Morgunblaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2004 25 UMRÆÐAN EINS OG þjóðin veit væntanlega lenti ég í vinnuslysi sumarið 2002 og skaddaðist mjög alvarlega á þremur útlimum. Í kjölfar þess hafa fylgt að- gerðir og tilheyrandi vesen bæði fyrir mig og þá sem hafa löngun til að styðja mig. Það seg- ir sig sjálft að þetta þýðir ekki að bara eitt breytist í lífi manns heldur bókstaflega allt. Einn liðurinn í þessari breytingu er að í bónus fékk ég tiltekna lík- amlega þætti og suma félags- og sam- skiptalega mjög óþægi- lega vægast sagt. Eins og við vitum flest var einn aðal- einstaklingur Gamla testamentisins, Móses, mjög alvarlegur stam- ari. Svo alvarlegur að hann gat ekki talað sjálfur heldur hafði bróður sinn sem túlk fyrir sig. Eftir að hafa öðlast öll einkenni Móse-syndrómsins hef ég kynnst ýmsu sem ég þekkti ekki áður. Ég er samfélagsþegn og á samskipti af ýmsum toga sem ég kýs að láta fara fram í gegnum síma frekar en annað, þar sem ég geng við tvo stafi eða göngugrind. Það sem ég varð vör við mjög fljót- lega, um leið og ég þurfti að nota sím- ann, bæði hjá opinberum fyr- irtækjum og ýmiss konar stofnunum sem hafa með hvers kyns fyr- irgreiðslu að gera, var ótrúlegur hegðunarháttur þeirra sem sátu hin- um megin á línunni og þurftu að eiga við stamarann samskipti, sem fram að þessu höfðu alltaf farið fram á jafnréttisgrundvelli. Ef við berum saman mismun þess að þurfa stamandi að tala í símann og síðan að mæta í viðlíka fyrirtæki far- lama með tvo stafi, þá er algjör grundvallarbreyting á þeim sem þjónustuna veita. Ég er orðin þreytt og dauðsár og í raun reið, út í ekki bara áskellingar, útúrsnúninga og yf- irheyrslur, heldur er ég yfir mig hneyksluð og reið yfir því að ef fötlun einstaklingsins er meðal annars tal- andinn virðist það skapa skilyrði á allt öðru framferði við hann en vegna líkamlegrar fötlunar. Ef mér skrikar sjáanlega fótur úti fyrir þá eru allir boðnir og búnir að grípa mig. Það er dásamleg samstaða samborgaranna og mikill og jálægur kristilegur ná- grannakærleikur. Þetta er auðvitað dásamlegt en auðvitað getur þetta verið óþægilegt fyrir stolt og skap þess fatlaða. En hitti maður þetta sama fólk í síma er viðmótið allt ann- að. Þegar kemur í ljós að maður er illa haldinn af barkafötlun og getur ekki klárað neina setningu án þess að humma eða hiksta, tafsa eða tvítaka vegna sérhljóðavandkvæða og end- urtekningaatferlis ýmissa orða innan setninga er maður í vondum málum. Í stað þess að láta ekki á neinu bera og styðja mig eins og þjónustuhlutverk viðkomandi býður upp á hef ég orðið fyrir þeirri bitru og óskemmtilegu reynslu að það er snúið út úr fyrir mér, tekin upp orð mín og smjattað á þeim, jafnvel skellt á mig eða talað til mín eins og ég væri sauðdrukkinn, út- úrdópuð eða hreinlega kvartviti. Ef ekkert af þessu gerist heyrist sam- úðarfull rödd upphefja níutíu gráðu yfirheyrslu eins og ég væri stödd hjá Rannsóknarlögreglu Reykjavíkur. Jafnvel við þessar annars vegar Sher- lock Holmes-yfirheyrslur og hins vegar Florence Nightingale- aðstæður þjónustuaðilans, þótt ég hafi bent kurteislega á að ég hafi vegna talanda míns ekki tök á því að útskýra ástand mitt, þá er samt hald- ið áfram að yfirheyra mig þvert á mótmæli mín, til að undirstrika sem best við mig að á ferðinni sé einhvers konar skilningur sem virkar bara þveröfugt á þann sem er haldinn þessum skelfilegu barkafjötrum. Það liggur í hlutarins eðli að sá sem hefur viðlíka fötlun og þarf að eiga sam- skipti í gegnum Bellu vill ekki láta beina athyglinni að því með neinum hætti eða að það verði til þess að tefja þjónustuaðilann eða hafa af honum tæki- færi til að styðja mann fallega af nærfærni og tillitssemi. Vegna þess að á þessu þarf að verða bragarbót ákvað ég að leggja höf- uðið í bleyti og fann upp pottþétta uppskrift. Og viti menn, eftir að ég fór að nota þessa uppskrift er framferðið allt annað. Ég vil segja ykkur, kæra þjóðin mín, um hvað málið snýst. Núna mæti ég öðru viðhorfi vegna þess að ég tók þá ákvörðun niðurlægð og sár, að gefa ekki fólki færi á að fara svona með mig. Núna segi ég áður en nokkur getur sagt annað en halló hinum megin á línunni: ég er stamari, ég vil ekki láta snúa út úr fyrir mér, yfirheyra mig, skella á mig eða efast um ágæti mitt, heldur fá sömu góðu þjónustu hjá fyr- irtækinu þínu og áður en ég varð fyrir vinnuslysi og eignaðist þetta sérstaka stamara-syndróm. Og viti menn, noti ég þessa stamara-uppskrift þá eru engin leiðindi, heldur sama háttvísin og áður var. Ég segi bara, er þjóðin mín svo furðulega illa upplýst varðandi stam- ara eða þá sem eiga við talgalla að stríða, að hún kunni ekki að dæma ekki fólk þó að það komi í ljós að tal- andi þess er ekki sniðinn algjörlega að hefðbundnum hugmyndum? Með þessu er verið að segja okkur fatlaða fólkinu, að við hentum ekki sem sjálf- stæðir, sterkir persónuleikar inn í samfélag manna. Samkvæmt þessu ætti að rífa allt sem er öðruvísi upp með rótum og útrýma því, og slíkt framferði mundum við ekki bjóða trjánum úti í garði hjá okkur þótt þau vaxi svolítið kræklótt upp. Eða er það elskurnar? Fatlaður! Fínt, ég skelli á! Jóna Rúna Kvaran fjallar um framferði við fatlaða Jóna Rúna Kvaran ’Og viti menn,noti ég þessa stamara-upp- skrift þá eru engin leiðindi, heldur sama háttvísin og áð- ur var. ‘ Höfundur er blaðamaður og rithöfundur. Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jón Steinsson: „Það er engin til- viljun að hlutabréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum er öflugri en hlutabréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjón- ustumiðstöðva er bætt aðgengi í þjónustu borgaranna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meirihluti jarðarbúa, svokallaður almenn- ingur þjóðanna, unir jafnan mis- jafnlega þolinmóður við sitt.“ Jakob Björnsson: „Mörg rök hníga að því að raforka úr vatns- orku til álframleiðslu verði í fram- tíðinni fyrst og fremst unnin í til- tölulega fámennum, en vatnsorkuauðugum, löndum …“ Tryggvi Felixson: „Mikil ábyrgð hvílir því á þeim sem taka ákvörð- un um að spilla þessum mikil- vægu verðmætum fyrir meinta hagsæld vegna frekari ál- bræðslu.“ Stefán Örn Stefánsson: „Ég hvet alla Seltirninga til kynna sér ítarlega fyrirliggjandi skipulags- tillögu bæjaryfirvalda …“ Gunnar Finnsson: „Hins vegar er ljóst að núverandi kerfi hefur runnið sitt skeið og grundvallar- breytinga er þörf …“ Eyjólfur Sæmundsson og Hanna Kristín Stefánsdóttir: „Öryggismál í landbúnaði falla undir vinnuverndarlög og þar með verksvið Vinnueftirlitsins.“ Jakob Björnsson: „Með þvílíkum vinnubrögðum er auðvitað lítil von um sættir.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nemendur með, nema síður sé.“ María Th. Jónsdóttir: „Á landinu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Hafsteinn Hjaltason segir landa- kröfumenn engar heimildir hafa fyrir því að Kjölur sé þeirra eign- arland, eða eignarland Biskups- tungna- og Svínavatnshrepps. Sveinn Aðalsteinsson: „Nýjasta útspil Landsvirkjunar og Alcoa er að lýsa því yfir að Kárahnjúka- virkjun, álbræðslan í Reyðarfirði og línulagnir þar á milli flokkist undir að verða „sjálfbærar“!“ Á mbl.is Aðsendar greinar VIKULEG vinnuskylda kennara í fullu starfi er 42,86 klst. Í meg- indráttum má segja að vinnutíminn skiptist í þrennt. Í fyrsta lagi er sjálf kennslan, 28 kennslustundir á viku = 18,67 klst. Svo eru 9,14 klukkustundir sem skólastjóri hefur til umráða og fer að jafnaði að mestu í fundi af ýmsum toga. Að lokum er svo und- irbúningstími kennara sem er 9,33 klukku- stundir á viku. Ein af meginkröfum kennara er að auka hlut und- irbúningstímans í 30 mínútur fyrir hverja kennslustund. Undirbúningstími er sá tími sem kennarinn hefur til umráða til þess að leysa öll þau störf sem inna þarf af hendi vegna kennslunnar og til að halda utan um námshóp. Sumum finnst eflaust að 20 mínútur ættu að nægja. Þess vegna langar mig að taka hér dæmi um í hvað tími minn sem umsjónarkennari færi ef ég héldi mig innan tímarammans: Vikuleg kennsluáætlun (1 klst.) Vikuleg kennsluáætlun kennara (skrifleg) og birting heima- vinnuáætlunar á Netinu fyrir for- eldra/nemendur. Sending tilkynn- inga/frétta á Netið. Verkefnaöflun (1 klst.) Leit og val á verkefnum í möpp- um, kennsluleiðbeiningum, á Net- inu og bókum Ljósritun, flokkun, heftun og götun. Glærugerð. Yfirferð/leiðrétting verkefna (2 klst.) Yfirferð verkefna/kannana/bóka nemenda í viku hverri. 2 klst. gera um 5 mín á hvern nemanda = 1–3 einföld verkefni á viku. Stærri kannanir, próf eða rit- gerðir taka mun lengri tíma. Skráningar/símat (½ klst.) Skráningar kennara á heima- vinnu, niðurstöðum kannana/prófa, mætingum, hegðun, vinnubrögðum, ástundun o.fl. í Stundvísi/eyðublöð. (6 mín á dag = 1,2 mín á nem. á viku) Frágangur/flokkun (0,33 klst.) Röðun verkefna/flokkun í möpp- ur. Frágangur kennslugagna, bóka og vinnubóka nemenda. Samskipti við foreldra (½ klst.) Tölvupóstur/símtöl/upplýs- ingablöð til foreldra vegna nem- enda/skólastarfsins. Skráning á slíkum samskiptum í Stundvísi. (6 mín á dag = 1,2 mín á nem. á viku) Verkefnagerð (1 klst.) Endurvinnsla/ breytingar eldri verk- efna. Gerð nýrra verk- efna/ítarefnis/einfaldra kannana. Undirbúningur og skipulag kennslu (3 klst.) Val og öflun kennsluefnis. Frum- skoðun og greining kennsluefnis. Ná- kvæmur lestur og/eða úrlausn efnis. Lestur kennsluleiðbeininga. Öflun og lestur ít- arefnis. Skipulagning kennslustunda. Umræðustjórnun, spurningar, mat o.fl. 3 stundir/28 kst. = 6,4 mínútur á kennslustund Samtals 9,33 klst. Hér að ofan eru fjölmargir þætt- ir sem ekki eru tilgreindir, t.a.m. er ekki gert ráð fyrir þeim mikla tíma sem fer í gerð námsáætlana, ýmsa skipulagsþætti, aðlögun námsefnis og áætlana vegna ein- staklinga með sérstakar náms- þarfir, prófagerð og úrvinnslu þeirra. Ég er umsjónarkennari í 6. bekk og er að kenna tólfta veturinn minn. Ég hef nokkrum sinnum kennt 6. bekk og þekki því náms- efnið og þroskastig nemenda nokk- uð vel. Ég er því líklega mun fljót- ari að vinna og undirbúa mig en kennari sem er að fara í gegnum námsefnið í fyrsta sinn. Þó er mér að jafnaði ómögulegt að skipu- leggja kennsluna innan þeirra tímamarka sem kveðið er á um í kjarasamningi. Í það minnsta yrði sú kennsla ekki mikil að gæðum. Vegna smæðar okkar hefur framboð á námsefni hér á landi oft verið af skornum skammti sam- anborið við fjölmennari þjóðir. Víða erlendis geta kennarar valið úr vönduðu heildstæðu námsefni með úrvali fylgigagna. Hérlendis hefur tími kennara að miklu leyti farið í að búa til verkefni, ítarefni og kannanir. Í sumum tilfellum fylgja engar eða takmarkaðar kennslu- leiðbeiningar með íslensku náms- efni. Kennarar þurfa því að finna áhugaverðar leiðir til að kenna efn- ið auk þess að afla sér viðbót- arþekkingar. Þessi staða býður upp á ákveðið frelsi og nokkurn sveigj- anleika, en það tekur heilmikinn tíma að gera vönduð verkefni og hugsa upp áhugaverðar leiðir í kennslunni. Á síðustu árum hefur þó framboð á náms- og kennsluefni aukist m.a. með tilkomu Netsins. Ég er orðin þreytt á því að verja vinnu mína og þurfa að sannfæra fólk um framlag mitt. Af hverju efast fólk um að kennarar vinni störf sín? Heldur fólk virkilega að það sé hægur vandi að standa fyrir framan hóp nemenda, stjórna þeim, vekja áhuga og halda þeim að vinnu? Ég held að almennt vanmeti fólk hversu mikinn tíma góð kennsla tekur. Að sjálfsögðu tekur minni tíma að vera lélegur kennari. Þessi sem allir bera á borð fyrir mann, sem fer úr skólanum kl. 14, undirbýr sig aldrei, fer aldrei yfir verkefni, finnur aldrei upp á neinu nýju, talar sem minnst við foreldra, er alltaf í fríi o.s.frv. Telur almenn- ingur virkilega að margir slíkir séu til? Vinna kennarar ekki almennt störf sín af alúð og samviskusemi? Þeir sem þekkja mig vita hversu mikið ég legg á mig fyrir starf mitt. Ég er svo lánsöm að hafa mikla ánægju af starfi mínu og ég vil helst ekki starfa við neitt annað. En það er löngu tímabært að fólk geri sér grein fyrir því álagi og því vinnuframlagi sem fylgir því að reyna að gera það vel. Ég greiði ekki reikningana mína með starfs- ánægjunni. Ég vil uppskera laun sem eru í samræmi við ábyrgð, menntun og vinnuframlag. Í hvað fer undirbúnings- tími kennara? Anna Magnea Harðardóttir fjallar um kennaradeiluna ’Ég er orðin þreytt áþví að verja vinnu mína og þurfa að sannfæra fólk um framlag mitt. ‘ Anna Magnea Harðardóttir Höfundur er grunnskólakennari. Jólaskeið Ernu kr. 6.700 Gull- og Silfursmiðjan Erna Skipholti 3 • sími 552 0775 • www.erna.is Landsins mesta úrval Silfurbúnaður flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.