Morgunblaðið - 09.10.2004, Page 10

Morgunblaðið - 09.10.2004, Page 10
10 LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum í gærmorgun þá tillögu Þorgerðar K. Gunnarsdóttur menntamálaráðherra að skipuð verði fimm manna fjölmiðlanefnd, sem í eigi sæti tveir fulltrúar stjórnarflokka og tveir fulltrúar stjórnarandstöð- unnar. Menntamálaráðherra skipi síðan fimmta nefndarmanninn, sem jafnframt verði formaður nefndarinn- ar. Nefndinni verður m.a. ætlað að skoða samþjöppun eignarhalds í fjöl- miðlum á Íslandi, hvort það sé fyrir hendi og gera tillögur um aðgerðir til að sporna við of mikilli samþjöppun eignarhalds. Stefnt er að því að búið verði að skipa fulltrúa í nefndina fyrir miðjan mánuðinn. Menntamálaráðherra hyggst leggja fram nýtt frumvarp um fjölmiðla á vorþingi. „Nefndinni er ætlað að skila tillögum sem hægt verður að byggja frumvarp á,“ út- skýrir ráðherra. Hún segir að nefnd- inni sé ætlað að taka upp efnislega þráðinn þar sem síðasta fjölmiðla- nefnd ríkisstjórnarinnar, undir for- ystu Davíðs Þórs Björgvinssonar pró- fessors, skildi við. Ráðherra segist jafnframt stefna að því, til að hafa umræðuna um þessi mál sem upplýstasta, að halda ráð- stefnu um fjölmiðla í nóvember og desember, þar sem kallaðir verði til innlendir sem erlendir fyrirlesarar. Forystumenn stjórnarandstöðu- flokkanna þriggja eru ósáttir við að þeir skyldu ekki fá hver sinn fulltrúa í nefndina. Þeir ætla að bíða með frek- ari ákvarðanir um tilnefningar þar til þeir hafi fengið formlegt erindi um nefndina frá menntamálaráðuneyt- inu. Ráðherra segir að sér finnist þessi óánægja mjög sérstök í ljósi þess að stjórnarandstaðan hafi haldið blaða- mannafund fyrir skömmu til að leggja áherslu á þann samhug sem einkennt hafi störf hennar í fjölmiðlamálinu. „Ég held að þeim ætti ekki að verða nein skotaskuld úr því að sameinast um tvo fulltrúa sem þeir treysta í þetta verkefni.“ Ráðstefna síðar í vetur Nefndinni verður m.a. ætlað að skoða þá þróun sem á sér stað í evr- ópskri fjölmiðlalöggjöf og leggja mat á þá þróun sem framundan er á fjöl- miðlaumhverfi jafnt á Íslandi sem og í Evrópu m.a. með tilliti til stafrænna útsendinga. Þá verður henni ætlað að fjalla um markaðsstöðu Ríkisútvarps- ins og hlutverk þess í samhengi við aðra fjölmiðla án þess þó að gera til- lögur um breytingar á lögum um stofnunina enda sérstök vinna þegar í gangi á vegum stjórnarflokkanna í þeim efnum. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu verður jafn- framt lögð áhersla á að nefndin leiti samráðs og álits þeirra sem gerst þekkja til málefna fjölmiðla og hags- muna hafa að gæta, eftir því sem hún telur þörf á. Viljinn ekki einlægur Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það koma sér á óvart, miðað við yfirlýsingar stjórnvalda fyrr í sumar, að stjórn- arandstöðuflokkarnir skyldu ekki all- ir fá sinn fulltrúa hver í nefndina. „Til að ná breiðri samstöðu um málið þurfa öll sjónarmið að koma að borð- inu,“ segir hann. Auk fulltrúa stjórn- arandstöðuflokkanna, sem allir hefðu mótað sína stefnu í málinu, væri nauð- synlegt að hafa fulltrúa blaðamanna í nefndinni. „Mér finnst því ekki vera einlægni í vilja ríkisstjórnarinnar til að ná algerri sátt í málinu.“ Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir einnig mjög miður ef ekki eigi að tryggja öllum stjórnar- andstöðuflokkunum aðild að nefnd- inni. Það að hún fái einungis að skipa tvo fulltrúa í nefndina þýði á manna- máli að einn þingflokkur stjórnarand- stöðunnar verði útundan. Að öðru leyti segir hann skipun nefndarinnar viðleitni í þá átt að sýna öðruvísi vinnubrögð í þessu fjölmiðla- máli en áður. Hann segir einnig skyn- samlegt að starfssvið nefndarinnar verði vítt og að hún getið skoðað svið- ið í heild, og litið í því sambandi m.a. til stöðu Ríkisútvarpsins. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, kveðst einnig ósáttur við hlut stjórnarandstöðunnar í málinu. Kveðst hann hafa greint ráð- herra frá þeirri skoðun sinni í gær. Engin sátt felist í því að bjóða ekki öll- um stjórnarandstöðuflokkunum full- trúa í nefndinni. Þar sem Frjálslyndi flokkurinn sé minnstur séu líkur á því að hann fái ekki fulltrúa í nefndina. Stjórnvöld hafa ákveðið að skipa nýja fimm manna fjölmiðlanefnd Nýtt frumvarp verði lagt fram á vorþinginu Stjórnarandstæðingar vilja þrjá fulltrúa í nefndina VIÐGERÐIR standa nú yfir á nýlegu húsi Orkuveitu Reykjavíkur, og hafa vinnupallar verið reistir við aust- urhlið hússins. Guðmundur Þór- oddsson, forstjóri OR, segir að verið sé að skipta um þéttilista sem hafi ekki passað þegar veggklæðningin var sett upp í upphafi. Eitthvað hafði lekið meðfram list- unum, en Guðmundur segir að lítið tjón hafi hlotist af því. Þéttilistarnir eru á milli útveggjaplatna og stál- grindarinnar, og þarf aðeins að skipta um lista á þessari hlið hússins. Aðspurður hvers vegna rangir þéttilistar hafi verið notaðir í upp- hafi segir Guðmundur að mistökin hafi ekki uppgötvast fyrr en farið var að nota listana, og þá hafi verið ákveðið að setja þá upp með það fyr- ir augum að skipta þeim út síðar til að verkið myndi ekki tefjast. Ekki er komið í ljós hversu mikil vinna er við verkið en Guðmundur segist ekki eiga von á því að þetta hafi kostnað í för með sér fyrir OR. „Þetta er væntanlega á ábyrgð þeirra sem afhenda efnið.“ Hann segir þó að hugsanlegt sé að einhver kostnaður falli á OR, en það verði aldrei há upphæð. Unnið að viðgerðum á húsi OR Morgunblaðið/Kristinn Stillansar þekja nú eina af hliðum húss Orkuveitu Reykjavíkur. FULLTRÚI Sjálfstæðisflokks í sveitarfélaginu Skagafirði, Bjarni Maronsson, kom fram með tillögu á sveitastjórnarfundi í fyrrakvöld um að sveitarstjórn Skagafjarðar sam- þykkti að Villinganesvirkjun yrði sett inn á tillögu sveitarstjórnar að aðalskipulagi. Var tillagan sam- þykkt en hún gengur gegn meiri- hlutasamkomulagi sjálfstæðismanna og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Í yfirlýsingu frá fulltrúum Vinstrihreyfingar græns framboðs í sveitarstjórn Skagafjarðar kemur fram: „Að gefnu tilefni vilja sveit- arstjórnarmenn Vinstrihreyfingar- innar græns framboðs í Sveitarfé- laginu Skagafirði koma eftirfarandi á framfæri. Eftir síðustu sveitar- stjórnarkosningar mynduðu Vinstri grænir og Sjálfstæðismenn meiri- hluta í sveitarstjórn Skagafjarðar. Var gerður ítarlegur málefnasamn- ingur sem byggði á gagnkvæmu trausti og kosningaáherslum beggja flokkanna fyrir kosningar. Sam- starfið hefur hingað til gengið vel og verið árangursríkt. Fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar 2002 var tek- ist á um virkjun við Villinganes. Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkur voru sammála um að leggjast gegn því að slík virkjun, með takmörk- uðum ávinningi en miklum og alvar- legum óafturkræfum skaða, yrði byggð við Villinganes. Í málefna- samningnum segir m.a: „Horfið verði frá áformum um virkjun við Villinganes og aðkoma sveitarfé- lagsins að Héraðsvötnum ehf endur- skoðuð.“ Þessi málefnasamningur var undirritaður af öllum sveitar- stjórnarfulltrúum Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. Félagsfundur á sunnudag Með vísun til skriflegs samkomu- lags flokkanna sé framganga tveggja fulltrúa Sjálfstæðismanna í atkvæðagreiðslunni brot á einum meginkafla í samstarfssamningi sem þeir hafi ásamt öðrum staðfest með undirskrift sinni. Boðað verður til félagsfundar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Sveitarfélaginu Skagafirði næstkomandi sunnudag til að ræða þessa atburðarás og framhald samstarfsins,“ að því er segir í yfirlýsingu VG. Yfirlýsing frá Vinstrihreyfingunni í Skagafirði Brot á samstarfs- samningi flokkanna „MÉR finn mjög mikilvægt að tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, þeir Halldór Ásgrímsson í stefnu- ræðu sinni á Alþingi og Sturla Böðvarsson í grein í Morgun- blaðinu sl. mánudag, skuli hafa lagt áherslu á þýðingu þess að unnið verði samtímis að undirbún- ingi Sundabrautar og gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar,“ segir Alfreð Þorsteins- son, borgarfulltrúi Reykjavíkur- listans, þegar hann er inntur álits á því sem fram kom í stefnuræðu forsætisráðherra að hvorar tveggju framkvæmdirnar mætti vinna samhliða. Alfreð segir þetta vera í sam- ræmi við vilja borgaryfirvalda þar sem verkefnin séu bæði mjög brýn. „Nú er unnið að lagfæring- um á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar sem munu liðka fyrir umferð en jafn- framt verður áfram unnið að gerð mislægra gatnamóta sem koma síðar. Ég á von á því að Sunda- braut komist á dagskrá seint á næsta ári og í því sambandi er mjög mikilvægt að hratt og örugg- lega verði unnið. Það verður senni- lega best gert í góðri samvinnu einkaaðila og Vegagerðarinnar,“ segir Alfreð enn fremur. Alfreð Þorsteinsson um Sundabraut Mikilvægt að vinna að verkefn- unum samtímis HALLDÓR Ás- grímsson for- sætisráðherra hefur skipað Ill- uga Gunnarsson, aðstoðarmann utanríkisráð- herra, í fram- kvæmdanefnd um einkavæð- ingu, samkvæmt tilnefningu Davíðs Oddssonar, ut- anríkisráðherra. Illugi tekur sæti Ólafs Davíðssonar, ráðuneytisstjóra, sem hefur að eigin ósk verið veitt lausn frá störfum í nefndinni. Hann var formaður nefndarinnar frá febrúar 2002 þar til í sept- ember sl. en þá tók Jón Sveinsson við formennsku. Illugi í einkavæð- ingarnefnd Illugi Gunnarsson MANNRÉTTINDASKRIFSTOFA Íslands hefur ekki tryggingu fyrir fjögurra milljóna króna framlagi frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti miðað við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar- innar en dómsmálaráðuneytið mun eftir sem áður verja fjórum milljón- um króna til mannréttindamála. Mannréttindaskrifstofan hefur undanfarin ár fengið fjögurra millj- óna króna framlag frá utanríkisráðu- neytinu og fjórar frá dómsmálaráðu- neyti. Brynhildur Flóvenz, stjórnarformaður Mannréttinda- skrifstofunnar, segir að komi ekki framlag frá dómsmálaráðuneyti sé rekstrargrundvöllur hennar brost- inn. Samningnum sagt upp Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra segir að á sínum tíma hafi verið gerður samningur við Mannréttinda- skrifstofu Háskóla Íslands um fram- lög til mannréttindamála og Mann- réttindastofnun Háskóla Íslands hafi fengið hlutdeild í því fé. Þeim samn- ingi hafi hins vegar verið sagt upp einhliða af Mannréttindaskrifstofu og ráðuneytið sé því óbundið í þess- sum efnum. Fyrir liggi að dómsmála- ráðuneytið muni eftir sem áður verja fjórum milljónum til mannréttinda- mála en ekki sé búið að ganga frá því hvernig því fé verði varið. Rekstur skrifstof- unnar í uppnámi Mannréttinda- skrifstofan ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.