Morgunblaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gærmorgun þá tillögu Þorgerðar K. Gunnarsdóttur menntamálaráðherra að skipuð verði fimm manna fjölmiðlanefnd, sem í eigi sæti tveir fulltrúar stjórnarflokka og tveir fulltrúar stjórnarandstöð- unnar. Menntamálaráðherra skipi síðan fimmta nefndarmanninn, sem jafnframt verði formaður nefndarinn- ar. Nefndinni verður m.a. ætlað að skoða samþjöppun eignarhalds í fjöl- miðlum á Íslandi, hvort það sé fyrir hendi og gera tillögur um aðgerðir til að sporna við of mikilli samþjöppun eignarhalds. Stefnt er að því að búið verði að skipa fulltrúa í nefndina fyrir miðjan mánuðinn. Menntamálaráðherra hyggst leggja fram nýtt frumvarp um fjölmiðla á vorþingi. „Nefndinni er ætlað að skila tillögum sem hægt verður að byggja frumvarp á,“ út- skýrir ráðherra. Hún segir að nefnd- inni sé ætlað að taka upp efnislega þráðinn þar sem síðasta fjölmiðla- nefnd ríkisstjórnarinnar, undir for- ystu Davíðs Þórs Björgvinssonar pró- fessors, skildi við. Ráðherra segist jafnframt stefna að því, til að hafa umræðuna um þessi mál sem upplýstasta, að halda ráð- stefnu um fjölmiðla í nóvember og desember, þar sem kallaðir verði til innlendir sem erlendir fyrirlesarar. Forystumenn stjórnarandstöðu- flokkanna þriggja eru ósáttir við að þeir skyldu ekki fá hver sinn fulltrúa í nefndina. Þeir ætla að bíða með frek- ari ákvarðanir um tilnefningar þar til þeir hafi fengið formlegt erindi um nefndina frá menntamálaráðuneyt- inu. Ráðherra segir að sér finnist þessi óánægja mjög sérstök í ljósi þess að stjórnarandstaðan hafi haldið blaða- mannafund fyrir skömmu til að leggja áherslu á þann samhug sem einkennt hafi störf hennar í fjölmiðlamálinu. „Ég held að þeim ætti ekki að verða nein skotaskuld úr því að sameinast um tvo fulltrúa sem þeir treysta í þetta verkefni.“ Ráðstefna síðar í vetur Nefndinni verður m.a. ætlað að skoða þá þróun sem á sér stað í evr- ópskri fjölmiðlalöggjöf og leggja mat á þá þróun sem framundan er á fjöl- miðlaumhverfi jafnt á Íslandi sem og í Evrópu m.a. með tilliti til stafrænna útsendinga. Þá verður henni ætlað að fjalla um markaðsstöðu Ríkisútvarps- ins og hlutverk þess í samhengi við aðra fjölmiðla án þess þó að gera til- lögur um breytingar á lögum um stofnunina enda sérstök vinna þegar í gangi á vegum stjórnarflokkanna í þeim efnum. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu verður jafn- framt lögð áhersla á að nefndin leiti samráðs og álits þeirra sem gerst þekkja til málefna fjölmiðla og hags- muna hafa að gæta, eftir því sem hún telur þörf á. Viljinn ekki einlægur Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það koma sér á óvart, miðað við yfirlýsingar stjórnvalda fyrr í sumar, að stjórn- arandstöðuflokkarnir skyldu ekki all- ir fá sinn fulltrúa hver í nefndina. „Til að ná breiðri samstöðu um málið þurfa öll sjónarmið að koma að borð- inu,“ segir hann. Auk fulltrúa stjórn- arandstöðuflokkanna, sem allir hefðu mótað sína stefnu í málinu, væri nauð- synlegt að hafa fulltrúa blaðamanna í nefndinni. „Mér finnst því ekki vera einlægni í vilja ríkisstjórnarinnar til að ná algerri sátt í málinu.“ Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir einnig mjög miður ef ekki eigi að tryggja öllum stjórnar- andstöðuflokkunum aðild að nefnd- inni. Það að hún fái einungis að skipa tvo fulltrúa í nefndina þýði á manna- máli að einn þingflokkur stjórnarand- stöðunnar verði útundan. Að öðru leyti segir hann skipun nefndarinnar viðleitni í þá átt að sýna öðruvísi vinnubrögð í þessu fjölmiðla- máli en áður. Hann segir einnig skyn- samlegt að starfssvið nefndarinnar verði vítt og að hún getið skoðað svið- ið í heild, og litið í því sambandi m.a. til stöðu Ríkisútvarpsins. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, kveðst einnig ósáttur við hlut stjórnarandstöðunnar í málinu. Kveðst hann hafa greint ráð- herra frá þeirri skoðun sinni í gær. Engin sátt felist í því að bjóða ekki öll- um stjórnarandstöðuflokkunum full- trúa í nefndinni. Þar sem Frjálslyndi flokkurinn sé minnstur séu líkur á því að hann fái ekki fulltrúa í nefndina. Stjórnvöld hafa ákveðið að skipa nýja fimm manna fjölmiðlanefnd Nýtt frumvarp verði lagt fram á vorþinginu Stjórnarandstæðingar vilja þrjá fulltrúa í nefndina VIÐGERÐIR standa nú yfir á nýlegu húsi Orkuveitu Reykjavíkur, og hafa vinnupallar verið reistir við aust- urhlið hússins. Guðmundur Þór- oddsson, forstjóri OR, segir að verið sé að skipta um þéttilista sem hafi ekki passað þegar veggklæðningin var sett upp í upphafi. Eitthvað hafði lekið meðfram list- unum, en Guðmundur segir að lítið tjón hafi hlotist af því. Þéttilistarnir eru á milli útveggjaplatna og stál- grindarinnar, og þarf aðeins að skipta um lista á þessari hlið hússins. Aðspurður hvers vegna rangir þéttilistar hafi verið notaðir í upp- hafi segir Guðmundur að mistökin hafi ekki uppgötvast fyrr en farið var að nota listana, og þá hafi verið ákveðið að setja þá upp með það fyr- ir augum að skipta þeim út síðar til að verkið myndi ekki tefjast. Ekki er komið í ljós hversu mikil vinna er við verkið en Guðmundur segist ekki eiga von á því að þetta hafi kostnað í för með sér fyrir OR. „Þetta er væntanlega á ábyrgð þeirra sem afhenda efnið.“ Hann segir þó að hugsanlegt sé að einhver kostnaður falli á OR, en það verði aldrei há upphæð. Unnið að viðgerðum á húsi OR Morgunblaðið/Kristinn Stillansar þekja nú eina af hliðum húss Orkuveitu Reykjavíkur. FULLTRÚI Sjálfstæðisflokks í sveitarfélaginu Skagafirði, Bjarni Maronsson, kom fram með tillögu á sveitastjórnarfundi í fyrrakvöld um að sveitarstjórn Skagafjarðar sam- þykkti að Villinganesvirkjun yrði sett inn á tillögu sveitarstjórnar að aðalskipulagi. Var tillagan sam- þykkt en hún gengur gegn meiri- hlutasamkomulagi sjálfstæðismanna og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Í yfirlýsingu frá fulltrúum Vinstrihreyfingar græns framboðs í sveitarstjórn Skagafjarðar kemur fram: „Að gefnu tilefni vilja sveit- arstjórnarmenn Vinstrihreyfingar- innar græns framboðs í Sveitarfé- laginu Skagafirði koma eftirfarandi á framfæri. Eftir síðustu sveitar- stjórnarkosningar mynduðu Vinstri grænir og Sjálfstæðismenn meiri- hluta í sveitarstjórn Skagafjarðar. Var gerður ítarlegur málefnasamn- ingur sem byggði á gagnkvæmu trausti og kosningaáherslum beggja flokkanna fyrir kosningar. Sam- starfið hefur hingað til gengið vel og verið árangursríkt. Fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar 2002 var tek- ist á um virkjun við Villinganes. Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkur voru sammála um að leggjast gegn því að slík virkjun, með takmörk- uðum ávinningi en miklum og alvar- legum óafturkræfum skaða, yrði byggð við Villinganes. Í málefna- samningnum segir m.a: „Horfið verði frá áformum um virkjun við Villinganes og aðkoma sveitarfé- lagsins að Héraðsvötnum ehf endur- skoðuð.“ Þessi málefnasamningur var undirritaður af öllum sveitar- stjórnarfulltrúum Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. Félagsfundur á sunnudag Með vísun til skriflegs samkomu- lags flokkanna sé framganga tveggja fulltrúa Sjálfstæðismanna í atkvæðagreiðslunni brot á einum meginkafla í samstarfssamningi sem þeir hafi ásamt öðrum staðfest með undirskrift sinni. Boðað verður til félagsfundar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Sveitarfélaginu Skagafirði næstkomandi sunnudag til að ræða þessa atburðarás og framhald samstarfsins,“ að því er segir í yfirlýsingu VG. Yfirlýsing frá Vinstrihreyfingunni í Skagafirði Brot á samstarfs- samningi flokkanna „MÉR finn mjög mikilvægt að tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, þeir Halldór Ásgrímsson í stefnu- ræðu sinni á Alþingi og Sturla Böðvarsson í grein í Morgun- blaðinu sl. mánudag, skuli hafa lagt áherslu á þýðingu þess að unnið verði samtímis að undirbún- ingi Sundabrautar og gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar,“ segir Alfreð Þorsteins- son, borgarfulltrúi Reykjavíkur- listans, þegar hann er inntur álits á því sem fram kom í stefnuræðu forsætisráðherra að hvorar tveggju framkvæmdirnar mætti vinna samhliða. Alfreð segir þetta vera í sam- ræmi við vilja borgaryfirvalda þar sem verkefnin séu bæði mjög brýn. „Nú er unnið að lagfæring- um á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar sem munu liðka fyrir umferð en jafn- framt verður áfram unnið að gerð mislægra gatnamóta sem koma síðar. Ég á von á því að Sunda- braut komist á dagskrá seint á næsta ári og í því sambandi er mjög mikilvægt að hratt og örugg- lega verði unnið. Það verður senni- lega best gert í góðri samvinnu einkaaðila og Vegagerðarinnar,“ segir Alfreð enn fremur. Alfreð Þorsteinsson um Sundabraut Mikilvægt að vinna að verkefn- unum samtímis HALLDÓR Ás- grímsson for- sætisráðherra hefur skipað Ill- uga Gunnarsson, aðstoðarmann utanríkisráð- herra, í fram- kvæmdanefnd um einkavæð- ingu, samkvæmt tilnefningu Davíðs Oddssonar, ut- anríkisráðherra. Illugi tekur sæti Ólafs Davíðssonar, ráðuneytisstjóra, sem hefur að eigin ósk verið veitt lausn frá störfum í nefndinni. Hann var formaður nefndarinnar frá febrúar 2002 þar til í sept- ember sl. en þá tók Jón Sveinsson við formennsku. Illugi í einkavæð- ingarnefnd Illugi Gunnarsson MANNRÉTTINDASKRIFSTOFA Íslands hefur ekki tryggingu fyrir fjögurra milljóna króna framlagi frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti miðað við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar- innar en dómsmálaráðuneytið mun eftir sem áður verja fjórum milljón- um króna til mannréttindamála. Mannréttindaskrifstofan hefur undanfarin ár fengið fjögurra millj- óna króna framlag frá utanríkisráðu- neytinu og fjórar frá dómsmálaráðu- neyti. Brynhildur Flóvenz, stjórnarformaður Mannréttinda- skrifstofunnar, segir að komi ekki framlag frá dómsmálaráðuneyti sé rekstrargrundvöllur hennar brost- inn. Samningnum sagt upp Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra segir að á sínum tíma hafi verið gerður samningur við Mannréttinda- skrifstofu Háskóla Íslands um fram- lög til mannréttindamála og Mann- réttindastofnun Háskóla Íslands hafi fengið hlutdeild í því fé. Þeim samn- ingi hafi hins vegar verið sagt upp einhliða af Mannréttindaskrifstofu og ráðuneytið sé því óbundið í þess- sum efnum. Fyrir liggi að dómsmála- ráðuneytið muni eftir sem áður verja fjórum milljónum til mannréttinda- mála en ekki sé búið að ganga frá því hvernig því fé verði varið. Rekstur skrifstof- unnar í uppnámi Mannréttinda- skrifstofan ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.