Morgunblaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.10.2004, Blaðsíða 17
Akureyri | Suðurnes | Árborg Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skap- ti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898- 5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborg- arsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Kaupfélag Héraðsbúa hefur nú ákveðið að opna verslun á Djúpavogi undir heitinu Samkaup-Strax. Á boðstólum verða al- mennar matvörur og hreinlætisvörur auk þess sem seldar verða þjónustuvörur fyrir bifreiðar. Þá hefur ÁTVR jafnframt af- greiðslu í sama húsnæði. Sveitarstjórn Djúpavogshrepps hefur af þessu tilefni sent frá sér áskorun á heimasíðu sinni þar sem heimamenn eru eindregið hvattir til að versla sem mest í heimabyggð og styðja þannig almennt við bakið á þeim sem halda uppi verslunum á staðnum.    Ferðamálanefnd Djúpavogshrepps stóð fyrir könnun hjá ferðamönnum sem heim- sóttu staðinn á liðnu sumri. Tilgangurinn var að kanna hug ferðamanna til Djúpa- vogshrepps, hvað fólki þætti áhugavert, hvað væri vel gert og hvað mætti betur fara. Niðurstaðan var jákvæð og voru ferðamenn ánægðir með þá þjónustu og að- stöðu sem í boði er á Djúpavogi í dag.    Hreindýravertíðinni lauk um miðjan september og er ekki annað að heyra á hreindýraskyttum hreppsins en að vel hafi gengið að ná þeim dýrum sem úthlutað var á svæðunum hér um kring. Gæsaskyttur eru hins vegar ekki jafnglaðar ennþá því fá- ar gæsir hafa sést á ferli nálægt Djúpavogi undanfarnar vikur. Veiðimennirnir ættu þó að geta glaðst yfir styttingu rjúpna- veiðibannsins fyrir jólin 2005.    Á vef Djúpavogshrepps, www.djupivog- ur.is, má þar finna atburðadagatal Djúpa- vogshrepps fyrir árið 2004. Þrátt fyrir smæð staðarins fannst fólki ástæða til að koma upp slíku dagatali enda er oft mikið um að vera. Þarna er að finna upplýsingar um ýmsar viðburði, fundi og fleira og er fólk hvatt til að hafa samband við skrifstofu hreppsins ef það vill koma upplýsingum á framfæri. Í október ætti engum að leiðast því fram kemur að Tónskóli Djúpavogs verður með tvenna tónleika, spilavist verður alla föstu- daga í Löngubúð, kvenfélagið Vaka heldur fund og svo mætti lengi telja. Í byrjun nóv- ember verður svo haldin hin árlega hrekkjavaka á Hótel Framtíð og ætti eng- inn að láta hana fram hjá sér fara. Úr bæjarlífinu DJÚPIVOGUR EFTIR SÓLNÝJU PÁLSDÓTTUR FRÉTTARITARA Engan bilbug er aðfinna á forsvars-mönnum Ís- lenska kalkþörunga- félagsins hf., Icelandic Sea Minerals, sem hyggjast koma upp kalk- þörungavinnslu á Bíldu- dal. Kemur það fram í bókun sem gerð var í bæjarráði Vest- urbyggðar eftir fund bæjarstjóra með for- svarsmönnum fyrirtæk- isins fyrir skömmu Fram kemur í bók- uninni að unnið er að endanlegri hönnun verk- smiðjuhúss og búið að ráða arkitektastofu í Reykjavík til verksins. Forsvarsmenn fyrirtæk- isins áttu nýlega við- ræður við orkusöluaðila og hittu að máli starfs- hóp þriggja ráðuneyta sem skoðar mögulega að- komu ríkisvaldsins að framkvæmdaþætti sveit- arfélagsins. Kalkþörungar Héraðsnefnd Snæ-fellinga héltásamt Ísafjarð- arbæ og fulltrúum frá bæjarfélögum í Svíþjóð, Finnlandi og Skotlandi. Sveitarfélögin eru öll að- ilar að USEVENUE- verkefninu sem stutt er af Norðurslóðaáætlun Evr- ópusambandsins. Verk- efninu er ætlað að hjálpa sveitarfélögum til miðla reynslu sinni er varðar hvers kyns uppákomur og viðburði. Fram kom að eitt af því sem gert er í Storuman í Svíþjóð er að kjósa villi- mann ársins. Fyrir nokkr- um árum fékk Carl-Axel Nordenberg þann titil. Að loknum fyrirlestri sínum afhenti Carl-Axel Sigríði Finsen, formanni Héraðs- nefndar Snæfellinga, tálgaðan villimann að gjöf. Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann Villimaður á ferð VerkfræðistofanLínuhönnun héltupp á tuttugu og fimm ára afmæli sitt í gær og sendi af því tilefni út kort með vísum, sem verður að teljast lofsvert af hálfu fyrirtækja: Et og drekk á efri hæðum undir ljúfum tónaklið. Þreytum ei með þungum ræðum þegar gleðjast skulum við. Karl á Laugaveginum las í Staksteinum í Morg- unblaðinu að Lúðvík Bergvinssyni þingmanni Samfylkingarinnar var líkt við Ragnar Reykás og orti af því tilefni: Skoðun sinni fellur frá og fram með aðra rýkur. Stoltur Ragnar Reykás þá rauða lubbann strýkur. Flóamanninum Gísla í Króki fannst krossgátur DV stundum hroðvirkn- islegar og sendi ritstjór- anum umkvörtun með þessum orðum: Í krossgátunum verða vill villufans til baga. Þennan fjanda áttu Ill- ugi strax að laga. Ragnar Reykás pebl@mbl.is Mýrdalur | Fjöldi Mýrdælinga hefur fengið hlut- verk í myndinni Bjólfskviðu sem verið er að taka upp um þessar mundir inni á Höfðabrekkuheiðum í Mýrdal. Meðal leikara eru börn úr Grunnskól- anum í Vík enda ekkert þarfara að gera á meðan verkfall grunnskólakennara stendur yfir. Fjölnir Grétarsson er einn ungu leikaranna. Þegar hann mætti í töku þótti hann hins vegar of hreinn og fínn fyrir myndina og varð að mála á hann óhrein- indi. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Leikið í kennaraverkfalli Bíó Garður | Bæjarstjórnin í Garði hefur sam- þykkt nýtt deiliskipulag fyrir lóð við Sunnubraut þar sem Sparisjóðurinn í Keflavík og Samkaup hafa hug á að reisa nýtt verslunar- og þjónustuhús. Hús Spari- sjóðsins sem þar er nú verður þá rifið. Lóðin er á horni Gerðavegar og Garð- vegar. Nágrannar gerðu athugasemdir við deiliskipulagið þegar það var auglýst og fulltrúar I-listans, sem er í minnihluta í bæjarstjórn, lögðu til að Sparisjóðnum og Samkaupum yrði boðið að byggja upp á öðrum stað, nær svokölluðum miðbæjar- kjarna. Tillagan var felld á fundi bæjar- stjórnar í fyrradag með atkvæðum þriggja af fjórum fulltrúum H-listans, sem er í meirihluta, gegn tveimur atkvæðum I- listans. Féll tillagan þótt ekki væri sam- staða um afgreiðslu hennar innan meiri- hlutans vegna þess að fjórði fulltrúi listans og fulltrúi H-listans sátu hjá við afgreiðsl- una. Skipulagið var að því búnu samþykkt með sex atkvæðum gegn einu. Með deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að styrkja miðbæ bæjarfélagsins með upp- byggingu verslunar og þjónustu. Heildar- stærð svæðisins er um 4.000 fermetrar, en gert er ráð fyrir nýju húsi á 1–2 hæðum, og hafa bæði Sparisjóðurinn og Samkaup sýnt áhuga á að byggja á lóðinni. Núverandi verslunarhús Samkaupa er í nágrenninu. Skipulag fyrir nýtt þjónustu- hús afgreitt Sparisjóðurinn og Samkaup vilja byggja saman Ólafsfjörður | Fyrirtækið Ortho-skór hætti starfsemi í Ólafsfirði nú um mánaða- mótin. Alls störfuðu 5 til 6 manns hjá fyr- irtækinu undir það síðasta. Fyrirtækið hafði starfað í Ólafsfirði um nokkurra ára skeið, en hjá því voru fram- leiddir bæklunarskór. Áætlanir gerðu ráð fyrir að allt að 20 manns myndu starfa við fyrirtækið en þær gengu ekki eftir. Tæki sem keypt voru á sínum tíma frá Hollandi hafa verið seld úr landi. Afkastageta þeirra var um 1500 pör af bæklunarskóm á dag. Ólafsfjarðarbær átti hlutafé í félaginu, um það bil 3 milljónir króna og á að reyna að selja það. Ortho-skór voru með starfsemi í svonefndu ytra frystihúsi en þar er nú búið að setja upp verkstæði MT-bíla í Ólafsfirði. Skóframleiðslu hætt á Ólafsfirði ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.