Morgunblaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI Fræðsluerindi um hvali | Sam- tök um náttúruvernd á Norður- landi, Sunn, halda aðalfund í Hvalamiðstöðinni á Húsavík sunnudaginn 10. október kl. 16. Fræðsluerindi fundarins á Húsavík ber heitið „Hið stóra hjarta“. Í því fjallar Ásbjörn Björgvinsson, forstöðumaður Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavík, um hvali, hvalveiðar og hvala- skoðun. Á aðalfundinum leggur stjórnin fram skýrslu sína um sl. tvö ár. Þar kemur fram að SUNN hafa tekið þátt í samstarfi frjálsra fé- lagasamtaka innbyrðis, m.a. um Dag umhverfisins einu sinni á ári. Þau hafa einnig tekið þátt í samstarfi við umhverfisráðu- neytið sem felst í misserislegum fundum o.fl. Samtökin hafa sent frá sér 20 fréttatilkynningar, umsagnir um lagafrumvörp og athugasemdir við matsskýrslur vegna umhverf- isáhrifa. Þá hafa samtökin staðið fyrir umfangsmikilli endurheimt votlendis í Mývatnssveit. Allir eru velkomnir á fræðsluerindið. Nýir félagar eru boðnir velkomnir í samtökin. Dagsbrún yfir austurleið | Stefna, félag vinstri manna, heldur fund á Skipagötu 14, 2. hæð, í dag, laugardag, kl. 14. Þar flytur Að- alheiður Steingrímsdóttir sagn- fræðingur erindi sem hún nefnir: Dagsbrún yfir austurleið. Þar fjallar hún um Elísabetu Eiríks- dóttur, ævi hennar og störf. Elísabet flutti til Akureyrar 1921 og tók virkan þátt í verkalýðs- málum, varð formaður verka- kvennafélagsins Einingar. Hún starfaði einnig fyrir Komm- únistaflokkinn og Sósíalistaflokk- inn og varð bæjarfulltrúi fyrir Al- þýðuflokk. Elísabet stofnaði og rak lengi ungbarnaskóla og tileinkaði sér framsæknar kennsluhugmyndir kenndar við Maríu Montessori. Á ellidögum gáfu hún og systkini hennar verkalýðsfélaginu Einingu hús sitt að Þingvallastræti 14. Fundurinn er öllum opinn.    Eyjafjarðarsveit | Framkvæmdir við lagningu reiðleiðar frá Akureyri að Melgerðismelum eru í fullum gangi. Það eru hestamannafélögin Funi í Eyjafjarðarsveit og Léttir á Akureyri sem standa að framkvæmdunum en heildarkostnaður er áætlaður um 15– 20 milljónir króna. Félögin hafa jafn- framt staðið sameiginlega að upp- byggingu svæðisins á Melgerðismel- um og þar er aðstaða til mótahalds mjög góð. Kjartan Helgason, formaður Létt- is, sagði stefnt að því að ljúka fram- kvæmdum við reiðleiðina árið 2006 en Funi og Léttir hafa sótt um að fá að halda Landsmót hestamanna á Mel- gerðismelum sumarið 2006. „Við ger- um okkur vonir um að geta riðið þessa leið á Landsmótið 2006 og að þá verði jafnframt risin reiðhöll á Akur- eyri.“ Ekki hefur þó verið gengið frá því að Landsmótið 2006 verði haldið á Melgerðismelum. Lega reiðleiðar að Melgerðismel- um hefur lengi verið deilumál og hafa hestamenn barist fyrir því í um 40 ár að fá örugga reiðleið á svæðið. Það hillir því undir að langþráður draum- ur rætist. Kjartan sagði að mikill upp- gangur væri í hestamennskunni og að það færðist í vöxt að fjölskyldur væru saman í þessari skemmtilegu íþrótt. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti í sumar tillögu að aðal- skipulagsbreytingu, þar sem gert er ráð fyrir að reiðleiðin frá Akureyri að Melgerðismelum verði á austurbakka Eyjafjarðarár. Gengið hefur verið frá samningi við alla landeigendur á þess- ari leið utan einn. „Við gerum okkur vonir um að því máli ljúki sem fyrst,“ sagði Kjartan. Hestamenn hafa einnig verið að vinna við reiðleið frá hesthúsabyggð- unum á Akureyri og norður í Skjald- arvík en þar verður útreiðarsvæði opnað síðar í haust. Lagningu reiðleiðar að Melgerðismelum ljúki fyrir Landsmót 2006 40 ára barátta að baki Morgunblaðið/Kristján Brosmildir Örn Viðar Birgisson t.v. og Sverrir Viðar Pálmason, sem sæti eiga í reiðveganefnd, ásamt Kjartani Helgasyni, formanni Léttis, á reið- brúnni yfir á Melgerðismela. Nýi reiðvegurinn verður á austurbakka Eyja- fjarðarár og mun meðal annars liggja um svæðið fyrir aftan þá félaga. AKUREYRARMÓT Siglingaklúbbsins Nökkva og jafnframt lokamót siglinga- manna á þessu ári var haldið á dög- unum í hæglætisveðri. Bíða þurfti í um 2 klukkustundir eftir að mótið gæti byrjað þar sem enginn vindur var fyrir hádegi en svo loksins kom svolítill norð- anvindur og keppnin gat hafist. Sig- urvegari í opnum flokki varð Hörður Finnbogason en fast í kjölfarið fylgdi Valgeir Torfason og þriðji varð Arnar Birkisson. Í Optimist-flokki, sem eru minnstu keppnisbátarnir, varð sigurveg- ari Hugi Hlynsson, í öðru sæti varð Björn Heiðar Rúnarsson og Gauti Arn- arsson í því þriðja. Góð þátttaka hefur verið hjá siglingaklúbbnum í sumar og hafa siglingamenn frá Akureyri verið sigursælir á flestum mótum sumarsins bæði á höfuðborgarsvæðinu og hér heima á Akureyri. Morgunblaðið/Rúnar Þór Svifið seglum þöndum Hörður Finnbogason á siglingu og rétt undan er Valgeir Torfason, báðir á Laser. Beðið eftir byr SUÐURNES Reykjanesbær | „Það er mikil saga í bænum og ég hef fengið nýja sýn á ýmsa hluti þegar ég fer hér um,“ segir Sigrún Grétarsdóttir, leiðbeinandi í leikskólanum Heiðarseli í Kefla- vík. Hún er aðalsöguhöfundur bókarinnar Goggi og Valli á ferð og flugi um Reykja- nesbæ. Hópur starfsfólks Heiðarsels hefur unnið að þessu verkefni í hálft annað ár. Það byrjaði með því að einn kennari skólans fór með hóp barna í vettvangsferð út að Nónvörðu sem er í nágrenni Heiðarsels. „Kennarinn reyndi að skýra út hvaða tilgangi varðan hefði gegnt hér áður fyrr en börnin vissu ekkert um hvað hann var að tala,“ segir Ólöf K. Guðmundsdóttir leikskólakennari. Þá kviknaði sú hugmynd að taka saman fróðleik fyrir börn um útilistaverk og minnismerki sem eru fjölmörg í Reykja- nesbæ. „Einn kennari hér byrjaði að teikna myndir sem áttu að vera til heimabrúks en svo vaknaði sú hugmynd að gera meira úr þessu,“ segir Sigrún. Fróðari um Reykjanesbæ Manngildissjóður Reykjanesbæjar auglýsti eftir verkefnum til að styrkja og fór Ólöf, sem þá var að leysa af sem leikskólastjóri, á fund Árna Sigfússonar bæjarstjóra og nefndi þessa hugmynd við hann. „Bæjarstjórinn tók þessu vel og hjólin fóru að rúlla,“ segir Ólöf. Þrír starfsmenn teiknuðu myndir og vatns- lituðu en Unnur Guðný Björnsdóttir á flestar myndirnar. Síðan tóku þrír aðrir starfsmenn við og sömdu söguna út frá myndunum undir forystu Sigrúnar Grétarsdóttur. Ólöf hefur stýrt verkefninu frá upphafi. Í bókinni er 25 minnismerkjum og úti- listaverkum í Reykjanesbæ gerð skil. Sagan byrjar á því að Valli víkingur kemur til Reykjanesbæjar að leita að víkingaskipi sem hann hafði orðið að skilja eftir. Goggi, sem er önd á Njarðvíkurfitjum, tekur á móti honum og býðst til að sýna honum bæinn um leið og þeir leiti að skipinu. „Í lokin finnur hann skipið en er um leið orðinn fróðari um Reykjanesbæ – og börnin og við líka,“ segir Sigrún. Þetta er fyrsta verk Sigrúnar sem kemur fyrir almenningssjónir. Hún segist hafa gam- an af sögum og ljóðum og öllu skapandi starfi. „Ég leyfði hugmyndafluginu að njóta sín. Hver hugmyndin kviknaði á fætur annarri og þannig vatt þessu fram,“ segir hún. Boðin leikskólum og grunnskólum Nú hefur bókin verið prentuð og gefin út með stuðningi ýmissa fyrirtækja. Í gær, á fjór- tán ára afmælisdegi Heiðarsels, var fyrsta ein- takið afhent Guðríði Helgadóttur, leikskóla- fulltrúa Reykjanesbæjar, við hátíðlega athöfn. Bókin getur staðið á borði þannig að börnin geti skoðað myndirnar en á bakhliðinni, sem snýr að kennaranum, er sá hluti sögunnar sem tengist viðkomandi mynd og auk þess ýmis fróðleikur um minnismerkin og útilistaverkin. Ólöf segir að hugmyndin sé að nota bókina við kennslu efstu bekkja Heiðarsels. Hún gefi tækifæri til ýmissa verkefna. Hún verði einn- ig boðin öðrum leikskólum og grunnskólum enda henti hún einnig vel til kennslu tveggja yngstu bekkja grunnskólanna. Starfsmenn leikskólans Heiðarsels gera bók um útilistaverk og minnismerki í Reykjanesbæ „Hef fengið nýja sýn á ýmsa hluti“ Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fyrst til að skoða Börnin í leikskólanum Heiðarseli fengu að njóta þess að kennarar þeirra sömdu bókina um Gogga og Valla þegar Ólöf K. Guðmundsdóttir og Sigrún Grétarsdóttir sýndu þeim bókina. Útgáfu bókarinnar var fagnað í gær, á fjórtán ára afmæli Heiðarsels.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.