Morgunblaðið - 09.10.2004, Side 43

Morgunblaðið - 09.10.2004, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2004 43 SPRÆKIR Hellismenn taka nú um stundir þátt í Evrópukeppni taflfélaga sem fram fer í Cesmir í Tyrklandi. Þegar þessar línur eru ritaðar hefur liðið unnið sveit frá Osló í Noregi og finnska sveit en lotið í gras fyrir tveim öflugum sveitum sem hafa á að skipa ofur- stórmeisturum nánast á hverju borði. Í fyrstu umferð mætti sveitin liði fyrr- um Evrópu- meistara Saraj- evo. Allir töpuðu sínum viðureign- um nema Andri Áss Grétarsson sem gerði jafn- tefli við alþjóð- lega meistarann Borki Predoj- evic. Á efstu tveim borðunum töpuðu Hellis- menn fyrir fyrr- um áskorendum um heimsmeist- aratitilinn, ann- ars vegar Stefán Kristjánsson fyrir Alexei Shirov og hins vegar Björn Þor- finnsson fyrir Nigel Short. Í ann- arri umferð voru Norðmenn lagðir að velli með þremur og hálfum vinn- ingi gegn tveimur og hálfum. Björn, Ingvar Jóhannesson og Sigurður Daði Sigfússon unnu sínar skákir og Andri gerði jafntefli en Stefán og Sigurbjörn töpuðu. Í þriðju umferð var svo röðin komin að rússnesku sveitinni Ladyu Kazan sem Garry Kasparov tefldi fyrir á síðasta ári. Sergei Rublevsky leiddi nú sveitina en hann hafði unnið sjálfan Garry Kasparov, fyrrum félaga sinn, í um- ferðinni á undan! Stefán Kristjáns- son tapaði fyrir honum og sinni þriðju skák í röð en hann hefur í öll skiptin att kappi við öfluga stór- meistara. Björn, Ingvar og Sigurð- ur Daði gerðu jafntefli en Sigur- björn og Andri lutu í gras. Í fjórðu umferð vannst góður sigur á sterkri finnskri sveit en Björn Þorfinnsson tók þar stórt skref í áttina að áfanga að alþjóðlegum meistaratitli með því að leggja stórmeistarann Heikki Westerinen að velli. Sigur- björn, Sigurður Daði og Andri unnu einnig góða sigra og Stefán gerði jafntefli við finnska stórmeistarann Jouri Yrjola en Ingvar tapaði. Sem sagt góður sigur og sveitin er á góðu róli. Á heimasíðu Hellis á www.hellir.com er að finna skemmtilegar frásagnir keppenda af mótsstað úr hverri umferð og er þar skákum liðsmanna lýst af mik- illi innlifun. Um efstu sveitir mótsins er það að segja að Evrópumeistarar síð- asta árs, NAO frá Frakklandi, hafa tekið forystu og virðast líklegir til að verja titil sinn. Saga þessa franska klúbbs er sérstök þar sem það er áhugakona um skák og ekkja sýrlensks auðjöfurs sem styður við bakið á honum. Hún tók einnig þátt í starfi samtaka sem stóðu fyrir ein- vígi þeirra Kasparovs og Kramniks árið 2000 en dró sig svo úr þeim þegar óvissan í kringum heims- meistaramálin jókst fremur en hitt árið 2002. Í liði NAO eru Michael Adams, Alexander Grischuk, Et- ienne Bacrot og aðrir ofurstór- meistarar. Fyrir lið Ekateríuborg- ar teflir Garry Kasparov á fyrsta borði en gengi hans og liðsins hefur verið brokkgengt. Eftir að hafa tap- að í annarri umferð fyrir Rublevsky sýndi skrímslið með þúsund augun að það er ekki alveg dautt úr öllum æðum. Hvítt: Garry Kasparov Svart: Alexei Shirov Opna afbrigðið í spænska leikn- um 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0–0 Rxe4 6. d4 b5 7. Bb3 d5 8. dxe5 Be6 Hinn síungi Viktor Kortsnoj hef- ur teflt opna afbrigðið í spænska leiknum í marga áratugi en einnig hafa stjörnur nútímans eins og Viswanathan Anand brugðið byrj- uninni fyrir sér. Í heimsmeistara- einvígi Kasparovs og Anands árið 1995 tefldi sá fyrrnefndi magnaða skák í afbrigðinu en þá lék hann 9. c3. Þess má geta að heimsmeistar- inn í skák frá 1921–1927, Jose Raoul Capablanca, hafði ekki mikið álit á þessu afbrigði þar sem það veikti of mikið svörtu reitina í svörtu stöð- unni. Þetta má til sanns vegar færa en takist svörtum undir heppilegum kringumstæðum að leika c7-c5 sjálfur hefur hann að jafnaði tekið frumkvæðið. Framhald skákarinn- ar ber einnig með sér að baráttan snúist um hvort svörtum takist að ná að ,,lofta’’ c-peðinu út. 9. Be3 Be7 10. c3 Dd7 11. Rbd2 Hd8 12. He1 0–0 13. Bc2 f5 14. exf6 Rxf6 15. a4!? Á alþjóðlegu móti í Kaupmanna- höfn lék stórmeistarinn frá Ka- sakstan Darmen Sadvakasov 15. Rg5 gegn Peter Heine Nielsen og bar sigur úr býtum eftir 15. … Bf5 16. Bxf5 Dxf5 17. Db1. 15. … Rg4?! Álitlegra virðist vera að leika 15. … Bd6 eins og í Viktor Mikhal- evski gerði í skák sinni gegn Georgy Timoshenko árið 1995 eða 15. … Bf5 eins og Ernst Sipke gerði 2001 gegn Mikhail Brodsky. Vanda- mál textaleiksins er að riddarinn á g4 virðist ekki eiga þar varanlega framtíð. 16. axb5 axb5 17. Bd4! Rxd4? 18. Rxd4 Dd6 Upp er komið það vandamál hjá svörtum að biskupar hans eru komnir í skotlínu þungu manna hvíts á e-línunni. Þannig hefði 18. … Rxf2 ekki gengið upp vegna 19. De2 og hvítur ynni mann. Nú hótar svartur máti en hvítur varnar því auðveldlega. 19. R2f3 Bd7 20. h3 Þegar góð ráð eru dýr hefur margur gripið til örþrifaráða eins og næsti leikur ber með sér. 20. … Rxf2?! Einnig hefði verið slæmt að leika 20. … Rf6 vegna 21. Re5! c5 (21. … Re4 gengur ekki upp vegna 22. Bxe4 dxe4 23. Db3+) 22. Rxd7 Hxd7 23. Rxb5 og hvítur er sælu peði yfir. Hugsanlega hefði þetta framhald veitt þó meiri mótspyrnu en í skákinni. 21. Kxf2 Bh4+ 22. Kg1 Bxe1 23. Dxe1 c5 24. Rb3 Bxh3 25. Rg5! Bf5 26. Bxf5 Hxf5 27. De6+ Dxe6 28. Rxe6 He8 29. Rbxc5 He5 Hvítur hefur nú vinningsstöðu og innbyrðir hann sigurinn af miklu öryggi. 30. Ha6! He2 31. b4 Hc2 32. Ha7 Hxc3 33. Hxg7+ Kh8 34. Hd7 Hc4 35. Rg5 Hxb4 36. Rce6 Hh4 Hvítur hótaði að máta eftir 37. Hxh7+ Kg8 38. Hg7+ Kh8 39. Rf7#. 37. g3 Hh5 38. Kg2 b4 39. Rf7+ Kg8 40. Rf4 og svartur gafst upp. Heimsmeistaraeinvígið í Brissago Þegar 14 skáka einvígi á milli Vladimir Kramniks og Peter Leko er hálfnað standa keppendur jafnt að vígi. Í fimmtu skák einvígisins tókst Leko að svíða Kramnik í end- tafli þar sem hann hafði fjögur peð á kóngsvæng gegn þremur „heims- meistarans“. Kramnik hafði bisk- upaparið í bætur fyrir peðið en gaf það of fljótt eftir til að spilla peða- stöðu áskorandans. Að lokum tókst Ungverjanum að knésetja heims- meistarann og jafna þar með leika í einvíginu. Í kjölfarið fylgdu tvær tuttugu leikja jafnteflisskákir og verður lokaspretturinn sjálfsagt meira spennandi en fyrri hluti ein- vígisins. Eins og áður hefur komið fram þá er teflt í Brissago í Sviss í e.k. sýningarhöll. Af heimasíðu ein- vígisins að dæma er staðurinn hluti af keðju sýningarhalla sem brasil- íski vindlaframleiðandinn Dannem- ann stendur fyrir. Hér áður fyrr keðjureykti Kramnik marga sígar- ettupakka og kláraði vodkaflösku á einum og sama deginum. Nú í mörg ár hefur hann vanið sig af þessum ósóma og lítur út fyrir að halda sér í góðri æfingu. Leko hefur hins veg- ar alla tíð verið mikið fyrir heilbrigt líferni og byggir lífsspeki sína á því. Honum var þannig tamt að sofa úti í guðsgrænni náttúrunni til að öðlast meiri kyrrð og ró. Á yngri árum var hann einnig efnilegur knattspyrnu- maður en gaf það snemma upp á bátinn. Haustmót Taflfélags Reykjavíkur Eins og endranær í mótum á veg- um Taflfélags Reykjavíkur hefur alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson tekið forystu og virðist líklegur til að bera sigur úr býtum í A-flokki mótsins. Sagnfræðingur- inn góðkunni, Snorri G. Bergsson, byrjaði mótið einnig vel en tapaði fyrir Jóni í fjórðu umferð. Vegna fjölda frestaðra skáka er staða mótsins ekki að öllu ljós en ótvírætt er að Jón leiðir A-flokkinn einn með þrjá og hálfan vinning af fjórum mögulegum. Kristján Eðvarðsson kemur næstur með þrjá vinninga. B-flokkur mótsins hefur á að skipa mörgum kunnuglegum andlitum en baráttan um fyrsta sætið virðist ætla vera aðallega á milli Þorvarðar Fannars Ólafssonar og Jóhanns H. Ragnarssonar. Báðir tefla mikið og ættu að vera í betri æfingu en aðrir keppendur. Margir af yngri kyn- slóðinni skipa C-flokkinn en það er hinn eitilharði skákáhugamaður Kristján Örn Elísson sem hefur tekið forystu í flokknum. Sókn- dirfska hans er vel kunn og enginn vafi leikur á því að andstæðingum hans gæti reynst erfitt að svara henni. Einnig er ánægjulegt að sjá Geirlaug Magnússon sitja aftur að tafli eftir margra ára fjarveru. Opni flokkurinn verður án efa jafn og spennandi en fjórir keppendur eru þar jafnir og efstir eftir fjórar um- ferðir. Opna Sparisjóðsmótið í Vestmannaeyjum Taflfélag Vestmannaeyja virðist ætla sér stóra hluti um þessar mundir eins og önnur íþróttafélög í því ágæta sveitarfélagi. Það liggur ljóst fyrir að sveit liðsins í Íslands- móti skákfélaga verður í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn og vel gæti farið svo að bikarinn sem Hrókurinn hefur verið áskrifandi að síðustu ár lendi í greipum Vest- mannaeyinga næsta vor. Fyrir skömmu var haldið öflugt hrað- skákmót í Eyjum til að fagna því að taflfélagið hefur nýlega fest kaup á húsnæði fyrir starfsemi sína á Heiðarvegi 9. Hinn brottflutti Eyja- maður og stórmeistari í skák, Helgi Ólafsson, varð hlutskarpastur í mótinu með átta vinninga af níu mögulegum en Páll Agnar Þórar- insson varð annar með sjö vinninga. Alls tóku 32 keppendur þátt og var umhugsunartími sjö mínútur á skák. Daði Örn Jónsson Helgi Áss Grétarsson Mikið um að vera í skákinni – Taflfélagið Hellir á Evrópumóti og haustmót TR hafið Hellismenn í Evrópukeppni og allt í járnum í Sviss SKÁK Cesme, Brissago og Ísland BESTU SKÁKMENN HEIMS Á EM Október 2004 Jón Viktor Gunnarsson Andri Áss Grétarsson Toyota Landcruiser VX100 dísel árg. 2003. Ekinn 49 þ. km. 7 manna. Verð 6.390.000. Uppl. í s. 898 3738. Subaru Forester árg. '03, ek. 18 þús. km. Sjálfskiptur, kastarar, litaðar rúður, loftkæling, cruise control, spoiler, dökkgrænn og grár að neðan. Mjög fallegur bíll. Uppl. í s. 862 1035 og 691 5894. Mercedes Benz E-420 árg. '95, ek. 154 þús. til sölu vegna íbúða- kaupa. Bíll með öllu nema leðri. http://www.e420.tk. S. 864 2868. Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Nissan Almera, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason Toyota Avensis, bifhjólak. 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat, 892 4449/557 2940. Glæsileg ný kennslubifreið, Subaru Impreza 2004, 4 wd. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, símar 696 0042 og 566 6442. Ökuljós, hagstæð verð. Vitara, Bolero, Swift,Sunny, Micra, Al- mera, Primera, Patrol, Golf, Polo, Bora, Vento, T4, Felicia, Octavia, Uno, Punto, Brava, Peugeot 306, 406, 206, Berlingo, Astra, Vectra, Corsa, Zafira, Iveco, Twingo, Kangoo, R19, Clio, Megane, Lanc- er, Colt, Carisma, Avensis, Cor- olla, Yaris, Carina, Accent, Civic, Escort, Focus, S40. Sérpöntum útispegla. G.S.Varahlutir Bíldshöfða 14.S.5676744 Jeppapartasala Þórðar Tangarhöfða 2, s. 587 5058 Nýlega rifnir Grand Vitara '00, Kia Sportage '02, Terrano II '99, Cherokee '93, Nissan P/up '93, Vitara '89-'97, Patrol '95, Impreza '97, Legacy '90-'94 o.fl. Honda Civic 1500 Vtec '98. Ssk. '05, lítur mjög vel út, sumar- og vetrardekk, CD, bsk. Verð 750 þ. Rafn s. 899 9383. Jeep Grand Cherokee, árg. ´99 Mjög gott eintak, V8 4.7, ekinn aðeins 83.000 km, silfurgrár, leð- ursæti, Infiniti gold hljómkerfi, orginal dráttarbeisli, nýleg dekk o.fl. Allur yfirfarinn. Upplýsingar í síma 669 9621. Chervolet Silverado 2500 6,5 turbo dísel, árg. '98, sjálfskiptur, ekinn 70 þús. km. Bíll í topp- standi. Uppl. í síma 898 8582. Toyota Previa 05/03. Ekinn 47 þús. km, sjálfskiptur, álfelgur, dráttarkrókur. Upplýsingar í síma 869 1668.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.