Morgunblaðið - 04.09.2004, Side 49

Morgunblaðið - 04.09.2004, Side 49
DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 49 Pétur Jónasson var nýlega ráðinn fram-kvæmdastjóri verkefnisins Tónlist fyriralla, en tilgangur þess er að kynna ís-lenskum grunnskólabörnum ólíkar teg- undir tónlistar sem þau læri að meta í skólum sín- um í lifandi flutningi fremstu listamanna. Tónlist fyrir alla er faglegt uppeldisstarf og reglubundinn þáttur í tónmenntar- og tónlistar- kennslu barna og unglinga. Þannig hafa margir af fremstu tónlistarmönnum Íslendinga verið í sam- starfi við kennara um tónleika og fræðslu og þátt- töku nemenda. Dagskrá Tónlistar fyrir alla er fjölbreytt og eiga allar tegundir tónlistar þar heima. Til þessa hafa klassísk tónlist, nútíma- tónlist, óperutónlist, djass, tangó, vísnatónlist, heimstónlist og barnalög verið flutt skólabörnum. Á hverju byggist Tónlist fyrir alla? „Segja má að hugmyndafræði verkefnisins byggist öll á fagurri hugsjón Jónasar Ingimund- arsonar píanóleikara um að hvert mannsbarn á landinu eigi rétt á að njóta fallegrar og lifandi tón- listar í hæsta gæðaflokki og fái þannig tækifæri til þess að kynnast tónlist í sinni bestu mynd. Í fáum orðum sagt verður þetta mitt stærsta hlutskipti, þ.e. að framfylgja þessum hugmyndum, og er mér það ljúft þar sem ég þekki vel af eigin raun þessa vinnu, þ.e. tónleikahald fyrir skólabörn. Ég tek við þessu starfi af mjög hæfri manneskju sem er Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari, en hún hefur gegnt starfinu undanfarin fjögur ár. Mér sýnist að meira en öðrum beri henni að þakka vöxt og við- gang þessa verkefnis á undanförnum árum.“ Hvert verður þitt helsta framlag í nýju starfi? „Ég hef hug á að víkka út starfsemina í tvenn- um skilningi – annars vegar að ná inn fjármagni til þess að hægt sé að fullnægja markmiðum Tón- listar fyrir alla, sem eru að hvert grunnskólabarn á landinu fái að hlusta á tvenna tónleika á ári af þessu tagi alla sína grunnskólagöngu. Hér vantar enn nokkuð upp á þótt markiðið færist nær með hverju árinu. Hins vegar mun ég leggja mikla áherslu á þró- unarstarfið, þ.e. að nýjar efnisskrár verði hann- aðar sem höfði æ meir til áhugasviðs barna, og er ég þá jafnt að tala um fræðslugildið sem tilfinn- ingalega upplifun, sem er jú kannski það mik- ilvægasta í þessu öllu saman. Ég mun sjá til þess að sem mest breidd verði í verkefnavali – allar tegundir tónlistar komi þar fram, fyrir utan það sem þau heyra alla daga. Ég er einmitt á leið til Kaupmannahafnar á stóra norræna hátíð sem helguð er skólatónleikum einvörðungu – þar fæ ég tækifæri til þess að hlusta á tugi tónleika sem samkvæmt dagskránni virðist spanna ótrúlegustu svið. Það verður gott veganesti inn í fyrsta vet- urinn í nýju starfi og er ég fullur tilhlökkunar.“ Tónlistarfræðsla | Nýr framkvæmdastjóri Tónlistar fyrir alla tekur til starfa Stefnir á þróun og útvíkkun  Pétur Jónasson fæddist í Reykjavík árið 1959. Hann lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum við Hamra- hlíð 1977 og einleikara- prófi á gítar frá Tón- listarskóla Garðabæjar sama ár. Þá tók hann burtfararpróf frá Estu- dio de Arte Guitarr- ístico í Mexíkóborg 1980 og hefur starfað á ýmsum sviðum ís- lensks tónlistarlífs síðan. Pétur er kvæntur Hrafnhildi Hagalín leikskáldi. Landshornaflakkarar á Skjá 1 LANDSHORNAFLAKKARARNIR Súsanna Svavarsdóttir og samstarfs- fólk hafa glatt mig og frætt um lands- byggðina í sumar. Ég vonast til að þættirnir verði endurfluttir. Kærar þakkir. Guðlaug Karvelsdóttir. Þakklæti fyrir menningarnótt ÉG vil koma á framfæri þakklæti fyr- ir menningarnóttina og eins senda Tedda þakkir, en hann var með varð- eld á Landsmiðjulóðinni á menning- arnótt og bauð upp á kaffi og kökur og þar var hann með listaverkin sín til sýnis, þar var margt skemmtilegt að skoða. Ánægður menningarnæturgestur. Hver á bókina? Á EINHVER bókina eftir Jón Múla, sem kom út í kringum 1980, sem hef- ur verið kölluð Djassbókin? Ef ein- hver getur útvegað mér þessa bók þá vinsamlega hafið samband í síma 588 2378, eða á netfangið: ssair@isl.is Stafræn myndavél tapaðist SAMSUNG Digimax 430 silfurlituð stafræn myndavél tapaðist á Menn- ingarnótt í miðbæ Reykjavíkur og er hennar sárt saknað. Annað hvort á eða í grennd við Lækjartorg eða á leiðinni upp að Óðinsgötu. Myndavél- in nýtist engum nema eiganda vegna þess að til að hægt sé að nota hana vantar alla fylgihluti. Skilvís finnandi vinsamlegast hafið samband við Guð- mund í síma 691 5945. Fundarlaun. Leðurjakki týndist LEÐURJAKKI týndist sl. föstudag á Kapital. Þetta er svartur mittis- jakki og er hans sárt saknað. Skilvís finnandi hafi samband í síma 694 2970. Fundarlaun. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Í TENGSLUM við frumsýningu á kvikmyndinni Gretti (Garfield) var haldin sérstök styrktarsýning fimmtudaginn 5. ágúst í Smárabíói fyrir Umhyggju – samtök langveikra barna á Íslandi. Íslandsbanki, einn af samstarfsaðilum myndarinnar, hafði veg og vanda af kynningu á sýningunni og seldist upp á mettíma. Allur ágóði af sýning- unni, 300 þúsund kr., rann óskiptur til Umhyggju. Brynhildur Magnúsdóttir hjá Íslandsbanka og Guðmundur Breiðfjörð fulltrúi Skífunnar, dreifingaraðila myndarinnar á Íslandi, afhentu Rögnu Marinósdóttur stjórnarformanni Umhyggju og Jóni Kristni Snæhólm hinn kærkomna fjárstyrk í höfuðstöðvum félagsins, Sjónarhóli, Háaleitisbraut 11–13. Morgunblaðið/Árni Torfason Grettir er umhyggju- samur köttur 1. d4 d5 2. Rf3 Rf6 3. c4 c6 4. Rc3 dxc4 5. a4 Bf5 6. Re5 Rbd7 7. Rxc4 Rb6 8. Re5 a5 9. g3 e6 10. Bg2 Bb4 11. O-O h6 12. f3 O-O 13. e4 Bh7 14. Be3 Rfd7 15. De2 Rxe5 16. dxe5 Rd7 17. Hfd1 De7 18. f4 Hfd8 19. Df2 f6 20. Ra2 fxe5 21. Rxb4 axb4 22. f5 Rf6 23. h3 Hxd1+ 24. Hxd1 Hd8 25. Hxd8+ Dxd8 26. Dc2 exf5 27. Dc4+ Kh8 28. Dxb4 Dd3 29. Kf2 Staðan kom upp í atskákmóti í Sao Paulo sem lauk fyrir skömmu í Brasilíu. Viswanathan Anand (2783) hafði svart gegn Giovanni Vescovi (2648). 29... f4! 30. gxf4 exf4 31. Df8+ Bg8 32. Bxf4 Dd4+ 33. Kg3 Dg1! 34. Kf3 Rxe4! 35. Be3 Dd1+ 36. Kf4? hvítur stæði einnig höllum fæti eftir 36. Kxe4 Dd5+ 37. Kf4 Dxg2 en textaeikurinn leiðir til máts. 36... g5+ 37. Kf5 hvítur hefði orðið mát eftir 37. Kxe4 Dd5#. 37...Dd7+ 38. Kg6 De6+ og hvítur gafst upp enda verður hann mát eftir 39. Kh5 Rg3#. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. ÞÝSKUNÁMSKEIÐ GOETHE ZENTRUM www.goethe.is 551 6061 Laugavegi 59, s. 551 8258. debbie bliss garn debbie bliss prjónabækur Nýtt Nýtt Póstsendum Leikfimi fyrir konur Leikfimin hefst 8. september Frjáls aðgangur í eftirtalda tíma Mánudaga kl. 10:05 - 11:00 Þriðjudaga kl. 17:35 - 18:30 Miðvikudaga kl. 10:05 - 11:00 Fimmtudaga kl. 17:35 - 18:30 Tilvalið fyrir þær sem vinna óreglulegan vinnutíma eða stunda vaktavinnu. Auk þess aðgangur að tækjasal að vild. Leiðbeinendur: Ásta Vala Guðmundsdóttir og Erna Kristjánsdóttir, lögg. sjúkraþjálfarar. Erum komin í nýtt og stærra húsnæði. Skráning í síma 587 7750 Nánari upplýsingar www.sstyrkur.is Erna Kristjánsdóttir sjúkraþjálfari Sjúkraþjálfun Styrkur • Stangarhyl 7 • 110 Reykjavík Ásta Vala Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari RANGLEGA var hermt í dálkinum Staður og stund í Morgunblaðinu í gær að Guðbergur Bergsson flytti fyrirlestur um Kenjarnar eftir Goya í Hafnarhúsinu í dag. Hið rétta er, að fyrirlestur Guðbergs verður sunnu- daginn 19. september klukkan 15. LEIÐRÉTT Röng dagsetning FORSALA miða á sögulega endurkomutónleika ísfirsku hljóm- sveitarinnar Grafíkur í Austurbæ fimmtudaginn 9. september er haf- in. Miðar eru seldir á Hard Rock Café og á concert.is. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af því að tuttugu ár eru liðin síðan platan Get ég tekið cjéns kom út. Hljómsveitin var ein sú áhrifa- mesta á 9. áratug síðustu aldar og reis velgengni hennar hvað hæst með vinsældum laga eins og „1000 sinnum segðu já“, „Sextán“ og „Húsið og ég“ – en þau er öll að finna á Get ég tekið cjéns sem kom út fyrir jólin 1984. Grafík lék á tvennum tónleikum á Ísafirði í sumar og komust þá færri að en vildu. Vegna fjölda áskorana var því ákveðið að halda tónleika á höfuðborgarsvæðinu en aðeins verða haldnir þessir einu tónleikar í Austurbæ. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Concert ehf. Tónleikar | Grafík í Austurbæ Forsala hafin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.