Morgunblaðið - 04.09.2004, Síða 52
Fréttir í tölvupósti
MENNING
52 LAUGARDAGUR 4. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
OPINN fundur verður haldinn á vegum Félags ís-
lenskra leikara og Borgarleikhússins í forsal Borg-
arleikhússins klukkan 17.00 í dag. Þar mun Magnús
Þór Þorbergsson leikhúsfræðingur ræða við þýska
leikstjórann Thomas Ostermeier um leikhús hans,
Schaubüehne í Berlín og þá stefnu sem hann hefur
þróað.
Farið verður yfir feril Ostermeiers síðustu ár og
varpað upp brotum úr nýjustu verkum hans. Fund-
urinn er opinn öllum áhugamönnum um leiklist.
Thomas Ostermeier hefur verið einn af listrænum
stjórnendum Schaubühne í Berlín frá árinu 1999 og
hefur hann valdið straumhvörfum í þýsku leikhúslífi og
þykir einn athyglisverðasti og mest spennandi leik-
stjóri í Evrópu.
Egill Heiðar Anton Pálsson leikari segir Ostemeier
hafa gegnt mikilvægu hlutverki í leikhúslífi Þýskalands
og Evrópu allrar. „Hann hefur hann verið að geta sér
stærra og stærra orð sem einn besti leikstjóri sinnar
kynslóðar,“ segir Egill. „Hann var hluti af þeirri bylgju
nýleikritunar sem hefur verið hrundið af stað. Hann
setti meðal upp leikritið Shopping and Fucking í litlu
leikhúsi sem hann rak. Síðan hefur leiðin orðið greiðari
upp á við.“
Nýjasta uppsetning Ostemeiers á Brúðuheimili Ib-
sens ferðast út um allan heim sem gestasýning og er
meðal annars í Konunglega leikhúsinu í Danmörku 19.
september. Brot úr verkinu, sem sjónvarpsstöðin Arte,
verða sýnd á sunnudaginn.
„Það sem einkennir stíl Ostemeirs er að hann á við
samtímann. Hann velur að setja upp Brúðuheimilið
vegna stöðu konunnar í dag,“ segir Egill. „Ef hann er
að setja upp klassíkina svarar hann spurningunni „Af
hverju í dag?“ og gerir til dæmis Noru í Brúðuleikhús-
inu að stríðsmanni. Hún er klárari en Helmer, til að
lifa af. Hún er ekki svo saklaus og varnarlaus eins og
oft er lesið í verkið, heldur er hún stríðsmaður, til að
komast af. Hann hefur ofurraunsæi í uppsetningum,
sem stundum springur út í draumkenndum senum eða
hálfgerðum súrrealisma og er þá sjón sögu ríkari.“
Fundað með þýska leikstjóranum Thomas Ostermeier
Ofurraunsæi sem springur
út í súrrealisma
ÞAU Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleik-
ari, Robert La Rue sellóleikari og
Adrienne Kim píanóleikari kalla sig
Gruppo Atlantico og héldu tónleika í
Listasafni Sigurjóns á sunnudags-
kvöldið. Efnisskráin var helguð Ro-
bert Schumann og var fyrsta atriðið
sónata í a-moll op. 105 fyrir fiðlu og
píanó. Flutningur þeirra Hlífar og
Adrienne byrjaði vel, fyrsti kaflinn
var hressilegur og voru helstu meg-
ineinkenni tónlistarinnar undir-
strikuð í túlkuninni auk þess sem
allskonar blæbrigði voru fallega út-
færð. Annar kaflinn var ekki eins
góður, tónn fiðlunnar var dálítið
ófókuseraður og samspilið var stund-
um aðeins á reiki. Sístur var þó loka-
þátturinn, en hann var óþægilega
varfærnislegur, sem gerði að verk-
um að tónlistina skorti alla spennu.
Næst á dagskránni voru fimm
stykki op. 102 fyrir selló og píanó og
steig þar á svið Robert La Rue selló-
leikari ásamt fyrrgreindum píanó-
leikara. Verður því miður að segjast
að flutningurinn var ekki fullnægj-
andi, inntónun sellóleikarans var
stundum ónákvæm; sumt, eins og
þriðja stykkið, var gróft og tilgerð-
arlegt og vantaði tilfinnanlega flæði.
Skást var fyrsta stykkið; það var
a.m.k. fyndið, alveg eins og Schu-
mann hugsaði það.
Sem betur fer var lokaatriði tón-
leikanna, píanókvintett í Es-dúr op.
44, að mörgu leyti áheyrilegt. Túlkun
hópsins ásamt Sigurlaugu Eðvalds-
dóttur fiðluleikara og Guðrúnu Þór-
arinsdóttur víóluleikara var skáldleg
og þrungin spennu og hefði útkoman
getað orðið glæsileg ef samspilið
hefði verið betra, en það var á tíðum
óþægilega klúðurslegt. Píanóleik-
arinn hefði líka mátt vera mjúkhent-
ari; einstaka áherslur voru eins og
byssuskot, sem varð til þess að
draumkennd rómantíkin breyttist í
kráarstemningu í villta vestrinu þeg-
ar minnst varði. Í heild voru þetta
því misjafnir tónleikar; upp úr
standa fyrsti kafli fiðlusónötunnar og
nokkur sannfærandi tilþrif í kvin-
tettinum.
…og Brahms með spora
Seinni tónleikar Gruppo Atlantico
voru haldnir á þriðjudagskvöldið og
fyrsta atriði tónleikanna, tríó í G-
dúr, Hob: XV 25 eftir Haydn, var á
ýmsan hátt ágætt. Túlkunin var
þrungin einlægni og tæknilega var
allt eins og það átti að vera fyrir utan
óstöðugan tón fiðlunnar. Fyrsti kafl-
inn var þó undarlega flatneskjulegur
og hefði hugsanlega mátt leggja
meiri áherslu á þær dramatísku and-
stæður sem liggja undir yfirborðinu.
Tvö samtímaverk voru flutt á tón-
leikunum, Vocalisa eftir Hjálmar H.
Ragnarsson og Impressions for
Cello eftir Inessu Zaretsky. Tónsmíð
Hjálmars hljómaði vel í kraftmikilli
túlkun Signýjar Sæmundsdóttur,
Hlífar Sigurjónsdóttur fiðluleikara
og Adrienne Kim píanóleikara; þetta
er glæsileg tónlist með skemmtilegu
tangó- og djassívafi og skapaði sterk
hughrif, a.m.k. hjá undirrituðum.
Sömu sögu er að segja um litríka
tónsmíð Zaretsky sem Robert La
Rue spilaði með sannfærandi til-
þrifum og yfirleitt hnökralaust.
Lokaverk tónleikanna, tríó í H-dúr
nr. 1 op. 8 eftir Brahms var hins-
vegar alls ekki nógu gott. Fiðlu-
röddin var ekki upp á marga fiska,
hún var ómarkviss og einkennilega
hlédræg; rödd píanósins var aftur á
móti hörkuleg og yfirgnæfandi.
Sumt má flokka sem hreinar bar-
smíðar og kvað svo rammt að þessu
að maður hrökk í kút aftur. Vel hefði
mátt sleppa þessu atriði tónleikanna.
Schumann með kúrekahatt
Tónlist
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
Verk eftir Schumann í flutningi Gruppo
Atlantico ásamt Sigurlaugu Eðvalds-
dóttur og Guðrúnu Þórarinsdóttur.
Sunnudagur 19. ágúst.
KAMMERTÓNLEIKAR
Jónas Sen
Verk eftir Haydn, Hjálmar H. Ragnarsson,
Inessu Zaretsky og Brahms í flutningi
Gruppo Atlantico og Signýjar Sæmunds-
dóttur.
Þriðjudagur 31. ágúst.
Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433
Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16
Flott föt fyrir
konur á aldrinum
25-90 ára
Sveiflukóngurinn
Geirmundur Valtýsson
á Kringlukránni í kvöld
Rakarinn morðóði
Óperutryllir eftir Stephen Sondheim
Frumsýning fös. 8. okt. kl. 20
Miðasala á Netinu verður opnuð
þriðjudaginn 7. september: www.opera.is
Símasala kl. 10-18 virka daga: 511 4200
Endurnýjun áskriftarkorta
er hafin
RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare
í samstarfi við VESTURPORT
Í kvöld kl 20, - UPPSELT,
Su 5/9 kl 20 - UPPSELT,
Takmarkaður sýningafjöldi
PARIS AT NIGHT e. Jacques Prévert
í samstarfi við Á SENUNNI
Fi 9/9 kl 20,
Fö 10/9 kl 20,
Lau 11/9 kl 20
Su 12/9 kl 20
Örfáar sýningar
Stóra svið Nýja svið og Litla svið
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Su 5/9 kl 14, Su 12/9 kl 14,
Su 19/9 kl 14, Su 26/9 kl 14
CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse
Grímuverðlaunin: Vinsælasta sýning ársins!
Lau 18/9 kl 20, Lau 25/9 kl 20,
Lau 2/10 kl 20, Lau 9/10 kl 20
THINGS THAT HAPPEN AT HOME
e. Birgit Egerbladh
Gestasýning frá Teater Pero, Svíþjóð
Í kvöld kl. 20.
Aðeins þessi eina sýning.
LÍT ÉG ÚT FYRIR AÐ VERA PALLÍETTUDULA?
e. Sveinbjörgu Þórhallsdóttur og Margréti
Söru Guðjónsdóttur
METROPOLITAN e. Cameron Corbett
GRÆNA VERKIÐ e. Jóhann Björgvinsson
Í dag kl.16,
Su 5/9 kl. 20
THINGS THAT HAPPEN AT HOME
e. Birgit Egerbladh
Gestasýning frá Teater Pero, Svíþjóð
Í kvöld kl. 20. Sýnt á Stóra Sviði.
Aðeins þessi eina sýning.
NÚTÍMADANSHÁTÍÐ 3/9 - 11/9
"ÁN TITILS" e. Ástrósu Gunnarsdóttur
THE CONCEPT OF BEAUTY e. Nadiu Banine
WHERE DO WE GO FROM THIS
e. Peter Anderson
Sun 5/9 kl.16
THE CONCEPT OF BEAUTY e. Nadiu Banine
WHERE DO WE GO FROM THIS
e. Peter Anderson
Fi 9/9 kl. 20
MANWOMAN e. Ólöfu Ingólfsdóttur og
Ismo-Pekka Heikenheimo
Fö 10/9 kl.20, Lau 11/9 kl. 20
Opnunartími miðasölu: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00-18:00
Mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00
Laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
Passi á allar sýningar hátíðarinnar á aðeins 4.900.
Í dag laugardaginn 4 september kl. 17.00 verður boðið upp á opnar umræður í forsal
Borgarleikhússins með leikstjóranum Thomas Ostermeier um leikhús hans,
Schaubühne í Berlín. Aðgangur ókeypis og öllum heimill.
ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA
Lau . 04.09 20 .00 UPPSELT
Sun . 05.09 20 .00 ÖRFÁ SÆTI
Lau . 11 .09 20 .00 ÖRFÁ SÆTI
Sun . 12 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI
F im . 16 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI
Lau . 18 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI
„Ekk i spurn ing að þe t ta e r e inn bes t i
söng le ikur sem ég hef séð . Ég á t t i e r f i t t
með að ha l da mé r í sæ t i nu og s tökkva
ekk i upp á sv i ð og ve ra með“
-B i rg i t ta Haukda l , söngkona - . “
MIÐASALAN er opin á fame.is,
á þjónustuborði Smáralindar
og í síma 528 8008
JÓNSI
SVEPPI
Lau. 4. sept. kl. 18.00
Sun. 5. sept. kl. 19.30
Fim. 9. sept. kl. 19.30
SÍÐUSTU SÝNINGAR:
Fös. 10. sept. kl. 19:30
Sun. 12. sept. kl. 19.30
Vegna mikils álags á símkerfinu viljum við benda á
að hægt er panta miða með tölvupósti í
miðasala@smaralind.is eða inn á www.fame.is.
4 600 200
leikfelag.is
Miðasölusími
BRIM - e. Jón Atla Jónasson gestasýning
Lau 11/9 kl. 18
Lau 11/9 kl. 21
Sun 12/9 kl. 20
SVIK e. Harold Pinter
frumsýning 1/10 kl. 20 UPPSELT
2. sýning 3/10 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI
3. sýning 7/10 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI
4. sýning 8/10 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI
HÁRIÐ - sýnt í Íþróttahöllinni gestasýning
fös 24/9 kl. 20 - sala hafin!
Áskriftarkort!
4 sýningar á
aðeins 6.500 kr.