Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.09.2004, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert mjög listhneigð/ur og hefur gaman af hvers konar handverki. Dag- urinn í dag hentar sérstaklega vel til að hefjast handa við nýtt verkefni. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ert mjög ástríðufull/ur þessa dag- ana. Láttu þá/þann sem þú elskar vita af tilfinningum þínum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ættir að leggja þig fram um að bæta samskiptin innan fjölskyldunnar í dag. Mundu að það kemur upp neikvæðni í öllum fjölskyldum og að það skiptir höfuðmáli hvernig unnið er úr henni. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú hefur mikla þörf fyrir að segja ein- hverjum eitthvað í dag. Það er eins og þú þurfir að létta einhverju af hjarta þínu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú hefur eytt óvenju miklum peningum að undanförnu. Reyndu að sýna skyn- semi í eyðsluseminni og kaupa hluti sem endast. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það eru fjórar plánetur í merkinu þínu og brátt mun Merkúr bætast í hópinn. Þetta veitir þér bæði aukna orku og aukið sjálfstraust. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú þarft á ró og næði að halda til að ná jafnvægi. Leitaðu leiða til að vera ein/n með sjálfri/sjálfum þér í dag. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Forðastu að lenda í samkeppni við vin þinn eða vinkonu. Ef þú finnur til öf- undar skaltu minna þig á ástæðurnar fyrir því að þú valdir þér hann/hana að vini. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þetta er góður tími til aðgerða. Þú hef- ur mikinn metnað og átt auðvelt með að fá fólk til að hlusta á þig. Mundu að velgengni felst oft í réttri tímasetn- ingu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þetta er góður tími fyrir þig til að leggjast í ferðalög eða fara aftur í skóla. Þig einfaldlega þyrstir í fróðleik. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú hefur mikla þörf fyrir að bæta sjálfa/n þig þessa dagana. Þetta má að hluta til rekja til hrifningar þinnar á einhverjum öðrum og löngunar þinnar til að ganga í augum á viðkomandi. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Spenna í samskiptum þínum og maka þíns mun ekki skila þér neinu nema hugarangri. Þú ættir því að reyna að sitja á þér. Stjörnuspá Frances Drake Meyja Afmælisbörn dagsins: Eru stórhuga, skipulögð og hæfileikarík. Þau eiga spennandi ár framundan sem býður upp á fjölmarga möguleika. Þau þurfa því að velja hvaða leið þau vilja fara. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Gamalt stef. Norður ♠K103 ♥D98 N/NS ♦K76 ♣ÁD86 Vestur Austur ♠62 ♠ÁG987 ♥K75 ♥643 ♦8532 ♦Á94 ♣G1092 ♣73 Suður ♠D54 ♥ÁG102 ♦DG10 ♣K54 Tímaritið The Bridge World hefur komið út samfleytt frá árinu 1929, tólf tölublöð á ári. Uppsafnað efni er því mikið og margt sem komið er til ára sinna þolir vel endurbirtingu. Und- anfarin ár hafa ritstjórar tímaritsins tekið upp þann skemmtilega sið að endurbirta sígildar greinar sem náð hafa 50 ára aldri. Spilið að ofan er úr grein eftir John C. Stablein frá árinu 1954. Sagnir voru þessar: Vestur Norður Austur Suður -- 1 lauf 1 spaði 2 grönd Pass 3 grönd Pass Pass Pass Viðfangsefni Stableins er hið marg- fræga kapphlaup sóknar og varnar í þremur gröndum. Vestur kom út með spaðasexu og sagnhafi stakk upp kóng blinds til að verja tíuna. Vestur drap og skipti yfir hjarta, en sagnhafi vildi ekki hleypa vestri inn til að spila spaða, svo hann fór upp með ásinn og rak út tíg- ulásinn. Allt rétt reiknað – austur átti tígulásinn og vestur hjartakónginn, svo vörnin komst ekkert áleiðis við að frí- spila spaðann. Þetta kapphlaup vann sagnhafi, en það hefði farið á annan veg ef austur hefði verið með hjartakóng og vestur tígulás. Þá væri spilið dæmi um snilld- artilþrif í vörn. Eins og sjá má hefur spilatækninni lítið fleygt fram á 50 árum. Sagntækn- in er hins vegar betri. Ef suður doblar einn spaða (neikvætt, til að sýna hjarta), verður norður sagnhafi í þrem- ur gröndum, og hann þolir vel útspil í spaða upp í K10x. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Félagsstarf Félag eldri borgara, Reykjavík | Mánu- dagur: Brids kl. 13.00. Línudanskennsla kl. 18.00. Samkvæmisdansar framh. kl.19.00 og byrjendur kl. 20.00. Þriðjudagur: Skák kl. 13.00. Kl. 13–21. Framtíðarhópur Samfylkingarinnar | Op- inn morgunverðarfundur um stöðu jafn- réttismála og verðleikasamfélagið undir yfirskriftinni: Bakka í vörn eða sækja fram? verður haldinn í Iðnó laugardaginn 4. september kl. 11–13. Myndlist Saltfisksetur Íslands | Jón Adólf Stein- ólfsson mun opna sína fjórðu einkasýn- ingu í listsýningasal Salfisksetri Íslands í Grindavík. Nefnist sýningin Úr viðjum hafs og eru öll verkin unnin úr rekavið. Sýn- ingin verður opnuð fjórða sept. og lýkur 24. sept. Opið alla daga frá kl. 11 til 18. Kl. 14–18. Askalind 4 | Maria Antal sýnir málverk unnin upp úr mánaðardvöl í íslenskri nátt- úru. Skemmtanir Ari í Ögri | Dúettinn Halli og Kalli skemmta. Búálfurinn Hólagarði | Hermann Ingi úr Logum. Cafe Amsterdam | Hljómsveitin Sex Volt. Cafe Catalina | Sváfnir Sigurðarson trúbador spilar. Cafe Kósý Reyðarfirði | Hljómsveitin Sent spilar. Classic Rock | Hljómsveitin 5 á Richter heldur uppi stuðinu. Dubliner | Spilafíklarnir leika. Flugskýli Íslandsflugs | Papar spila. Gaukur á Stöng | Breakbeat.is Dom & Roland eitt stærsta númerið í Drum ’n’ Bass ásamt Dj Kalli, Dj Lelli og Dj Gunni Ew. Grand Rokk | Byltan með skrall á Grand Rokk. Húsið opnað kl. 23 og ætlar hljóm- sveitin Bob að hita upp. Aðgangur ókeyp- is. Hefst kl. 23.30. Hótel Örk, Hveragerði | Póstberarnir með djasstónleika. Hressó | Dj Valdi skemmtir á Hressó um helgina. Kaffi List | DJ Heidi. Kaktusinn | Hljómsveitin Sixties spilar. Klúbburinn við Gullinbrú | Brimkló leikur. Kringlukráin | Geirmundur Valtýsson og hljómsveit skemmta. Hefst kl. 23. Krúsin, Ísafirði | Hljómsveitin Hraun! fær- ir Ísfirðingum og nærsveitungum birtu og yl í formi fagurra tóna í kvöld. Andi meist- ara David Lynch mun svífa yfir vötnum í fögru umhverfi kjallara Alþýðuhússins. Laugavegur 22 | Dj. Palli Maus. Nasa | Diskó-hátíð Daddi Disco Hlynur Mastermix sjá um tónlistina. Odd-Vitinn | Hljómsveitin Smack, hljóm- sveitin Herecy hitar upp. Pakkhúsið, Selfossi | Hljómsveitin Spútn- ik spilar. Pravda | Dj Aki Pain á efri hæð. Rauða Ljónið | Hljómsveit Hilmars Sverr- issonar leikur fyrir dansi föstudags- og laugardagskvöld. Sjallinn, Akureyri | Stuðmenn spila. Stapinn, Reykjanesbæ | Í svörtum fötum spilar. Nánari upplýsingar á www.iSvortumFotum.is. Traffik | Atli skemmtanalögga. Tónlist Vélsmiðjan Akureyri | Stuðhljómsveitin SWISS spilar á megaballi um helgina. Það verður svo mikið stuð að fólk fer örvhent heim. Útivist Ferðafélagið Útivist | Útivist fer dagsferð á Högnahöfða sunnudaginn 5. september. Ekið upp á Miðdalsfjall að Rótasandi en þaðan verður gengið á fjallið. Leiðin af fjallinu liggur niður í Brúarárskörð, með Brúará og síðan Hrútá að sumarhúsa- byggðinni í Miðhúsaskógi. Verð 2.400/ 2.900 kr. Brottför kl. 9. Ferðafélagið Útivist | Útivist gengur um Brúarárskörð sunnudaginn 5. september. Brúará hefur grafið gljúfur og fellur í foss- um niður á undirlendið. Þetta gljúfur verð- ur skoðað og síðan haldið niður með Brúará og Hrútá að sumarhúsabyggðinni í Miðhúsaskógi. Verð 2.400/2.900 kr. Brottför frá BSÍ kl. 9. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar | Skóg- ræktarfélag Hafnarfjarðar stendur fyrir göngu um Kirkjugarð Hafnarfjarðar. M.a. verður reynt að finna stærstu og mark- verðustu trén. Mæting er við aðalinngang garðsins að norðanverðu. Skógræktarfélag Íslands | Opinn skógur í Sólbrekkum, við Seltjörn á Suðurnesjum 4. september milli kl. 17 og 19. Árni Mat- hiesen sjávarútvegsráðherra „opnar“ skóginn. Ávörp fulltrúa skógræktarfélag- anna, Olís og Alcan sem standa að verk- efninu. Dagskrá fyrir alla aldursflokka. Léttar veitingar. Rúnar Júlíusson sér um tónlistina. Allir velkomnir. Skógræktarfélag Reykjavíkur | Skóg- ræktarfélag Reykjavíkur stendur fyrir göngu í Heiðmörk. Bjarni Diðrik Sigurðs- son, skógarvistfræðingur hjá Rannsókn- arstöðinni á Mógilsá, leiðir gönguhópinn í náttúruskoðun og leit að sveppum. Safn- ast verður saman í Furulundi við Heið- arveg. Mannfagnaður Miðborg Reykjavíkur | 15 ára afmæl- ishátíð Dansskóla Jóns Péturs og Köru verður haldin í miðbæ Reykjavíkur laug- ardaginn 4. september kl. 13.00. Það verða ýmsar uppákomur bæði á Lauga- veginum og eins á Ingólfstorgi m.a. Jóki trúður, hljómsveitin Bardukha og marg- faldir Norðurlandameistarar í dansi. Reiðhöll Sörla | Hundaræktarfélag Íslands fagnar 35 ára afmæli sínu laugardaginn 4. september, með hátíð fyrir hunda og menn í reiðhöll Sörla í Hafnarfirði. Kynntir verða hundar af 40–50 tegundum. Einnig verður keppni meðal ungra sýnenda og sýnikennsla á vegum Hundaskólans. Nán- ari upplýsingar á www.hrfi.is. Kl. 10–17. Íþróttir Kajakklúbburinn | Í dag ráðast úrslit í Ís- landsmeistaramótum kajakmanna. Í flokki sjóbáta verða fyrstu flokkar í Hvammsvík- urmaraþoni ræstir kl. 9.30 frá Geldinga- nesinu. Í flokki straumvatnsbáta verður blásið til leiks kl. 13.30 undir gömlu Þjórs- árbrúnni. Staður og stund idag@mbl.is ÞAÐ verður „hrikaleg“ stemning við skógræktina á Akranesi á laugardaginn klukkan tvö þegar Wout Ziljstra Evrópumeistari í Hálandaleikum og Colin Breyce frá Skotlandi mæta til leiks á Hálandaleika ásamt fjölda annarra kraftamenna. Íslenska liðið á Hálandaleikunum skipa þeir Auðunn Jónsson, Pétur Guðmundsson kúluvarpari, Óðinn Björn Þorsteinsson kringlukastari, Kristinn Óskar Haraldsson, Jón Valgeir Villiams og Georg Ögmundsson. Þrátt fyrir að hér sé um alþjóðlegt mót að ræða er einnig keppt um Íslandsmeistaratitilinn. Keppt verður í steinakasti, sleggjukasti með skafti, lóðkasti yfir rá (25 kg), 12,5 kílóa lóð- kasti og að lokum keppt í staurakasti, en staurinn þarf að endasnúast. Frítt er inn á svæðið og allir velkomnir. Hrikalegir Hálendingar keppa sín á milli á Akranesi Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Stað og stund á forsíðu mbl.is. Meira á mbl.is Árnaðheilla dagbók@mbl.is 95 ÁRA afmæli.6. september nk. verður 95 ára Sig- urveig Guðmunds- dóttir, kennari í Hafnarfirði og fyrrv. formaður Kvenrétt- indafélags Íslands. Í tilefni dagsins tekur Sigurveig á móti gestum sunnudaginn 5. september frá kl. 17-19 í Hafnarborg í Hafnarfirði. Þeim sem vilja gleðja af- mælisbarnið er vinsamlega bent á að láta Jósefskirkju í Hafnarfirði njóta þess. Kt. 680169-4629, bnr. 0546-14- 100800.  6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 umönnunin, 8 krafturinn, 9 smábátur, 10 greinir, 11 stólpi, 13 dimm ský, 15 hali, 18 mótlæti, 21 kærleikur, 22 þyngdarein- ingar, 23 gerist oft, 24 veikur jarðskjálfti. Lóðrétt | 2 brytja í duft, 3 vekur máls á, 4 spaug, 5 gengur, 6 fréttastofa, 7 beitiland, 12 blóm, 14 am- boð, 15 munnfylli drykkjar, 16 lýkur upp, 17 skýjahulur, 18 spilið, 19 hamingja, 20 kylfu. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 grófs, 4 bólur, 7 staka, 8 rómum, 9 puð, 11 nótt, 13 arga, 14 eðlan, 15 full, 17 nasa, 20 æra, 22 liðug, 23 fangs, 24 rónar, 25 rýrar. Lóðrétt | 1 gisin, 2 ósatt, 3 skap, 4 borð, 5 lómur, 6 romsa, 10 uglur, 12 tel, 13 ann, 15 fílar, 16 lóðin, 18 asnar, 19 aus- ur, 20 Ægir, 21 afar. Gullbrúðkaup | Í dag, 4. september, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Solveig Thorarensen, framhalds- skólakennari og Sturla Eiríksson, for- stjóri. Þau fagna þessum tímamótum erlendis, en senda vinum og vanda- mönnum kærar kveðjur. 50 ÁRA afmæli. Ídag, 4. sept- ember, er fimmtug Sigríður Halldórs- dóttir, prófessor við Háskólann á Akur- eyri, til heimilis að Steinahlíð 8a. Eigin- maður hennar er sr. Gunnlaugur Garðarsson. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.