Morgunblaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 6
SKÁKSAMBAND Íslands kynnti á blaðamannafundi í fyrsta sinn form- lega 10. stórmeistara Íslendinga í skák, Lenku Ptacnikovu. Lenka er tékknesk að uppruna en hún hefur búið hér undanfarin fjögur ár. Hún á sæti í kvennaliði Ólympíusveitar Ís- lands sem tekur þátt í Ólympíu- skákmótinu sem fer fram á Mallorca á Spáni í næstu viku. Hún segist hafa teflt frá fimm ára aldri, eða frá því bróðir hennar tók hana með á æfingar hjá taflfélaginu sem hann æfði með. Hún hafi svo far- ið að tefla af meiri alvöru á unglings- árum. „Ég hef tvisvar sinnum orðið meistari kvenna í hraðskák og tvisv- ar í atskák í Tékklandi,“ segir Lenka sem á mörg stórmót að baki. Lenka segir einn sinn besta árangur á stór- móti hafa verið á heimsmeistaramóti kvenna undir 20 ára árið 1996, en þá hafnaði hún í fjórða sæti. „Það var mjög sterkt mót,“ segir Lenka. Lenka Ptacnikova er tíundi stórmeistari Íslands í skák og fyrsta konan í þeim hópi Ekkert mál fyrir konur að tefla Morgunblaðið/Kristinn Lenka Ptacnikova tefldi fjöltefli við stúlknalandslið Íslands sl. fimmtudag. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, for- seti Skáksambands Íslands og marg- faldur Íslandsmeistari í skák, segir mikinn feng í Lenku. „Hún er ynd- isleg stúlka og fellur vel í hópinn. Það er erfitt að finna fólk sem er jafnástríðufullt um skák og Lenka, hún elskar skák,“ segir Guðfríður Lilja og væntir mikils af hennar hæfi- leikum og styrk. Lenka segist hafa komið til lands- ins þegar hún var gift Helga Áss Grétarssyni, stórmeistara í skák, en saman eiga þau litla dóttur. Hún seg- ir skákmenningu Íslendinga vera góða, mikið sé af góðum skákmönn- um hér á landi. Hún segir þó tals- verðan mun vera á milli karla og kvenna á þessu sviði sem hafi komið henni á óvart. „Mér finnst vera mikið ósamræmi á milli þess hvað margir karlar tefla og hvað margar konur,“ segir Lenka og bætir því við að það sé ekkert mál fyrir konur að tefla. 6 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍSLENSK erfðagreining hefur fengið 23,9 milljóna dollara styrk, jafngildi rúmlega 1.700 milljóna ísl. króna, til fimm ára, til rann- sókna á erfðafræði smitsjúkdóma og svörunar við bólusetningu. Það er Bandaríska smitsjúk- dóma- og ónæmisfræðistofnunin (National Institute of Allergy and Infectious Diseases, NIAID), sem er hluti af Bandarísku heilbrigð- ismálastofnuninni (National Instit- ute of Health, NIH) sem veitir fyr- irtækinu styrkinn. Samkvæmt fréttatilkynningu ÍE í gærkvöldi verða lýðerfða- fræðilegar aðferðir Íslenskrar erfðagreiningar notaðar til að finna erfðavísa sem tengjast mis- munandi næmi fólks fyrir smit- sjúkdómum og svörun við sýkingu. Unnið verður með sérfræðing- um Háskólans í Nýju-Mexíkó að virknirannsóknum á þeim líffræði- legu ferlum, sem erfðarannsókn- irnar kunna að leiða í ljós. Bandaríska erfðamengisstofn- unin (National Center for Genomic Resources) mun sjá um að gera niðurstöður rannsóknanna að- gengilegar vísindasamfélaginu í gegnum lífupplýsingakerfi á Net- inu. Rannsóknin var kynnt á frétta- mannafundi sem Bill Richardson, fylkisstjóri Nýju-Mexíkó, boðaði til í Santa Fe í Nýju-Mexíkó í gær- kvöldi, kl. 20 að íslenskum tíma. Getur opnað nýjar leiðir við þróun nýrra lyfja „Íslenskri erfðagreiningu er veittur þessi styrkur vegna þess einstaka árangurs sem fyrirtækið hefur náð í rannsóknum sínum á erfðafræði sjúkdóma og lyfjasvör- unar. Verkefnið felst í að leita að erfðavísum sem tengjast ónæmi fyrir berklum, aukaverkunum af völdum bólusetningar gegn bólu- sótt og næmi fyrir inflúensu og ýmsum bakteríusýkingum sem m.a. valda lungnabólgu og heila- himnubólgu. Einangrun erfðavísa sem hafa áhrif á svörun einstaklinga við smiti getur varpað nýju ljósi á líf- fræði smitsjúkdóma og mögulega opnað nýjar leiðir við þróun nýrra lyfja og bóluefna. Dr. C. Rick Lyons við Heilbrigðisvísindastofn- un Háskólans í Nýju-Mexíkó (UNM Health Science Center) í Albuquerque, sem er heimsþekkt- ur sérfræðingur á sviði smitsjúk- dóma, mun leiða virknirannsóknir á þeim erfðavísum sem koma út úr erfðarannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar. Bandaríska erfðamengisstofnunin í Nýju- Mexíkó mun hanna og sjá um rekstur á gagnabanka til að gera vísindamönnum kleift að skoða niðurstöður rannsóknarinnar og setja þær í samhengi við aðrar upplýsingar um erfðafræði ónæm- issvars.“ Bill Richardson ríkisstjóri hlakkar til að vinna með ÍE „Þessi styrkur sýnir að við höf- um komið upp rannsóknaaðstöðu á heimsmælikvarða hér við Heil- brigðisvísindastofnunina,“ sagði Bill Richardson, ríkisstjóri Nýju- Mexíkó. „Stefna mín sem ríkis- stjóra hefur verið að fjölga fyrir- tækjum og störfum við rannsóknir og þróun. Við hlökkum til að vinna með Íslenskri erfðagreiningu, Smitsjúkdóma- og ónæmisfræði- stofnuninni og Heilbrigðisstofnun- inni við þróun nýrra lyfja gegn al- gengum sjúkdómum á sama tíma og við sköpum ný og mikilvæg störf í ríkinu.“ ÍE fær 1,7 milljarða kr. styrk frá Bandarísku heilbrigðisstofnuninni Getur varpað nýju ljósi á líffræði smitsjúkdóma „ÞETTA er geysilega stór styrkur og spenn- andi verkefni. Ég held að þetta hljóti að vera langstærsti styrkur sem hefur nokkurn tíma verið veittur til rannsókna á Íslandi,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfða- greiningar, í samtali við Morgunblaðið. Kári Stefánsson, Bill Richardson, ríkisstjóri Nýju-Mexíkó, og Louis Caldera, forseti Háskól- ans í Nýju-Mexíkó, kynntu rannsóknina á sameiginlegum frétta- mannafundi í Santa Fe í Nýju-Mexíkó í gær. Kári segir að styrk- urinn sé veittur til rannsókna á erfðum smit- sjúkdóma. „Það sem mér finnst persónulega sem vísindamanni sérstaklega spennandi við þetta er í fyrsta lagi að flestir algengir sjúk- dómar eiga sér stað á mörkum erfða og um- hverfis. Við höfum sýnt tiltölulega auðveld- lega fram á að við getum fundið erfðaþáttinn, en það er flóknara að finna á eftir umhverf- isþáttinn, sem er í samspili við þessa erfða- þætti. Í tilfelli smitsjúkdómanna vitum við hver umhverfisþátturinn er, þ.e. bakterían eða vírusinn, þannig að við fáum kannski út úr þessu þegar búið er, fyllri mynd en af flestum öðrum sjúkdómum.“ Fást við sjúkdóma sem herja á fátækari samfélög heimsins Kári bendir einnig á að flestir þeir sjúk- dómar sem ÍE hefur fengist við hingað til séu sjúkdómar hins vestræna ríka sam- félags. Smitsjúkdómarnir leggist hins vegar mest á fátækari samfélög. „Nú erum við því ekki bara að vinna að sjúkdómum hins ríka heims, heldur vinnum líka að sjúkdómum sem skipta máli frá sjónarhorni þess hluta heimsins sem má sín minna,“ segir hann. Hann bendir einnig á að mikil þörf sé á nýjum sýklalyfjum og nýjum aðferðum til að takast á við smitsjúkdóma. Segja megi að með þessu verkefni verði til ný nálgun á hvernig saman fari lækningar og fyrirbyggj- andi aðferðir á borð við þróun bóluefna. „Okkur finnst þetta því alveg geysilega spennandi. Þetta er verkefni sem við komum ekki bara til með að vinna í samvinnu við Háskól- ann í Nýju-Mexíkó, heldur líka í samvinnu við marga íslenska lækna, mjög færa smit- sjúkdómasérfræðinga, sem og með fjölda ís- lenskra sjúklinga,“ segir Kári. „Í þessu felst viðurkenning á því að það eru sjálfsagt ekki margir staðir í heiminum í dag, þar sem menn hafa verið betur í stakk búnir til þess að einangra erfðaþætti sjúk- dóma heldur en hjá okkur.“ Kári Stefánsson Kári Stefánsson Geysilega spennandi verkefni BILL Richardson fylkisstjóri Nýja-Mexíkó lýsti mikilli ánægju með samstarf Íslenskr- ar erfðagreiningar og banda- rískra aðila á blaðamannafundi í Santa Fe í gærkvöld. Sagði hann samstarf ÍE við Banda- rísku heilbrigðismálastofnunina, Háskólann í Nýja-Mexíkó og Bandarísku erfðamengisstofn- unina á heimsmælikvarða og stæði ÍE óumdeilanlega í fremstu röð á sviði erfðarann- sókna. Væri því mikill fengur að samstarfi við fyrirtækið. Með samstarfinu yrðu leiddar saman ólíkar vísindagreinar til að sigrast á smitsjúkdómum og bæta líf og heilsu manna. „Íslensk erfðagreining hefði getað valið úr samstarfsaðilum hvar sem er í heiminum en valdi okkur,“ sagði Richardson. „Ég er afar ánægður með þann mikla stuðning sem Nýja- Mexíkó og vísindamenn héðan hafa fengið. Við teljum að sér- fræðingar okkar standi í fremstu röð í heiminum og ég er sannfærður um að þetta samstarf muni leiða af sér nið- urstöður sem eftir verður tek- ið.“ Kári Stefánsson sagði mark- miðið með samstarfinu vera það að finna móttækilega arfbera að smiti í því skyni að finna upp ný lyf og bóluefni. Sagði hann Ís- lendinga nokkuð vel tæknilega útbúna á sviði erfðafræðinnar og hér störfuðu lítil lyfjafyr- irtæki en þörfin fyrir samstarf af því tagi sem hér um ræddi væri gífurlega mikil. „Ég tel að þetta sé fyrsta skrefið í átt að miklu meira samstarfi ÍE og íbúa Nýja-Mexíkó og er mjög þakklátur fyrir að fá tækifæri til að koma hingað,“ sagði Kári Stefánsson. „ÍE hefði getað valið hvern sem er en valdi okkur“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.