Morgunblaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 44
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Beini © LE LOMBARD VÆRI ÞÉR SAMA? AFSAKIÐ HVAÐ ER Í GANGI? HANN ER Í STURTU HÉRNA ER ÉG Á HUNDA- BÝLINA AÐ FARA AÐ HALDA RÆÐU ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ KYNNA MIG... AHEM! ÞAÐ ER KOMIN NÝ STELPA Í BEKKINN HVAÐ HEITIR HÚN? HVER VEIT?! ER HÚN SÆT? HVERJUM ER EKKI SAMA?! ERTU SKOTINN Í HENNI? NEI! FYRST ERU ÞAÐ GÖMUL BLÖÐ SÍÐAN LAUFBLÖÐ SÍÐAN LITLU GREINARANAR DRUMBAR SEM NÝTTUST EKKI Í ARININN OG LOKS ELDSPÍTA TIL ÞESS AÐ KVEIKJA Í ÞESSUM RUSLAHAUG ÞAÐ VÆRI FYNDIÐ EF SVONA REYKMÖKKUR ÞÝDDI EITTHVAÐ Á INDJÁNAMÁLI ÉG SEGI ÞAÐ SATT HÖFÐINGI, ÉG SENDI ÞÉR ALDREI TILKYNNINGU UM BRÚÐKAUP DÓTTIR ÞÍN ER MJÖG FALLEG EN ÉG ÞEKKI HANA BARA EKKI NEITT Dagbók Í dag er laugardagur 9. október, 283. dagur ársins 2004 Víkverji leit inn íBody Shop um daginn. Í þá verslun fer Víkverji oft, þó það sé ekki nema til að anda að sér góðri lykt sem umlykur þá versl- un. Hugmyndafræði Body Shop versl- ananna er Víkverja einnig mjög að skapi, enda er hann andsnú- inn hvers kyns til- raunum á dýrum í því skyni að prófa virkni snyrtivara. Síðasta ferð Vík- verja í Body Shop var þó ekki eins ánægjuleg og venjulega. Víkverji ákvað að skoða sérstaklega snyrtivörustand verslunarinnar. Þar blöstu við Víkverja miður uppbyggj- andi slagorð: „breyttu útliti þínu“ og „eitt má hylja, annað lagfæra.“ Ekki þóttu Víkverja þetta skemmtileg skilaboð. Hann hafði í sakleysi sínu ætlað að skoða glært varagloss og kannski sólarpúður til að fríska upp á andlitið í vetur. Víkverji telur sig ekki þurfa að „breyta útliti sínu“ né heldur að hylja eða lagfæra eitt né neitt. Heldur vill hann reyna að draga fram sína bestu kosti með þeim snyrtivör- um sem hann fjárfestir í. Víkverja, eins og fleiri konum, þyk- ir oft nóg um áreiti frá auglýsendum snyrti- og hárvara. Verst þyk- ir honum þó þegar skilaboðin eru jafn nei- kvæð og skilaboðin á snyrtirvörustandi Body Shop voru. Þar er verið að gefa í skyn að konur þurfi að vera eitthvað annað en þær eru, skuli breyta sér, hylja lýti og leitast við að „lagfæra“ hitt og þetta sem einhverjum snyrtivöruframleið- anda þykir að betur megi fara. Þykir Vík- verja þetta mjög í andstöðu við þá góðu ímynd sem Body Shop versl- anirnar hafa hingað til haft í huga hans og eflaust fleiri. Víkverji vonar sannarlega að eig- endur Body Shop á Íslandi skoði bet- ur hvaða skilaboð felast í slagorðum vegna varnings sem verslanir þeirra kynna. Víkverji telur líklegt að ung- lingsstúlkur séu stór hópur við- skiptavina Body Shop og honum þyk- ir miður að eigendur sýni ekki meiri ábyrgð gagnvart þeim hópi. Stúlkur á viðkvæmum aldri, með lítið sjálfs- traust, þurfa miklu frekar að heyra að þær þurfi ekki að breyta sér, hylja sig eða lagfæra. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is           MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum. (Sálm. 4, 9.) Neskirkja | Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík heldur fyrri tónleika sína á þessu ári í Neskirkju í dag kl. 17. Efnisskrá tónleikanna er metn- aðarfull, en þar má finna verk eftir Katsjatúrían, Konsert fyrir trompet og hljómsveit eftir A. Aratunin, en þar er einleikari á trompet Jóhann Már Francis Nardeau. Þá er lokaverk tónleikanna Svíta op. 71a úr Hnotu- brjótnum eftir Tsjækovský. Aðgangur að tónleikunum er frjáls. Konsertmeistari tónleikanna er Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir, en stjórn- andi er Gunnsteinn Ólafsson. Jóhann Már var einbeittur á svip þegar sveitin var við æfingar á dögunum. Morgunblaðið/Kristinn Æft af kappi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.