Morgunblaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 47
Miðasala og borðapantanir hjá Úrvali-Útsýn, Lágmúla 4, sími 585 4000. Haustfagnaður Úrvalsfólks Hljómsveit Hjördísar Geirs leikur fyrir dansi Fös. 22. okt. í Súlnasal Hótel Sögu. Húsið opnað kl. 19. • Þriggja rétta máltíð • Skemmtiatriði • Happdrætti • Miðaverð 3.700 kr. Móðir og sonur takast á. Ragnheiður Steindórsdóttir og Jón Páll Eyjólfsson. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2004 47 MENNING Höfundar handrits: María Ell- ingsen, Gréta María Bergsdóttir, Andri Snær Magnason og Snorri Freyr Hilmarsson ásamt leik- hópnum. Leikarar: Álfrún Helga Örnólfs- dóttir, Ásta S. Ólafsdóttir, Esther Talía Casey, Guðjón Þorsteinn Pálmarsson, Jón Ingi Há- konarson, Jón Páll Eyjólfsson, Kristján Franklín Magnús, Lára Stefánsdóttir, Ragnheiður Stein- dórsdóttir og Sigurður Eyberg. Leikstjóri: María Ellingsen Dans/hreyfingar: Reijo Kela Tónlist: Eivør Pálsdóttir Búningar: Helga I. Stefánsdóttir og Bergþóra Magnúsdóttir Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson Lýsing: Björn G. Bergsteinsson Myndbandstækni: Gideon Kiers ÚlfhamssagaÞetta er búinn að vera tals-verður leiðangur,“ segirMaría Ellingsen leikstjóri,framleiðandi og einn höf- unda leiksýningarinnar Úlfhams- sögu sem Annað svið frumsýnir ann- að kvöld í nýja Hafnarfjarðarleikhúsinu. Sýningin er byggð á íslensku fornaldarsög- unni Úlfhamssögu sem til er í rím- um frá 16. öld en þykir víst að hún hafi geymst í munnmælum frá 14. öld. Það var í gegnum rannsóknir Aðalheiðar Guðmundsdóttur og doktorsverkefni hennar um Úlf- hamssögu sem María komst í kynni við söguna og hún kveðst hafa lesið viðtal við Aðalheiði í Morgunblaðinu fyrir þremur árum og heilllast svo af efninu að ekki varð aftur snúið. „Úlfhamssaga er spennandi og ótrúlegt ævintýri með magnaðan og djúpan undirtón. Verkið fjallar um mannlega náttúru af miklu innsæi og um grimma valdabaráttu og blóð- ug átök milli kynslóða. Þarna er eldri kynslóð sem vill stjórna heim- inum á sinn hefðbundna hátt og unga kynslóðin sem trúir ekki á stríð, endalausa valdabaráttu og eyðileggingu. Þarna er barátta milli karla og kvenna en um leið sjáum við fólk frá ýmsum heimum taka höndum saman um að skapa nýjan heim. Sagan fjallar einnig um ástina í sinni fegurstu mynd þar sem elsk- endurnir eru tákn andstæðna sem með sameiningu mynda eina heild. Úlfhamssaga segir sögu sem skemmtir áhorfendum nú eins og hún hefur gert í gegnum aldir,“ seg- ir María. Sameiginleg sköpun Aðferðin sem María lagði fyrir samstarfsmenn sína við sýninguna er sjaldan farin í íslensku leikhúsi þó hún sé vel þekkt. „Þetta kallast á ensku „devised theatre“ og byggist á því að leikhópurinn vinnur sýn- inguna út frá tilteknu efni. Í okkar tilfelli unnum við frumvinnuna í vor með leikhópnum og við Gréta Bergs dramatúrg og Snorri Freyr leik- myndahönnuður gerðum eins konar grind að verkinu og síðan bættist Andri Snær í hópinn sem höfundur leiktextans. Í meðförum hans jókst þáttur hins talaða texta mjög frá því sem við sáum fyrir okkur í upphafi og sýndi að það munar um að hafa skáld með í för. “ Aðdragandi verksins er þrjú ár sem þegar á allt er litið er kannski eðlilegur meðgöngutími svo viða- mikils verkefnis sem unnið er al- gjörlega utan stofnana. „Mikill hluti þessa tíma hefur farið í fjármögnun verkefnisins og í að afla samstarfs- aðila bæði hér heima og erlendis en það eru t.d. þrjú ár síðan ég talaði við Eivöru Pálsdóttur um að taka þátt í þessu.“ María er sjálf af færeyskum upp- runa og þekkti til Eivarar löngu áð- ur en hún varð fræg á Íslandi og víð- ar. „Þegar ég talaði við Eivöru var hún átján ára og söng rímur berfætt með afa sínum. Fyrir hana var þetta því ekki mjög framandi að taka þátt í leiksýningu sem byggist á fornsögu og hlutur hennar í sýningunni er frábær en hún bæði semur og flytur tónlistina í henni. Þetta varð svo til þess að hún ákvað að setjast að hér á Íslandi frekar en í Danmörku sem hún var að hugsa um á þessum tíma. Hún hefur ýtt fjölmörgum tilboðum út af borðinu til að geta verið með í þessu.“ María fékk einnig finnska dans- arann Reijo Kela til að semja dansa og hreyfingar fyrir sýninguna en Kela hefur aldrei áður samið dansa fyrir aðra. „Ég var svo heppin að detta niður á Reijo. Hann er mennt- aður hjá Merce Cunningham en hef- ur þróað alveg sitt eigið danstungu- mál. Hann er þekktur fyrir að dansa einn og vinna einn og semur yfirleitt ekki fyrir aðra en þarna hitti ég á hann þegar hann var þar staddur í lífi sínu að hann langaði að vinna með öðru fólki.“ Samstarfið við Eivöru og Reijo hefur einnig gert verkefnið spenn- andi kost gagnvart samnorrænum sjóðum á listasviðinu og Norræni menningarsjóðurinn styrkir verk- efnið. Fyrsta leikstjórnarverkefnið Úlfhams saga er sjötta leiksýn- ingin sem Annað svið setur upp og fyrsta verkið sem sýnt verður í nýrri byggingu Hafnarfjarðarleikhússins. Aðrar sýningar í uppfærslu Annars sviðs eru m.a. Svanurinn í Borg- arleikhúsinu (1996) og Salka, ást- arsaga í Hafnarfjarðarleikhúsinu (1999). „Ég hef alltaf verið framleiðandi sýninga Annars sviðs og leikið í sýn- ingunum en ráðið leikstjóra að verk- efninu. Ég ætlaði upphaflega að gera það líka með Úlfhamssögu og leitaði til Benedikts Erlingssonar um leikstjórn. Þegar ég var búin að útlista verkefnið fyrir honum sagði hann að ég ætti bara að leikstýra þessu sjálf. „Þú sérð allar mynd- irnar fyrir þér og veist alveg hvern- ig þetta á að vera,“ sagði hann. Und- ir þetta tók Charlotte konan hans og einnig Hilmar Jónsson hjá Hafn- arfjarðarleikhúsinu sem ég leitaði til um samstarf við uppsetninguna. Það sem mér þótti mest um vert var að þau höfðu fulla trú á mér sem leik- stjóra að þessu og hvöttu mig til þess að gera þetta. Ég var dálítinn tíma að melta þetta en niðurstaðan varð sú að ég ákvað að stýra þessu verkefni þó ég líti frekar á mig sem leiðang- ursstjóra í þessari vinnu en leik- stjóra í hinum hefðbundna skilningi. Ég trúi á samstarf og samvinnu og að allir hafi eitthvað til málanna að leggja. Sérstaklega þegar lagt er upp með þá forsendu að hópurinn muni semja og skapa sýninguna í sameiningu.“ Þegar María er spurð að því hvaða kraftur það sé sem valdi því að henni takist að fá fólk með sér í verkefni sem varla sé vitað í upphafi hvað er; fólk frá þremur löndum sem jafnvel breytir áætlunum sínum til margra ára til að geta tekið þátt, þá færist órætt bros yfir andlitið. „Ég veit það ekki. Allt frá því ég stofnaði þetta leikhús, Annað svið, þá fer ég ekki af stað með verkefni, nema ég sé mjög djúpt snortin af efniviðnum og sé algjörlega sann- færð um að það sé þess virði. Það er ótrúlega mikil vinna að koma svona verkefni alla leið og þá er eins gott að vera sannfærður um ágæti þess. Það verður að vera eldur sem logar í manni svo einhver von sé til að kveikja í öðrum.“ Með eldinn logandi í brjóstinu Annað svið frumsýnir annað kvöld nýtt leik- verk, Úlfhamssögu, í leikstjórn Maríu Ell- ingsen. Þetta er jafnframt opnunarsýning nýs leikhúss í Hafnarfirði og samstarfsverkefni við Hafnarfjarðarleikhúsið. Morgunblaðið/Kristinn María Ellingsen, leikstjóri Úlfhamssögu. havar@mbl.is Piano solo: James Peace Tónlist eftir: Astor Piazzolla - Isaac Albéniz - James Peace Laugardag 9. október kl. 17.00 og Sunnudag 10. október kl. 17.00 Norræna Húsid Sturlugata 5 IS - 101 Reykjavík - Island www.nordice.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.