlar Sumarbrids 2004 að
halda bridshátíð.
Dagskráin
Laugardagurinn 11. sept.:
Monrad barómeter, opinn
tvímenningur,
hefst klukkan 11:00 og lýkur
um kl 18:00.
Skráningarfrestur til kl. 22:00
föstud. 10. sept.
Sunnudagurinn 12. sept.:
Monrad sveitakeppni, 8 spila
leikir,
7 umferðir, einnig frá kl. 11:00
til 18:00.
Skráningarfrestur til kl.
10:45 sunnud. 12. sept
Skráning er hafin! Keppnisstjór-
arnir Björgvin Már (661-3249),
Ísak (822-7649) og Sigurbjörn
(695-2020) taka við skráningu,
einnig má skrá sig hjá BSÍ (587-
9360). Það verður tekið við skrán-
ingum, innan frests, á meðan hús-
rúm leyfir. Þátttökugjald í hvort
mót er 2 þús kr á spilara. Að sjálf-
sögðu verður spilað um silfurstig í
báðum mótum. Keppnisstjórar
munu glaðir hjálpa áhugasömum
spilurum að finna makker og/eða
sveitarfélaga, sé þess óskað.
Hefðbundinni sumarspila-
mennsku lýkur fljótlega, rúmlega
vika er nú eftir og allir hvattir til
að mæta og ná almennilegum loka-
hnykk. Efstu pör síðustu kvöld:
Þriðjudagur 24. ágúst
Helgi Jónsson - Helgi Sigurðsson 45
Halldór Svanbergss - Kristinn Krist. 29
Miðvikudagur 25. ágúst
1 Hlynur Angantýss - Herm. Friðriks 11
2 Helgi Samúels - Georg Ísaksson 8
Fimmtudag 26. ágúst:
Frímann Stefánsson - Páll Þórsson 22
Heimir Tryggvason - Gísli Tryggvas 19
Föstudagur 27. ágúst:
Jacqui McGreal - Mary Pat Frick 78
Valur Sigurðs - Kristján Blöndal 48
Sex sveitir spiluðu
miðnætursveitó:
Harpa Fold Ingólfs - Brynja Dýrborgar,
Baldur Bjartmars - Þórir Sigursteinsson.
Spilað er í sumarbrids fimm
kvöld í viku, mánudaga til föstu-
daga.
Síðasti spiladagur í sumar er 12.
september nk.
Bridsfélag Reykjavíkur
Vetrarstarf BR er að hefjast og
sendi Ísak Örn Sigurðsson blaða-
ftr. félagsins þættinum eftirfar-
andi pistil:
Þá fer vetrarvertíðin að byrja,
og vonandi með fullum krafti eins
og í fyrra. Haustdagskráin verður
með nokkuð hefðbundnum hætti,
nema hvað í stað board-a-match
keppninnar kemur „Swiss“ sveita-
keppni, þ.e. stuttir leikir í líkingu
við miðnætursveitakeppnina vin-
sælu.
Svo virðist sem bridsspila-
mennska hafi átt nokkuð undir
högg að sækja undanfarið, þótt
reyndar hafi ekki sést þess sláandi
merki hjá B.R. Það er nokkuð ljóst
tvímenningur með ýmsu sniði. Þá
hefst spilamennska kl. 19.00. Boðið
verður upp á þátttöku í verðlauna-
potti, og miðnætursveitakeppnin
verður á sínum stað. Tekið er við
skráningu í tölvupósti allt að
klukkutíma fyrir spilamennsku á
tölvupóstfangið keppnisstjori-
@bridgefelag.is
14. september til 28. september
Þriggja kvölda Hausttvímenning-
ur. Hefð er komin fyrir því að
byrja spilaárið á þessari keppni.
Spilaform er Monrad Barómeter
og fjöldi spila í umferð fer eftir
þátttöku.
5. október til 26. október
Swiss-sveitakeppni Spilaðir eru
7 spila leikir, 4 umferðir á hverju
kvöldi. Raðað er eina umferð fram
í tímann og spilað er um 6 vinn-
ingsstig í leik. Tekið skal fram að
notast er við
IMP-skalann og útreikningur
ekki miðaður við tvímenning.
2. nóvember til 23. nóvember-
hraðsveitakeppni. Ein vinsælasta
keppni BR á haustin.
Skipt verður í riðla eftir árangri
og hefur verið mikil keppni um að
detta ekki niður um riðil. Þegar
heim er komið er hægt að skoða
butlerinn á www.bridgefelag.is
30. nóvember til 14. des.
Cavendish-tvímenningur. Sama
spilaform og á Kauphallar- mótinu
sáluga. Skipt er eftir barómeter-
eða Monrad-formi eftir fjölda
para.
21. desember
Jólasveinatvímenningur.
30. desember
Minningarmót Harðar Þórðar-
sonar. Jólamót BR og SPRON.
Spilamennska byrjar kl. 17.00.
Spilaðar verða 11 umferðir, 4 spil í
hverri umferð. Fyrirkomulag er
Monrad Barómeter. Áætluð móts-
lok eru um kl. 23.00. Spilað er í
húsnæði BSÍ og tekið er við skrán-
ingu upp að 56 pörum.
Heimasíða BR:www.bridgefelag-
.is
Eldri borgarar
Kópavogi
Það var spilað á 7 borðum föstu-
daginn 27. ágúst og urðu úrslitin
þessi í N/S:
Oliver Kristófss. - Sæmundur Björnss.192
Júlíus Guðmundss. - Óskar Karlss.179
Ólafur Ingvarss. - Ragnar Björnss.169
A/V:
Heiður Gestsd. - Ingiríður Jónsd.188
Eysteinn Einarss. - Magnús Halldórss.187
Lilja Kristjánsd. - Einar Einarss.175
Regluleg vetrarstarfsemi Félags
eldri borgara hófst á ný í gær, 3.
september.
Sumarbrids
Efstu pör undanfarin kvöld:
Mánudagur 30. ágúst
Hermann Friðrikss-
Ísak Örn Sigurðsson 32
Friðrik Jónss-Jóhannes Guðmannsson 21
Þriðjudagur 31.ágúst
Vilhjálmur Sig. -
Sigurbjörn Haraldsson 43
Björn Friðriks-Sverrir Þórisson 31
Miðvikudagur 1. september
Hrafnhildur Skúlad-Jörundur Þórðars. 33
Unnar A. Guðm-
Jóhannes Guðmannsson 16
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Mercedes Benz S-420 árg. '92,
ek. 207 þús. 16" og 19" álfelgur.
Geislaspilari+kraftmagnari og 10
hátalarar. Hleðslujafnari og ABS.
Leðuráklæði. Reyklaus. Toppein-
tak. Skipti á dýrari jeppa. Uppl.
í síma 894 5759.
Mercedes Benz 190 E, 1,8, árg.
'91, ek. aðeins 120 þús. km.
Sjálfsk., topplúga, álfelgur. Að-
eins tveir eigendur frá upphafi.
Þjónustubók. Verð 750 þús. Ath.
skipti. Uppl. 897 9295.
Góður smábíll á fínu verði til
sölu. Skoda Felicia '98, 5 dyra,
ekinn ca 132 þús., beinskiptur,
1300 vél. Einungis til sölu fram
yfir helgi á 230 þús. staðgreitt.
Uppl. í síma 699 5575.
Fjölskyldubíll til sölu. Þessi frá-
bæri fjölskyldubíll er til sölu.
Áhvílandi bílalán - yfirtaka mögu-
leg. Nánari uppl. í síma 898 3310.
Chevrolet. Til sölu Camaro V8 5,7
l 1993, kraftmikill og mikið endur-
nýjaður, nýskoðaður. Tilboð eða
skipti. S. 868 4789.
Glæsileg ný kennslubifreið,
Subaru Impreza 2004, 4 wd.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
símar 696 0042 og 566 6442.
Coleman Cheyenne 10 feta felli-
hýsi til sölu. Verð 740.000. Ný
hljóðlát miðstöð, bremsur og
geymir. Uppl. í síma 567 5734 eða
895 5734.
Nýr Toyota Landcruiser 100
Til sölu Toyota Landcruiser 100,
bensín, 4,7, nýskr. 6/04, svartur,
grátt leður að innan, topplúga,
aukasæti, nýr bíll. Uppl. í Toyota-
salnum, 421 4888/899 0555.
Til sölu O. Astra, fallegur bíll,
árg. '99, bein sala eða skipti á
ódýrari.
Sími 690 7786 eða 421 7786.
Nissan Micra 5 dyra, beinsk.,
árg. '99, ek. 67 þús. Hvítur, vel
með farinn, m. útv/segulb. Sam-
læsing. Fjögur harðkorna vetrar-
dekk fylgja. Skoðaður '05. Reyk-
laus. V. 690 þús. Staðgr. 610 þús.
Uppl. í síma 698 7722.
Þarftu að auglýsa bílinn þinn?
Mundu eftir bílablaðinu á mið-
vikudögum. Auglýsing með mynd
á kr. 1.500. Komdu með bílinn og
við tökum myndina þér að kost-
naðarlausu. Pantanafrestur í bíla-
blaðið er til kl. 12 á þriðjudögum.
Auglýsingadeild Morgunblaðsins,
sími 569 1111. Netfang:
augl@mbl.is
mbl.is
FRAMKVÆMDASTJÓRN Kven-
réttindafélags Íslands hefur sent frá
sér eftirfarandi ályktun:
„Það er grundvallaratriði að æðsti
dómstóll þjóðarinnar sé jafnt skip-
aður konum og körlum. Hæstiréttur
Íslands hefur sætt nokkurri gagn-
rýni í þjóðfélaginu undanfarin miss-
eri vegna dómafordæma sinna í
ákveðnum málaflokkum og hefur því
verið fram haldið að þau fylgi ekki
réttarvitund almennings. Ef þess er
gætt að konur verði skipaðar í
Hæstarétt ekki síður en karlar má
ætla að þau sjónarmið sem byggt er
á við mat dómstóla endurspegli frek-
ar þau viðhorf sem eru almennt
ríkjandi í þjóðfélaginu.
Ef litið er til þeirra ágætu einstak-
linga sem gegna starfi hæstaréttar-
dómara í dag er ekki annað hægt en
að draga þá ályktun að miðaldra
karlar séu þeir sem teljast æskilegir
kandidatar í starf hæstaréttardóm-
ara af hálfu ríkisvaldsins. Stjórn
Kvenréttindafélags Íslands telur
hins vegar augljóst að slík einsleitni
hafi leitt til umrædds misræmis milli
dóma Hæstaréttar og réttarvitundar
almennings.
Í ljósi sögunnar eru sáralitlar lík-
ur á því að konur verði skipaðar í
starf hæstaréttardómara og það
þrátt fyrir ákvæði jafnréttislaga um
jafna möguleika kynjanna við stöðu-
veitingar. Dómsmálaráðherra ætti
því, frekar en að velja karl úr hópi
umsækjanda, að nýta hvert tækifæri
sem honum gefst til að skipa konu í
starf hæstaréttardómara til að bæta
það ójafna kynjahlutfall sem er til
staðar í Hæstarétti í dag.
Þá er rétt að minna á ákvæði jafn-
réttislaga þar sem segir að atvinnu-
rekandi skuli vinna markvisst að því
að jafna stöðu kynjanna á vinnu-
markaði, svo og innan fyrirtækja og
stofnana og er ríkisvaldið þar ekki
undanskilið.
Stjórn Kvenréttindafélags Íslands
telur að dómsmálaráðherra hafi
brotið ákvæði jafnréttislaga með
skipun hæstaréttardómara árið 2003
og hvetur til þess að sagan endurtaki
sig ekki. Stjórnin skorar því á dóms-
málaráðherra að velja konu í starf
hæstaréttardómara sem nú er laust.
Jafnframt skorar stjórnin á ríkis-
stjórn Íslands að standa við eigin
jafnréttisáætlun og gera, nú sem eft-
irleiðis, allt sem í hennar valdi stend-
ur til að koma á jafnri skipan kvenna
og karla í æðstu embætti þjóðarinn-
ar.“
Kvenréttindafélag Íslands
Æðsti dómstóll sé
jafnt skipaður
konum og körlum
KEPPT verður í steinakasti,
sleggjukasti með skafti, lóðkasti yfir
rá og staurakasti á alþjóðlegu Há-
landaleikunum sem fram fara á
Akranesi í dag. Leikarnir hefjast kl.
14, við skógræktina. Meðal þátttak-
enda verða
Wout Ziljstra Evrópumeistari í
Hálandaleikum og Colin Breyce frá
Skotlandi. Íslenska liðið skipa þeir
Auðunn Jónsson, Pétur Guðmunds-
son kúluvarpari, Óðinn Björn Þor-
steinsson kringlukastari, Kristinn
Óskar Haraldsson, Jón Valgeir Vill-
iams og Georg Ögmundsson, en auk
þess að hér sé um alþjóðlegt mót að
ræða er líka keppt um Íslandsmeist-
aratitil.
Alþjóðlegir Hálanda-
leikar á Akranesi
MINNINGARMÓT um
Guðmund Arnlaugsson,
fyrrverandi rektor
Menntaskólans við
Hamrahlíð og alþjóðleg-
an skákdómara, verður
haldið á morgun, sunnu-
daginn 5. september
klukkan 13, í Mennta-
skólanum við Hamra-
hlíð.
Tefldar verða sjö um-
ferðir tvöfaldar, tvisvar
sinnum fimm mínútur.
Þátttökugjald er 500 krón-
ur fyrir fullorðna en
ókeypis verður fyrir ung-
linga 16 ára og þá sem
yngri eru. Fyrstu verð-
laun eru 30.000 krónur,
samkvæmt upplýsingum
aðstandenda skákmótsins.
Skák
Minningarmót um
Guðmund Arnlaugsson