Morgunblaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2004 37 MINNINGAR ✝ Valdemar Guð-mundur Trausta- son fæddist í Greni- vík í Grímsey 27. ágúst 1922. Hann lést á dvalarheimilinu Hlíð 26. september síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Kristín Þorleif Valdemars- dóttir f. í Grenivík í Grímsey 5. júní 1901, d. 16. mars 1982 og Jón Trausti Pálsson, útvegsbóndi og smið- ur í Grímsey, f. 10. september 1899, d. 22.febrúar 1933. Börn þeirra sem komust til fullorðinsára voru auk Valdemars: Sæmundur sjómaður í Grímsey, f. 7.12. 1924, d. 31.3. 1986, Steinunn Helga handa- vinnukennari á Hofsósi, f. 19.12. 1926, d. 27.10. 1996, Daníel Will- iard Fiske skipstjóri í Vestmanna- eyjum, f. 18.6. 1928, d. 27.9. 1981, Þórunn Margrét, f. 13.3. 1931, d. 28.11. 1999 og Hall- dóra Anna húsmóðir í Grímsey, f. 3.4. 1932. Elstu systkini Valdemars dóu á fyrsta aldursári, þau hétu Valdemar og Steinunn. Valdemar kvænt- ist Ingibjörgu Ind- íönu Jónsdóttir f. á Bakka í Brekkudal í Dýrafirði 22. apríl 1919, d. í Reykjavík 14. apríl 1995, þau skildu. Sambýlis- kona hans var Unn- ur Erlendsdóttir f. á Hvallátrum í Barðarstrandarsýslu 10. febrúar 1915, d. á Kristnesi 18. maí 1998. Dóttir Unnar, Ólína Guðmunds- dóttir, f. 11. september 1941, var ráðskona hjá Valdemar þar til hann fór á Hlíð í júní 1999. Valdemar verður jarðsunginn frá Miðgarðakirkju í Grímsey í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Valda kynntist ég fyrst fyrir um 16 árum síðan og urðum við strax góðir vinir, gátum spjallað um ótrúlegustu hluti enda að sumu leyti svolítið lík í okkur og oft með svipaðar skoðanir á hlutunum. Rúnar sonur minn fór að kalla hann afa og má eiginlega segja að hann hafi verið afi okkar allra. Hann bjó yfir mikilli lífsreynslu og var duglegur að segja okkur sögur frá því í gamla daga, Þegar hann var á sjónum, fór í rjúpnaveiðar og ýmis- legt fleira. Valdi afi hafði gaman af því að ferðast og skoða sig um og fórum við í nokkra bíltúra saman en minnisstæð- ast er mér þegar ég fór með hann á Hofsós en hann átti nokkra ættingja þar og byrjuðum við á því að skreppa í heimsóknir. Síðan tjölduðum við í blíðskaparveðri og var farið í fótbolta og fleira og var afi ótrúlega duglegur að leika við Rúnar og hana nöfnu sína eins og hann kallaði hana yfirleitt. Daginn eftir var farið í berjamó í 20°C hita og logni og var mjög mikið af að- albláberjum. Tíndum við dágóðan slatta og keyrðum svo heim um kvöld- ið. Fékk svo afi rjóma á dvalarheim- ilinu og gaf gestum og gangandi. Restin fór svo niður í matsal og þar var útbúin súpa svo allir gátu fengið að smakka. Þetta líkaði afa vel, halda mátti upp á 77 ára afmælisdaginn með að fara í fyrsta skipti í útilegu og svo í berjamó en lítið er um ber í Grímsey. Nokkur skipti fórum við til Grímseyjar og fengum yndislegar og hlýjar móttökur þar. Hann sýndi okk- ur hestana og kindurnar sínar og voru þetta eins og börnin hans því svo vel hugsaði hann um skepnurnar, það var alveg sama hversu vont veður var, alltaf fór hann upp í hús og gaf bless- uðum dýrunum. Í einni heimsókninni sigldi hann með okkur hringinn í kringum eyjuna og sagði okkur frá mörgum örnefnum og sögum tengd- um þeim. Við löbbuðum endanna á milli á eyjunni að skoða fuglalífið og þekkti hann hvern einasta fugl. Þegar hann varð 80 ára fór ég með hann í bíltúr í Fljótin til Ólínu, fyrr- verandi sambýliskonu hans, og fékk hann þar uppáhalds matinn sinn – plokkfisk – og vissulega voru þar fleiri dýrindis kræsingar. Á heimleið- inni komum við við á Hofsósi og hitt- um frændfólkið. Valdi afi var ætíð duglegur að labba og þó að hann væri kominn á Hlíð fór hann helst á hverj- um degi út í göngutúr þó ekki væri nema til að skreppa í búðina og ,,eiga eitthvað handa nöfnu“ og kom hún alltaf heim með eitthvað í poka. Afi var ákaflega glaðlyndur og góður maður og vildi að öllum liði vel og finnast mér þessi orð eiga sérlega vel við hann: Vertu alltaf hress í huga, hvað sem kann að mæta þér. Lát ei sorg né böl þig buga, baggi margra þyngri er. Vertu sanngjarn, vertu mildur, vægðu þeim sem mót þér braut. Bið þinn Guð um hreinna hjarta hjálp í lífsins vanda og þraut. Treystu því að þér á herðar þyngri byrði ei varpað er. En þú hefur afl að bera, orka blundar, næg er þér. Þerraðu kinnar þess er grætur þvoðu kaun hins særða manns Sendu inn í sérhvert hjarta, sólargeisla kærleikans. (Höf. ók.) Elsku afi, þín verður sárt saknað og munum við ætíð minnast þín með hlý- hug og virðingu. Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir, Rúnar og Helena Valdís. Í hugum okkar er minningin um Valdimar Traustason nátengd Gríms- ey, sérstaklega uppvaxtarárum okkar þar. Vegna fjölskyldutengsla höfðum við alltaf mikil samskipti við hann en hann var líka einn af þeim mönnum sem settu svip sinn á mannlífið í eynni, var Grímseyingur í húð og hár sem ól mestan sinn aldur þar heima. Hann var litríkur persónuleiki sem hafði yfirleitt skoðanir á hlutunum og hikaði ekki við að segja mönnum til syndanna ef svo bar undir. Valdi var veiðimaður en jafnframt náttúruvís- indamaður sem lét ekkert á þeim vettvangi óútskýrt. Selir voru hans sérsvið ef svo má segja en almennt hafði hann mikinn áhuga á öllu sem viðkom dýrum og fuglum, sérstaklega ef háttalag þeirra bar út af því sem menn áttu að venjast eða ef torkenni- legar tegundir sáust. Sem veiðimaður bar hann því virðingu fyrir bráðinni og veiddi aldrei nema til matar. Ótald- ar ferðirnar fór Valdi um eyna, með byssu um öxl að svipast um eftir sel- um, sérstaklega á veturna. Og stund- um sat hann klukkutímum saman í snjóskafli niðri í fjöru og beið færis. Til eru fjölmargar sögur af viður- eignum hans við selina og margar óborganlegar. Þær bestu sagðar af honum sjálfum þar sem hann notaði gjarnan lýsingarorð og setningar sem eftir var tekið. Svo sem þegar hann mátti sjá á eftir einum selnum hverfa með ,,bálhvítri roku“, annar var svo stór að hausinn á honum var eins og á hesti og enn einn hafði fet á milli augnanna. Valdi var nægjusamur og nýtinn á allan hátt, eflaust markaður af æsku sinni þar sem hann ólst upp í stórum systkinahópi í Grenivík, föðurlaus frá unga aldri. Hann var elstur sinna systkina og þurfti því að takast á herðar margar skyldur. Fór barnung- ur á sjóinn svo sem tíðkaðist meðal drengja í Grímsey á þeim árum og fjórtán ára reri hann til fiskjar á ára- bát með bróður sínum Sæmundi, fóst- urföður okkar, sem þá var tólf ára. Það voru forréttindi að fá að kynn- ast einum af sonum Grímseyjar, Valdimar Traustasyni. Blessuð sé minning hans. Erlendur og Guðmundur frá Grenivík í Grímsey. VALDEMAR TRAUSTASON okkur ókunnum slóðum. Hvað ég man þau öll vel og á raunar ógreidd- ar skuldir í þeim ranni sem ég mun aldrei geta goldið. Kæra Dadda mín, ég geng til sængur í kvöld með þig í huga mér og fullvissa mig um að þú hafir haft góða ferð ásamt viðtökum. Annars er ekkert réttlæti til. Ég hins vegar ber í brjósti söknuð og sjálfsásökun, hversu oft ætlaði ég að fara frameftir til þín, gista hjá þér og ganga um með þér í gömlu sporin í hvammin- um við ána. Hafðu þökk fyrir allt. Aðstandendum öllum sendi ég samúðarkveðjur. Bryndís. Aðalbjörg, eða Dadda, eins og hún var jafnan kölluð, hafði óskað þess að fá að deyja heima á Eldjárnsstöðum. Það gekk eftir. Þar varð hún bráð- kvödd rúmum sólarhring eftir að hafa heimt kindurnar sínar úr smöl- un. Fyrstu sjö sumur búskapar for- eldra minna var Dadda kaupakona hér í Holti. Þá hændist ég mjög að henni og hún efalaust eftirlát við strákinn sem var að stíga sín fyrstu spor. Þar kom fram einn af mörgum góðum eiginleikum Döddu, börn og unglingar hændust jafnan að henni, hún var þeim góð og um ýmsa hluti eftirlát en hafði jafnframt lag á að stjórna hlutunum. Dadda ólst upp í stórum systkina- hópi frammi á Eldjárnsstöðum í Blöndudal. Þar var þröngt um rækt- un og fjölskyldan þurfti á öllu sínu að halda til þess að hafa í sig og á. Skólagangan var stutt en öll fóru systkinin til starfa svo fljótt sem þau gátu og var þrek þeirra flestra meira en almennt gerist. Dadda var í meðallagi há vexti og sterklega byggð. Svipurinn skarpur og augun sindrandi. Hún var hrein og bein og hikaði ekki við að segja skoðun sína á mönnum og málefnum og þá oft í meitluðum setningum. Hún var jafnan gleðigjafi, hafði gam- an af að fá í staupinu og lífgaði til- veruna í kringum sig. Var einn af þeim persónuleikum sem eftir er tekið og marka samfélagið jákvæð- um hlutum. Hún giftist Sigurjóni Björnssyni og þau bjuggu um skeið á Kárastöð- um á Bakásum. Kárastaðir komust ekki í vegasamband og þau fluttu að Sauðanesi og síðar að Orrastöðum þar sem þau bjuggu lengst og þá sem leiguliðar en hættu búskap þegar þrekið þvarr. Þá flutti hún aftur á æskustöðvarnar á Eldjárnsstöðum. Dadda var bóndi í eðlinu, þótti vænt um skepnurnar og sinnti um þær af hlýju. Lengi vel fóðraði hún hestana sína sér í húsi og hafði gam- an af að skreppa á bak en stundir voru oft stopular til þess. Meðal mestu sælustunda Döddu voru í rétt- um þegar hún heimti féð af fjalli. Nokkuð langt er úr Auðkúlurétt að Orrastöðum og var féð til skamms tíma rekið heim. Mér er minnisstætt eitt sinn er ég kom úr útrétt og mætti mörgum rekstrum. Fremstur fór Orrastaðareksturinn og var Dadda rekstrarstjóri en með henni börn og unglingar. Reksturinn gekk mjög liðugt, teygði vel úr sér og var ekki þreytu að sjá á fénu. Þarna var hún í essinu sínu, kunni vel þá list að reka fé. Hún var góð móðir og hugsaði vel um sitt heimili. Rausnarskapur var henni í blóð borinn og til hennar var jafnan gott að koma. Við Holtsfólk sendum aðstandend- um hennar okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Jóhann Guðmundsson. Sumarið 1982 var ég svo lánsöm að vera í sveit hjá Sigurjóni og Döddu á Orrastöðum, en það var fyr- ir atbeina Gísla á Stóra-Búrfelli að ég fór þangað með hryssuna mína Lottu. Það var hið mesta ævintýri að vera á Orrastöðum, en þar mættust nýir og gamlir tímar. Dadda fór út á tún og mjólkaði eina kú fyrir heim- ilið, gerði hnausþykkan rjóma með handsnúnu skilvindunni og heima- tilbúið smjör og skyr. Á Orrastöðum var búið með sauðfé, nautgripi og hross, en aðeins nokkrum árum áður voru þau með sölumjólk og voru kýrnar hand- mjólkaðar. Kindur voru keyrðar og hross rekin á Auðkúluheiði, sem var ótrúleg upplifun, ekki síst að fá að fara þangað í fimm daga göngur um haustið fyrir hönd búsins. Heyskapurinn var talsvert erfið- ari en nú tíðkast, aðeins lítill hluti var bundinn í bagga, en heyinu var safnað saman í heysátur eða galta. Dadda var listagóð í að sæta, þannig að heysáturnar vörðu sig fyrir úr- komu. Það var fallegt að horfa á hey- sáturnar á túnunum, sem smám saman hurfu þegar heyið var keyrt heim og því mokað í heyblásarann inn í hlöðuna. Á Orrastöðum bjuggu Dadda og Sigurjón í bragga og einu farartækin voru traktorar. Dadda var ósérhlífin og dugleg til vinnu jafnt úti sem inni. Hún bakaði rúgbrauð, kökur og kleinur og var oft með veisluborð í eldhúsinu. Það var talsverður gesta- gangur á Orrastöðum og alltaf pláss fyrir næturgesti. Áratug síðar kom ég oft að Orra- stöðum í lok vinnudags og tók þátt í heyskapnum. Ég sinnti þá sumaraf- leysingum fyrir Sigurð H. Péturs- son, héraðsdýralækni. Þá sendi Dadda mig oft með ýmsar kræsingar heim í dýralæknisbústaðinn. Í sumar lét ég loksins verða af því að fara með börnin mín í heimsókn til Döddu að Eldjárnsstöðum, þar sem hún bjó með kindurnar sínar og kött- inn. Um leið og ég þakka fyrir mig votta ég Sigurjóni og fjölskyldu svo og Sigrúnu og fjölskyldu samúð. Kær kveðja. H. Edda Þórarinsdóttir. Komið er að kveðjustund, hún Dadda okkar er dáin en eftir höfum við margar góðar minningar um dugnaðarkonu sem við höfum lært mikið af. Sex ára gömul fór ég í sveit til Döddu og Sigurjóns á Orrastöðum og var í nokkur sumur hjá þeim. Þetta var mér bæði skemmtilegur og lærdómsríkur tími og ég nýt ennþá góðs af ráðleggingum hennar og skemmtilegum samverustundum. Engum leiddist í návist hennar en hún var skemmtileg, hress og ákveð- in kona og sá jafnframt til þess að ég hefði nóg fyrir stafni, þótt verkefnin væru misjafnlega skemmtileg eins og gengur, en mér var oft launað eft- ir góðan vinnudag með útreiðartúr á kvöldin. Okkur þótti báðum mjög gaman að hestum. Stundum fórum við ríð- andi í heimsóknir á aðra bæi í daln- um, en stundum vorum við líka bara tvær og nutum þess að vera í kyrrð- inni með hestunum okkar og hún sagði mér frá gömlum dögum og því sem henni þótti gaman að. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar við fórum ríðandi til Húna- valla hvor með sinn sundbolinn í hnakktöskunum og skemmtum okk- ur vel liggjandi í heitum potti. Ég hlæ ennþá að þessari ferð og finnst frábært að hún skyldi hafa stungið upp á þessu, þar sem hún var aldrei nein sundkona og örugglega hægt að telja ferðir hennar í laugina á Húna- völlum á fingrum annarrar handar. Ég get endalaust haldið áfram að telja upp minningar mínar og fjöl- skyldu minnar um samverustundir með Döddu. Sumrin á Orrastöðum, hvernig ég og Hólmgeir Elías gátum hlegið með henni, svo mikið að við vorum öll með tárin í augunum af hlátri. Glaðværðin er og verður lík- lega hennar aðalsmerki. Döddu leið hvergi betur en innst inni í dalnum sínum, í faðmi blárra fjalla þar sem hún var fædd og upp- alin. Það voru forréttindi fyrir hana að fá að sofna hinsta svefni þar sem hún alla ævi vildi vera. Við erum svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þessari merkilegu konu sem mun vera í huga okkar og hjarta alla ævi. Um leið og við systkinin þökkum Döddu kærar stundir og kynni góð sendum við Sigurjóni, Sigurvalda, Stínu Birnu, fjölskyldum þeirra og öðrum aðstandendum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Aðalbjargar Signýjar. Stefanía og Jósef Már. Bestu kveðjur og þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður minnar, ömmu okkar, tengdaömmu og langömmu, ÞÓRU GUÐMUNDSDÓTTUR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Guð blessi ykkur öll. Björgvin Hjaltason, Björgvin Björgvinsson, Kristbjörg Traustadóttir, Þórir Björgvinsson, Þórey Ingvarsdóttir, Friðrik Björgvinsson, Guðný Helga Guðmundsdóttir, Heimir Björgvinsson, Guðlaug Sigríksdóttir, Helgi Björgvinsson, Hrefna Björnsdóttir og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HJALTI ELÍASSON rafvirkjameistari, Kópavogi, sem andaðist á Landspítalanum sunnudaginn 3. október, verður jarðsunginn frá Digranes- kirkju mánudaginn 11. október kl. 13:30. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeir, sem vilja minnast hins látna, vinsamlegast láti líknarstofnanir njóta þess. Guðný M. Pálsdóttir, Páll Hjaltason, Sigríður Björg Sigurjónsdóttir, Pjetur G. Hjaltason, Ella Þórhallsdóttir, Sigurður Elías Hjaltason, Ingrid Nesbitt, Eiríkur Hjaltason, Elín Sigríður Jónsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.