Morgunblaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2004 11 FRÉTTIR „SJÓMANNASAMTÖKIN ríghalda í arfavitlaust hlutaskipakerfi sem leiðir tvennt af sér: Engin þróun er í landvinnslu og sjósókn ferskfisk- sskipa, ef undan er skilinn upp- gangur smábáta, en þar eru ekki kjarasamningar, sem mér finnst reyndar ekki eðlilegt. En þar hefur mikil framþróun átt sér stað. Og ef einhvers staðar er fjárfest, utan smábátakerfisins, er það helst í rá- stöfunum við að flytja vinnsluna út á sjó,“ sagði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vest- mannaeyjum, á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva. Og Sigurgeir Brynjar hélt áfram: „Það sem ger- ist á Íslandi, þegar fyrirtæki fjár- festa í nýjum skipum, er athygl- isvert. Sjómenn halda sínum hlut óskertum, þ.e.a.s sem hlutfalli af heildartekjum. Þeir eru færri og á mun hærri launum hver og einn, bankarnir græða á lánveitingum en hluthafar og fiskvinnslufólk tapar, sem og samfélagið sem viðkomandi fyrirtæki starfar og hrærist í. Framtíðarsýnin ekki björt Við fiskvinnslufólk og íbúa sjáv- arbyggða vil ég segja þetta: Komi sjómannasamtökin ekki til móts við útvegsmenn og ljái máls á eðlilegri mönnum skipa og þá í samræmi við þörf, eins og fiskvinnslufólk hefur gert, mun fiskvinnsla í landi leggj- ast smám saman af. Framtíðarsýnin er því ekki björt, því miður.“ Sigurgeir Brynjar sagði enn- fremur að kjarasamningar við sjó- menn skýrðu að verulegu leyti bága stöðu fiskvinnslu í landi: „Hlutaskiptakerfi sjómanna stend- ur beinlínis landvinnslunni fyrir þrifum. Stéttarfélög sjómanna náðu því fram í kjarasamningum á sínum tíma að festa fjölda manna í áhöfn skipa. Fram til þess að kjaradómur kvað upp úrskurð árið 2001 hækk- aði launahlutfall útgerðar ef fækk- aði í áhöfn. Þessu er öfugt farið í landvinnslunni. Fækki fólki vegna tæknibreytinga í vinnsluferlinu lækkar launakostnaður sem hlutfall af tekjum.“ Hann benti einnig á að engin þörf væri á 14 til 15 mönnum í áhöfn uppsjávarfiskiskipa. 8 til 11 menn væru í áhöfnum slíkra skipa frá Noregi og Færeyjum. Launa- hlutfall á þessum skipum frá Ís- landi væri 38% til 40%, en undir 30% í Færeyjum og Noregi. Sigurgeir Brynjar sagði enn- fremur að miðstýrt fiskverð leiddi til þess að í flestum tilfellum borg- aði það sig ekki að vinna fiskinn í landi. Miðstýrt fiskverð í dag væri jafnvitlaust og á dögum Verðlags- ráðs sjávarútvegsins. Arfavitlaust hluta- skiptakerfi             !" #$%   &"'%# %"%  !(# %"% )$ "'% )$ *  + !'  , -  ./ % 01$$   % $22  2  2   ! 3 3  3  3  3  3 4  4 4 „Á SÍÐUSTU tólf mánuðum hafa orðið nokkrar breytingar á afkomu einstakra vinnslugreina. Þróun hrá- efnisverðs hefur tekið mið af breytt- um aðstæðum og háu gengi krónunn- ar,“ sagði Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, á aðalfundi samtakanna í gær. Í skýrslu hans á fundinum kom fram að afkoma í mjöl- og lýsisvinnslu hefur verið í þokkalegu jafnvægi, en minni loðnuafli á þessu ári og að ekki er búið að gefa út loðnukvóta skapar nokkra óvissu um framhaldið. Þá sagði Arnar erfiðara að spá í fryst- ingu og saltfiskvinnslu. Markaðsverð á saltfiski, sem mest er seldur í evr- um, hafi sveiflast nokkuð á síðustu tólf mánuðum og skilaverð til fram- leiðenda verið nær óbreytt í lok tíma- bilsins. Þá spáir SF að rekstur frysti- húsa verði í járnum, enda hafi framlegð þeirra verið svipuð síðustu mánuði. Arnar sagði langvinna erfið- leika í rækjuvinnslu hafa leikið mörg fyrirtækin illa, afkoman væri áfram óviðunandi þrátt fyrir dálitla afurða- hækkun á síðustu mánuðum. „Allt bendir til þess að afkoma ein- stakra vinnslugreina verði misjöfn á þessu ári. Í nokkrum tilvikum mjög þokkaleg hjá einstaka fyrirtækjum en hjá öðrum mun lakari. Við þessar aðstæður skiptir stöðugleiki miklu fyrir útflutningsgreinar og að verð- lags- og launabreytingar verði sam- bærilegar hér á landi og í okkar helstu viðskiptalöndum. Sama gildir um fjármagnskostnað, en þar hafa já- kvæðir hlutir verið að gerast á síð- ustu mánuðum. Kjarasamningar á al- mennum vinnumarkaði fyrr á þessu ári hafa markað launastefnuna út samningstímann árið 2007. Eftir er að semja við opinbera starfsmenn, bankamenn, flugfólk og sjómenn. Nú reynir á hvort launastefnan haldi, ef ekki, er viðbúið að kjarasamningar opnist á nýjan leik með ófyrirsjáan- legum afleiðingum. Ofan í kaupið hef- ur nú verið lagt veiðigjald á sjávar- útveginn, sem verður ekki til þess að létta róðurinn í rekstri fyrirtækj- anna,“ sagði Arnar. Morgunblaðið/Alfons Afkoma einstakra vinnslugreina verður misjöfn á þessu ári. Reksturinn í járnum EKKI verða gerðar fleiri breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu í bráð til að gefa sjávarútvegsfyrirtækjum það athafnarými og stöðugleika sem þau þurfa til að mögulegt sé að reka þau út frá viðskiptalegum forsend- um. Þetta kom fram í ræðu Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva í gær. Árni sagði fiskveiðistjórnunar- kerfið vera stöðugt í þróun og miklar breytingar á því gerðar í gegnum tíð- ina, nú nýverið með það að markmiði að auka sátt um kerfið og festa það í sessi og jafnvel í andstöðu við grein- ina. „En nú er mál að linni og ákveð- in niðurstaða komin hvað fiskveiði- stjórnunina varðar. Nú þurfa fyrirtæki, hvort sem þau eru í vinnslu eða útgerð, að geta treyst á stöðugt umhverfi og þau verða að fá það athafnarými sem þarf til að mögulegt sé að reka þau út frá við- skiptalegum forsendum. Ég hef lagt áherslu á það áður hér á þessum vettvangi að ég telji nauð- synlegt að umræða um sjávarút- vegsmál snúist ekki eingöngu um kvótakerfið. Slík umræða er allt of takmörkuð og kemur okkur lítt áfram í þeirri viðleitni að efla og þróa íslenskan sjávarútveg. Vöxtur ís- lensks sjávarútvegs tengist nýjung- um í greininni, ný störf verða til í tengslum við nýjungar í vinnslu og nýtingu sjávarafurða,“ sagði Árni. Í ræðunni gerði Árni grein fyrir þeirri vá sem sjávarútveginum geti stafað af áróðri öfgasamtaka. Í þessu sambandi varðandi efnainnihald í sjávarfangi. Greindi hann frá því að Íslendingar yrðu alltaf að vera skrefi á undan með upplýsingar og fræðslu, þekkingarmiðlun væri okkar vopn í þessari baráttu. Í þessu sambandi sagði Árni að sjávarútvegsráðuneyt- ið hefði þegar látið fara fram vinnu varðandi efnainnihald í sjávarfangi og í gær voru niðurstöður mælinga sem sýna að mengunarefni í íslensku sjávarfangi eru í nær öllum tilvikum undir þeim mörkum sem sett hafa verið. Ekki fleiri breytingar í bráð ÚR VERINU UM HUNDRAÐ manns, foreldrar og börn, mættu fyrir framan alþing- ishúsið í gær, á tímabilinu frá kl. 11 til 13, til að hvetja til lausn kenn- aradeilunnar, að sögn Ólafar Birnu Garðarsdóttur, en hún á grunn- skólabörn í Vogaskóla í Reykjavík. Hún segir mikla undiröldu meðal foreldra vegna verkfalls grunnskóla- kennara sem staðið hefur yfir í nær þrjár vikur. Foreldrar vilji að verk- fallinu ljúki, enda sé skólaganga barna bundin í lög. Félag umhyggjusamra foreldra grunnskólabarna og SAMFOK, samband foreldrafélaga og for- eldraráða í grunnskólum Reykjavík- ur auglýstu aðgerðirnar í fjölmiðlum í gær. Stefnt var að því að fjölmenna á þingpallana, en þar sem enginn þingfundur var haldinn í gær var ekki hægt að koma því við. Fóru því mótmæli vegna verkfallsins ein- göngu fram fyrir framan þinghúsið. „Þetta var ósköp friðsamleg og af- slöppuð mótmælastaða,“ útskýrir Ólöf Birna. Hún segir foreldra stefna að frekari aðgerðum náist ekki að leysa kjaradeilu grunnskóla- kennara og sveitarfélaga. Foreldrar og börn hvetja til lausnar kennaradeilunnar Morgunblaðið/RAX „Ætlar þú ekki að mæta,“ gæti þessi maður verið að segja í símann. Um hundrað manns mótmæltu verkfalli ljóst varð að það yrði verkfall, að nýta tímann vel og bjóða upp á sí- menntun og fræðslu fyrir annað starfsfólk. „Það er ákaflega lýjandi að vinna daginn út og inn við þær aðstæður, sem eru í skóla, þegar engir nem- endur eru.“ Ingunn segir það miklu skemmtilegra að geta boðið fólkinu STARFSFÓLK í grunnskólum Reykjavíkur situr ekki auðum hönd- um í kennaraverkfallinu. Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur hefur í verk- fallinu staðið fyrir stóru átaki í símenntunarmálum starfsfólks grunnskólanna, og hafa sl. vikur á annað þúsund manns sótt námskeið á vegum Fræðslumiðstöðvarinnar. Í vikunni hittust t.a.m. um 130 stuðn- ingsfulltrúar í grunnskólum Reykjavíkur á ráðstefnu í Rima- skóla í Grafarvogi þar sem haldnir voru margvíslegir og áhugaverðir fyrirlestrar. Að sögn Ingunnar Gísladóttur, starfsmannastjóra hjá Fræðslumið- stöðinni, var tekin sú ákvörðun í samráði við skólastjórnendur, þegar upp á einhver uppbrot þannig að það geti farið burtu einhverja daga og fengið einhverja fræðslu á með- an verkfallinu standi. Almenn ánægja sé á meðal starfsfólks grunnskólanna með framtak Fræðslumiðstöðvarinnar. „Við erum ekki alveg þurrausin ennþá,“ segir Ingunn varðandi fyrirlestra, verk- efni og annað í þá veru sem Fræðslumiðstöðin hafi upp á að bjóða. Því ekki hafi verið búist við svo löngu kennaraverkfalli og raun ber vitni, þegar Fræðslumiðstöðin og skólastjórnendur tóku sína ákvörðun í upphafi verkfalls að sögn Ingunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands starfa rúmlega 6.000 manns (6.286 fyrir árið 2003) við grunnskóla landsins. Langflestir eru nú í verkfalli, en skólastjórar, aðstoðarskólastjórar og aðrir aðilar að skólastjórafélagi Íslands (sam- tals 535 manns), eru ekki í verkfalli. Gangaverðir, matráðar og ræsting- arfólk eru heldur ekki í verkfalli svo dæmi séu tekin. Starfsfólk grunnskóla Reykjavíkur sem ekki er í verkfalli Símenntunar- átak í verkfalli KENNARASAMBAND Íslands (KÍ) hyggst halda baráttufund vegna kjaradeilu grunnskólakenn- ara í Háskólabíói á mánudag, frá kl. 15.30 til kl. 17. Eiríkur Jónsson, for- maður KÍ, og Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakenn- ara, og fleiri flytja ávörp. Þá kemur fram tónlistarfólk, leikarar og annað listafólk. Á vefsíðu KÍ eru félagsmenn Fé- lags grunnskólakennara og Skóla- stjórafélags Íslands hvattir til að fjölmenna og sýna samstöðu. Baráttu- fundur á mánudag Kjaradeila kennara „ÞETTA voru gagnlegar viðræður en ekki er komin nein niðurstaða ennþá,“ sagði Birgir Björn Sigur- jónsson, formaður samninganefndar Launanefndar sveitarfélaga, eftir um tíu tíma langan fund fulltrúa grunnskólakennara og sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara í gær. Hófst fundurinn kl. níu og lauk um sjöleyt- ið. Annar fundur hefur verið boðaður kl. níu í dag. Inntur eftir því hvort ástæða sé til bjartsýni um lausn deilunnar segir hann of snemmt að segja til um það. „Það er enn margt óklárað,“ segir hann. Gagnlegar við- ræður en eng- in niðurstaða ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.