Morgunblaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞESSI plata er tímamótaplata í ís- lenskri dægurtónlistarsögu. Sig- urvegarinn í fyrstu íslensku Stjörnu- leitinni, Karl Bjarni Guð- mundsson, gef- ur hér út sóló- plötu. Stjörnuleitin („Idol“ á út- lensku) hefur reynst gríð- arlega vinsæl í þeim löndum sem hún hefur farið fram í. Íslendingar – eins og þeirra var von og vísa – kolféllu fyrir þættinum/keppninni (150.000 atkvæði voru greidd í símakosningu í úrslitaþættinum) en fyrirkomulagið virðist snerta taugar í flestum og víst má hafa af Stjörnuleitinni hina bestu skemmtan. Um tónlistarlegt gildi og áhrif má hins vegar deila. Kalli Bjarni, eins og hann er þekktur, var vel að sigrinum kominn. Hann söng vel, hafði þokka til að bera og hafði greinilega mikinn metnað fyrir keppninni. Hér var ís- lenski draumurinn holdi klæddur kominn. Snaggaralegi, hreinskiptni og ástríðufulli sjóarinn, sem braust til metorða af eigin rammleik og dugnaði – og uppskar heimsfrægð á Íslandi fyrir vikið. Kalli hefur sýnt það sem af er ári að hann hyggst ekki tjalda til einnar nætur í popp- landi og þetta verður að teljast mik- ilvæg atrenna að lengri dvöl. Platan byrjar vel. Fyrstu þrjú lög- in eiga það sammerkt að vera „stór“ og dramatísk popprokklög, full af strengjum og hljómurinn er bústinn og voldugur, eitthvað sem er lagt til grundvallar að stærstum hluta. Opn- unarlagið, Spegillinn, er eftir Roland Hartwell, flott og tilkomumikið með óvæntum sveigjum og beygjum. Þar á eftir kemur kröftug ballaða eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson, Eins og gengur. Hér strax er komið besta lag plötunnar, lag sem gengur frá- bærlega vel upp. Viðlagið ein- staklega vel samið, angurvært og sterkt. Þáttur Páls Rósinkranz er mikill hér, en hann syngur dúett á móti Kalla og tekur í raun af honum lagið. Þriðja lagið, Gleðitímar, er einnig að finna á safnplötunni Svona er sumarið sem út kom fyrir nokkr- um mánuðum. Hartwell á einnig þetta lag sem er jafn einkennilega flott og fyrra lagið, frumlegt í upp- byggingu og galgopalegt. Texti Stef- áns Hilmarssonar er stórskemmti- legur. Frá og með næsta lagi, Sátt (eftir Friðrik Karlsson) syrtir hins vegar í álinn og það heldur betur. Sátt er laf- laus og flöt ballaða og hentar Kalla illa en hann skilar sínu eins vel og honum er unnt. Lög Kalla sjálfs eru tvö. Hið fyrra, Þúsundfalt, er veru- lega slakt en hið síðara, Til Kidda, sleppur. En bara rétt svo. Framlag Vignis gítarleikara eru þá hrein af- gangslög. Rokkarinn, Vafinn er steindauður, rólegra lagið, Hvert eitt sólarlag, hvorki fugl né fiskur. Hart- well leggur fram þriðja lagið, Ég veit þú veist hvað ég meina, en sú smíð stendur hinum tveimur langt að baki. Lokalagið, Aðeins einu sinni, stingur í stúf við önnur lög, evr- óvisjónlegt og sólarlegt stuðlag en alveg afskapleg klént. Á heildina séð gengur þetta því illa upp. Við Kalla sjálfan er síst að sak- ast, hann gerir eins vel og hann get- ur. Söngröddin er kröftug, ómþýð og áferðarfalleg en um leið dálítið fjar- læg, ópersónuleg og á það til að vera óþarflega veik. Það er stundum eins og hann sé hálfráðvilltur, saklaus sveitastrákur í umhverfi sem hann þekkir illa en vill sannarlega gera sitt besta. Hefði hrárra og blúsaðra rokk hentað honum betur en „stóru“ lögin? Hver veit. Alltént virkar plat- an á köflum eins og vandræðalegt, blint stefnumót auk þess sem á hana vantar tilfinnanlega sterk lög. Þau eru þarna nokkur, bara allt, allt of fá. Fleiri þættir draga plötuna niður. Textar eru nær allir arfaslakir, helst að Stefán Hilmarsson sýni lit. Um- slagið er þá afskaplega kauðslegt og sjoppulegt. Ljósmynd af Kalla „prýðir“ það og myndarlegur mað- urinn lítur út fyrir að vera nývakn- aður, fúll og önugur. Var virkilega ekki hægt að finna betri mynd af þessum annars sjarmerandi manni? Það er hljóðfæraleikurinn sem gleð- ur mann helst, er hnökralaus og hressilega lifandi miðað við margt annað í þessum geira. Fyrsta sólóplata Kalla Bjarna veldur vonbrigðum en draumurinn hefur engu að síður ræst. Platan hans langþráða varð að veruleika. Ég trúi því ennfremur að það sé pláss í Popplandi fyrir Kalla, hann þarf bara að finna rétta tjaldstæðið. Megi þetta fall verða honum far- arheill. Allir eiga sér drauma Arnar Eggert Thoroddsen TÓNLIST Íslenskar plötur Kalli Bjarni syngur og raddar. Hljóðfæra- leikarar eru Ólafur Hólm, Eiður Arn- arsson, Vignir Snær Vigfússon, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, Kjartan Valdemars- son, Roland Hartwell og Reykjavik Ses- sions Quartet. Einnig koma við sögu Páll Rósinkranz, Pálmi Sigurhjartarson, Grét- ar Lárus Matthíasson, Regína Ósk og Sigurður Bjarki Gunnarsson. Í „Aðeins einu sinni“ koma fram Jón Ólafsson, Guð- mundur Pétursson, Ólafur Hólm, Friðrik Sturluson, Samúel J. Samúelsson, Kjart- an Hákonarson, Jóel Pálsson, Regína Ósk og Pétur Örn Guðmundsson. Þorvald- ur Bjarni Þorvaldsson stýrði upptökum (Jón Ólafsson stýrði á „Aðeins einu sinni“). Skífan gefur út. Kalli Bjarni – Kalli Bjarni  Morgunblaðið/Árni Sæberg Kalli Bjarni hefur verið áberandi síðan hann vann Stjörnuleitina í janúar og gefur nú út sína fyrstu sólóplötu. www.borgarbio.is Miðasala opnar kl. 15.30 Mögnuð spennumynd með Denzel Washington í fantaformi EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS COLLATERAL TOM CRUSE JAMIE FOXX Hörkuspennumynd frá Michel Mann leiksjóra Heat Fór beint á toppinn í USA! Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.20. NOTEBOOK NOTEBOOK VINCE VAUGHN BEN STILLER DodgeBall Óvæntasti grínsmellur ársins Fór beint á toppinn í USA Þú missir þig af hlátri... punginn á þér!  KVIKMYNDIR.COM  H.L. MBL Sýnd kl. 6 og 10. Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 1.40, 3 og 4.20. Ísl. tal. Kr. 450  Mbl.  Ó.Ö.H. DV Snargeggjuð gamanmynd frá hinum steikta Scary Movie hóp Klárlega fyndnasta mynd ársins! VINCE VAUGHN BEN STILLER DodgeBall Óvæntasti grínsmellur ársins Fór beint á toppinn í USA Þú missir þig af hlátri... punginn á þér!  Ó.Ö.H. DV Klárlega fyndnasta mynd ársins! VINCE VAUGHN BEN STILLER Mjáumst í bíó! kl. 3, 5.30, 8 og 10.20. VINCE VAUGHN BEN STILLER Yfir 31.000 gestir! Mjáumst í bíó! Yfir 31.000 gestir! DENZEL WASHINGTON Sýnd kl. 3, 8 og 10.15. Snargeggjuð gamanmynd frá hinum steikta Scary Movie hóp  Ó.Ö.H. DV  S.V. Mbl.  S.V. Mbl. Sýnd kl. 8 og 11. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal. „Ég anda, ég sef, ég míg ... Tónlist“ Bubbi Morthens Til heljar og til baka með atómbombunni Bubba Morthens „Ég anda, ég sef, ég míg ... Tónlist“ Bubbi Morthens Til heljar og til baka með atómbombunni Bubba Morthens Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 2 og 3.15. Ísl tal. Sýnd kl. 2 og 4. Ísl tal. Sýnd kl. 4.30. Ísl tal. Sýnd kl. 5.40. Forsýning kl. 6. Nýjasta meistaraverk Pedro Almodóvar Frumsýnd 14.október Frumsýnd 14.október
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.