Morgunblaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 39
framhaldsskólanámi frá ráðuneyt- inu. Sagði hún sveitarfélögin hafa átt fulltrúa í fjármálahóp vegna málsins. „Það breytir engu,“ segir Birgir Björn „Við sem samningsaðilar, okk- ur er tjáð það við kjarasamnings- borðið af fulltrúa Kennarasambands- ins, að þarna sé verið að gera breytingar sem hafi áhrif á okkar störf og ég hef skilið það þannig eftir að það samtal átti sér stað að það sé meining menntamálaráðuneytisins að þetta hafi engin áhrif.[...] Ef það er rétt að það sé verið að flytja verk- efni til grunnskólans þá væntanlega hefur það áhrif og þá hafa kennarar eitthvað til síns máls. Ef það er ekki verið að flytja verkefni til grunnskól- ans hefur þetta engin áhrif og þá væntanlega hefur Þorgerður Katrín eitthvað til síns máls. En ég hef ekki farið í gegnum neina kynningu á þessu og veit ekki hvaða áhrif þessar breytingar gætu haft fyrir sveitar- félögin.“ Hann segir að væntanlega muni þetta sýna sig í þeim frumvörpum sem fram munu koma um styttingu framhaldsskólans á þinginu í vetur. Hugsanlegar breytingar í skólum Ekki kynntar samninganefndum BIRGIR Björn Sigurjónsson, for- maður samninganefndar Launa- nefndar sveitarfélaganna, segir að nefndinni hafi ekki verið kynntar breytingar sem hugsanlega fælust í auknum verkefnum grunnskólanna vegna styttingar framhaldsskólans. Hann segir fulltrúa kennara hafa bent á hugsanlegar breytingar á samningafundi vegna kjaraviðræðna kennara. „Ég sagði að ég væri hissa á að samninganefndinni hefði ekki verið kynnt neitt um þessi mál fyrr en að formaður grunnskólakennara vakti athygli okkar á þessu á samninga- fundi með þeirri fullyrðingu að þetta hefði áhrif á það sem við værum að tala um [í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga],“ segir Birgir Björn, „þar sem verið væri að færa verkefni af framhaldsskólastigi yfir á grunn- skólastigið.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagðist í Morgunblaðinu sl. föstudag undrast þau ummæli Birgis Björns að sveit- arfélögin hafi ekki fengið upplýsing- ar um störf nefndar um styttingu á MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2004 39 FRÉTTIR NÚ geta allir Vildarklúbbsfélagar Icelandair safnað punktum á öllum þjónustustöðvum Olís, hvort sem greitt er með korti eða peningum. Þeir sem greiða með korti eða pen- ingum geta nú framvísað Sagakorti Icelandair til að fá Vildarpunkta hjá Olís. Þeir sem greiða með Vildarkorti Icelandair og Olískorti Olís safna Vildarpunktum hjá Olís eins og áð- ur. „Allir viðskiptavinir Olís fá tvö- falda punkta í Vildarklúbbi Ice- landair til 1. nóvember. Þeir sem nota Sagakortið sitt á næstu Olís- stöð eiga einnig möguleika á glæsi- legum vinningum. Þeir fara í lukkupott í hvert skipti sem þeir nota Sagakortið. Vinningshafar eru dregnir út vikulega í fjórar vikur,“ segir í frétt frá Olís. Vildarpunktar hjá Olís óháð greiðslumiðli PRESTSVÍGSLA verður í Dóm- kirkjunni í Reykjavík næstkomandi sunnudag. Þá vígir biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, Sigríði Mundu Jónsdóttur guðfræðing til embættis sóknarprests í Ólafsfjarðarpresta- kalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Séra Hannes Örn Blandon, pró- fastur, lýsir vígslu. Vígsluvottar eru: Ólafur Skúlason biskup, séra Sigríð- ur Guðmarsdóttir, séra Elínborg Gísladóttir, séra Hulda Hrönn Helgadóttir og séra Kristján Búa- son. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur þjónar fyrir alt- ari. Athöfnin hefst klukkan 14.00 og er öllum opin. Prestsvígsla í Dómkirkjunni LÍKNAR- og vinafélagið BERGMÁL verður með Opið hús fyrir krabba- meinssjúka, langveika, blinda og sjónskerta sunnudaginn 10. okt. nk. í húsi Blindrafélagsins að Hamrahlíð 16, Reykjavík, 2. hæð. Dagskrá hefst kl. 16.00. Ávarp flytur Guðrún Krist- ín Þorsteinsdóttir djákni, en aðrir gestir verða Jóhanna Valsdóttir, Bjartur Logi Guðnason og Félag harmonikkuunnenda á Suð- urnesjum. Fjöldasöngur verður í umsjá valinna karla eða/og kvenna. Veislustjóri verður Þóranna Þór- arinsdóttir. Bergmál með Opið hús LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að ákeyrslu og afstungu á bifreiðastæði milli Háskóla Íslands og Sæmundargötu þann 6. október milli kl. 9 og 11. Ekið var utan í hægri hlið rauðrar VW Polo fólks- bifreiðar (MD-585) og skemmdist hún mjög mikið. Tjónvaldur fór af vettvangi án þess að tilkynna tjónið. Því er hann eða aðrir sem geta gefið frekari upplýsingar beðnir að snúa sér til lögreglunnar í Reykjavík. Lýst eftir vitnum Í DAG, laugardaginn 9. október, kl. 14 verður kveikt á nýjum umferð- arljósum á gatnamótum Bústaða- vegar og nýrri tengibraut á Vatns- mýrarvegi. Þangað til verða gul blikkandi ljós. Ökumenn eru beðnir að sýna aðgát og tillitssemi á meðan. Ný umferðarljós Heiðursdoktor félagsvísindadeildar Í fyrirsögn með frétt um Shirin Ebadi, núverandi handhafa friðar- verðlauna Nóbels, í Morgunblaðinu í gær gætti þess misskilnings að hún væri fyrsti heiðursdoktor Háskólans á Akureyri. Þetta er ekki rétt. Shirin Ebadi verður gerð að fyrsta heiðurs- doktor Félagsvísinda- og lagadeildar Háskólans á Akureyri hinn 6. nóv- ember nk. eins og raunar kemur fram í fréttinni. LEIÐRÉTT ENN seytla inn lokatölur úr laxveiði- ánum þó flestar hafi nú borist og birst. Ein sú nýjasta er frá Langa- dalsá við Djúp, þar sem 326 laxar veiddust. Hjá Lax-á, sem leigir ána, fengust þær fregnir að um metveiði væri að ræða. Áin var dauf lengi framan af, en seint í ágúst rigndi loks og lax fór að taka ákaft. Hvert hollið af öðru mokveiddi og þessi varð loka- talan. Góð tala … Lax-á er ennfremur með Gljúfurá í Húnaþingi á leigu, það er fremur vatnslítil á sem rennur í Hópið, skammt frá ósi Víðidalsár. Hjá Lax-á fengust þær upplýsingar að 119 laxar hefðu veiðst á tvær stangir, það væri helmingi meiri veiði en í fyrra og með því besta sem veiðst hefði í ánni á einu sumri. Talsverð sjóbleikjuveiði var Annað met í safnið Morgunblaðið/Einar Falur Það haustar, en enn eru menn að fá ’ann. Myndin er austan úr Hreppum. einnig í ánni neðanverðri, það er því óhætt að segja að líflegt hafi verið á bökkum árinnar í sumar. Veiðimenn, sem voru í klakveiði nú fyrir skemmstu, veiddu vel, m.a. tvo laxa sem voru grálúsugir, þannig að enn er að ganga lax úr sjó. … og önnur mjög góð Þá er komin lokatala úr Flóku í Borgarfirði, 523 laxar veiddust þar sem mun vera þriðja besta veiði sem skráð hefur verið úr ánni. Þetta er þriggja stanga veiði og heldur Flóka kyndli Borgarfjarðar á lofti ásamt Langá og Reykjadalsá, en stórárnar voru venju fremur daufar, sérstak- lega þó Norðurá og Þverá/Kjarrá. Var um kennt þurrkum og vatnsleysi. Að ljúka í Ytri-Rangá Síðustu laxveiðiánni verður lokað nú um helgina, nánar tiltekið Ytri- Rangá á morgun. Í lok vikunnar var tala veiddra laxa úr ánni alveg um 3.000, sem er að sjálfsögðu metveiði í ánni eins og komið hefur fram. Fregnir herma að enn séu menn að tína upp einn og einn lúsugan. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Dagur frímerkisins Á ÞESSU ári er öld liðin síðan Frakkar reistu spítala á Fáskrúðs- firði en árlega voru um 5000 fransk- ir sjómenn á skútum við Íslands- strendur þegar þeir voru flestir. Af þessu tilefni gefur Íslandspóstur út frímerki föstudaginn 8. október. Jafnframt kemur út smáörk í tilefni af Degi frímerkisins sem er 9. októ- ber og fyrstu frímerkin í röðinni „skordýr á Íslandi“ Skordýr á Íslandi Tryggvi T. Tryggvason hannaði frímerkið um franska spítalann en Svíinn Martin Morck sá um stál- stungu. Frímerkið er prentað í stál- stungu og offset (Intaglio). Fyrsta frímerkjaröðin með skor- dýrum á Íslandi kom einnig út 8. október. Verðgildin eru tvö: 50 og 70 kr. Myndefnin eru járnsmiður og húshumla. Arnar Snorrason (EnnEmm) hannaði frímerkið en Oddur Sig- urðsson tók myndirnar. Í tilefni af Degi frímerkisins 9. október gefur Íslandspóstur að venju út smáörk. Verðgildið er 250 kr. Myndefnið er Brúarhlöð í Bisk- upstungum. Brúarhlöð eru þröngt og grunnt gljúfur, sem Hvítá renn- ur um sunnan Tungufells í Hruna- mannahreppi. Tryggvi T. Tryggvason hannaði smáörkina. UNNIÐ hefur verið að endurbótum á aðkomu, merkingum og göngustígum í Vinaskógi, í Kárastaðalandi á Þingvöllum, en markmiðið er að gera heimsóknir í þennan reit sem ánægju- legastar. Pokasjóður verslunarinnar hefur stutt verkefnið. Nýlega gróðursettu nokkrir af þeim sem stutt hafa verkefnið fjórar fallegar birkiplöntur í skóginum. Þetta voru stjórnarmenn Pokasjóðs, þeir Bjarni Finnsson, fyrir hönd Kaupmannasamtaka Ís- lands, Jóhannes Jónsson frá Baugi, Höskuldur Jónsson frá ÁTVR og Sigurður Á. Sigurðs- son frá samtökum samvinnuverslana og Kaupási. Þá var afhjúpaður skjöldur, helgaður Pokasjóði, á nýrri stuðla- bergssúlu. Pokasjóður hefur verið einn öflugasti stuðningsaðili skóg- ræktarfélaganna á Íslandi og lagt 54 milljónir króna til margra brýnna verkefna á vegum þeirra frá því hann tók til starfa árið 1995. Gróðursettu plöntur í Vinaskógi Morgunblaðið/Sverrir Fá ðu se nd ing un a s am dæ gu rs m eð P ós tin um He fur þú ef ni á a ð b íða til m or gu ns ? ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IS P 23 96 1 1 0/ 20 04 UM 30 milljónir króna söfnuðust í landssöfnun Rauða krossins, Göng- um til góðs, til aðstoðar stríðshrjáð- um börnum. Söfnunin fór fram með því að á þriðja þúsund sjálfboðaliða gekk með bauka í hús síðastliðinn laugardag. Allt fé sem safnaðist rennur óskipt til verkefna til stuðnings börnum á stríðssvæðum, einkum í Sierra Leone og í Palestínu. Í Sierra Leone fá yngstu fórnarlömb harð- vítugrar borgarastyrjaldar, sem nú er yfirstaðin, aðstoð við endurhæf- ingu og aðlögun að samfélaginu. Í Palestínu verður börnum veittur sálrænn stuðningur til að þau geti betur tekist á við þær erfiðu kring- umstæður sem þau búa við. Sjálfboðaliðar Rauða krossins mættu miklum velvilja meðal lands- manna, segir í fréttatilkynningu frá Rauða krossinum. Fjöldi fyrirtækja, íþróttafélaga og ýmissa hópa tók þátt í göngunni. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var verndari söfnunarinnar. Rauði krossinn kann öllum þeim sem tóku þátt í átakinu bestu þakk- ir. Gengið til góðs Þrjátíu milljónir söfnuðust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.