Morgunblaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 51
Hverfisgötu ☎ 551 9000 www.regnboginn.is Nýr og betri www.laugarasbio.is Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal NOTEBOOK NOTEBOOK VINCE VAUGHN BEN STILLER D Ö N S K KVIKMYNDAHÁTÍÐ 1-10. OKT. TERKEL I KNIBE/TERKEL IN TROUBLE SÝND KL. 2. LAD DE SMA BÖRN../AFTERMATHG SÝND KL. 2 ARVEN/ARFURINN SÝND KL. 4 OG 6. ITS ALL ABOUT LOVE SÝND KL. 4. TOM CRUSE JAMIE FOXX Hörkuspennumynd frá Michel Mann leiksjóra Heat COLLATERAL  Mbl. VINCE VAUGHN BEN STILLER VINCE VAUGHN BEN STILLER DodgeBall punginn á þér! Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Þú missir þig af hlátri... Óvæntasti grínsmellur ársins VINCE VAUGHN Klárlega fyndnasta mynd ársins! DodgeBall BEN STILLER  Ó.Ö.H. DV Kr. 500 Kr. 450 GEGGJUÐ GRÍNMYND Á einfaldari tímum þurfti einfaldari mann til að færa okkur fréttirnar Sýnd kl. 4 og 6.  S.V. Mbl.  S.V. Mbl. Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 2. Ísl. tal. Óvenjulega venjuleg stelpa  Ó.Ö.H. DV Sýnd kl. 2. Ísl tal. Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16 ára. Fór beint á toppinn í USA punginn á þér! Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16 ára.  Kvikmyndir.com „Ég anda, ég sef, ég míg ... Tónlist“ Bubbi Morthens Til heljar og til baka með atómbombunni Bubba Morthens Hörku spennutryllir lliHörku spennutryllir lli SHARK TALE FORSÝND KL. 4. ÍSL. TAL. Kr. 450 Sýnd kl. 3.20. Frumsýnd 14.október MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2004 51 HEIMILDARMYND um Bubba. Vita ekki allir sem vilja allt um Bubba? Sjálfsagt eru þeir ófáir sem álíta svo því þessi mennski fellibylur er ákaflega sýnilegur, aukinheldur sker hann sig úr hjörðinni á tímum sýndarmennskunnar því Bubbi er og hefur aldrei verið banginn við að koma til dyranna eins og hann er klæddur. Óhætt er að fullyrða að Bubbi er engum líkur, stundum fer hann í taugarnar á manni en fyrr en varir er þessi magnaði listamaður bú- inn að syngja sig inn í hjartað aftur. Þegar upp er staðið er augljóst að tímabært er að gera mynd um Bubba og Blindsker er vel unninn heimild, bæði kvikmyndalegar lausnir, upp- bygging og efnistök. Kvikmynda- gerðarmennirnir fella laglega saman tónlistina við urmul blaðagreina og ekki síst óhemju af sjónvarpsefni og tónlistarmyndböndum, af nógu er að taka. Úrvinnslan, gerð af einlægni og fagmennsku með virðingu fyrir við- fangsefninu, hefði þó mátt vera dálít- ið þéttari þegar síga tekur á seinni helminginn. Við kynnumst fullt af nýjum hliðum á Bubba, ekki síst erf- iðum bernskuárum þar sem tónlistin verður fljótlega hans lífselixír. Frá því hann debúteraði með Ísbjarn- arblús, hefur hann verið, ásamt Meg- asi, kóngurinn í íslenskri dæg- urtónlist. Hann segir í myndinni eitthvað á þá leið að einkunnarorð sín séu allt eða ekkert, það hefur sann- arlega gengið eftir. Hvílík ævi. Eins og lög gera ráð fyrir fer lungi Blindskers í að fylgjast með tónlistar- manninum, hvernig hann yfirgnæfir kollega sína og kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti „skallapoppsins“ um ’80, í gegnum Utangarðsmenn, Egó, Das Kapital uns sólóferillinn verður atkvæðamestur. Með fram er skyggnst inn í einkalífið, sem öfugt við snillina og kraftinn á sviðinu og í laga- og textasmíðum, er enginn dans á rósum. Maðurinn er við það að tor- tíma sér á eiturlyfjaneyslu en á rétt- um tímapunkti er hann það gæfusam- ur að eygja vonarskímu, sjá að við svo búið verður ekki unað lengur. Hann vill stjórna sínu eigin lífi og fá að njóta alls þess góða sem það býður og honum hefur verið gefið. Vonandi heldur Bubbi áfram sem frjór og skapandi listamaður sem stormar af og kemur á óvart og um verður rifist, en um ágæti Blindskers verður ekki deilt. Hún er vel unnið og, til tilbreytingar, ófalsað portrett af einni margflóknustu persónu sam- tímans. Laga- og textasmið og sagna- manni sem höfðar til þorra þjóð- arinnar, andlegu og líkamlegu heljarmenni með ótrúlega breiða lífs- reynslu að baki sem hann kann að hagnýta sér og koma frá sér. Ófeim- inn við að tíunda feilsporin öðrum til varnaðar og sæll og ánægður situr hann nú eins og kóngur í ríki sínu. Maður er þakklátur fyrir að hafa fengið að vera samferða listamann- inum og skemmtikraftinum Bubba síðasta aldarfjórðunginn og hlakkar til að fá að njóta tónlistar hans um ókomin ár. Blindsker er heiðarleg mynd um heiðarlegan listamann sem kann ekki að þykjast; fræðandi og merkileg heimild um verðandi þjóðsagna- persónu og hefur aukið álitið á mann- inum Bubba Morthens og var það þó býsna drjúgt fyrir. Listamaðurinn og götustrákurinn KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn, Borgarbíó Akureyri Íslensk heimildarmynd. Leikstjóri: Ólafur Jóhannesson. Handrit: Ólafur Páll Gunn- arsson. Kvikmyndataka: Ragnar Santos, Friðþjófur Helgason. Hljóðupptaka: Jan Murtomaa. 90 mínútur. Poppoli kvik- myndafélag í samstarfi við Friðrik Þór Friðriksson. Ísland. 2004 Blindsker – Saga Bubba Morthens  Sæbjörn Valdimarsson „Blindsker er heiðarleg mynd um heiðarlegan listamann sem kann ekki að þykjast,“ segir í umsögn. Eitt af atriðum í myndinni; Bubbi í sjónvarps- þættinum Á líðandi stundu að ræða við Sigmund Erni Rúnarsson. Vertu í góðu sambandi við þitt fólk í útlöndum Nú er ódýrara að hringja til útlanda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.