Morgunblaðið - 04.09.2004, Síða 51

Morgunblaðið - 04.09.2004, Síða 51
MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 51 Jarðvegsþjöppur, hopparar og keflavaltarar Sími 594 6000 Vetrarstarf Borgarleikhúss-ins hófst í gær með Nú-tímadanshátíð í Reykjavík.Guðjón Pedersen leik- hússtjóri segir vetrardagskrá leik- hússins mjög fjölbreytta og að verk- efnavalið ráðist af mörgum þáttum. „Fyrst og fremst er það mikil um- ræða hér innanhúss sem ræður verk- efnavalinu, en svo skjóta gamlir draumar líka alltaf af og til upp koll- inum; verk sem við höfum kannski ekki fundið rétta plássið fyrir á sín- um tíma, en svo kemur að því að stað- urinn og stundin eru komin. Fyrsta frumsýningin á stóra sviðinu er dæmi um þetta. Það er Héri Hérason eftir Coline Serrau. Þetta er verk sem við höfum lengi ætlað að setja upp, en ekki fundið réttu stundina fyrr en nú.“ Guðjón segir ekki endilega reynt að velja verkefni út frá þema eða fastri hugmynd, en þó æxlist það stundum þannig eftirá, að hægt sé að sjá sameiginlegan þráð í mörum verkanna. „Í vetur erum við til dæm- is talsvert að fjalla um fjölskylduna andspænis samfélaginu og Guð verð- ur líka mikið með okkur í vetur. En það er fleira; framhjáhald, ást, ter- rorismi, og ýmsar klassískar spurn- ingar sem við glímum við. Breiddin í verkefnavalinu sýnir sig í því að við erum að fjalla um mestu þjóðflutn- inga Íslandssögunnar, þegar þriðj- ungur þjóðarinnar flutti til Kanada, í Híbýlum vindanna á sama tíma og við erum að takast á við viðfangsefni úr samtímanum, eins og terrorismann og ýmsar hugmyndir um hann.“ Guð- jón segir að þegar við hugsum um terrorisma sjáum við gjarnan fyrir okkur flugvöll eða vígamenn sem búnir eru að loka börn inni í barna- skóla. „Presnyakov-bræðurnir rúss- nesku ákváðu hins vegar að kanna hvernig terrorismi hefur birst gegn- um aldirnar. Þá sjáum við að hann snýst ekki bara um hryðjuverka- menn sem drepa saklaust fólk, hann á sér dýpri rætur sem teygja sig víða, og langt aftur í mannkynssögunni.“ Fjölmörg samstarfsverkefni Samvinnuverkefni Borgarleik- hússins við sjálfstæð leikfélög eru mörg í vetur. Leikritið Svik er sett upp í samvinnu við Sögn, Á senunni og Leikfélag Akureyrar, sem einnig er í samvinnu við Borgarleikhúsið um uppfærsluna á Ausu Steinberg og Stólunum. Nýja Saumastofan er unn- in í samvinnu við Leikfélagið Tóbías og Crazy Gary’s Mobile Disco í sam- vinnu við Steypibaðsfélagið Stút. American Diplomacy kemur frá Hinu lifandi leikhúsi, Riðið inn í sólarlagið frá Kláusi, Paris at nigth er í sam- vinnu við Á senunni og Rómeó og Júlía í samvinnu við Vesturport og Íslenska dansflokkinn. Samstarf við slíka hópa er Borgarleikhúsinu hollt og hollustan er gagnkvæm mati Guð- jóns. „Það er okkur ljúf skylda að rækta sambandið við grasrótina, og mjög í anda Leikfélags Reykjavíkur. Þarna eru ungir leikhússstarfsmenn að stíga sín fyrstu skref og okkur er mjög ljúft að styðja við þá. Það er líka gott fyrir okkur að fá nýja hugs- un inn í svona stórt leikhús. Við erum alltaf að læra af þessu líka. Báðir að- ilar hagnast á reynslu, hugmyndum og öllum póstum þessarar samvinnu. Þetta hjálpar okkur líka við að upp- fylla þær kröfur sem borgarbúar gera til okkar um að í Borgarleikhús- inu eigi að vera allt litróf íslenskrar sviðslistar. Mörg þau tilboð sem við fáum um samvinnu eru mjög ögrandi, segir Guðjón og bætir því við að í vet- ur verði Litla sviðið nánast undirlagt af samstarfsverkefnum. „Við tökum stórt skref framávið í samstarfi okkar við Danshátíðina sem hefst nú um helgina, með því að bjóða hingað sænskum leikhópi með danssýningu sem heitir Things that Happen at Home. Stuttverkakeppnin er unnin í samvinnu við Bandalag ís- lenskra leikfélaga og samstarfsverk- efnin eru fleiri.“ Leikfélag Reykjavíkur á þó eftir sem áður drjúgan hluta dagskrár- innar í Borgarleikhúsinu. Nýtt verk, Segðu mér allt, eftir Kristínu Ómars- dóttur er þar á meðal. „Kristín kallar þetta balloon show (blöðrusýningu), og það er vel orðað hjá henni, því hún sér heiminn í gegnum mjög skemmtileg gleraugu. Þetta er verk um unga konu og lýsir því hvernig hún sér foreldra sína, sem eru á barmi skilnaðar. Hún er fötluð, og til að lifa af það líf sem hún lifir býr hún sér til draumaveröld með öðrum hjónum sem hún vildi kannski að foreldrar hennar líktust meira. Þetta er mjög skondið leikrit um það hvað við getum verið asnaleg í okkar lífsgæðakapphlaupi.“ Fjölskylduvænt leikhús Lína langsokkur verður tekin upp frá fyrra ári, en Guðjón ítrekar að börn 12 ára og yngri séu alltaf vel- komin ókeypis í leikhúsið með for- eldrum sínum, nema á sérstakar barnasýningar. „Þetta viljum við gera til að hvetja fólk til að koma með börnin með sér í leikhúsið. Við viljum að leikhúsið sé samastaður allrar fjölskyldunnar. Sum verk eru bara sýnd einu sinni, sum jafnvel ekki oftar en á 20 ára fresti eða svo. Við höfum fengið mjög falleg við- brögð frá foreldrum sem hafa komið með börnin á sýningar eins og Sölu- maður deyr, Fjandmann fólkins og fleiri sígild verk, verk sem börnin hafa ekki bara gott af að sjá, heldur eru þau um leið mikilvæg upplifun af leikhúsi. Fjölskylda og vinir eiga að geta rætt saman um það sem þau upplifa saman í leikhúsinu.“ Hús tilfinninga og hús skoðana Spurður um þá erfiðleika sem hafa steðjað að Borgarleikhúsinu á liðnum árum, segir Guðjón að leik- húsið sé nú á góðu skriði. „Það hlýt- ur að segja sína sögu að um 140 þús- und manns runnu í gegnum húsið á síðasta starfsári. Borgarbúar finna eitthvað hér sem þeim finnst athygl- isvert. Ég vona að við séum á góðri siglingu. Leikhús má þá aldrei ná höfn. Leikhús verður að halda áfram að vera í ólgusjó á opnu hafi. Þetta er hús tilfinninga, hús skoðana, og við erum að segja sögur af fólki sem eru vonandi bragðmiklar. Bragð- miklar sögur gerast í ólgusjó. Ég vona í það minnsta, að á meðan ég er hérna, sigli Borgarleikhúsið aldrei í höfn.“ Nánari upplýsingar um starfsemi Borgarleikhússins er að finna á vefn- um: http://www.borgarleikhus.is. Leikhús | Starfsemi Borgarleikhússins hefst um helgina með Danshátíð í Reykjavík Leikhús má aldrei ná höfn Morgunblaðið/Golli Vetrardagskrá Borgarleikhússins var kynnt við upphaf Danshátíðar í Reykjavík. Morgunblaðið/Golli Guðjón Pedersen, leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu. NÝJAR UPPFÆRSLUR: Geitin – eða hver er Sylvía? eftir Edward Albee Nýja sviðið – september. Leikstj: María Reyndal. Héri Hérason eftir Coline Serreau Stóra sviðið – október. Leikstj: Stefán Jónsson. Híbýli vindanna eftir Böðvar Guðmundsson leikgerð Bjarni Jónsson Stóra sviðið – jól. Leikstj.: Þórhildur Þorleifs- dóttir. Segðu mér allt eftir Kristínu Ómarsdóttur Nýja sviðið – janúar. Leikstj: Auður Bjarnadóttir. Terrorismi eftir Presnyakov-bræðurna. Leikstj: Stefán Jónsson. Draumleikur eftir August Strindberg. Leikstj: Benedikt Erlingsson. Svik eftir Harold Pinter. Leikstj: Edda Heiðrún Back- man. Tvær perlur á einu kvöldi: Ausa Steinberg eftir Lee Hall. Stólarnir eftir Eugene Ionesco. Leikstj: María Reyndal. Saumastofan 30 árum síðar eftir Kjartan Ragnarsson. Leikstj: Agnar Jón Egilsson. Crazy Gary’s Mobile Disco eftir Gary Owen. Leikstj: Agnar Jón Egilsson. American Diplomacy eftir Vanessu Badham. Leikstj: Þorleifur Arnarson. Riðið inn í sólarlagið eftir Önnu Reynolds. Leikstj: Oddur B. Þorkelsson. Margt smátt stuttverkahátið 23. október. DANS: Nútímadanshátíð í Reykjavík 3.–11. september 2004. Screensaver eftir Rami Be’er Íslenski dansflokkurinn. Stóra sviðið – október. Dansleikhús Samkeppni um frumsamið dansleikverk. Sumarbyrjun 2005. TÓNLIST: 15.15 CAPUT, Ferðalög og Benda Nýja sviðið – laugardaga kl. 15.15. SÝNINGAR FRÁ FYRRA LEIKÁRI: Chicago Lína Langsokkur Don Kíkóti Belgíska Kongó Rómeó og Júlía Paris at night Í Borgarleik- húsinu í vetur TÓNLISTARSKÓLI Garðabæjar er nú að hefja sitt fertugasta starfsár. Af því tilefni verður haldin röð hádeg- istónleika með „burtflognum“ nem- endum skólans. Sl. fimmtudag kom fram Jón Svavar Jósefsson, er stund- aði framhaldsnám í óperusöng í fyrravetur hjá Helene Karusso í Vín. Viðfangsefnin voru aðallega íslenzk gullaldarlög, en hófust og enduðu á þremur góðkunningjum óperuunn- enda – Fígaró-aríum Mozarts Aprite un po’quegl’ occhi (í upphafi) og Non più andrai, ásamt hæðnishláturmildri aríu Mefistolesar úr Fást eftir Gou- nod, Vous qui faites l’endomie, í nið- urlagi. Jón Svavar kom fyrir sem kraft- mikill og efnilegur upprennandi söngvari með hljómmikið radd- hljóðfæri, þó svo sviðsframkoman væri stundum örlítið þvinguð og stuðningur og úthald í raddbeitingu ekki alltaf nógu jöfn, einkum á veik- asta styrksviði. Hins vegar hélt rödd- in góðri fyllingu nema allra neðst, og textaframburður var afburðafallegur og skýr, jafnt á ítölsku sem á frónsku. Ungum söngvurum lætur oft vel að túlka dár og spé, enda kom það hressilega fram í Gounod, Non più andrai og tveim lögum Karls O. Run- ólfssonar – 3 örvísum Æra-Tobba og (nærri um of) í Nirflinum. Engu að síður var einnig alvarlegu hliðinni sinnt af innlifun í Útlaga Karls, og Rósin Árna Thorsteinssonar og Sig- urður Breiðfjörð Jóns Ásgeirssonar voru sömuleiðis þýtt og fallega flutt. Aukalagið, Kata litla (Kaldalóns) var tekið með laufléttum sjarma og und- irtektir eftir því góðar. Þótt Jón sé enn í mótun sem söngv- ari, er örugglega hægt að komast langt með afburða raddfæri og bull- andi tónnæmi sem þessu. Píanóund- irleikur Agnesar Löve var fylginn en ekki sérlega heillandi, enda tónninn fremur blæbrigðasnauður (að vísu fyrir fulllokuðum flygli) og áslátt- urinn á köflum í harðara lagi. Bassabarýton á uppleið TÓNLIST Tónlistarskóli Garðabæjar Sönglög og aríur eftir Mozart, Jón Ás- geirsson, Victor Urbancic, Árna Thor- steibsson, Karl O. Runólfsson, Sigvalda Kaldalóns og Gounod. Jón Svavar Jós- efsson bassabarýton; Agnes Löve píanó. Fimmtudaginn 2. september kl. 12.15. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.