Morgunblaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2004 35 MINNINGAR ✝ Páll Kristjánssonfæddist í Höfða- dal í Tálknafirði 22. september 1918. Hann lést á Sjúkra- húsi Patreksfjarðar 1. október síðastlið- inn. Foreldrar Páls voru hjónin Jóhanna Pálsdóttir frá Hamri á Barðaströnd, f. 1893, d. 1962, og Kristján Kristófers- son frá Brekkuvöll- um á Barðaströnd, f. 1883, d. 1969. Systk- ini Páls eru Jóna, f. 1917, Kristín, f. 1920, d. 2001, Kristófer, f. 1922, d. 1964, Gísli, f. 1924, d. 1997, og Teitur, f. 1928. Páll byrjaði ungur til sjós bæði á bátum og togurum og lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1951 og var eftir það stýrimaður á togurum frá Pat- reksfirði. Hann hætti sjómennsku upp úr 1955 og gerðist bóndi í Feigsdal í Arnarfirði og tók þar við búi af foreldrum sínum. 1966 hætti hann búskap og flutti til Bíldudals í húsið Ás sem hann var síðan kenndur við og þar bjó hann þar til yfir lauk. Á Bíldudal stundaði hann fyrst sjó- mennsku og síðar al- menna verkamanna- vinnu til 1993. Einnig fékkst hann við smíðar og var mjög laghentur. Hann var flinkur við og hafði gaman af matreiðslu, var víðlesinn og fróður um flesta hluti. Páll var eftirsóttur til vinnu sökum dugnaðar og vandvirkni og var einn þeirra sem komu Ís- lendingum úr fátækt í þær alls- nægtir sem við höfum nú. Útför Páls verður gerð frá Bíldudalskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Jarðsett verð- ur í Patreksfjarðarkirkjugarði. Palli minn, nú þegar komið er að kveðjustund streyma allar góðu minningarnar fram. Fyrst man ég eftir þér þegar ég var að koma í sveitina til þín með mömmu. Það þótti mér mikið ævin- týri, öll dýrin og að geta verið svona frjáls. Seinna þegar ég varð eldri og fór að geta hjálpað til við bústörfin, þá kenndir þú mér að hafa gaman af öll- um störfum og öfunda engan og bý ég enn að þessum góðu ráðum. Og allar bækurnar sem þú bentir mér á að lesa og vissir að ég hefði gott af. Alltaf þegar maður hugsar um þig kemur matur upp í hugann, en þú varst snillingur við alla matargerð. Eftir að ég varð fullorðin urðu kynni okkar enn nánari og alltaf gat ég leit- að til þín með mína erfiðleika. Ég á eftir að sakna þess mikið að geta ekki komið í Ás og spjallað við þig um lífið og tilveruna og fengið ný- bakað brauð með kaffinu. Alltaf fór ég fróðari frá þér en ég var þegar ég kom. Að lokum ætla ég að kveðja þig hinsta sinni með bæn sem þú kennd- ir mér. Vaktu, minn Jesús, vaktu’ í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson.) Birna Kristinsdóttir. Nú er Palli frændi farinn héðan og kominn á betri staðinn. Margs er að minnast og margt er að þakka. Ekki ætla ég að rifja það allt upp. Samt koma smá minninga- brot upp í hugann. Þegar ég lítil stelpa kom vestur í Feigsdal á vorin og hann sótti mig inn á Bíldudal heilsaði hann mér allt- af með þessum orðum: „Ertu komin, Lilla mín, og nú verðum við að flýta okkur heim því kindurnar eru að bera.“ Árið 1966 brá Palli búi í Feigsdal og flutti inn á Bíldudal ásamt þeim er honum fylgdu. Eftir að ég fór sjálf að búa leitaði ég oft til hans. Þar var traustið og góðar ráðleggingar fyrir ungt fólk. Margt var oft skrafað í Ási. Setið yfir kaffi og meðlæti. Öll mál milli himins og jarðar voru rædd. Við eigum eftir að sakna þín og þinna miklu gæða. Far þú í friði, Palli minn, og hafðu þakkir fyrir allt. Þín frænka Jóhanna (Lilla). Nú er Palli frændi í Ás, dáinn. Hann gaf okkur alltaf rúgbrauð með kæfu eða reyktum laxi og stórt mjólkurglas með þegar við komum í heimsókn, hann bakaði besta rúg- brauð í heimi. Palli var alltaf svo góð- ur við okkur þegar við heimsóttum hann. Það verður leiðinlegt að komast aldrei aftur í heimsókn til hans Palla í Ás. Þínar frænkur Lovísa Rut og Birna Sólbjört. Ég kynntist Páli ekki fyrr en haustið 1966 en þá unnum við saman við beitningu á Andra BA-100. Ég vissi ekkert þá um alla sjómennsku Páls eða að hann væri fullmenntaður skipstjóri. Ég vissi bara að hann var fyrverandi bóndi og undraðist að hann skyldi ráða sig í þessa vinnu. Páll var þá komin nálægt fimmtugu. Hann var óvanur að beita og seinn. Við hinir vorum allir vanir og þótt Páll mætti fyrstur á morgnana fór hann síðastur heim. Eftir áramót skiptu bátarnir yfir á net og fóru þrír sem unnið höfðu við beitninguna til að vinna á netaverkstæði, fella net og útbúa þau veiðarfæri sem bátarnir þurftu. Við Páll voru í þessum hóp. Þarna naut Páll sín vel, nú var hann komin á sinn heimavöll og kunni skil á öllu. Hann var óspar á þekkingu sína og kenndi mér marga hluti. Þarna var vinnutími langur, oftast unnið til 22 á kvöldin, stundum leng- ur og oft um helgar. Þessi vetur á netaverkstæðinu var skemmtilegur tími. Næst lágu leiðir okkar Páls saman sumarið 1971 á skelfiskbátnum Garðari BA-74. Kynni okkar urðu meiri þegar ég kvæntist Birnu Kristinsdóttur syst- urdóttur Páls 1972. Urðu þá heim- sóknir í Ás algengari og kynntist ég Páli og hans kostum betur. Það var gaman að koma í Ás og ræða hin ýmsu mál. Páll hafði gaman af öllum rökræðum.1975 byrjuðum við Birna að byggja einbýlishús og voru það ófá handtökin sem hann hjálpaði okkur með. Við hefðum aldrei komið þessu húsi upp nema með hjálpsemi Páls. Páll var mjög trúaður maður þótt ekki sækti hann mikið kirkju en allt- af hlustaði hann á útvarpsmessur og lagði rækt við sína trú. Hann tók mótlæti með ró og vann úr því. Með- læti tók hann á sama hátt. Aldrei heyrðist hann hæla sér af því sem hann hafði gert vel um ævina sem var þó ansi mikið. Palli minn, ég vil þakka fyrir hvað þú reyndist okkur Birnu og börnunum okkar vel. Megi þú hvíla í Guðs friði. Að lokum votta ég eftirlifandi systkinum Páls og öðrum aðstand- endum samúð mína. Jakob Kristinsson. Jæja, Palli minn, nú sit ég hér við tölvuna mína og skrifa nokkur minn- ingarorð um þig. Það eru svo margar góðar minningar tengdar þér, þó það séu 55 ár á milli okkar gátum við allt- af talað saman um allt milli himins og jarðar. Fyrst þegar ég man eftir þér var ég lítill gutti og fékk að fljóta með Gunnari bróður mínum þegar hann og þú voruð að smíða saman úti í Ási. Síðan man ég alltaf eftir því þegar við systkinin fórum með mömmu og pabba til að heimsækja þig, og voru heimsóknirnar til þín á aðfangadag alltaf mjög skemmtilegar, þá varst þú í essinu þínu, búinn að sjóða hangikjötið og bauðst upp á nýbakað rúgbrauð með hangikjöti. Síðar þeg- ar ég kynntist henni Sólrúnu og við fórum að búa varst þú alltaf tilbúinn að hjálpa okkur og gátum við alltaf leitað til þín þegar við þurftum á að- stoð að halda t.d við smíðar eða að fá lánuð verkfæri eða hvað sem var. Þú varst alltaf svo góður við börnin okk- ar og fannst þeim mjög spennandi að koma til þín út í Ás og fá eitthvað gott að borða. Það var alltaf gott að koma til þín út í Ás og borða rúg- brauð með kæfu, og tala um allt milli himins og jarðar. Var þá oft talað um sjómennsku og allt sem henni til- heyrði því við vorum báðir menntað- ir frá Stýrimannaskólanum í Reykja- vík, þú útskrifaðist 1951, en ég hóf þar nám árið 1991. Þegar ég kom í land og í heimsókn til þín þá voru dregin upp sjókort, staðsetning sett út í kort hvar ég hefði verið í síðustu sjóferð. Þú hafðir yndi af að búa til mat, t.d. bakaður þú alltaf þín eigin rúgbrauð og gerðir þína eigin kæfu sem var orðin heimsþekkt í minni fjölskyldu. Eftir að þú veiktist í sum- ar komum við bræður til þín á Land- spítalann og þegar við spurðum þig hvernig þú hefðir það þá svaraðir þú strax „hér er alveg yndislegt að vera, ég held þetta sé bara betra en í sjálfu himnaríki“. Já, þannig varst þú, óeigingjarn og svo jákvæður. Eins og þú sagðir alltaf við mig og reyndir að kenna mér að öfunda engan því öfundin væri upphaf að öllum deil- um. Þinn frændi, Jón Páll. Við andlát föðurbróður míns, Páls Kristjánssonar, koma minningar upp í hugann er ég og fjölskylda mín heimsóttum hann á Bíldudal. Páll var ekki lengi að töfra fram smurt brauð og kaffi. Börnunum leist ekki á þegar hann mundaði stóran hníf- inn, skar örfínt niður kæfu, en smjörið var skorið í sneiðar og lagt á brauðið. Það voru allir forvitnir að fá að sjá steininn sem valt úr fjallinu innum dyrnar á húsi frænda og endaði við rúmið án þess að koma við veggi né dyrakarma. Páll dó ekki ráðalaus, sagaði gat í gólfið og lét steininn falla niður í kjallara þar sem smíðað var borð yfir hann. Í sumar þegar Páll lá á Landspít- alanum áttum við tal saman og bar þá bíllinn, Sumbeam 1250 árgerð 1972, á góma. Honum var mjög annt um bílinn, sem hann kallaði sólar- geislann og ekki sama hvað um hann yrði. Fól hann mér að hugsa um hann og er ég þakklátur fyrir það traust. Þegar ég og faðir minn fórum vestur 17. júní sl. til að sækja grip- inn, vakti það mikla athygli að Sum- beaminn, sem boðað hafði sumar- komu ár hvert á Bíldudal, var kominn uppá vagn og á leiðinni til Reykjavíkur. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Úr vísumVatnsenda-Rósu.) Góða ferð til fyrirheitna landsins með kærri þökk fyrir allt. Hilmar Teitsson og fjölskylda. PÁLL KRISTJÁNSSON Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÖRN SIGURJÓNSSON vélstjóri, Lækjasmára 2, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu- daginn 11. október kl. 15.00. Inga Guðmundsdóttir, Kristín Arnardóttir, Steinn Kárason, Ragnheiður Inga Arnardóttir, Benedikt Ó. Benediktsson, Ingólfur Örn Arnarson, Dagbjört Lára Ottósdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR ÓFEIGSSON, Kirkjusandi 1, Reykjavík, lést fimmtudaginn 7. okt. sl. Kristín Guðmundsdóttir, Jóhann Guðmundsson, Guðrún Kristinsdóttir, Helga Guðmundsdóttir Sørdal, Bjarnfríður Guðmundsdóttir, Guðmundur Ingi Haraldsson, Ófeigur Guðmundsson, Lilja Friðvinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, KATLA NIELSEN EIRÍKSDÓTTIR, Kaplaskjólsvegi 51, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni fimmtudagsins 7. október. Gréta Björg Nielsen Egilsdóttir, Reynir Þór Guðmundsson, Olga Perla Nielsen Egilsdóttir, Einar Ásgeirsson, Líf Anna Nielsen, Þór Nielsen, Bjarney Guðmundsdóttir og barnabörn. Þegar dóttir mín hringdi grátandi í mig vissi ég að þessari þrautargöngu þinni væri lokið, kæri Gunn- ar. Það er margt sem fer í gegnum hugann á þessari stundu, þó að við hefðum ekki verið í miklu sambandi síðustu ár þá fór alltaf ágætlega á með okkur þegar við hittumst. Þeg- ar ég hugsa til baka kemur fyrst upp í hugann hvað þú varst greið- vikinn og hjálpsamur, þú varst ein- staklega handlaginn og fátt var það sem þú réðst ekki við, það fengum við svo sannarlega að njóta og verð ég þér alltaf þakklátur fyrir það. En mig langar að minnast ógleym- anlegrar ferðar sem við fórum. Það var veiðiferð norður í fljót, hún var fyrir margar sakir nokkuð sérstök. Þar veiddi ég minn fyrsta lax með aðstoð þinni, þar lenti ég líka í miklum hremmingum sem ég gleymi seint. Þar sem ég á við fötl- un að stríða þá þurfti ég stól til að sitja á við veiðiskapinn, ég var bú- inn að fá lánaðan rafmagnshjólastól hjá kunningja mínum, mikil græja. Ég gat keyrt meðfram bakkanum GUNNAR BALDURSSON ✝ Gunnar Baldurs-son fæddist á Kópaskeri 14. apríl 1935. Hann lést á Landspítala - há- skólasjúkrahúsi 21. september síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Fossvogs- kirkju 30. septem- ber. hjálparlaust, nú Gunn- ar hafði ákveðið að fara á röltið og kanna aðra staði við ána. Ég var að veiða ágætlega á þeim stað þar sem ég var þegar ég finn andardrátt við hálsmálið. Dettur mér strax í hug að Gunnar sé þar kominn en viti menn, þegar ég lít við er þar mætt þessi fal- lega belja. Mér bregð- ur við þetta og ákvað að færa mig en þegar ég er að keyra af stað á stólnum þá tekur beljan stökkið á eftir mér. Nú leist mér ekkert á þetta svo ég stoppa stólinn og baða út öllum öngum en beljan bara starir á mig. Nú sé ég að Gunnar hefur tekið eftir þessu og hleypur í áttina til okkar og róast ég við þetta og ákveð að setja stólinn í brunabotn á móti Gunnari en þá gaf bara beljan í líka og dró á mig. Ég sé að Gunnar er ekkert að hlaupa til okkar heldur hleypur hann að bílnum og nær í myndavél og fer að mynda þetta bak og fyrir. Þannig var Gunnar, hann gat alltaf séð það spaugilega við hlutina. Ég er líka þakklátur þér fyrir það hvað þú reyndist mínum börnum góður þó að ég og mín fyrrverandi værum skilin. Um leið og ég votta öllum að- standendum samúð mína þakka ég þér fyrir góð kynni. Guð vaki yfir þér, kæri vinur. Grétar Pétur Geirsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.