Morgunblaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2004 13 ERLENT Þór Tulinius • Eggert Þorleifsson • Dásemd • Sigrún Edda Björnsdóttir • Hilmar Guðjónsson F lugvélin frá Azerbaídsj- an sem venjulega er þéttsetin starfs- mönnum hjálparstofn- ana er þess í stað full af fréttamönnum, myndatökumönn- um og ljósmyndurum. Þeir eru allir á leiðinni til Afganistans en í dag, laugardag, fara í fyrsta skipti fram lýðræðislegar kosningar í landinu. Líklega eru nokkur hundruð fréttamenn komnir hingað til höf- uðborgarinnar, Kabúl, flestir í ör- væntingarfullri leit að fréttum í tengslum við kosn- ingarnar en það er hægara sagt en gert að nálgast frambjóðendur. Þeir hafa hægt um sig af ótta við árásir talibana sem réðu landinu þar til stjórn þeirra var steypt eftir árás hryðjuverka- manna á Bandarík- in haustið 2001. Forseti landsins, Hamid Karzai, hef- ur sex sinnum sloppið naumlega í árásum, nú síðast þegar eldflaug var skotið að þyrlu hans hinn sextánda september síð- astliðinn. Það er því varla hægt að segja að kosningabarátta hafi farið fram því fyrir utan fjölda fréttamanna í borginni og myndir af frambjóð- endum sem límdar hafa verið á ljósastaura og húsveggi hefur lítið verið að gerast. Enginn frambjóð- andi hefur treyst sér til að halda raunverulegan fjöldafund af ótta við árásir. Undankomuleiðin skipulögð Talibanar hafa hótað að sprengja upp kjörstaði í Kabúl og því hafa stjórnvöld gripið til þess ráðs að setja upp vegatálma úti um alla borg. Almenningur hefur verið hvattur til þess að ferðast ekki um á bílum svo hægt sé að greina frá grunsamlega bíla sem gætu verið fullir af sprengiefni. Ég bý með fólki sem vinnur fyrir hjálparstofnun í landinu. Það er bú- ið að skipuleggja undankomuleið ef allt fer í bál og brand. Við erum búin að leigja ómerktan bíl til að ferðast á og okkur er gert að keyra niður í breska eða hollenska sendi- ráðið ef til átaka kemur. Margir hjálparstarfsmenn yfirgáfu landið yfir kosningarnar en fyrir þá sem eftir sitja er eins gott að vera viðbúinn. Afganar í Kabúl eru ótrúlega spenntir fyrir kosningunum og lang flestir sem ég hef talað við ætla að kjósa Karzai sem verið hefur for- seti bráðabirgðastjórnar frá því í desember 2001. Ágætur afganskur kunningi minn sem vinnur hjá AFP- fréttastofunni í Kabúl, Wahi- dullah Massoud, segir, þegar ég spyr hann nánar út í áhuga fólks, að margir hafi í raun ekki hug- mynd um hvað málið snúist um. „Fólkið skilur þetta ekki. Kannski þeir sem eru menntaðir en það eru ekki margir. Fólkið kýs bara það sem aðrir segja því að kjósa. Við þekkjum ekki lýðræði.“ Ég spyr hann hvort kon- urnar í fjölskyld- unni ætli að kjósa og hvort ein- hverjar þeirra ætli að kjósa einu kon- una sem er í fram- boði. „Jú, jú, þær kjósa en þær kjósa Karzai eins og við.“ Eina tækifærið til að hitta konur og fræðast um viðhorf þeirra er að fara á snyrti- stofur eða almenn- ingsgarð einn hér í Kabúl sem er eingöngu ætlaður konum. Mina Taheri, sem þangað var komin með alla fjölskylduna frá Jalalabad, ætl- ar að kjósa Karzai þrátt fyrir að hún sé Tadjiki en Karzai er Past- úni. Hún segist hins vegar ekki treysta öðrum í ríkisstjórn Karzais. „Þeir eru allir gjörspilltir og vinna ekki fyrir fólkið. Ég treysti Karzai því hann er heiðarlegur maður, en fólkið í kringum hann er það ekki. Eina vonin er að kjósa Karzai.“ Ég spyr hana um einu konuna sem er í framboði. „Hún er góð kona en hana vantar alla reynslu ólíkt Karzai sem fer oft til útlanda.“ Hótað útrýmingu Fólkið í borgunum er mun með- vitaðra um kosningarnar en þeir sem búa úti á landi. Í útvarpinu eru fjölmargir spjallþættir og þar er um fátt annað talað en kosning- arnar. Úti á landi hefur fólk lítinn aðgang að fjölmiðlum. Þar eru það héraðshöfðingjar eða höfðingjar ættbálka sem beinlínis segja mönn- um hvernig þeir eigi að kjósa og þar kjósa menn eftir þjóðerni. Þannig hafa stóru stríðsherrarnir smalað saman atkvæðum og heilu þorpunum hefur verið hótað útrým- ingu kjósi menn ekki eins og þeim er fyrirskipað. Kosningaloforð hafa engin verið gefin og málefnin fara ekki hátt. Erfitt er að gera greinarmun á frambjóðendum nema á grundvelli þjóðernis eða stöðu þeirra í sam- félaginu. 18 manns eru í framboði, þar af ein kona, Dr. Massouda Jalal, sem er fjörutíu og eins árs barnalæknir. Maður hennar kennir lögfræði við háskólann í Kabúl og öll fjöl- skyldan er vel menntuð. Jalal er mjög hugrökk að bjóða sig fram því henni hefur margsinnis verið hótað lífláti síðan hún tilkynnti framboð sitt. Jalal hefur neyðst til að láta lítið fyrir sér fara og hefur einungis einu sinni haldið stóran fjöldafund en þá hlýddu nokkur hundruð konur á hana í Vestur- Kabúl. Menntafólkið styður Karzai Meirihluti menntafólks og íbúa í Kabúl ætlar að kjósa Karzai, en það gerir sér líka grein fyrir því að tapi Karzai er ekki von á góðu. „Ef Karzai fer fara peningarnir líka því Bandaríkjamenn vilja Karzai. Það gæti brotist út annað stríð ef aðrir komast til valda núna,“ segir Ahm- an Hatami sem er læknir í borg- inni. Ástralinn David Avery stendur á bak við undirbúning kosninganna fyrir Sameinuðu þjóðirnar og hann viðurkennir að það hafi verið algjör martröð að undirbúa þær. „Það er ekki bara öryggisástandið sem við höfum þurft að hafa áhyggjur af heldur vantar alla innviði í landið.“ Þannig tekur það rúmar tvær vikur að koma kjörkössum á áfangastað frá bæ sem liggur í Hindu Kush skammt frá landa- mærum Kína. Þyrlur geta ekki sótt kassana því bærinn er í yfir 15 þúsund feta hæð þannig að asnar þurfa að bera kassana næstum alla leiðina. „Við höfum leigt hátt í tvö þúsund farsíma, um fimmtán hundruð jeppa, fjöldann allan af ösnum og síðan erum við með rúss- neska flugvél auk þess að hafa ráð- ið yfir eitt hundrað þúsund Afgana um land allt til að vinna á kjörstöð- unum,“ segir Avery. Hann við- urkennir að þetta eigi eftir að vera skrautlegt, en mestu máli skipti að niðurstaða kosninganna sé nægj- anlega góð vísbending um vilja fólksins. Tíu og hálf milljón lands- manna hefur skráð sig fyrir kosn- ingarnar á undanförnum mánuðum en þessar tölur eru ekki réttar og talið er að einhverjir hafi skráð sig oftar en einu sinni. Hungursneyð yfirvofandi Það er ótrúleg tilfinning að vera hér og upplifa fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í Afganistan og það einungis tveimur og hálfu ári frá því talibanar voru við völd. Það er engan veginn hægt að ímynda sér hvað fólkið hefur gengið í gegnum síðastliðna áratugi en flestir eru ótrúlega bjartsýnir. Öruggt er að Karzai vinnur kosningarnar, það er í rauninni aðeins verið að gefa stöðu hans eitthvert lögmæti. Ekki má þó gleyma því að mesti vandinn er ekki árásir talibana eða óvissan í pólitíkinni heldur sú stað- reynd að hér er þurrkur fimmta árið í röð og hungursneyð er yf- irvofandi. Eina uppskeran sem skil- ar sér er ópíumið og arðurinn fer beint til stríðsherranna. Samt velt- ur ótrúlega mikið á þessum kosn- ingum. Fólk þráir frið, hvernig svo sem hann næst, svo hægt sé að byggja landið upp og bjarga þús- undum mannslífa á komandi árum. „Þær kjósa Karzai eins og við“ Fyrstu frjálsu kosningarnar í sögu Afganistans fara fram í dag. Helen Ólafsdóttir tók fólk tali í Kabúl og segir frá viðbúnaði vegna kosninganna. Morgunblaðið/Helen Ólafsdóttir Stúlknabekkur í Kabúl. Stúlkur mega nú stunda nám á ný í Afganistan en konum var það bannað í valdatíð talíbana. Frambjóðendur hafa forðast að halda fjöldafundi af ótta við árásir. Kosningabaráttan hefur því einkum verið í formi vegg- spjalda sem fest hafa verið upp þar sem því verður við komið. ’Ég treysti Karzai þvíhann er heiðarlegur maður, en fólkið í kring- um hann er það ekki.‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.