Morgunblaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Svona, núna megið þið fara og láta freta á ykkur. Loftslagsbreytingaraf mannavöldumeru eitt stærsta viðfangsefni samtímans. Ísland er aðili að ramma- samningi Sameinuðu þjóð- anna um loftslagsbreyting- ar og hefur staðfest Kyotobókunina og hafa landsmenn því skyldum að gegna varðandi það að leggja sitt af mörkum til lausnar þeim vanda sem við blasir. Stjórnvöld sam- þykktu stefnumörkun í loftslagsmálum árið 2002 og verður hún endurskoð- uð á næsta ári, 2005. Land- vernd, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök Íslands efndu í gær til mál- stofu þar sem kynnt voru verkefni nokkurra ungra námsmanna sem fjölluðu um með hvaða hætti hægt sé að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda á Íslandi og auka bind- ingu kolefnis í gróðri og jarðvegi. Verkefnin voru unnin að tilstuðlan Landverndar með stuðningi ým- issa aðila en þess er vænst að þau muni nýtast við endurskoðun stefnu ríkisstjórnarinnar í þessum málum. Tryggvi Felixson framkvæmda- stjóri Landverndar sagði að sam- kvæmt Kyotobókuninni væru í gildi ákveðin losunarmörk fyrir tímabilið 2008 til 2012, en góðar lík- ur væru á að þau muni nást eftir að Rússar hafa staðfest bókunina. Hann sagði það stóran galla að Bandaríkin hefðu ekki ritað undir bókunina, en þar í landi eru losuð um 20–25% gróðurhúsaloftteg- unda í heiminum. Teikn væru hins vegar á lofti um að breyting gæti orðið þar á. „Það er ljóst að það verður Ís- lendingum ekki erfitt að vera undir þessum viðmiðunarmörkum,“ sagði Tryggvi. „Það væri hins veg- ar mikil blekking fyrir okkur að trúa því að þar með værum við í góðum málum.“ Tryggvi sagði að á árinu 2007 þyrfti að hefja samn- ingaviðræður um næsta tímabil, þ.e. eftir 2012. „Ef menn ætla að ná marktækum árangri þarf að minnka losun um 50–60%. Það þýðir að viðfangsefnið er erfitt og flókið. Við viljum horfa til lengri tíma, allt til ársins 2030 til 50. Í þessum efnum dugar ekki að hugsa í árum eða kjörtímabilum.“ Menn hefðu í sjálfu sér ekki áhyggjur af núinu eins og hann orðaði það, en nauðsynlegt væri að horfa nokkra áratugi fram í tím- ann. Hann benti t.d. á að bílafloti landsmanna entist í 10 til 15 ár, fiskiskipaflotinn enn leng- ur. „Það þarf að grípa til aðgerða nú sem hafa áhrif á losunina á næstu 30 til 40 árum,“ sagði Tryggvi. Fram hefur komið að hitastig í heiminum mun hækka verulega á næstu árum en það hefur í för með sér miklar breytingar á vistkerfinu og þar með lífsafkomu manna. „Það virðist vera tekið sem gefið að þetta eigi yfir okkur að ganga. Það er hins vegar ljóst samkvæmt skýrslu Vísindanefndar SÞ að það skiptir verulegu máli hvort magn gróðurhúsalofttegunda í andrúms- loftinu tvöfaldast eða þrefaldast. Við getum ekki komið í veg fyrir að það verði talsvert meiri uppsöfnun á gróðurhúsalofttegundum heldur en er af náttúrulegum orsökum. Mál hafa þróast með þeim hætti allt frá iðnbyltingu,“ sagði Tryggvi og benti á að nú þegar væri um 30– 40% meira af koltvísýringi úti í andrúmsloftinu en þar ætti að vera af náttúrulegum ástæðum. „En við getum hugsanlega komið í veg fyrir að þetta magn meira en tvöfaldist ef við grípum til aðgerða.“ Með mark- vissum aðgerðum sem draga úr los- un gróðurhúsalofttegunda yrði að mati Tryggva hægt að koma í veg fyrir allra alvarlegustu afleiðingar hækkaðs hitastigs í heiminum. Þannig yrðu menn að líta á hvað þeir gætu gert sem einstaklingar, sem hluti af fjölskyldu, sveitarfé- lagi, ríki og eins sem hluti af al- þjóðasamfélagi. „Þetta er alþjóðlegt viðfangsefni sem ekki verður leyst nema með mjög víðtæku samstarfi. Þetta verður ekki leyst með því að Íslandi geri eitthvað, en það er aftur á móti mikilvægt að við sem verðum fyrir miklum áhrifum vegna þessa verðum að koma okkar málum í gott lag.“ Tryggvi sagði ótrúlega margt hægt að gera, margvíslegar tækni- breytingar lægju í loftinu sem hefðu í för með sér möguleika til já- kvæðra breytinga. Það þyrfti á hinn bóginn styrka leiðsögn, því oft væri mikil tregða til breytinga, enda hefðu þær iðulega í för með sér að hagsmunum væri ógnað, tækni þyrfti að víkja. Tryggvi tók eitt dæmi, nýlega voru vörugjöld af stórum pallbílum lækkuð með þeim afleiðingum að fjöldi þeirra í umferð hefur aukist til muna. Ekki hafi fengist svör frá fjármálaráðuneyti um hverju þetta sætti. „Þessi bílar nota tvisvar sinnum meiri orku en nauðsynlegt er, þetta er dæmi um ákveðið hugsunarleysi í þessum efnum,“ sagði Tryggvi. Þá nefndi hann sem dæmi um jákvæða þróun að verið væri að gera tilraunir varðandi orkusparnað um borð í fiskiskip- um. „Möguleikarnir eru margir, það er enginn skortur hvað þá varðar, en spurningin er hvernig við náum að nýta þá.“ Fréttaskýring | Mikilvægt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda Dugar ekki að hugsa í árum Draga þarf úr losun um 50–60% til að ná marktækum árangri 26% af gróðurhúsalofttegundum sem los- aðar eru á Íslandi koma frá samgöngum. Mest losun í iðnaði og samgöngum  Aðaluppspretta losunar gróð- urhúsalofttegunda á Íslandi er iðnaður, um 36%, því næst koma samgöngur með 26% og þá losun frá fiskiskipaflotanum sem nem- ur um 20% af heildinni. Staða mála hvað varðar losun þessara tegunda nú er undir viðmið- unarmörkum, en ríkisstjórnin mun endurskoða stefnu sína í loftslagsmálum á næsta ári. maggath@mbl.is BERGÞÓR Ólason, aðstoðarmaður samgönguráðherra, og Atli Ásmundsson, aðalræðismaður Íslands í Winni- peg í Kanada, áttu á miðvikudag fund í Winnipeg um ferðamál með Hubert J. Mesman, aðstoðarmanni að- stoðarferðamálaráðherra Manitoba, og var meðal ann- ars rætt um hugsanlegt samstarf í flugi milli Icelandair og kanadískra flugfélaga. Bergþór segir að fundurinn hafi verið góður. Þeir hafi rætt þróun ferðamála á Íslandi og í Manitoba og með hvaða hætti samstarfsverkefni milli ríkis og einka- aðila eins og til dæmis Iceland Naturally gengu fyrir sig. Meginumræðan hafi verið um hvernig flug- samgöngum væri háttað inn á svæðin og helstu breyt- ingar í flugfrelsi milli Bandaríkjanna og Kanada. Á fundinum var rætt um hugsanlegt samstarf Ice- landair og kanadískra flugfélaga í kjölfar tilkynningar Icelandair um að hefja flug til San Francisco í Banda- ríkjunum á næsta ári. Bergþór segir að takmarkanir Kanadamanna á flugi erlendra flugfélaga til Kanada hafi meðal annars bitnað á Icelandair en vonir standi til að frelsið aukist með aukinni umræðu um flugfrelsi milli Bandaríkjanna og Kanada. Rætt um samstarf við kanadísk flugfélög Winnipeg. Morgunblaðið. Bergþór Ólason, t.v., og Hubert J. Mesman í ráðuneyti ferðamála í Manitoba. MORGUNBLAÐINU hefur borizt til birtingar eftirfarandi yfirlýsing frá formanni stjórnar LÍÚ: „Síðustu daga hefur mikið verið fjallað um Sólbaksdeiluna svo- nefndu. Forysta LÍÚ hefur fram að þessu ekki tjáð sig um málið – enda málið samtökunum alls óskylt. Und- anfarið hefur borið á villandi um- mælum þess efnis að aðgerðir eða aðgerðaleysi samtakanna geri þau aðila að Sólbaksmálinu og hefur Vélstjórafélag Íslands nú gengið svo langt að draga LÍÚ ásamt SA fyrir dómstóla vegna þessa máls. Sú ákvörðun er hörmuð, og í ljósi und- angenginnar umræðu, vill formaður LÍÚ, Björgólfur Jóhannsson, taka fram eftirfarandi: LÍÚ er á engan hátt aðili að né tengist á nokkurn hátt Sólbaks- samningnum, þó svo að forstjóri Brims sitji sem varamaður í stjórn samtakanna og hafi setið stjórnar- fundi frá því fyrrverandi forstjóri Brims lét af því starfi. Innan LÍÚ starfar samninga- nefnd sem hefur yfirumsjón með samningamálum og er sú vinna unn- in af heilindum af hálfu samtakanna. Kjarasamningaviðræður LÍÚ og sjómannaforustunnar hafa reglu- lega verið teknar til umfjöllunar á stjórnarfundum samtakanna frá því að samningaviðræður hófust. Ein- hugur hefur verið í stjórn og samn- inganefnd um að samningaviðræður hafi eðlilegan framgang og unnið verði að því að ná samningum við sjómannaforustuna hið fyrsta. LÍÚ eru heildarsamtök útvegs- manna og hafa með hagsmuni þeirra allra að gera. Stjórn LÍÚ hefur lagt ríka áherslu á að mál séu leyst með lýðræðislegum hætti innan samtak- anna en ekki í fjölmiðlum. LÍÚ hef- ur gert kjarasamninga við hags- munasamtök sjómanna á undanförnum árum – síðast við Vél- stjórafélag Íslands árið 2001. Sá samningur gildir til ársloka 2005. Þannig hefur náðst árangur í samn- ingagerð við forsvarsmenn sjó- manna á síðustu árum. Þeir aðilar sem eru að vinna að því að ná samn- ingum við samtök sjómanna hafa fullt og óskorað umboð til þeirra starfa frá stjórn LÍÚ. Fullyrðingar um annað eru rangar og er hér með vísað á bug. Það er von mín að deiluaðilar leysi Sólbaksmálið á farsælan hátt en í framhaldi verði hætt frekari til- raunum til þess að draga LÍÚ inn í mál sem samtökin bera enga ábyrgð á.“ LÍÚ ber enga ábyrgð á Sólbaksdeilunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.