Morgunblaðið - 19.09.2004, Síða 47

Morgunblaðið - 19.09.2004, Síða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2004 47 NEYTENDASAMTÖKIN telja að uppgreiðslugjald á neytendalánum sé ekki í samræmi við lög um neytenda- lán. Samtökin hafa sent erindi til Samkeppnisstofnunar vegna málsins. „Samkvæmt lögum um neytenda- lán eiga einstaklingar ótvíræðan rétt til að greiða lán sín upp fyrir gjald- daga. Í lögunum er ekki gert ráð fyrir því að hægt sé að takmarka þann rétt með nokkrum hætti, t.d. með því að gera uppgreiðslugjald að skilyrði fyr- ir uppgreiðslu. Þetta, auk fleiri atriða bæði í lögunum sjálfum og lögskýr- ingargögnum, bendir mjög sterklega til þess að ætlun löggjafans hafi ekki verið sú að heimila uppgreiðsluþókn- un vegna neytendalána. Það er því mat Neytendasamtakanna að inn- heimta uppgreiðsluþóknunar vegna uppgreiðslu neytendalána samræm- ist ekki fyrrgreindum lögum.“ NS bendir á að gildissvið laganna hafi verið útvíkkað með lagabreyt- ingu sem tók gildi 14. desember 2000. Því sé óumdeilanlegt að veðlán ein- staklinga, sem tekin voru eftir laga- breytinguna, falla undir lögin. Gjaldtakan er ólögleg STJÓRN Félags ungra framsóknar- manna í Reykjavík suður fagnar því að R-listinn hafi ákveðið að setja uppbyggingu Sundabrautar í for- gang vegaframkvæmda innan höfuð- borgarinnar en harmar að það skuli þurfa að bitna á öðrum brýnum verk- efnum innan borgarinnar. „Ljóst er að mannvirkið er for- senda uppbyggingar nýrra hverfa í hlíðum Úlfarsfells og á Kjalarnesi, auk þess sem það mun koma ná- grannasveitarfélögum Reykjavíkur mjög til góða. Bent skal sérstaklega á að útreikningar gera ráð fyrir að innan fárra ára muni allt að 40–50 þúsund bílar aka um Sundabraut á degi hverjum og því ljóst að arðsemi hennar verður mun meiri en mann- virkja af svipaðri stærðargráðu utan höfuðborgarsvæðisins svo sem jarð- ganga við Siglufjörð sem munu í mesta lagi þjónusta nokkur hundruð bíla á sólahring.“ FUF vill að Sundabraut fái forgang KENNARAFUNDUR, haldinn í Grundaskóla á Akranesi, skorar á samninganefndir Kennarasambands Íslands og Launanefnd sveitarfélaga að ganga nú þegar til samninga þann- ig að ekki þurfi að koma til verkfalls hinn 20. september nk. Var ályktun þess efnis samþykkt samhljóða á al- mennum kennarafundi á miðvikudag. „Við teljum brýnt að kjör grunn- skólakennara verði bætt verulega þannig að þau verði í samræmi við menntun, ábyrgð og kröfur sem gerð- ar eru til kennarastarfsins,“ segir í ályktuninni. Gengið verði nú þegar til samninga ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.